Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 Kristfinnur Ólafs- son — Minningarorð Fæddur 18. júní 1920 Dáinn 11. janúar 1977 í dag er til moldar borinn Krist- finnur Ólafsson, Steinagerði 18, Reykjavík. Hann lézt í London 11. þ.m., þar sem hann gekkst undir hættulega hjartaskurðaðgerð. Kristfinnur kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Kjartansdóttur, 3. des. 1949 og var það mikill hamingjudagur í lífi þeirra beggja. Kristfinnur var Snæfellingur í báðar ættir, fæddur 18.6. 1920 í Geirakoti í Fróðárhreppi, sjöundi í röðinni af fjórtán börnum hjónanna Olafs Gislasonar og Ólafar Einars- dóttur, sem þar bjuggu. A fátækum barnaheimilum á þeim árum urðu börnin að fara að vinna í ungri bernsku, bæði heima og þó meira hjá vandalaus- um, þar sem vistin gat verið vægðarlaus og hörð. Hann lærði því snemma að taka til hendinni, enda þekki ég fáa betri verkmenn en Kiddi var, á hverju sem hann snerti. En sjómennskan tók snemma hug hans allan og stundaði hann hana fyrst á ýmsum aflaskipum, en siðan á sínum eigin bátum, fyrst á trillu, síðan á stærrí bát. Hann var hörku sjómaður, fisk- inn og afburða hugmaður, og sótti sjóinn fast meðan fært var. Þegar ég nú sezt niður til að kveðja hann Kidda svila minn og vin, er mér þakkiæti efst i huga. Fyrst fyrir að Kiddi og Stína skyldu finna hvort annað. Þeirra lífshamingja var sameiginleg í önnum virkra daga, og þau kunnu að njóta hvíldar og gleði á sínu óvenju fagra heimili, þar sem einkasonurinn, Gunnlaugur, var stærsti sólargeislinn. Þegar ég lá hvað eftir annað á spítala, þegar börnin okkar voru ung, var alltaf sjálfsagt að leita til Kidda og Stínu. Hann Kiddi laðaði ósjálfrátt til sín öll börn; það sýnir bezt innri mann þessa sterka og trausta manns. Þetta yndislega heimili varð því annað heimili barnanna okkar og fyrir það viljum við hjónin þakka. Það er svo margt, margt annað að þakka. Á heimili hans dvaldist tengdamóðir okkar beggja, Ingveldur Olafsdóttir, um tuttugu ára skeið og hann var henni eins og bezti sonur. Og svo þegar barnahópurinn okkar varð fullorðinn var alltaf öll fjölskyldan meira og minn samankomin í Steinagerði hjá Stínu og Kidda, og alltaf tók hann á móti öllum hópnum með gleði- brosi og hver stund á heimili hans var hátíð í þessari miklu sorg bið ég góðan guð að styrkja ástvini hans alla. Með hjartans kveðjum og þökk- um frá okkur hjónunum og börn- um okkar. Katrín Guðmundsdottir. <)rðsk\ iöirnir 15.15. Ilinn \oladi sér altlroi Klaóan da«. Kn sá. soni \H li«nur á. er sífollt í veizlu. Þannig var hann Kiddi, að vera í nálægð hans var sífelld veizla. Þegar maður var mjög þreyttur eftir erfiðan vinnudag, svo þreytt- ur að manni hraus hugur við að fara heim til sín, því þá vissi maður að áfram mundu hugsan- irnar halda að hringsnúast kring- um smámuni, sem þann daginn þóttu óyfirstíganlegir, þá flúði maður til þessarar veizlu sem bjó í þessu brosi sem alltaf mætti manni við dyrnar i Steinagerði. A sunnudögum þegar fjölskyld- an mín var komin í sparifötin og vantaði bara herzlumuninn á að dagurinn yrði að hátíð þá var keyrt inn i Steinagerði til að finna þessa hátið. Stundum vorum við að velta því fyrir okkur hvort það væru góðu kökurnar hennar Stínu sem hefðu þetta ómótstæði- lega aðdráttarafl. En jafnvel sæl- kerar eins og við urðum að viður- kenna að það var brosið og hlýjan i andlitum húsráðenda sem gerðu daginn, sem við heimsóttum Stínu og Kidda, ætíð að veizlu. Og svo voru það litlu samatriðin sem hlýjuðu