Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977 29 60 ára í dag: Axel Ó. Ólafs- son lögfræðingur Það er ekki tekið út með sæld- inni að hlaupa með ört hækkandi aldur gamalla bekkjarbræðra á prent. Þann leiða vana vil ég reyna að leggja að mestu niður. Til slíkra skrifa þarf kjark, ekki hvað sízt þegar greinarhöf. sjálfur hefir steingleymt stunda- skrá lífsins, sjálfu almanakinu og glatað öllu tímaskyni allt frá skóladögum. Því fer um mig níst- andi hrollur og hræðsla í hvert skipti sem gamall bekkjarbróðir kemst á sjötugs aldur og haust- laufin falla eitt og eitt. Eftir Guðs og manna lögum ætti sá, sem hér verður um fjallað að vera margsinnis dauður. Fyrst þegar maginn í honum hvell- sprakk í sjötta bekk Mennta- skólans á Akureyri, og síðar þegar sá lævísi og lymski „Hvíti dauði“ beindi að honum banvænum spjótum dauðans. Þá áttu lækna- vísindin lítið um varnir, ólíkt sem nú er. Á háskólaárunum fylgdi stórhættulegur holskurður með lífsmöguleikum á borð við notkun rússneskrar skammbyssu- rúllettu. Þessi ólseigi og ódrep- andi seiglu-sambekkingur er Axel Ó. Ólafsson, Iögfræðingur, núver- andi innheimtustjóri Utvarps og Sjónvarps. Nú hefir hann fyrir löngu yfirstigið alla sjúkdóma og er við hestaheilsu, og klár í allt nema sjálfsmorð. Þannig getur meðfædd og áunnin bjartsýni fleytt ýmsum yfir nfargan feigðar- boðann á ólgusjó lífs og dauða. Dimmar og drungalegar hugsanir hafa aldrei bærzt með þeim góða dreng Axel eða þrúgað. Ég á fáa vini, en marga góða kunningja. Axel tel ég einn al- bezta og sannasta vin minn. Ef eitthvað alvarlegt bjátrar á er hann sá, sem ég leita jafnan fyrst til fyrir utan þá bræður mína, sem standa mér næst. Ekki vegna lögfræðimenntunar hans eða til að láta hann skrifa upp á víxil, heldur vegna hjartalags hans, ein- stakrar hlýju og hjálpsemi. Ég fer alltaf glaðari og hressari af fundi þessa þjáningavaskaða og lífs- glaða, jafnvægismanns. Þó að geipilegar fjárfúlgur fari um hendur hans vegna starfans hefir hann aldrei valið sér vini vegna peningalyktar og valdastöðu viðkomenda, eins og oft vill verða um þá, sem mikið hafa umleikis. Lang -afi Axels í móðurætt safnaði digrum sjóðum með elju- semi og hagsýni. Hann þótti frem- ur fastheldinn á fé. En afi Axels, Guðmundur, -tengdasonur þess umgetna auðuga manns, Þorleifs á Háeyri, þótti aftur á móti eyðslukló hin mesta. Því varð Þor- leifi eitt sinn að orði, sem frægt er orðið: „Sá er munurinn á tengda- syni minum og Guði almáttugum, að Guð gerir allt AF engu, en Guðmundur minn allt AÐ engu.“ Svo mæla aðeins þeir orðslyngu og spöku. Þó að flestar krónurnar skili sér í fjárhirzlur stofnunar- innar undir mildri en ákveðinni stjórn þess umburðarlynda toll- heimtumanns, Axels, er engin hætta á, að þær verði allar „að engu" í hans umsjá. Við hann er ekki að sakast, því að það er ekki í hans verkahring aö k,oma krón- unum í lóg með oft á tíðum mis- jöfnum árangri útsendinga. Seint verður öllum gert til geðs með sömu sendingunni. Sjálfur leyfir hann sér lítil lífs- gæði miðað við stöðu. Þó að heim- ilíð sé menningarlegt er þar engin ofhleðsla á hlutum. Aðeins einu Ellilífeyrisþegar Félagsmálastofnunin hefur ákveðið að bjóða ellilífeyrisþegum aðstoð við gerð skattframtala. Þeir sem hafa áhuga á að notfæra sér þessa þjónustu vinsamlegast hafið samband við stofnunina í síma 41 570. Félagsstarfið — Leikhúsferð 27. janúar n.k. verður efnt til leikhúsferðar og munum við sjá leikritið Stórlaxar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Vinsamlegast pantið miða í síma 41 570 fyrir þriðjudagskvöld. Farið verður í hópferðabílum á sýninguna frá Hamraborg 1 kl. 19.45. Tómstundaráð. JekkavióskiptL Auglýsing um breytingu á gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir. Viðskiptaráðuneytið hefur með bréfi til Seðla- banka íslands dags. 14. þ.m. veitt heimild til breyt- ingar á gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir. Breytingin nær til XI. liðs gjaldskrárinnar um verð á tékk- heftum. XI. liður gjaldskrárinnar hljóði því sem hér segir: Tékkhefti: A. 25 blaða kr. 375.00 B. 50 blaða kr. 750.00 Breyting þessi tekur gildi þegar í stað. Reykjavík, 18. janúar 1977 ^-Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa— sinni hefir hann brugðið sér út fyrir pollinn i stutta lystireisu með frúnni, sem mun fremur sjaldgæft um íslenzka embættis- menn, sem og aðra óbreytta landa. Einn af mörgum undir- mönnum hans við þessa umfangs- miklu stofnun, sem víðar hafði unnið áður, svaraði mér þannig þegar ég spurði hráslagalega á lævísan hátt til að fá sem ýtar- legast svar. „Hvernig fellur þér við „skepnuna", yfirboðara þinn?