Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977 \í r He.vrðu kunninj'i, þú a-tlir að skjótast til rakarans, held ég? Við verðum alltaf að fylnjast með tímanum, Rakkmann minn. Maður nokkur skimaði f allar áttir í fatadeildinni. Afgreiðslumaðurinn snýr sér að honum og spyr: „Eruð þér að leita að karlmannafötum? — Nei, ég er að leita að kven- mannsfötum, svaraði maður- inn, og konan mín er meira að segja í þeim. Hverning stendur á þvf, spurði Frakki Svisslending, að þið Svisslendingar berjist allt- af við að ná f peninga en við Frakkar að hljóta heiður. — Ég geri ráð fyrir, svaraði Svisslendingurinn, að sérhver sækist mest eftir því sem hann á minnst af. Golf er ákaflega líkt hjóna- handinu. Það er afar auðvelt f augum þeirra, sem aldrei hafa reynt það. — Hvað á ég að gera til þess að halda manninum mínum inni á kvöldin? — Fara út. Atvinnu- mál kvenna „Atvinnumál kvenna á Sel- fossi eru vægast sagt ömurleg um þessar mundir. Prjónastofu Sel- foss var lokað um síðustu áramót og þeim þrjátiu konum sem þar störfuðu var sagt upp störfum. Vinnumarkaður hér er mjög fá- breyttur og þröngur og alls staðar sama svar, þar sem leitað er eftir vinnu. Langir biðlistar og mein- ingin að fækka fólki fremur en fjölga. Ég vil gjarnan vekja athygli sem flestra á þessu ástandi og beina því til þeirra sem einhvers mega sín í atvinnumálum að hér á Selfossi er fjöldi vinnufúsra handa sem ekki fá verkefni. Hulda Vilhjálmsdóttir, Sigtúnum 23, Selfossi." Þetta var um atvinnumál kvenna á Selfossi. En það er án efa víðar sem konur fá ekki þá vinnu sem þær þurfa og vilja og hefur Velvakandi haft spurnir af því frá lesendum. En i beinu framhaldi af þessari umræðu um atvinnumál förum við í næsta bréf, sem einnig er utan af lands- byggðinni og fjallar um atvinnu- mál. • Ekki allt í Reykjavík „Það hefur löngum verið tízka hjá ráðamönnum og stjón- endum fyrirtækja að þegar er ver- ið að velja nýjum fyrirtækjum stað er fátt annað sem virðist koma til greina en Reykjavík og nágrenni. Undantekningar eru náttúrlega til svo sem kísilgúr- verksmiðjan og álverið, sem þó má jafnvel telja til nágrennis Reykjavíkur, a.m.k. eru flestir starfsmenn þar af Reykjavíkur- svæðinu. En nú er svo háttað víða um land, að ekki er lengur hægt að byggja allt á sjávarútveginum eða atvinnugreinum tengdum honum, bændum fer fækkandi og þjónusta við þá verður þar af leið- andi minni næstu árin. Það er því augljóst að vinna verður mark- visst að því að renna styrkari stoð- um undir atvinnulíf margra sveitarfélaga og bæjarfélaga út um land, til að þau leggist hrein- lega ekki niður með tímanum. En með þessu er ég ekki ein- göngu að fara fram á það að stjórnmálamenn einir sinni þessu verkefni, enda er geta þeirra oft takmörkuð, þó fullur vilji sé fyrir hendi. Hér þarf að koma til nokk- ur hugarfarsbreyting hjá stjórn- endum fyrirtækja eða þeim sem hyggjast setja á stofn atvinnu- fyrirtæki. Er ekki hægt að hafa aðeins víðari sjóndeildarhring og athuga möguleika á staðsetningu fyrirtækis utan við Faxaflóasvæð- ið? Til eru nokkrar verksmiðjur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í TVÍKEPPNI Bridgefélags Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavikur voru þeir Ingi R. Jó- hannsson og Jón Þorsteinsson fé- lagi sinu, T.R., drjúgir liðsmenn. Báðfr unnu þeir allar sinar skák- ir, eins og við mátti búast, en í bridsinum stóðu þeir sig vel. Enda liðtækir í ýmsu, t.d. var Jón alþingismaður um skeið og það skeður ekki oft að birt eru spil eftir menn úr þeirra hópi. Gjafari suður, allir utan hættu. Norður S. K1098 H. Á97 T. DG104 L.G7 Austur S. Á32 H.G103 T. 2 L. D109864 Suður S. D4 11. KD854 T. K73 L. AK2 Sagnir þeirra félaga eru ekki til skráðar en Jón sat í suður og var sagnhafi í 3 gröndum. Vestur spil- aði út lágum tígli, sem tekinn var í blindum. Aftur tígull, vestur tók kóng suðurs með ás og spilaði laufi, sem Jón tók heima. Nú var rétt að athuga leguna i hjartanu, tekinn kóngur og ás. Spaði frá blindum og drottningin átti slag- inn. Þvi næst tók Jón hjartaslag- ina, lét tvo spaða frá blindum, og austur lenti síðan 1 vandræðum þegar tiglum blinds var spilað. Hann átti þá eftir spaðaás og D-10 1 