Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977 21 Bkgk ísl. Gunnarsson, borgarstjóri: Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1977 tekin til síðari umræðu. Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, gerði grein fyrir breytingartillögum við fjárhagsáætlunina með ræðu sem nér fer á eftir í heild: A fundi borgarstjórnar ' 16. desember s.l. var samþykkt aó fresta afgreiðslu fjárhags- áætlunar borgarsjóðs og stofn- ana hans fyrir árið 1977 fram til síðari fundar í janúar. Frv. að fjárhagsáætlun liggur nú fyrir til síðari umræðu og afgreiðslu borgarstjórnar ásamt brtt., sem fram koma í fundargerð borgarráðs frá 18. þ.m. Ég mun nú í aðalatriðum gera borgarstjórn grein fyrir peim brtt., sem bókaðar eru í 24. lið fundargerðarinnar, svo og tillögum, sem vísað var til afgreiðslu borgarstjórnar og bókaðar eru i 25., 26. og 27. lið fundargerðarinnar. Vík ég þá fyrst að áætlun um rekstrartekjur borgarsjóðs. Tillögurnar fela í sér hækkun á þeim um kr. 287.9 millj. og áætlast rekstrartekjur borgar- sjóðs alls þannig breyttar kr. 10 milljarðar 239.1 milljón og er það 30.6% hækkun frá fjár- hagsáætlun 1976. Aætlunartala útsvara í frv. var byggð á spá um hækkun á brúttótekjum gjaldenda í Reykjavík milli áranna 1975 og 1976 um 27% og 1% fjölgun gjaldenda. Eins og ég gat um í ræðu hér í borgarstjórn við framlagningu frumvarpsins gaf áætlun Þjóðhagsstofunnar þó tilefni til, að hækkun á meðal- brúttótekjum einstaklinga væri áætluð nokkuð hærri milli tekjuáranna 1975 og 1976, eða um allt að 30%, og er breyting- artillagan miðuð við þá hækk- un. Við framlagningu frum- varpsins 2. desember s.l. tók ég einnig fram, að reiknað væri með, að notuð yrði heimild í 3. mgr. 25. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga um álög á útsvör allt að 10%, en sú hækkun er háð samþykkí ráðherra. Hafði félagsmálaráðherra látið þess getið í samtali við mig, að reikna mætti með samþykki hans fyrir 10% álaginu. Út- svarsfjárhæðin er að þessu leyti miðuð við, að á þessu ári verði fylgt sömu álagningar- reglum og fylgt var á s.l. ári og verður þannig ekki um hlut- fallslega hækkun að ræða fyrir gjaldendur í Reykjavík. Um þetta efni er gerð bókun í 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 18.þ.m. Aætlun um hækkun á kvöld- söluleyfum úr kr. 1.0 millj. í 4.8 millj. er tengd tillögu, sem bók- uð er í 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 18.þ.m., en breytingin felur í sér, að fyrir kvöldsöluleyfi skuli greiða kr. 50 þús. á ári í stað kr. 10 þiís., en það gjald hefur verið óbreytt allt frá árinu 1963. Auk þess er gjalddaga breytt frá 15. janúar til 15. febrúar ár hvert. Hér er að vísu um reglugerðar- breytingu að ræða, sem vísa verður til síðari umræðu í borgarstjórn og síðan að öðlast staðfestingu ráðherra, en eðli- legt virðist að gera ráð fyrir samþykkt hennar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Framlag úr Jöfnunarsjóði hækkar um 53.0 millj. kr. og er þá miðað við endanlegar tekju- áætlunartölur i fjárlögum fyrir árið 1977. Aætlun um aðstöðugjöld var miðuð við óbreytta gjaldskrá og spá um 30% hækkun á aðstöðu- gjaldsstofni milli ára. Við nán- ari athugun hefur komið í ljós, að óhætt muni vera að reikna með meiri hækkun á aðstöðu- gjaldsstofninum og er breyt- ingartillagan miðuð við 34% hækkun, en að öðru leyti við óbreytta gjaldskrá, svo sem bókun í 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 18.