Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 jHttgnsiHiKfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 Í lausasölu 60 hf. Árvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. slmi 10100. ASalstræti 6. slmi 22480. kr. á mánuSi innanlands. .00 kr. eintakiS. Skattheimtan og hagsmunir almennings Kyrrð að komast á í Egyptalandi Sadat heimilar 10% launahækkun egar litið er yfir fer- il núverandi rrkisstjórnar, er gjarnan staldrað við farsælar lyktir í landhelgis- og öryggis- málum þjóðarinnar, sem hvort tveggja voru viðkvæm mál og vandmeðfarin. Ekki verður of mikið gert úr þýðingu þessara mála, svo mjög sem samtíma- og framtíðarvelferð þjóðarinnar er undir þeim komin. En hins vegar hefur þriðja megin- verkefni stjórnarinnar, þau tvö og hálft ár sem hún hefur seitð að völdum, þ.e. glíman við margþættan efnahagsvanda, heimatilbúinn og innfluttan, fallið nokkuð í skugga hinna tveggja fyrrnefndu. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var á brattann að sækja í meðferð þessara mála, enda efnahagskerfi þjóðarinnar nánast í molum. Verðbólgu- vöxtur sem var 12—15% á ársgrundvelli á viðreisnar- árunum, var kominn upp I um 54%. Verulegur halli var á ríkisbúskapnum. Gjaldeyris- varasjóðir á þrotum, viðskipta- halli við útlönd ógnvekjandi og skuldasöfnun gífurleg. Versnandi viðskiptakjör og alþjóðleg efnahagskreppa, í kjölfar mikillar olíuverðhækk- unar, viðblasandi. Þessar kririgumstæður gátu leitt til víðtæks atvinnuleysis, eins og raun varð á í okkar nágranna- löndum, þar sem það hefur verið viðloðandi vandamál um árabil. Hallalaus rfkisbúskapur náðist á árinu 1976: skuldir ríkisins jukust ekki á heildina lítið, í fyrsta sinn um árabíl; viðskiptahallinn hjaðnaði úr 12% af útflutningsverðmæti, sem hann var á árunum 1974 og 1975, í um 4%, verðbólgan hægði á sér, eða úr 54% á árinu 1974 í um 30% á árinu 1976 Og tekizt hefur að tryggja atvinnuöryggi um gjörvallt landið, þrátt fyrir gagnstæðar spár og líkur Á miklu rfður að takist að tryggja áframhaldandi efnahagsbata til að skapa traustari grundvöll bættra lífskjara f landinu Það er langstærsta hagsmunamál þjóðarinnar á árinu 1977. Varðandi rfkisfjármál er enn ógetið eins mikilvægs atriðis. Með aðhaldsaðgerðum hefur tekizt að koma í veg fyrir að hlutur ríkisútgja Ida í þjóðar- tekjum ykist, eins og hann hefur haft rfka tilhneigingu til undanfarin ár og hefur raunar alltaf haft. Hér er komið að mjög mikilvægu atriði. Skatt- heimta ríkisins, þ.e. hlutur samneyzlunnar, í þjóðar- tekjum, er þegar komin í hámark, jafnvel yfir eðlilegt mark. Þvf stærri hlut sem ríkís- útgjöldin taka til sín af heildar- tekjum þjóðarinnar, þeim mun minni ráðstöfunartekjur verða eftir hjá heimilum og ein- staklingum í landinu — og þeim mun minni líkur eru á raunhæfari kaupmáttar- aukningu almennings. Við núverandi aðstæður i þjóðfélaginu er ekki nema eðli- legt, að almenningur leiði hugann sérstaklega að skatt- heimtu samneyzlunnar í landinu; hvort ekki sé timabært að létta á skattabyrðinni. Þessi spurning hlýtur að koma upp á yfirborðið i sambandi við þau kjaramál, sem efalitið verða ofarlega á baugi er líða tekur á þetta ár Þessi spurning kemur og óhjákvæmilega i hugann, þegar rekstrargrundvelli at- vinnuveganna er gefinn gaumur; möguleikum atvinnu- fyrirtæka til að byggja sig upp og tryggja atvinnuöryggi, og ekki síður til að mæta hugsan- legum kröfum i kjaramálum. Hér þarf að vísu að mörgu að hyggja, en ríkjandí kringum- stæður gera það óhjákvæmi- legt, að ríkisútgjöldum verði settar eðlilegar skorður í hlut- falli við þjóðartekjur. Nýtt skattalagafrumvarp mun koma til meðferðar Al- þingis á þessum vetri. Það er lagt fram með góðum fyrirvara, miðað við það, að ekki er stefnt að skattlagabreytingum fyrr en á næsta ári. Það verður þvi að líta á það sem jákvæðan um- ræðugrundvöll en ekki endan- lega ákvörðun. Það hlýtur og