laufi. Það var sama hvað hann lét. 1 reynd lét hann lauf þannig að tvistur Jóns var þriðji yfirslag- urinn. „Gott spil hjá þér makker", sagði Ingi og Jón svaraði um hæl: „Það er svona að lesa alltaf brids- inn í blöðunum!" Á hinu borðinu spiluðu bridge- félagsmennirnir 4 hjörtu og unnu fimm þannig að taflfélagið fékk dýrmætan vinning fyrir ágæta spilamennsku Jóns, samkvæmt því útreikningsformi, sem notað var. Vestur S. G765 H. 62 T. Á9865 L. 53 ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi ekki að horfa svona á mig, þvf það er dagsatt hvert orð sem ég segi. Og segðu mér satt Fanny frænka. Þú hlýtur þó að minnsta kosti að trúa mér, þvf... að þú veizt að slfkt getur átt stað... Án þess að bfða svars sneri hún sér með ákefð að Christer, Finari og mér og sagði: — Ég skal nefnilega segja ykkur að Fanny frænka er skyggn. 11 ún sé r Ifkfylgd koma löngu áður en nokkur á viðkom- andi stað er meira að segja orð- inn veikur. Hún veit af þvf þeg- ar fólk er að deyja... hún fær sumt að vita f draumum sfnum. Einu sinni... einu sinni sá hún meira að segja föður okkar Gabriellu... það var uppi I for- stofunni og... Við höfðum hlustað á hana... öll eins og f leiðslu. Akefðin f rödd hennar gat ekki látið okk- ur ósnortinn. Þvf hnykkti okkur heldur illilega við þegar Helene Malmer rauf stemning- una með móðursýkislegum hlátri og ég sá að hún hafði risið á fætur. — Eigum við að túlka þessa draugasögu þfna þannig, spurði hún hæðnislega — að þinn eig- in faðir hafi ekki fengið ró f gröf sinní, vegna þess að hann hafi drýgt eitthvert skelfilegt ódæði f lifanda Iffi? Eða var það bara einhver smá orðsend- ing, sem hann vildi koma á framfæri? Og ef svo var, hvers vegna þá við Fanny frænku? Otto greip um hönd hennar, Mina frænka horfði ringluð f kringum sig, Pia starði opnum munni á Heiene. En Fanny frænka lét ekkert hagga sér og Belt áfram að prjóna. En ég sá að Gabriella var orðin rjóð f vöngum og hún lyfti höfði þvermóðskulega. — Pabbi hefur kannski vilj- að segja einhverjum... frá til- drögum að dauða sfnum, sagði hún örgandi. — Eftir þvf sem mér skilst er ekki allt sem þar hefur komið fram f dagsljósið. Nokkur andartök lielt ég að Ilelene myndi Ifða f yfirlið. Og er er ekki viss um að Christer hafi bætt um betur þegar hann sagði stillilega en þó vottaði fyrir háði f rödd hans: Rauðhólar virðast vera heppilegur staður — ef maður vill leysa gátur fortfðar. Ef þið haldið áfram f þessum dúr end- ar það með því að ég verð svo forvitinn að leyfi mfnu verður stefnt f alvarlega hættu. Eg þakkaði Fanny frænku f huganum þegar hún lagði prjónadótið frá sef og reís upp úr ruggustólnum. — Skuggar fortfðarinnar, sagði hún hátfðlega — er ekk- ert til að spauga með. Við eig- um ekki að reyna að draga þá fram f dagssjósið nú. Það getur aldrei leitt til annars en sorgar og leiðinda. Nú skulum við hara láta hverjum degi nægja sfn þjaning. Það veit hamingj- an heil og sæl að maður þolir eiginlega ekki meira en það f senn. 3. kapitulí Einar og ég höfðum fengið til umráða rúmgott og vistlegt gestaherbergi á efri hæðinni og sneri það út að forsalnum. Hús- gön voru hvftmáluð, blá tusku- teppi á rúmum og bláar flauelísgardfnur. Rúmið var svo þægilegt að eiginmaður minn kvaðst sjá fram á það að við myndum aldrei koma okkur á fætur á sunnudagsmorgun- inn. Við ræddum lengi saman um þær kyndugu samræður' sem við höfðum orðið heyrend- ur að, en við urðum að viður- kenna að hvorttveggja var að þær höfðu verið alltof tvfræðar og dreifðar til að við gætum dæmt um, hvað lægi á bak við allar hinar mörgu undarlegu athugasemdir, móðursýkisköst- in og furðurlegar draugasögur, sem þarna hafði borið á góma. Álténd sofnuðum við vært og varð enginn draugur tíl að hrella okkur og við vöknuðum ekki fyrr en sólin var komin hátt á loft. Eg váknaði við það að Einar sem hafði opnað gluggann er vissi út að vatninu, var að tjá sig af fjálgleika um útsýnið og hlýjuna og sólskinið og enda þótt ég væri enn dálftið syfjuð skreiddist ég samt fram úr, fór f hvft sundföt og þegar ég hafði rennt greiðu gegnum hárið og snyrt mig ofurlftið fofum við bæði f baðsloppa, og örkuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.