Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 11
menn. Eftir Hort niuna færri en hann tefldi hér á 5. alþjóða- skákmótinu sem haldið var í Glæsib’æ í byrjun árs 1972. Viastimir Hort er fæddur 12.janúar 1944 og því nýlega orðinn 33 ára. (Til gamans má geta þess að Spassky verður 40 ára 30. jan. n.k.) Hann lærði mannganginn af foreldrum sínum sjö ára gamall og varð unglingameistari Tékka árin 1960 og 1962. Hann teíldi á 4. borði fyrir Tékka á Ölympíu- mótinu í Leipzig 1960, aðeins 16 ára gamall. Hann varð alþjóð- legur skákmeistari árið 1962 og stórmeistari 1965. Arið 1967 er hann korninn i fremstu röð Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON landa sinna, á undan hinum þekkta Fachmann sVo og öðrum sterkum skákmönnum eins og Filip, Kavalek og Smejkal. A undanförnum 10 árum hefur hann undantekningalítið hafn- að í allra fremstu sætum i þeirn mótum sem hann hefur tekið þátt i og síðasta afrek hans var i hinu öfluga millisvæðamóti í Manila í Filipseyjum þar sem hann hafnaði í 2. sæti á eítir Mecking. Hort hefur öruggan og traustan skákstíl og enda árangursríkan, en hann getur líka teflt bæði djarft og frum- lega. Hort er hagfræðingur að mennt og aðaláhugamál hans auk skákarinnar er leiklist. Hið fyrrnefnda Reykjavíkur- mót, sem haldið var hér 1972 var eitt hið öflugasta sem hald- ið hefur verið hérlendis. í 6. umferð áttust þeir við Friðrik og Hort. Upp kom svokallað Dreka-afbrigði í Sikileyjarvörn, sem er ákaflega tvíeggjuð byrjun, en Friðrik slakar á spennunni og fer í drottningar- kaup, en fær gott og þægilegt tafl. Eins og venjulega saxast á umhugsunartímann og meira hjá Hort. L’pphefst æðisgengin hraðskák hjá báðum keppendum: Friðrik fórnar skiptamun til að flækja taflið, en Hort verst vel og fær unnið tafl. En án þess að vita að tima- hrakinu er lokið, leikur Hort af sér hrók í 44. leik. Við skulum líta á þessa skák hér á eftir, en úrslit mótsins urðu þau að þrtr urðu jafnir og efstir með 11 vinn., Friðrik, Hort og Gheorgiu frá Rúmeníu. 1 3. og 4. sæ>ti urðu Stein frá Sov'ét- ríkjunum (hann, er látinn núna) og L'lf Andersen, með ’l0* 1 j vinn.. en hann tryggði sér stórmeistaratitil með þeim árangri. Síðan komu þeir na>stir Tukmakov, Timman, Keene og Guðmundur Sigur- jónsson. í Hvítt: Friðrik Olafsson Svart: V. Ilort Sikileyjarvörn (Dreka afbrigðið) 1. Rf3 g6 2. e4 c5 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. rc3 d6 6. Be3 Bg7 7. 13 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Be4 Bd7 10. 0-0-0 Da5 11, h4 Re5 12. Bb3 Hfc8 13. h5 Rxh5 14. Rd5 Dxd2 15. Hxd2 K1’8 16. g4 Rf6 17. Hdh2 Rxd5 18. Bxd5 Hc7 19. Bh6 Bxh6 20. Hxh6 e6 21. Bh3 a5 22. Hxh7 Hac8 23. a3 b5 24. g5 Rd3 25. Kbl Rc5 26. Ba2 b4 27. axb4 axb4 28. Hlh4 Be8 29. Bc4 Ha8 30. 1)3 Ke7 31. Hh8 e5 32. Bb5 Ha6 33. Hxe8? Kxe8 34. Rb5 Hd7 35. Hh8 Ke7 36. Hc8 Re6 37. Hc4 Rxg5 38. Hxl)4 Rxf3 39. Kb2 Hb6 40. c4 g5 41. Ha4 g4 42. Ha8 Rd4 43. Ra7 Hxb3 44. Ka2 Hb6?? (Eftir 44. — KÍ6 er svartur með gjörunnið tat'l) 45. Rc8 Kt6 46. Rxb6 Hc7 47. Hg8 Gefið. MORGLNBLAÐIÐ, FÖSTLDAGLR 21. JANLAR 1977 Askorendaein- vígi í Reykjavík Picasso Tvö fá mest af arfi Picassos (irasse, 18. janúar. KouU-r. SEX ERFINGJAR Pablo Picasso hafa samþykkt að skipta milli sín arfi hans sem er metinn á 142 milljónir punda og að tvö barna- börn hans fái helminginn. Rarnabörnin, Marina 26 ára og Bernard 