Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977 31 Eymundur Magnússon skipstjóri - Fornvinur minn, Eymundur Magnússon skipstjóri, hefur nú leyst landfestar og látið úr höfn í hinsta sinni. Hann andaðist hinn 13. janúar eftir langa ævi og annasama. Hann átti við heilsu- leysi að stríða hin síðari ár, en þá hafði hann fyrir nokkru lokið miklu og erfiðu dagsverki í þágu lands og þjóðar. Fyrir röskum fimm tugum ára bar fundum okkar saman á skipi í Reykjavíkurhöfn. Eymundur var þá á neðsta þrepi stýrimannsstig- ans rösklega þrítugur að aldri, en ég stráklingur innan tvítugs. Atvikin höguðu því þannig að við vorum samskipa i þrjú sumur í strandferðum á gömlu Esju. Einhvern veginn hændist ég meira að Eymundi en öðrum ágætum félögum, og af þessum kynnum spratt ævilöng vinátta. Eymundur fæddist á Hafnar- hólmi við Steingrímsfjörð hinn 21. apríl 1893, sonur hjónanna Magnúsar Kristjánssonar bónda og hafnsögumanns og Guðrúnar Mikaelsdóttur. Hann missti föðar sinn þegar hann var á fjórtánda ári og fór þá til venslafólks, sem reyndist ekki nærgætið um of. Eins og að líkum lætur lá hið sama fyrir Eymundi og öðrum unglingum um síðustu aldamót, að hjálpa ti) við hvers konar störf og vinna síðan hörðum höndum þegar aldur og þroski leyfði. Að vonum lá leið Eymundar á haf út, eins og margra Vestfirðinga, fyrst með árabátum og skútum en siðan á vélknúin skip. Um skeið var hann háseti hjá hinum alkunna skútuskipstjóra Ellert Schram, en eftir það fór hann á stýrimanna- skólann og lauk prófi 1917. Ég heyrði Eymund oft minnast Ell- erts með þökk og virðingu, enda kvað hann hafa verið afburða sjó- maður og efalaust kennt Ey- mundi ýmislegt. Að prófi loknu var hann á ýmsum skipum hér við land og í siglingum til annarra landa en vistaðist snemma á skip Eimskipafélagsins, þar sem hann var stýrimaður og skipstjóri uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eymundur Magnússon var mjög farsæll skipstjórnarmaður, vand- aði öll sín verk pg gætti þess vel, sem honurn var falið. Og hann gerði það á þann hátt, að öllum líkaði vel. Því var við brugðið, að hvort heldur það voru stýrimenn, hásetar eða aðrir af áhöfn skips, vildu allir með honum vera. Sigl- ingamaður var hann ágætur, nákvæmur og gætinn. Eftir að nýju siglingatækin komu um borð í skipin sagði Eymundur eitt sinn — Minning við mig, að nú væri það orðið létt verk að stjórna stórskipum og leiðigjarnt, ekki þyrfti lengur að gera annað en að einblína á mæla og tæki í stað þess að sigla eftir sól og' stjörnum og taka mið af straumum og vindum. Eins og við má búast sigldi Eymundur oft krappan sjó á sinni löngu sjómannsævi. A fyrrri stríðsárunum sótti hann nýjan vélbát til Danmerkur ásamt þrem öðrum, en sá bátur var skotinn í kaf austan Færeyja. Á höfnin komst þó af í bátsskel eftir nær sólarhrings lífróður til Færeyja. Síðar var Eymundur um stundar- sakir skipverji á togaranum Leifi heppna, en hann var látinn víkja fyrir öðrum þegar skipið lagði upp í sína siðustu för, en það fórst á Halamiðum í apríl 1925. Og þeg- ar Goðafoss var skotinn í kaf við Garðskaga var Eymundur 1. stýri- maður þar um borð. Slapp hann úr þessum mannraunum, og raun- ar fleirum, heill á húfi, en lítt féll honum að tala um þær. Yfirleitt held ég að mjög fáir geri sér ljóst, hvaða raun það hefur verið að vera í siglingum, bæði á fyrri og þó einkum á síðari styrjaldarár- unum. Farmennirnir lögðu sig í lífsháska árum saman til að færa þjóðinni björg í bú, en heima sátu aðstandendur þeirra, konur og börn, sem lifðu öll árin milli von- ar og ótta. Eymundur Magnússon var mjög vandaður maður til orðs og æðis, fróðleiksfús og varði hann