manni svo við hverja heimsókn, þessi lítri af undan- rennu sem var oftast í isskápnum í Steinagerði eftir að hann litli sonur okkar kom í heiminn, en sá ungi maður drakk ekkert nema undanrennu, en hafði samt ekki aldur til að þakka fyrir þessa hugulsemi sem sýndi svo látlaust og fallega að hann var alltaf vel- kominn á heimilið, hvað þá að hann hefði vit á að þakka Kidda og Stínu fyrir koppinn sem keypt- ur var og beið i Steinagerði ein- göngu ætlaður honum ef vera kynni að hann kæmi í heimsókn. Samt veit ég ekki nema augnaráð- ið sem hann sendi honum Kidda og hrifningin í hvert skipti sem hann sá þennan vin sinn hafi sagt: Takk Kiddi fyrir þessa veizlu sem alltaf er í nálægð þínni. Kiddi var fyrsti sjómaðurinn sem ég eignaðist að vini á ævi minni. Sjómenn í mínum huga voru dugnaðarmenn, sem ég bar virðingu fyrir, en hafði á tilfinn- ingunni að kærðu sig lítið um samskipti við landkrabba eins og mig og mína líka. í fjarlægð sá ég þá koma að landi, suma fara inn í leigubila sem biðu þeirra við höfnina þegar þeir komu eftir langa útivist með kaupið sitt og maður sá þá fyrir sérrúlla í þess- um sama leigubíl næsta sólar- hring, á meðan peningar entust og hægt var að fara i str-itið aftur. Aðra sá maður. fara glaða og hressa í faðmi sinnar fjölskyldu frá borði og manni datt stundum í hug, hvernig ætli sé hægt að fá svona dugnaðarforka til að slappa af í aðgerðaleysi næstu daga og njóta heimilislífsins. Þessi yfirborðslega sýn mín á sjómönnum breyttist mikið við að kynnast Kidda. Eg kynntist dugnaðarfork, sem kom glaður á aflahæsta bátnum í land og enn glaðari mann sá ég þegar hann í landlegum naut fjölskyldulífsins í fullkominni kyrrð á heimili sínu. Betri föður og eiginmann hef ég engan séð í hópi okkar land- krabba. Nú þegar ég kveð þennan mann sem hefur verið í mínu lífi gim- steinn sem með tilveru sinni einni saman hefur gefið mér meiri trú á góðleik mannanna, er mér efst í huga að þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þessum heil- steypta manni og þakka honum fyrir þau ár sem ég fékk að njóta samvista við hann og heimili hans. Sá hinn sami Guð, sem ég þakka þessa gjöf, hefur gefið okk- ur þau fyrirheit að við munum að leiðarlokum eiga endurfundi við okkar látnu vini, þangað til ætla ég að nota minninguna og leyfa henni að gera líf mitt fyllra og reynsluríkara. Minninguna um glaða andlitið hans Kidda sem tók á móti manni í dyrunum í Steina- gerði með fullyrðingum um að hann hefði einmitt verið að hella upp á könnuna. Guðrún Asmundsdóttir. Kristfinnur Ölafsson er dáinn. Hann Kiddi, maðurinn hennar Stínu föðursystur minnar. Hvað skildu vera mörg ár síðan hann Kiddi las fyrir mig fram- haldssögu barnanna í Morgun- blaðinu að staðaldri? Hvenær var það sem hann Kiddi tálgaði fyrir mig tíu svani ur ýsubeini? Hvaða ár var það sem Kiddi og Stína fóru með mig upp að Anabrekku með sér á gamla „Astininum"? Og var það ekki í hitteð fyrra, eða var það árið þar áður sem ég fékk að vera með honum á sjónum? Svona sópast minningarnar upp þegar ég hugsa til baka. En hvenær þetta var nákvæmlega og hvað var ég gamall þá, því á' ég erfitt með að svara sjálfum mér. Hann Kristfinnur Olafsson hefur nefni- lega verið hluti af lífi mínu frá þvi ég fyrst man eftir mér. Hann hefur alla tíð verið okkur systkin- unum annar faðir. Það er ekkert tímabil í lífi mínu sem hann til- heyrir öðrum fremur. Kiddi og Stína hafa bókstaflega alltaf verið eins og sjálfsögð botnfesta fyrir okkur krakkana, við hliðina