þ.m. ber með sér. í þessu sambandi og vegna breytingartillögu, sem borgar- fulltrúar minnihlutaflokkanna flytja um þennan tekjulið, vil ég minna á, að samkvæmt yfir- liti yfir nýtingu aðstöðugjalda hjá 32 sveitarfélögum á árinu 1975, sem unnið var á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga, var nýting aðstöðugjalda í Reykja- vík á því ári 89.2%, í öðrum kaupstöðum 86.8% að meðaltali og í sveitarfélögum eða hrepps- félögum með þéttbýliskjörnum reyndist nýtingin vera 68.5%. Þetta yfirlit sýnir, að nýting þessa tekjuliðar hefur ekki ver- ið óeðlilega lítil í Reykjavík miðað við nýtingu hans í öðrum sveitarfélögum, svo sem borgarfulltrúar minnihlutans hafa árum saman viljað gefa í skyn. Ný flytja þeir enn tillögu um, að Borgarstjórn Reykjavík- ur gangi mun lengra í þessum efnum en almennt gerist hjá öðrum sveitarstjórnum og full- nýti þennan tekjustofn og það þrátt fyrir að borgarráð hafi nýverið samhljóða talið ástæðu til að kanna sérstaklega ástæð- ur fyrir því, að mörg iðnaðar- fyrirtæki hafa á s.l. árum flutt starfsemi sína brott frá Reykja- vík. Aætlun um tekjur af gatna- gerðargjöldum er hækkuð um 21.6 millj. í samræmi við nýja útreikninga og með hliðsjón af þeim lóðum, sem vitað er að unnt verður að úthluta á þessu ári. striksins svonefnda, verður út- gjaldaauki borgarsjóðs á árs- grundvelli rúmlega kr. 66.0 millj. Þá verður einnig að reikna með, að kaupgjaldsvísi- talan muni hækka nokkuð 1. júní n.k., en það er einnig við- miðunartími svonefnds rauðs striks gagnvart kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Af öðrum helztu hækkunarliðum, sem hér voru flokkaðir, má nefna tæplega kr. 20.8 millj. til að mæta rekstrarhalla dag- heimila og leikskóla á árinu 1976, kr. 8.5 millj. vegna nýrrar lagasetningaj' um framlag i bjargráðasjóð og kr. 57.0 millj. hækkun á framlagi til Sjúkra- samlags Reykjavíkirr og er þá stuðst við nýja áætlun frá sam- laginu um útgjöld þess á árinu. 1 þessu sambandi er þó rétt að nefna, að aukning á hlutdeild sveitarsjóða í rekstrarkostnaði skjúkrasamlaga úr 10 í 15% samkvæmt ný-settum lögum. en hlutfallið var hækkað vegna breytinga á uppsetningu fjár- laga að því er tekur til rikis- spítalanna, mun ekki Ut af fyrir sig leiða til kostnaðarauka l'yrir borgarsjóð á þessu ári. Í öðru Iagi má' flokka hækkanirnar í tillögur um aukna starfsemi eð a nýja þjón- ustu af hálfu borgarinnar og nema þær hækkanir rúmlega kr. 26.5 millj. Í þessu sambandi má nefna hækkun á framlagi til tómstundastarfs i hverfum, sbr. álitsgerð samstarfsnefndar Minnihlutaflokkar vilja auka álögur á atvinnureksturinn — þótt könnun fari fram á því hvers vegna mörg iðnfyrirtæki hafí fíutt starfsemi sína brott frá Reykjavík Loks eru tekjur vegna dráttarvaxta hækkaðar uní* kr. 50.0 millj., eða í sem næst svip- aða fjárhæð og áætlað er að dráttarvaxtatekjur borgarsjóðs* verði á árinu 1976. Í þessu sam- bandi er þó rétt að taka fram, að þróun þessara mála er ekki hagstæð fyrir borgarsjóð, þar sem dráttarvaxtatekjurnar standa í öfugu hlutfalli við inn- heimtuhlutfall álagðra gjalda. Eins og ég gat um áður nema samanlagðar hækkanir áMekju- liðum samkvæmt brtt. í 24. lið fundargerðarinnar kr. 287.9 millj. og mun ég nú gera grein fyrir því i aðalatriðum, hvernig áætlað er að þeim verði ráðstaf- aðgjaldamegin. Gjöld á rekstrarreikningi borgarsjóðs hækka um 277.5 millj. kr. en gjöld á eigna- breytingareikningi um 10.4 millj., eða samtals um sömu fjárhæó og tekjuhækkunin nemur. kr. 287.9 millj. Hækkunum á rekstrar- reikningi má skipta í þrjá aðal- flókka. i fyrsta lagi nema lögbundn- ar og aðrar óhjákvæmilegar hækkanir, kr. 208 millj. 