Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 13 vera undir forystu Wadia Haddad. ísraelsku heimildirnar segja að hann hafi staðið á bak við flugránið sem lauk með árásinni á Entebbe. Hin samtökin munu vera Svarti júní sem eru undir forystu Abu Nidhal. Hann er andvígur Frelsis- samtökum Palestínu (PLO), leið- toga þeirra, Yasser Arafat, og berst gegn samningum um lausn deilumálanna í Miðausturlönd- um. ísraelsku heimildirnar segja að búast megi við að árásirnar bein- ist bæði gegn „evrópskum og isra- elskum skotmörkum" og flugrán séu möguleiki. Sunday Times seg- ir að yfirvöld í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi og Frakklandi taki við- vörunina alvarlega. Móðir fagnar dóttur sinni sem var gfsl flugvélaræningja á Entebbe- flugvelli. MANNRÁN eru orðin arðvænleg atvinnu- grein á ltalfu. Fjöl- skylda bankastjórans Lucia Fabbrocini í Napolí mun hafa greitt 620.000 pund (um 200 millj. fsl. kr.) f laustnargjald þegar hann var látinn laus um jólin. Alls var framið 61 mannrán 1975. Talið er að 41 milljón punda (rúmir 13 milljarðar fsl. kr.) hafi verið greidd f lausnargjald. Tfð mannrán hafa vakið skelfingu rfkra manna I iðnaðarborgum ... Nnrður ttalfu ckulH Mannrán eru aðeins hluti mikillar ofbeldis- S hefur að mikÍ öldu„sem heíur *Hr *«f« f nokkur leyti verið skellt á ar Her Srætur niaður yfir liki félaga síns Maffuna sem belð 11)303 ’ sprengjutilræði í Brescia. Fjórum var rænt í sfðustu viku: skipaeigandanum Piero Costa í Genua. Marinu Boldron f Padua, iðnrekandanum og kvikmyndafram- leiðandanum Nicola de Nera f Milano og nfu ára syni svissneska iðnrekandans Gigetto Nespoli f Como. Sumum fórnarlömbunum er sleppt fljótt ef fjölskyldur þeirra greiða hátt lausnargjald. Aðrir hafa verið f haldi vikum saman, þar á meðal kvikmyndaframieiðandinn Maleno Malenotti frá Róm. Sumir sæta góðri meðferð, aðrir fá slæma meðferð, þar á meðal byggingaverktakinn Vittorio Colombo sem var sveltur f tvo mánuði. Að minnsta kosti 51 mannrán var framið f fyrra og talið er að 8.8 milljónir punda (um 2,2 milljarðar fsl. kr.) hafi verið greiddar f lausnargjald. Mannránin hafa þó ekki vakið almenna reiði þótt þau hafi staðið f nokkur ár, meðal annars vegna þess að öll fórnarlömbin hafa verið ríkt fólk. Lftið hefur verið um meiriháttar handtökur. 1 máli sem Maffan var viðriðin f nóvember voru 11 fangelsaðir, þar á meðal meintur maffuforingi, Luciano Liggio. En 21 var sleppt, þar á meðal nokkrum sem sækjendur f málinu töldu „heilana" á hak við mannrán Maffunnar. Milanó hefur verið einn helzti vettvangur mannránanna, enda búa þar margir auðkýfingar. Ein aðfcrðin f baráttunni gegn mannránun- um er að frysta innstæður fjölskyldna fórnarlambanna til að koma í veg fyrir greiðslu lausnargjalds, en yfirleitt hefur lausnargjald verið greitt. Nú er 10 manns á valdi mannræningja þar á meðal 4 ára gömul stúlka, Sara Domini, sem krafizt er 1.2 milljóna punda fyrir í lausnar- gjald. alveg er hann þorramaturinn í NAUSTINU MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER SÉRLEGA HENTUG. SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA Fæst í öllum apótekum og flestum stærri matvöruverzlunum. Robert Kennedy sætir ásökunum ROBERT Kennedy fyrrverandi dóms- málaráðherra var viðriðinn eitt af mörgum smá- hveykslum, sem hafa komið fram í dagsljósið í kjölfar'j Watergate-málsins að sögn tímaritsins Commentary þar sem allt bendir til þess, að hann hafi staðið fyrir hefndaráðgerðum gegn nánum stam- starfsmönnum Joseph McCarthys. Tímaritið segir, að Kennedy hafi notað vald sitt sem dómsmálaráð- herra til að ná taki á Roy Cohn, einum helzta aðstoðarmanni MeCarthys í baráttu hans gegn stuðningsmönnum kommúnista á árunum eftir 1950. Fyrrverandi ríkissaksóknari, Irving Younger, sagði í blaðinu að hann hefði setið fund þar sem Robert Morgenthau, ríkissaksóknari í New York, hefði skipað honum að finna höggstað á Cohn. Hann segir að Kennedy hafi verið á fundinum og skipað Morgenthau að skipu- leggja aðgerðir gegn Cohn. Sjálfur hefur Cohn haldið þvi fram árum saman að Kennedy hafi lagt sig i einelti og telur grein Youngers staðfesta staðhæfingar sínar. Younger kveðst strax hafa hafið víðtæka rannsókn, en ekkert fundið á Cohn þótt rannsóknin hafi náð til tveggja heimsálfa og hann hafi meðal annars beitt símahlerunum. Younger segir ástæðuna fyrir aðgerðunum gegn Cohn þá að hann og McCarthy hafi á sínum tima rannsakað feril föður Morgenthaus, Henry Morgenthaus, fjármálaráð- herra í stjórn Roosevelts forseta. Morgenthau hefur hafnað ásökun Youngers í Commentary. Hann segir að enginn fundur með þátttöku hans, Youngers og Kenn- edys hafi farið fram. Hann segir að annar og reyndari maður en Younger hefði verið valinn ef ætl- unin hefði verið að sverta Cohn og Younger hafi ekki verið hátt- settur í dómsmálaráðuneytinu. Fleiri kunnir lögfræðingar hafa mótmælt grein Youngers, sem tel- ur sig hafa gegnt svipuðu hlut- verki og metnaðargjarnir lög- fræðingar í starfsliði Nixons for- seta í Watergate-málinu. Robert Kennedy Til sölu raftækjaverzlun á besta stað. Vörulager lítill en nýr. Leigukjör góð. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð til Mbl. fyrir miðvikudaginn 26. janúar merkt: Raftækja- verzlun — 4708. Mannránvinsæl grein á Ítalíu Skóverzlun Kópavogs auglýsir Verzlunin opnar í nýjum húsakynnum laugardaginn 22. janúar að Hamraborg 3 (í næsta húsi). Viðskiptavinir ath.: Allt sem eftir verður seljum við með miklum afslætti næstu viku. Skóverzlun Kópavogs, Hamraborg 5, sími 41 754.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.