að koma inn i þá kjaramálaum- ræðu, sem fyrir höndum er. Gera má ráð fyrir að það taki einhverjum breytingum i með- förum Alþingis. Höfuðatriðið er að það skapar möguleika á að gera úttekt á skattamálum þjóðarinnar, bæði með hliðsjón af þvi að létta á heHdarskatt- heimtunni og færa hana í átt til meira réttlætis en verið hefur. Samhliða þvi að sett eru fram sjónarmið um hófsamari skattheimtu og aðhald í ríkisút- gjöldum, verða menn að gera sér grein fyrir þvi, að draga verður úr kröfum á hendur ríkisvaldinu, sem leitt gætu til útgjalda þess. Hagræðing í op- inberum rekstri, samdráttur í ríkisframkvæmdum, sem ekki eru því brýnni, og frestun nýrra útgjaldaliða hljóta að fylgja í kjölfarið, enda t samræmi við þær aðstæður, sem við blasa í efnahagslifi okkar í dag. En krafan um hófsamari skatt- heimtu; að setja skynsamlegt „þak" á ríkisútgjöld í hlutfalli við þjóðartekjur, á örugglega hljómgrunn i hugum mikils meirihluta þjóðarinnar. Að þessum meirihlutavilja er skylt að hyggja og kanna alla mögu- leika á því að taka tillit til hans. Kalró — 20. janúar — R«*ut«*r ÁSTANDIÐ í Kaíró er nú að færast i eðlilegt horf eftir uppþot og átök undan- genginna daga. í dag fóru Egyptar fram á efnahags- aðstoð sem nemur um 310 milljörðum íslenzkra króna á ári frá Alþjóðabankan- um, Bandaríkjunum, Evrópuríkjum, olíusölu- ríkjum Araba og frá Egypt- um erlendis. Stjórnin kennir kommúnistum um óeirðirnar, sem urðu vegna verðhækkana á nauðsynja- vörum, en Sadat forseti lýsti því yfir í gær, aó verð- hækkanirnar kæmu ekki til framkvæmda að sinni. í dag heimilaði Sadat 10% launahækkun. Hundruð manna særðust í óeirðum þessum, yfir 40 létu lifið, og fjöldi manns var hand- SVO er að sjá sem herferðin til að fá Teng Hsiao-ping endurreistan Bukovsky fær hæli í Sviss ZOrich — 20. janúar — R**ut«*r. SOVÉZKA andófsmanninum Vladimir Bukovsky hefur verið veitt hæli sem pólitiskum flótta- manni í Sviss. Auk þess hefur honum verið veitt dvalarleyfi í landinu til eins árs í senn, að því er yfirvöld i Sviss skýrðu frá í dag- Aður; höfðu móðir Bukovskys, systir hans og systursonur fengið hæli í Sviss, sem pólitískir flótta- menn, en sjálfur var hann i fyrstu óráðinn í hvar hann vildi setjast að. HÓPl'R ungverskra marxista, sem andvígir eru stefnu stjórn- valda í L'ngverjalandi, hefur lýst stuðningi sínum við mannrétt- indahreyfinguna í Tékkóslóva- kiu. Bókmenntagagnrýnandinn Ferene Feher lýsti þessu yfir í viðtali við austurríska útvarpið, og sagði að um 20 ungverskir tekinn. Mestar urðu óeirðirnar í Kairó, höfuðborg landsins, en einnig kom til mikilla átaka í Alex- andríu, Súez og Aswan. RL'SSNESKI mannvinurinn Vladimir Albreeht hefur veriðyf- irheyrður vegna sprengingarinn- ar í neðanjarðarjárnbrautarstöð í Moskvu nýlega. Albrecht er ritari rússnesku deildar Amnesty Inter- national og hefur misst kennara- stöðu sína vegna afskipta af mannréttindamálum. Albrecht hefur skýrt frá því, að yfirheyrslan hafi farið fram í skólanum, þar sem hann er nú við nám. Þrír menn önnuðust yfir- heyrsluna og neituðu þeir að sýna sé í rénun, að minnsta kosti í bili. Þeir, sem náið fylgjast með fram- vindu mála í Peking, eru þó þeirr- ar skoðunar að leiðtogar kín- verska kommúnistaflokksins séu enn að ræða málið. Óstaðfestar fregnir hafa borizt af því, að 50 flokksleiðtogar I Norður-Kína hafi verið teknir af lífi vegna stuðnings síns við „Shanghai-klfkuna". Upplýsingar þessar koma fram í skýrslu, sem birt var i Taipei, en sérfræðingar um kínversk mál- efni efast um sannleiksgildi þeirra, og vísa í því sambandi til yfirlýsingar Hua Kuo-fengs, for- manns kínverska kommúnista- flokksins og forsætisráðherra landsins, um að forðast beri blóðs- úthellingar i herferðinni gegn menntamenn hefðu sent leiðtog- um „Mannréttinda 77“ bréf þar sem lýst væri stuðningi við að- gerðir þeirra að undanförnu. Meðal þeirra, sem undirritað hefðu