á pabba og mömmu. Svo einn dag- inn er hann allt í einu farinn. Horfinn.. Og okkur er sagt að kveðja hann. Ég á að segja „Vertu bless." „Hvernig hefur þú fiskað Kiddi?" svona spyr ég ekki fram- ar og við því er ekkert að gera. Jú. ég get spurt f síðasta sinn: „Hvernig hefur hann Kiddi fisk- að? Og ég sé það með mínum eigin augum að hann hefur siglt að landi með drekkhlaðið skip. Hann heldur í land, í síðasta sinn, með fullan bát af öllum þeim raunsönnu verðmætum sem eitt mannlíf getur skapað hér í þessu stutta stoppi. Betur verður ekki gert. En við sem lónum hérna ennþá utanfjarðar erum ósköp skekin og söknum hans sárlega. En það er samt ekki ónýtt að vita af þessum manni á bryggj- unni takandi á móti spottunum hjá okkur. og hjálpandi mann- skapnum upp á kajann þegar við loksins leggjum að, og bindum bátinn í okkar heimahöfn. Kjartan Ragnarsson. Afmælis- og minn- ingar- greinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin ð þvl, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem hirtast á I miðvikudagsblaði, að berast I sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til Ijóða eða sálma skal höfundar getið. Grein- arnar þurfa að vera vélrit- aðar og með góðu Ifnubili. t Frænka okkar. VALDYS GUÐRUN HALDERSON, fædd VALDASON. lézt í Gimli Manitoba. þann 28 desember 1 976 Halldóra og Margrét Samúelsdætur, Ármann Dalmannsson. t ANNA HAVSTEEN andaðist hinn 3. lanúar siðastliðinn Bálför hefur farið fram Lára Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi KRISTJÁN HÖSKULDSSON, Grund, Vopnafirði andaðist 18. þ.m Hulda Kristjánsdóttir, Guðfinna Kristjánsdóttir, Ármann Kristjánsson, Ásgrímur Kristjánsson, og barnaböm Ólafur Jónsson, Ármann Sigurðsson, Þórunn Friðriksdóttir, Lára Guðnadóttir, t ELENTINUS JULIUSSON Túngötu 16, Keflavík. verður jarðsungmn frá Keflavíkurkirkju laugardagmn 22 janúar kl 1 5 Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Keflavíkurkirkju Þuríður Þórðardóttir, Margeir Elentínusson, Sverrir Elentínusson, Sanhildur Elentínusdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Sigríður Elentínusdóttir Þórdís Guðjónsdóttir Ingveldur Eyjólfsdóttir Einar Hjatested Magni Sigurhansson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GÍSLA ÞÓRÐARSONAR, Efstasundi 92. Laufey Sveinsdóttir, börn, tengdaborn og barnabörn. t Tengdafaðir minn og afi okkar, SIGURÐUR JÓNSSON, ölgerðarmaður, Nóatúni 32, lézt á Landspítalanum 13. þ m Útförin fer fram frá Háteigskirkju, mánudaginn 24 1 kl. 1.30 ... _ J Jómna S. Bjarnadóttir, Steinunn Agla Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir. t Maðurinn minn, KJARTAN EINARSSON, frá Bakka. Seltjarnarnesi andaðist 1 7 janúar Útförin fer fram mánudaginn 24 janúar kl 1 3 30 frá Fossvogskirkju Unnur Óladóttir. t Einlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför INGIMUNDAR PÉTURSSONAR, Borgarveg 22, Njarðvík. Guð blessi ykkur öll Fyrir hönd vandamanna Jóna Hjaltadóttir. t Þökkum auðsýnda vináttu viðfráfall GUÐBJÖRNS F. HELGASONAR, kjötiðnaðarmanns, Laugavegi 30 B Aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigmmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS JÓNSSONAR, frá Keldunúpi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Elliheimilisins Grundar í Reykja- vik fyrir góða umönnun. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár Jenný Guðrún Guðjónsdóttir, Jenný Ólafsdóttir, Ragnar Zophaníasson, Helena, Ólafur, Friðrik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.