Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977
19
Carter faðmar að sér dóttur sfna Amy eftir innsetning-
una.
— Carter varar við
of háum vonum
Vance einbeitir sér
að Miðausturlöndum
Washington. 20. janúar. NTB.
FORSETATtÐ Jimmy Carters
hefst með miklum ferðalögum
diplómata og fundarhöldum og
samstafsmenn hans munu eink-
um einbeita sér að vandamálum
Miðausturlanda og Kýpurmálinu
samkvæmt áreiðanlegum
heimildum f Washington.
Fatahengin
gleymdust!
Washíngton. 20. jan. — Reuter.
SNAGAR, eða öllu heldur
snagaleysi, komu f veg fyrir að
hátíðahöldin vegna embættis-
töku 39. forseta Bandaríkja
Norður-Amerfku yrðu að öllu
leyti fullkomin.
Sérstakur áhorfendapallur
var reistur í túni Hvíta húss-
ins, ætlaður svo sérstöku
heldra fólki, að aðeins 61 var
ætlað þar sæti. Áhorfendapall-
urinn kostaði 170.000 dollara
eða rúmar 32. milljónir ísl.
króna, að vísu gerður úr venju-
legu plasti og tré en hitaður
með sólarorku. 1 allri dýrðinni
gleymdist þó alveg að koma
fyrir fatahengjunum eða snög-
um fyrir yfirhafnir. Þegar
hinn nýi forseti mætti til að
horfa á skrúðgönguna fara hjá
— en það tók alls 3 klukku-
stundir — vissi hann því alls
ekki hvað gera skyldi við
frakkann. En forsetinn reynd-
ist ráðagóður á raunastund og
vöðlaði frakkanum saman í
kúlu, sem hann síðan stakk
undir stól.
og ef til vill Hafez Assad Sýr-
landsforseta. Sýrlendingar muni
að minnsta kosti senda utanríkis-
ráðherra sinni, Adul Khaddam.
Hussein Jórdaníukonungur og
Khalid konungur S:udi-Arabíu
koma sennilega til Washington í
apríl eða maí samkvæmt heimild-
unum í Washington.
Sveitung-
arnir
fylktu liði
Washington. 20. jan. — Reuter
SVEITUNGAR Jimmy Carters
létu ekki sinn hlut eftir liggja
f dag, heldur fylktu liði f höf-
uðborginni til að verða vitni að
embættistökunni. Carter er
enda fyrsti forseti Banda-
rfkjanna f meira en heila öld,
sem er sannur Suðurrfkjamað-
ur, og þótti þvf ástæða til
ferðalagsins.
Samborgarar Carters frá
Plains leigðu sérstaka hrað-
lest, The Peanut Special, til
fararinnar, sém tók þá um 19
klukkustundir. Og aðrir
Georgíubúar fylltu hótel og
mótel höfuðstaðarins í ríkari
mæli en landar þeirra úr öðr-
um fylkjum. I allt var gert ráð
fyrir að um 500.000 manns
myndu koma til Washington í
tilefni dagsins, en ískuldi og
sjókoma kunna að hafa dregið
nokkuð úr þeim fjölda.
Cyrus Vance.
Cyrus Vance, hinn nýi utan-
rfkisráðherra, mun skipa sérstak-
an samningamann f Kýpurmálinu
samkvæmt heimildunum. Vance
miðlaði sjálfur málum f deilum
Grikkja og Tyrkja um Kýpur í
valdatfð Lyndon Johnsons for-
seta.
Gert er ráð fyrir því að Vance
utanríkisráðherra fari til Mið-
austurlanda í lok febrúar. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
mun hann heimsækja Israel,
Jórdaníu, Egyptaland, Sýrland og
Saudi Arabfu.
Egypzka fréttastofan segir að
Vance muni reyna að koma af
stað nýjum friðarviðræðum
Araba og Israelsmanna í ferðinni.
Búizt er við að margir þjóðarleið-
togar frá Miðausturlöndum komi
til Washington á næstunni.
Forsætisráðherra Israels,
Yitzhak Rabin, er væntanlegur til
Washington í marz. Síðan er von á
Anwar Sadat Egyptalandsforseta
Jimmy Carter kyssir Rosalynn konu sfna eftir innsetningu sfna f embætti.
Framhald af bls. 1.
leyniþjónustunnar CIA þegar
hann sagði: „Víð munum ekki
koma þannig fram e/lendis að við
brjótum þaií siÁalþgmál og þær
reglur sem við höfifm í heiðri
heima fyrir.“
„Við vitum að það tfaust sem
-þjóð okkar ávinnur sgL er fors-
enda máttar he/natv“'sagði hann.
