Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUCJARDAGUR 26. FEBRUAR 1977
3
Hringur Jóhannesson
sýnir á Kjarvalsstöðum
í dag opnar Hringur Jóhannesson sýningu á Kjarvais-
stöðum á fimmtíu og einu olíumálverki og fjörutíu og
þremur teikningum. Teikningarnar á sýningunni ná yfir
fimmtán ára tímabil, en málverkin eru elzt þriggja ára.
Öll verkin eru til sölu
Hringur Jóhannesson hefur
haldið ellefu meiri háttar einka-
sýningar. Á núna níu olíupastel-
myndir á farandsýningunni Öga
mot öga, sem fer milli höfuðborga
Norðurlanda um þessar mundir.
Sýning hans á Kjarvalsstöðum
opnar klukkan 14 í dag. Hún
verður opin alla virka daga frá kl.
16—22 og um helgar frá kl.
14—22. og stendur hún fram til
13. marz næstkomandi.
Aðalsteinn Ingólfsson hefur
ritað formála um Hring i
vandaðan kynningarbækling sem
kemur út í tilefni af sýningunni.
Þar segir m.a.: „Um 1950 kom
fram ný kynslóð í ísle'nzkri list,
skóluð í frönskum og amerískum
listaakademíum og opinberaði
hún verk sín á hinum árvissu og
umdeildu septembersýningum.
Rauðsokkar kynna
Ástu Sigurðar-
dóttur skáldkonu
Á morgun, sunnudag hefst i Norræna húsinu kl. 15 tveggja tima
dagskrá um Ástu Sigurðardóttur skáldkonu og verk hennar. Það er
starfshópur innan Rauðsokkahreyfingarinnar, sem stendur fyrir þess-
ari dagskrá. t starfshópi þessum eru Bríet Héðinsdóttir, Silja Aðal-
steinsdóttir, Elfsabet Gunnarsdóttir, Kristtn Anna Þórarinsdóttir og
Helga Ólafsdóttir. Hafa þær unnið að dagskrðnni og undirbúið sfðast-
liðna tvo mánuði. Var það að sögn mikið verk að leita uppi bæði óbirt
Ijóð og smásögur eftir Ástu og viða að sér heimildum.
hún gerði i verkum sinum og fyrir
það væru islenzkir Rauðsokkar
henni þakklátir.
Á dagskránni i Norræna húsinu
verður lesið úr ritverkum Ástu
Sigurðardóttur og myndir eftir
hana og af henni verða til sýnis i
anddyri hússins út alla næstu
viku. Þarna verða kynnt verk,
sem ekki hafa komið fyrir al-
menningssjónir áður. Gunnar
Reynir Sveinsson hefur í tilefni
þessarar listkynningar samið lög
við fjögur ljóð Ástu.
Dagskráin hefst á því að Oddný
Sigurðardóttir, systir skákdkon-
unnar, fer nokkrum orðum um
æsku þeirra systra og uppvöxt.
Síðan les Bríet Héðinsdóttir leik-
kona óbirta smásögu eftir Ástu,
sem heitir Kona Sfmonar frá
Kýrene. Þá les Silja Aðalsteins-
dóttir samsöguna Sunnudags-
kvöld til mánudagsmorguns.
Kristín Anna Þórarinsdóttir les
bæði birt og óbirt ljóð eftir skáld-
konuna. Elísabet Gunnarsdóttir
gerir síðan grein fyrir málverkum
þeim sem hanga í anddyrinu eftir
Ástu. ■'<
í enda dagskrárinnar frumflyt-
ur Gunnar Reynir Sveinsson
ásamt fleiri tónlistarmönnum,
Framhald á bls 22.
Tilgangurinn með þessari dag-
skrá er að minna á góðan lista-
mann, sem sjálfsagt sumir hafa
aldrei kynnst eða gleymt, að því
er starfshópurinn sagði. Önnur
ástæðan, sem starfshópurinn
hafði orð á, var að Ásta Sigurðar-
dóttir hefði verið á undan sinni
samtíð og enginn orðið á undan
henni til að fjalla opinskátt og
mannlega um mál kvenna, eins
Ásta Sigurðardóttir.