17 ára, eru börn Paolo, sem Picasso átti með fyrstu konu sinni, rússnesku danskonunni Olga Kalkova, og lézt 1975. Hálfbróðir þeirra, Pablito, lézt 24 ára gamall. Móðir hans Emili- enne sagði að honum hefði sárnað að honum var ekki leyft að ganga fram hjá kistu Picassos sem lézt 91 árs að aldri f aprfl 1973. Pablito mun hafa tekið inn eitur. Picasso lét meðal annars eftir sig. 1885 málverk, 7.000 teikn- ingar, 1.200 höggmyndir, 30.000 grafikmyndir, 3.222 keramikverk og fasteignir í Frakklandi. Ekkja Picassos, Jacqueline, fær um 28 milljón pund auk húseigna hans nálægt Aix-en-Provence og á Cote d'Azur. Hinir erfingjarnir eru Claude og Paloma, börn Picassos og Francoise Giilot, og Maya, dóttir Picassos og Marie-Therese Walter. Þau munu fá um 12 milljón pund hvert. Heimsmeistara- einvígið 1972 Heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischers og Spasskys í Reykja- vík sumarið 1972 olli slíkum straumhvörfum í skák- heiminum að jaðraði við bylt- ingu. Frá því að Spassky steig hér á land 2. júni 1972 og allt til loka einvígisins 1. sept. var ein- vígið og allur gauragangurinn sem því fylgdi aðalumræðuefni fólks um allan heim. Iðnaðar- menn í Englandi í verksmiðju nokkurri fylgdust með af svo miklum ákafa að oft skarst í odda svo lá við áílogum; skoðanir manna á keppendum voru deiluatriði; ýmsar stöður sem upp komu í skákunum; hvort „eitraða peðið" væri í rauninni eitrað og siðast en ekki síst skoðanir manna á hinum endalausu kröfum Fischers sem öllum eru i fersku minni. Fólk kom að fylgjast með í Laugardalshöllinni sem aldrei hafði séð skákkeppni áður, allir fylgdust með af spenningi og einkennilegri sefjun. Lm öll Bandarikin voru skákirnar sýndar og skýrðar og vangaveltur skákskýrendanna fléttuðust inn i á meðan beðið var eftir leikjunum. Sömu sögu er hægt að segja frá öllum heimsálfum. Einvígið hafði geysimikil áhrif á útbreiðslu skáklistar- innar í heiminum. Ahugi fólks jókst um allan helming, skák- klúbbar spruttu upp og þátt- taka i skákmótum jókst gífur- lega. Margar skákbækur voru skrifaðar um einvígið og um Fischer sérstaklega. Þessari öldu heíur nú að mestu skolað í land, en skákáhugamönnum fjölgaði og æ fleiri tefla sér til gagns og gamans, ungir sem aldnir, og síðast en ekki sízt tók kvenfólkið við hér og teflir nú æ rneira. íslendingar áttu um þetta leyti fyrir höndum hatramma deilu við Englendinga vegna stækkunar landhelginnar, en það fór ekki framhjá neinum skákíréttamanni, sem kynnti oft málstað fslendinga um leið og hann sagði fréttir frá íslandi. Þetta einvígi varö' því til þess að miklu fleiri en ella kynntust málstað íslendinga í þessari deilu og þeir fengu samúð og fylgi þúsunda manna sem annars hefði aldrei orðið. Spassky og Hort á íslandi Þessir atburðir eru nú rifjaðir upp vegna hinnar gleði- legu fréttar um að eitt af áskor- endaeinvígjunum verði haldið hér á landi, nánar tiltekið 27. febrúar n.k., á milli þeirra Spasskys og Horts. Fischer, sem átti rétt á einvíginu við Hort sem fyrrverandi heimsmeistari, gaf ekki kost á sér írekar en fyrri daginn og lét ekkert i sér heyra. Spassky var fyrsti vara- rnaður og tekur sæti Fischers. Báðir þessir skákmenn verða hér miklir aufúsugestir, enda hafa báðir verið hér áður og aílað sér vinsælda bæði sem skákmenn og sannir heiðurs- Hort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.