frí- stundum sínum mest til lesturs. Enda eignaðist hann mikið og gott bókasafn eftir því sem árin liðu. Hann talaði bæði ensku og þýsku og víkkaði því sjónhring sinn með lestri bóka á þeim tungum. Að eðlisfari var hann fremur dulur, ekki margmáll og jafnlyndur. Aldrei heyrði ég hann leggja illt orð til nokkurs manns en oft hitt, að hann bætti úr ef einhverjum var hallmælt. A okkar löngu kynnum varð ég þess aldrei var að hann skipti skapi né að á honum sæi þótt honum rynni í skap, og mun slíkt alveg einstakt. Fram- koma hans öll var fáguð, mótuð af hófsemi og kurteisi. Eymundur var hávaxinn, beinn í baki og sam- svaraði sér vel. Hann lagði mikla stund á líkamsrækt og var mikill sundmaður og þolinn, en það bjargaði lífi hans einu sinni eða oftar. Ofan við koju sína hafði Eymundur löngum litla en fallega Kristsmynd. Ég vissi að hann var enginn bókstafstrúarmaður og tnjög frjálslyndur í hugsun svo ég spurði hann einu sinni hvers vegna hann hefði þessa mynd uppi. Því svaraði hann til, að Kristur hefði verið svo góður maður og fullkominn, að gotl væri að hafa hann að fyrirmynd. Og það hafði hann, því að vammlaus- ari mann hef ég ekki þekkt. Árið 1930 kvæntist Eymundur Þóru Árnadóttur prests Þórarins- sonar, hinni ágætustu konu og húsmóður. Börnin urðu fimm, Magnús, Kristrún, Arni Þór og Katrín, en eitt þeirra, Þórir, létst í frumbernsku. Þau hjónin áttu fallegt heimili og gestkvæmt mjög á Bárugötu 5, þar sem vin- um og frændfólki var ætíð vel fagnað og af hjartahlýju. Þar er nú skarð fyrir skildi en eftir lifir minning um mætan mann. Hákon Bjarnason. SVAR MiTT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er hermaður að atvinnu. Ég á fjölskyldu og reyni að lifa sem kristinn maður. Ég finn, að meðal hermannanna ríkir guðleysi, siðspilling og virðingarleysi. Það er ekki auðvelt að búa við þetta. Hvað á ég að gera? Hermaður, lífið er ekki þannig einungis í hernum, heldur alls staðar i heiminum. Hið illa er alltaf nálægt og reynir að vega upp á móti hinu heilaga. Freistingin til að láta undan girndunum sigrar oft löngunina til gæzku. Ástæðan er sú, að heimurinn er í eðli sínu syndugur. Hér er skýringin á því, hvers vegna kommúnismanum vex ásmegin, en kristin- dómurinn lýtur í lægra haldi. Við lifum í heimi svika, syndar, haturs og vonzku. Við lifum í veröld, sem er búin undir guðlausan kommúnisma, því að hjörtu mannanna eru opin fyrir svikum, fyrir harðstjórn og uppreisn. Réttur, lýðræði, frelsi og kristin trú — við fáum hvorki varðveitt þetta né aflað þess fyrirhafn- arlaust. Þetta eru raunveruleg gæði, en heimurinn er öfugsnúinn í innsta eðli sínu. Við verðum að hverfa aftur til skilnings Biblíunnar, að heimurinn sé ,,glataður“ og að Guð hafi gefið son sinn til þess að hver, sem á hann trúir, muni verða hólpinn. Kross- inn strikaði út „átökin“ milli manna og Guðs, og þvi aðeins, að við séum „í Kristi", hefur þessi veröld einhvern tilgang. Þetta er ástæðan til þess, að Kristur sagði: „Yður ber að endurfæðast“. Bamaúlpur — barnabuxur Barnapeysur — barnaskyrtur Dömublússur — denimfatnaður o.m.fl. 20—70% afsláttur ÚTSALA - ÚTSALA Laugavegi 66, sími 12815. ÍSKEIFUNN! Allar tegundir fatnaðar o.fí. þ.ám. 12 matvörutegundir lækkadar í verdi CM (Ö <£) Opið til lOíkvöld iokaðámorgun Kaldsólun „Jafnvel betra en nýtt” Nú Cjetum við boðið viðskipta vinum okkar nýja kaldsólningar þjónustu. A'ih. okkar hagstæða verð Verð t.d. kaldsólun: á 1100x20 Kr 29 030. m. sölusk. á 1000 x 20 Kr. 26 670 m sölusk. Næst reynir þú Kaldsólun SOLNING HF hjólbarðaverksmiðja, hjólbarðaþjónusta, Smiðjuvegi 32—34, símar 44880—43988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.