Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977
15
Gudbjartur Gunnarsson stýrimadur:
L
fölZ irumarkaðurinn hf.
irmúla 1A S: 8611 2.
Nokkrar staðreyndir
um kjör íslenzkra
bátasjómanna
0
I1 Okkar salur
er ekki dýrari...
en hann er einn sá gkesilegasíi!
Næst þegar þér þurfíð á húsnæði að halda fyrir veislur eða
hverskonar mannfagnað, skuluð þér athuga hvort Þingholt
hentar ekki þörfum yðar. Leitið upplýsinga. Sími 21050.
Nú, þegar loðnuvertíðin er
hafin með tilheyrandi umtali og
fréttaflutningi í öllum tiltækum
fjölmiðlum, langar mig til að
vekja athygli almennings í land-
inu á nokkrum staðreyndum, sem
varða íslenska fiskimenn, kaup
þeirra, kjör og ýmsan aðbúnað.
Þegar loðna er farin að veiðast,
blasa við manni allskonar fréttir
um hlut sjómanna úr þessari eða
hinni veiðiferðinni. T.d. er í
Dagbl. 17. þessa mán. svohljóð-
andi fyrirsögn á forsiðu: Nær hálf
milljón í skipstjórahlut eftir eina
veiðiferð. Ekki ætla ég mér að
ræða það hvort þarna sé rétt farið
með tölur eða ekki. Ég hef rekið
mig á það að í svona fréttum geta
tölurnar verið á báða bóga, ýmist
of eða van. En það verður að hafa
hugfast, þegar maður les svona
fréttir, að þó svo að tölurnar séu
réttar er sagan aðeins hálfsögð.
Þetta vita þeir, sem til þekkja, en
vegna þeirra mörgu, sem vita
ekki hvernig kjarasamningum
sjómanna er háttað vil ég leitast
við að skýra þetta nánar. Allt frá
þvi að farið var að róa til fiskjar á
Islandi hafa fiskimenn verið
ráðnir upp á hlut, með fáum
undartekningum þó er menn réðu
sig upp á fast kaup fyrir vertíð-
ina. Enn þann dag í dag er sjó-
maðurinn ráðinn upp á hlut úr
afla en þó með þeim fyrirvara að
honum eru tryggð ákveðin lág-
markslaun, sem i dag eru kr.
100.295,- á mánuði hjá háseta.
Árinu er skipt niður i 3 trygg-
ingartímabil og eru þau frá 1. jan.
til 15. maí, 16. mai til 15. sept. og
16. sept. til 31. des. Hvert trygg-
ingartímabil er ein heild á sama
hátt og 1 mánuður hjá þeim sem
eru á mánaðarkaupi. Þetta gerir
það að verkum að ef t.d. fiskast
illa í janúar og febrúar en afli
glæðist þegar kemur fram í mars
þarf að byrja á því að fiska upp i
tryggingu sem greidd hefur verið
umfram hlut í jan. og febr. og þá
fyrst, þegar því er náð er hægt að
fara að tala um hlut, en þó því
aðeins að aflaleysi i apríl og maí
dragi ekki niður hlutinn, þannig
að þegar tryggingartímabili er
lokið verði staðið upp með trygg-
ingu eftir úthaldið. Hægt er að
lfta öðruvísi á þetta. Ef við tökum
sem dæmi loðnubát eða netabát,
hann fiskar vel i janúar. Eftir það
fer að ganga illa og afli verður
sáralítill það sem eftir er vertíðar.
Við getum tekið sem dæmi að
hlutur i janúar hafi verið kr.