bréf þetta, væru meðlimir fámenns vinstri sinnaðs hóps há- skólamanna, sem myndaður hefði verið fyrir nokkrum árum, og hefðu nokkrir þeirra verið reknír Ljóst er að atburðir síðustu daga eru mikið áfall fyrir Anwar Sadat forseta, og mótmælaaðgerð- um virðist að verulegu leyti vera beint gegn honum persónulega. Albrecht skilrfki sín, en hann kveðst hafa þekkt einn þeirra sem starfsmann leynilögreglunnar KGB og þvf ekki viljað víkjast undan því að svara spurningum þeirra. Andófsmaðurinn Shakar- ov hefur sagt, að hann telji ekki ósennilegt að sprengingin hafi verið sviðsett af KGB til að búa til tylliástæðu fyrir yfirheyrslum á sovéskum andófsmönnum. Um- rædd sprenging átti sér stað fyrir tæpum tveimur víkum og sam- kvæmt fregnum fórust nokkrir og aðrir slösuðust. róttæku öflunum í flokknum. Borgarstjórinn í Peking hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu sína við Teng, og er þess krafizt að hann verði látinn fara frá. Bell hlaut samþykki W ashintilon — 20. jamiar — Rrulrr. ÞINGNEFNI) hefur samþykkt að niæla með útnefningu Griffins Bell, fyrrverandi alríkisdómara, í enibætti dómsmálaráðherra í hinni nýju stjórn Carters. Bell hefur verið umdeildur, sérstak- lega vegna afstöðu sinnar í kyn- þáttamálum, og hefur farið fram nákvæm rannsókn á ferli hans og stefnu undanfarna sex daga. Hefur Bell verið álasað fyrir að koma í veg fyrir afnám aðskilnaðar kynþáttanna f skól- um þegar hann var náinn sam- starfsmaður Ernests Vandiver, fyrrverandi ríkisstjóra í Georgíu, en Bell segist hafa viljað koma í veg fyrir átök og sjá svo um að starfsemi f skólunum færi fram með friði og spekt. Búizt er við því að öldunga- deildin leggi blessun sina yfir útnefningu Bells mótmælalaust. Thomas O'Neill, leiðtogi demó- krata i fulltrúadeildinni, hefur lagt til við Walter Mondale, kjörinn varaforseta, að James Gavin, fyrrverandi hershöfðingi og sendiherra Bandaríkjanna í París í stjórnartið John F. Kennedys, verði næsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar i stað Ted Sorensens, sem dró framboð sitt til baka eftir harða gagnrýni í öldungadeildinni. úr ungverska kommúnistaflokkn- um fyrir fjórum árum. Hópur þessi væri ekki talinn áhrifamik- ill i stjórnmálum, og hefði hann fengið að starfa í friði fyrir stjórnvöldum i Ungverjalandi. Feher tók fram, að stuðningsyfir- lýsingin höfðaði ekki til aðstæðna í Ungverjalandi. Aftökur 1 Kína? Hohk Kon« — 20. janúar NTB. Chirac ögrar Giscard Vill verða borgarstjóri í París Parfs — 20. janúar — R«*ul**r. JACQUES Chirac, fvrrverandi forsætisráðherra Frakklands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til borgarstjóra í Parfs í sveitarstjórnarkosningunum f Frakklandi í marz. Þessi ákvörðun Chiracs hef- ur valdið mikillí óvissu um framtíð samsteypustjórnar Óháða lýðveldisflokksins, Mið- flokksins og Gaullista, og for- maður Miðflokksins, Lecanuet, sagði í dag, að með henni væri Chirac að reyna að neyða Giscard d'Estaing til að efna til þingkosninga á næstunni, þ.e ári áður en þær eigi að fara fram að réttu lagi. Þá sagði Raymon Barre, sem tók við embætti forsætisráð- herra af Chirac, að þessi ákvörðun Chiracs yrði vatn á myllu sósíalista og kommún- ista í sveitarstjórnarkosn- ingunum og þingkosningun- um. Vmsir telja miklar líkur til þess að Chirac sigri í kosn- ingunum um hið áhrifamikla embætti, og yrði það áfall fyrir Giscard d’Estaing, sem fyrir nokkrum vikum lýsti yfir stuðningi sínum við núverandi iðnaðarráðherra, Michel d'Ornano, sem er flokksbróðir hans. Akvörðun Chiracs um framboðið er talin í ögrunar- skyni við forsetann, en per- sónulegur ágreiningur þeirra varð til þess að Chirae sagði af sér forsetaembætti fyrir nokkrum mánuðum. Ungverskir marxistar stydja „Mannréttindi 77” YinarborK — 20. janúar — Rcnlcr Albrecht yfirheyrður vegna sprengmgarinnar »osk\a — NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.