Hann héT^þrautseigiu og vizku
til að takmarka vígbújað heims-
íns við það sem"hverrþ þjóð er
nauðsynlegt til várnar öryggi
sínu“ en nefndi þó Sovétrikin
ekki með nafni i því sambandi.
Carter forseti hafði sagt aó
ræða sín mundi einkennast af
„hóflegri bjartsýni", einkum i
heimsmálum. Þó virtist hann spá
þvi að fljótlega mundi nást sam-
komulag við Rússa um nýjan
samning um takmörkun kjarn-
orkuvígbúnaðar því hann sagði:
„Við munum færast á þessu ári í
Rússar óska góðs samstarfs
Moskvu. 20. janúar. Reuter.
NIKOLAI Podgorny, forseti Sovétrfkjanna,
sendi Carter forseta heillaóskir f tilefni
innsetningar hans f embætti í dag og kvaðst
þess fullviss að stjórnin f Moskvu gæti átt
gott samstarf við hina nýju stjórn Carters.
Podgorny sagði f boðskap sínum til
Carters að samstarf þjóða Sovétrfkjanna og
Bandarfkjanna gæti treyst friðinn f heimin-
um og stuðlað að þvf að endi yrði hundinn á
vígbúnaðarkapphlaupið.
Frétttaskýrandi fréttastofunnar Tass,
Suri Kornilov, sagði í tilefni innsetningar
Carters að þótt stjórn hans stæði frammi
fyrir mörgum innanlandsvandamálum eins
og atvinnuleysi og kynþáttavandamálum
mundi bandaríska þjóðin dæpia Carter á
grundvelli hæfni hans til að varðveita frið í
heiminum.
Kornilov kvað mestu máli skipta að vinna
að gerð samninga sem gæti leitt eins fljótt
og unnt væri til raunverulegrar afvopn-
unar. Rússar hafa gefið í skyn að nýr samn-
ingur um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar
muni hafa forgang í samskiptum þeirra við
stjórn Carters.
Helmut Schmidt, kanzlari Vestur-
Þýzkalands, sendi einnig Carter heillaóskir
og lagði áherzlu á nauðsyn þess að Atlants-
hafsbandalagið yrði eflt og að aðildarrfkin
hefðu náið samband sín í milli.
Walter Scheel sagði í öðru heillaóska-
skeyti: „Ég er viss um að sá ágæti skilning-
ur sem ríkir milli Bandaríkjanna og Vestur-
Þýzkalands muni enn eflast á komandi
árum."
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels,
þakkaði Ford fráfarandi forseta fyrir
aðstoð hans og vináttu við ísrael i bréfi sem
var birt í kvöld. „Ég tel að framlag yðar hafi
verið sögulegt þar sem þér hafið veitt okkar
veglynda aðstoð með þeim ráðum sem eru
lífsnauðsynleg landvörnum okkar," sagði
Rabin, sem einnig kvað hann hafa stuðlað
að friði í Miðausturlöndum.
átt að lokatakmarK! okkar — ut-
rýming allra kjarnorkuvopna á
jörðinni."
Hann sagði hips vegar, að
Bandarikjamenn og heimurinn
mættu ekki gera sér of háar vonir
um hverju Bandaríkin gætu feng-'
ið áorkað, en hann bætti því við,
að Bandaríkjamenn mundu
„heyja strið sín gegn fátækt, fá-
’frSeðii&g ranglæti.V
Þrátt fyrir svalt veður var Cart-
er hattlaus'við athöfriTfia. Aður en
hann sór embættiseið sinn sem
forseti vsnn Walter Mondále
emSættiseið’sirin sem varaforseti.
Áður' er. athöfnin hófst ræddi
Carter við Ford og fór vel á með
þeim.
Nýi forsetninn er guðhræddur
baptisti og fjölskyldubiblían stóð
opin þar sem haft er eftir Mika
spámanni: „Hann hefir sagt þér,
maður, hvað gott sé: Og hvað
heimtar Drottinn annað af þér en
að gjöra rétt, ástunda kærleika og
fram ganga í lítillæti fyrir Guði
bfnum?"
Innsetningaruagurinn hófst hjá
Carter með því að hann horfði á
sjónvarpsendingu frá helgistund
sem systir hans Ruth, bapista-
prestur frá Plains og séra Martin
Luther King eldri stjórnuðu og
fór fram við minnismerkið um
Lincoln.
Skömmu síðar sóttu Carter og
kona han^ guðsþjónustu í kirkju
bapista og fóru þvi næst til Hvíta
hússins þar sem þau drukku kaffi
með Ford og konu hans.
Nýi forsetinn sagði blaðamönn-
um eftir eiðtökuna að hann væri
rólegur og auðmjúkur á fyrstu
andartökunum i embætti forseta
Bandarikjanna.