300.000.-, aflinn, það sem eftir er
vertíðar er það lítill að hlutur úr
þeim afla er einungis kr. 100.000.-
þá þýðir það að hásetinn stendur
uppi með tryggingu eftir út-
haldið, það er að segja fyrir tíma-
bilið 1. jan. til 15. maí hefur hann
i kaup kr. 100.295,- á mán. eða alls
kr. 451.327.-. Ef maður lítur á
þetta frá sjónarhóli fréttamanna
mundi vera hægt að segja að
maðurinn hefði haft i kaup í
janúar kr. 300.000.- en kr. 100.000
fyrir næstu 3 og hálfan mánuði
eða ef maður lítur á trygginguna
á timabilinu kr. 151.327,- (Þess
ber að geta að í kaupsamningi
sjómanna er ákvæði, sem getur í
vissum tilvikum hækkað kaup-
tryggingu um 12—13% og er ekki
reiknað með þvi í þessu dæmi.)
Ef maður hefur þessar stað-
reyndir i huga sést að allt tal um
að þessi eða hin veiðiferðin gefi
svo og svo mikið í hlut er algjör-
lega út í bláinn. Ef það á að flytja
fréttir af tekjum sjómanna á báta-
flotanum á annað borð, verður að
taka þær tekjur sem eru raun-
verulegar, þ.e.a.s. hvað kemur út
úr öllu tryggingartímabilinu eða,
og þó öllu heldur, hverjar árstekj-
urnar hafa verið, því það mega
menn muna, að fiskveiðar eru
happdrætti og þó vel gangi á ver-
tíðinni getur sumarið og haustið
verið lélegt. Einnig er það stað-
reynd, að sennilega býr engin
stétt við eins lítið atvinnuöryggi
og bátasjómennirnir. Það er hægt
ljósápeninni?
„BLACKLIGHT PERUR
NÝKOMNAR
RAI:VCRIJR
Laugarnesvegur 52 Sími 86411
HILLUVEGGIR, LÖKKUÐ FURA EÐA BRÚNBÆSUÐ. HAGSTÆÐ
VERÐ.
SKRIFBORÐ, LÖKKUÐ EÐA BRÚNBÆSUÐ.
KOMMÓÐUR, HÁAR 6 SKÚFFU, LJÓSAR EÐA BRÚNBÆSAÐAR.
og hefur margsinnis verið gert
sérstaklega þegar fer að hausta,
að bátarnir eru fyrirvaralaust
látnir hætta og áhöfnin send
heim. Þar með er mannskapurinn
atvinnulaus og verður að leita sér
að annarri vinnu eða fara á at-
vinnuleysisstyrk því ekki er víst
að alltaf sé gott að fá skiprúm á
þeim tíma árs, sem svona fyrir-
varalausar stöðvanir eiga sér
helst stað. Auk þess að yfirmenn-
irnir, sem hafa þriggja mánaða
uppságnarfrest eru ekki lausir,
nema þeim hafi verið sagt upp
með tilskildum fyrirvara. Þeir
verða að koma, þegar útgerðinni
þóknast að kalla, jafnvel þótt þeir
hafi ekki tekið laun hjá útgerð-
inni og haft eftirlit með bátnum
eða vinnu við hann.
Einnig má líta á það að fiski-
menn eru sennilega eina stéttin í
landinu, sem verður að láta sér
lynda að fá endanlegt launaupp-
gjör þrisvar á ári. Ég hef iðulega
orðið þess var að þeir, sem ekki
þekkja til, halda að allir fiski-
menn séu hátekjumenn. Það
stal'ar eingöngu af fréttaflutningi
lfkum þeim, sem ég nefndi áður.
Fjölmiðlar keppast við að reikna
fyrir okkur hlutinn úr þessari eða
hinni veiðiferðinni, ef hún hefur
gengið vel, en maður sér aldrei
minnst á þá báta, sem lakar hefur
gengið. Gaman væri nú ef eitt-
hvert dagblaðanna t.d. tæki fyrir
eina verstöð og safnaði þar og
birti nákvæma skýrslu um afla-
brögð og iaun sjómanna á hinum
ýmsu bátum, t.d. fyrir allt síðast-
liðið ár. Hætt er við að þá færi
mesti glansinn af þeim hug-
myndum sem svo margir gera sér
um tekjur sjómannsins. Sérstak-
Framhald á bls. 27