613 þús., þar af vegna hækkunar kaupgjaldsvísitölu kr. rúmlega 119 millj. I þessu sambandi er rétt að taka fram, að sé reiknað með 2.5% hækkun á kaupgjaldi hinn 1. marz n.k. vegna rauða fræðsluráðs og æskulýðsráðs um aukið tómstunda- og skemmtanastarf í skólum borgarinnar, en sú álitsgerð var rædd á fundi borgarstjórnar 16. des. s.l, kr. 4.0 millj. samtals til starfsemi útideildar unglinga á vegum æskulýðsráðs og félags- málaskrifstofu, en tilraun með þessa starfsemi var gerð á liðnu sumri og hafa viðkomandi ráð eindregið lagt til, að henni verði haldið, nokkuð aukin staf- semi á ýmsum deildum Heilsu- verndarstöðvarinnar og þ.m.t. áætlaður kostnaður vegna bólu- setningar við heilahimnubólgu, en þessar fjárhæðir eru nánar sunduliðaðar i tillögunum, hækkun á fjárveitingu til vinnumiðlunar í því skyni að skipulögð verði sérhæfð vinnu- miðlun á vegum Ráðningarstof- unnar fyrir öryrkja, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. marz s.l., svo og kr. 10 millj. til sérstaks viðhalds á Mið- bæjarskóianum, en sú skylda hlýtur að hvíla á borgaryfir- völdum sérstaklega að sjá til þess, að húseignum borgar- innar, sem ákveðið hefur verið að vernda, verði sómasamlega við haldið. í þriðja lagi má síðan flokka ha>kkanir á ýmsum styrkjalið- um, sem samtals nema um 42.3 millj. kr. Hér er um að ræða margvíslega styrki til frjálsrar félagastarfsemi og skal ég að- eins gera stærstu þeirra hér að umtalsefni. Til íþróttastarf- semi, þ.e. styrkir til íþrótta- félaga i borginni, sem úthlutað er samkv. tillögum Í.B.R., hækka úr 37.5 millj. í 50 millj. kr. Skátaheimili í Reykjavik hækka úr 2.5 millj í 7.5 millj. kr., þar af hluti vegna bygg- ingar skátaheimilis við Sól- heima. Félag einstæðra for- eldra hækkar úr 1.0 millj. í 6.0 millj. kr., en þar er aðallega um að ræða framlag vegna breyt- inga á húsi, sem félagið hefur keypt og er að innrétta þar íbúðir fyrir einstæða foreldra. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um, hvort það verður í formi láns eða styrks. A.A. samtökin fá styrk að fjárhæð 3.0 millj. kr. til endurbóta á húsnæði, sem félagið á kost á að fá fyrir starf- semi sína. Framlag til kirkju- byggingarsjóðs er hækkað úr 13 millj. í 18 millj. og framlag í Orlofsheimilasjóð Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar úr 2.0 millj. í 3.0 millj. kr. Eins og fyrr segir er hér um að ræða marga fleiri styrkjaliði með mun smærri fjárhæðum á hvern lið og sé ég ekki ásta'ðu til að gera þeim tillögum frek- ari skil, nema sérstakt tilefni gefist til. Eins og ég sagöi áðan ha'kka gjöld á eignabreytinga- reikningi um 10.4 millj., annars vegar er hér um að ræða sam- ræmingu við framlag ríkissjóðs til byggingar sjúkrastofnana eins og það var ákveðið á fjár- lögum, en frv. hafði reiknað með kr. 5.4 millj. hærri f járveit- ingu. Hins vegar er um að ræða 5.0 millj. kr. hækkun á