“ „Hann Axel er sá albezti, mild- asti og mannlegasti húsbóndi, sem ég hefi nokkru sinni haft", svaraði „kauði". Öll framkoma Axels og viðmót er svo einstakt og manneskjulegt, að einfeldningar gætu hæglega haldið, að hann hefði ekki gert annað um dagana en nema og ástunda fína franska kurteisi á einhverjum ímynd- uðum aðalsmannaskóla í manna- siðum frá dögum Sólkonungsins glæsta, Loðvíks 14., í Versölum. En slíkt er reginn misskilningur ÖIl aðalsmennska er Axel í blóð borin án allrar undirhyggju og sérgæða, sem í margri kurteisinni felst, þar sem svo oft er reiknað með einhverri umbun I staðinn. Ekkert er tillært á þessu sviði hjá Axel heldur eðlislægt og án allrar tilgerðar og alltaf bregður hann á strengi góðlátlegrar kímni og græskulausrar gamansemi og fyndni þegar syrtir í álinn. Mér hefir óvíða liðið betur en þegar ég hefi dragnast syfjaður i kaffi seint á sunnudagsmorgnum á heimili þeirra Þorbjargar og Axels, þó að aldrei fengi ég dropa til bragðbætis i bollann. Slíkt hefir vart á heimilið komið svo að orð sé á gerandi í ótal ár. Fyrir alla þeirra óverðskulduðu rausn og risnu ber mér að þakka við þessi tímamót. Faðir Axels var valmennið Ólafur Ó. Lárusson, héraðslæknir í Vestmannaeyjum, smáskammta- læknis Pálssonar. Ólafur gegndi einnig yfirlæknisstöðu frakk- neska sjúkrahússins þar meðan það starfaði. Hann var mikill unn- andi franskrar menningar og las og talaði frönsku og gerðist ræðis- maður Frakka og Dana. Hann þáði af báðum allskyns virðingar- vott og upphefð. Þannig er Axel bræðrungur að frændsemi við þann ástsæla listamann, Lárus heitinn Pálsson, leikara. Það var ekki trútt um, að á stundum brygði fyrir líkum og ljúfum með- fæddum þela í fari þeirra beggja. Kona Olafs læknis og móðir Axels var Sylvta, dóttir fyrrgetins Guðmundar á Háeyri. Bæði voru þau hjón mjög glæsileg og eign- uðust tíu börn uppkomin, þar af eru nú fjögur látin. Axel á ein- stöku barna og eiginkonuláni að fagna. Hún er Þorbjörg hjúkr- unarkona Andrésdóttir fyrrv. alþingismanns Borgfirðinga í Síðumúla Eyjólfssonar. Hann stendur á niræðu og heldur ennþá sinum margrómuðu Lang- hyltingagáfum og leíkur sér enn- þá að bregða fyrir sig bráðfyndn- um og fleygum stökum. Kona Andrésar og móðir Þorbjargar var mannkostakonan, Ingibjörg Guðmundsdóttir, húnvetnskrar ættar, látin fyrir nokkru hátt á níræðisaldri. Börn Axels og Þor- bjargar eru: Olafur, sem er í loka áfanga í arkitektúr. Ingibjörg, Framhald á bls. 25 NÁMSKEIÐ f ræðumennsku ogfundarstjórn Frfða Proppé Jón Magnússon Markús Örn Antonsson Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson Heimdallur SUS heldur námskeið í ræðumennsku og fundarstjórn vikuna 24. — 29. janúar. Dagskrá námskeiðsins verður sem hér segir: Mánudagur 24. janúar kl. 20:30 Ræðumennska og undirstöðuatriði i ræðugerð Leiðbeinandi: Fríða Proppé. Þriðjudagur 25. janúar kl. 20:30 Ræðumennska og undirstöðuatriði í ræðugerð Leiðbeinandi: Friða Proppé. Miðvikudagur 26.janúar kl.20:30 Fundarstjórn, fundasköp og fundaform Leiðbeinandi: Jón Magnússon. Föstudagur 28. janúar kl. 20:30 Ræðumennska og undirstöðuatriði í ræðugerð Leiðbeinandi: Fríða Proppé. Laugardagur 29.janúar kl. 16:00 ^ Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins. 9 Þátttaka fjölmiðla í sjórnmálabaráttunni — framkoma í sjón- varpi. ^ Umræður þátttakenda teknar upp á myndsegulband. Leiðbeinandi: Markús Örn Antonsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Námskeið þetta er annað af tveimur ! félagsmálafræðslu Heimdallar á þessum vetri. Hið siðara mun fara fram dagana 31. jan. — 5. feb. og verður stjórnmálakynning Efnin sem þar verða tekin fyrir eru: Utanríkis- og varnarmál Efnahagsmál Flokkaskipunin Starfshættir Alþingis. Þátttökugjald fyrir bæði námskeiðin er kr. 1000. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Heimdallar í Valhöll. Bolholti 7, s. 8 29 00 og þar eru veittar allar frekari upplýsingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.