framlagi til Kjarvalsstaða, en i sambandi við lausn á deilumáli varðandi notkun og rekstur Kjarvals- staða í desember 1975 og var með því reiknað, að Reykja- víkurborg myndi kaupa eignar- hlut listamanna i húsinu. Eg hef hér lokið við að gera grein fyrir brtt. er varða fjár- hagsáætlun borgarsjóðs og áður en vikið verður að þeim öðrum brtt., sem lagðar eru fram í 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. þ.m. vil ég sérstaklega taka fram, að frv. að fjárhagsáætlun eins og það liggur nú fyrir ásamt þeim brtt., sem ég hef gert grein fyrir, er miðuð við verðlag og kaupgjald eins og það nii er ákveðið. þó með þeim frávikum. er ég áður greindi, varðandi rauðu strikin svo- nefndu. Eg vil þvi taka fram, að verði á árinu um verulegar breytingar að ræða á verðlags- eða kaupgjaldsmálum hlýtur borgarstjórn að standa and- spænis því að þurfa að taka fjárhagsáætlunina upp til endurskoðunar og breytingar í samræmi við hugsanlega þróun mála. Það er þó einnig jafn- ljóst, að borgarsjóður getur ekki nii á næstu vikum eða mánuðum meðan ekki er vitað hvaða stefnu þessi mál kunna að taka ráðstafað öllu fram- kvæmdafé ársins eins og það nú er áætlað. Tvær veitustofnanir borgar- innar, Hitaveitan og Rafmagns- veitan, fengu ekki þá afgreiðslu á tillögum borgarstjórnar um gjaldskrárbreytingar, sem lrv. að fjárhagsáætlunum þeirra höfðu verið miðaðar við. Er þvi nauðsyniegt að gera á þessu leiðréttingar. Sótt hafði verið um 15% ha-kkun á gjaldskrá Hitaveit- unnar frá 1. þ.m. en samþykki stjórnvalda fékkst fyrir 10% hækkun. Af þessu leiðir, að tekjur Hitaveitunnar eru of hátt áætlaðar í frv. um kr. 92 millj. Endanleg afstaða hefur ekki verið tekin til þess, hvaða framkvæmdum á vegum Hita- veitunnar verður að fresta á þessu ári af ofangreindum sökum. Fvrirhuguð hafði m.a. verið byggint 'vmis á Hnoðra- holti norðan við Vifilsstaði til miðlunar fyrir hitaveitusvæðið i heild á sama hátt og geymarn- ir á Öskjuhlíð hafa verið notað- ir. Með því að fresta byggingu þessa geymis er tekin nokkur áhætta á að geta ekki fullnytt " Reykjavatnið á næsta vetri við verstu aðstæður. I frv. að fjárhagsáætlun Raf- magnsveitunnar hafði verið reiknað með 10% hækkun án tillits til hækkananá verði raf- orku frá Landsvirkjun. 1 eigin þágu fékk Rafmagnsveitan hins vegar samþykkta gjaldskrár- hækkun, sem nam 6.87%. Lækkar því rekstrarafgangur Rafmagnsveitunnar til eigna- breytinga frá fyrri áætlun. Við þetta bætist, að i frv. að fjár- hagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir að raforkusala myndi auk- ast um 5.4%. sem var meðaltals aukning siðustu ára. Uppgjör fyrir árið 1976 sýnir hins vegar, að raforkusala hefur aðeins aukizt um 4.75% og er því í brtt. spám um orkusölu ög til- svarandi orkukaup á árinu 1977 breytt til samræmis við það. þar sem ekki þykir rétt að reikna með meiri aukningu á raf'orku- sölu á árinu 1977 en varð á liðnu ári. A fjárhagsáætlun Ral'magns- veitunnar eru einnig gerðar til- lögur um breytingar þar sem nokkrum viðhalds- og nýbygg- ingarverkum varð ekki lokið fyrir áramót og flytjast þau þvi yfir á áætlun þessa árs. en sam- svarandi rýrnun verður þá i sjóðsstöðu og byrgðum á þessu ári. Þá liggja einnig t'yrir nýjar upplýsingar um framkva'mda- áform sveitarfélaga á orku- Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.