Verk þessarar nýju kynslóðar
einkenndust að vísu af
expressjónisma þeim, sem sett
hafði mark sitt á list næstu kyn-
slóðar á undan, en var þó með
óhlutlægara yfirbragði undir
áhrifum frá Píkassó og hinni seið-
mögnuðu Kóbra list, sem Svavar
Guðnason hafi komið með frá
Kaupmannahöfn. Upp úr 1953
fékk þessi nýja íslenzka list á sig
huglægari blæ fyrir áhrif
geómetriskrar listar frá Frakk-
landi og um 5—6 ára skeið réði
geómetrían lögum og lofum á
flestum þeim sýningum, sem
haldnar voru í Reykjavík. Ef
skoðuð eru fæðingarár lista-
manna, þá tengjast Hringur
Jóhannesson, Sverrir Haraldsson
og Guðmundur Erró þessari kyn-
slóð...“
Menntamálaráðherra setur einvígi Spasskys og Horts í dag
VERÐLAUNAFÉÐ er þeir Spassky og Hort bera úr býtum
á áskorendaeinvíginu, sem hefst á Hótel Loftleiðum í
dag, er mun meira en félagar þeirra keppa um á hinum
áskorendamótunum þremur. Samtals er keppt hér um
upphæð, sem nemur 32 þúsund svissneskum frönkum.
Sigurvegarinn fær um eina og hálfa milljón íslenzkar
krónur en sá er tapar um 800 þúsund krónur. Aætlað er,
að mótshaldið hér kosti um sex milljónir króna, en til
samanburðar má geta þess að veltan á „einvígi aldarinn-
ar" — einvígi þeirra Fischers og Spasskys 1972 — var
um 70 milljónir króna.
Nú er ekki keppt um heims-
meistaratitil, og þó að verðlauna-
upphæðin sé ekki likt því eins há og
var fyrir fimm árum ætla aðstand-
endur mótshaldsins hér að gera það
eftirminnilegt. Þeir hafa ekki haft
mikinn tíma til stefnu, en undirbún-
ingur hefur gengið vel síðustu daga,
og i gær var allt á rúi og stúi í
salarkynnum Hótels Loftleiða, þar
sem mótið verður sett í dag Verið
var að setja upp alls kyns borð og
klukkur, sjónvarpskerfi og aukinn
Ijósbúnað svo nokkuð sé nefnt Allt
á að vera komið á sinn stað þegar
mótssetningin hefst klukkan 1 6
Við setninguna mun Einar Einars-
son, forseti Skáksambandsins, flytja
ávarp, en siðan setur Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráðherra
einvígið Þá mun Guðmundur Arn-
laugsson, yfirdómari einvígisins láta
keppendur draga um lit í fyrstu
skákinni Að því loknu verður gest-
um boðið upp á veitingar, en síðan
gefst þeim kostur á að fylgjast með
fyrstu leikunum í áskorendamótun-
um i Lucerne og Rotterdam.
Viðstaddir setninguna í dag verða
menntamálaráðherra, Matthías Á.
Matthiesen fjármálaráðherra og trú-
lega fleiri úr ríkisstjórninni Birgir
ísleifur Gunnarsson borgarstjóri og
borgarstjórinn í Dublin, sem hér er i
heimsókn, sendiherra Sovétríkjanna
---------------------------
Getraunir á
einvíginu?
SÚ hugmynd hefur komið
fram að þegar líða tekur á
einvígi Spasskys og Horts
verði gefnir út einhvers kon-
ar getraunaseðlar. Er ekki
að efa að slíkt mundi mælast
vel fyrir meðal skákunn-
enda og þá færa Skáksam-
bandinu eitthvert fé í aðra
hönd.
Eins og fram hefur komið
er verð aðgöngumiða 750
krónur á hverjá einstaka
umferð. Hver aðgöngumiði
gildir einnig sem happ-
drættismiði og er vinningur-
inn sólarlandaferð með
Sunnu.
á íslandi. tékkneski verzlunarfull-
trúinn og framámenn úr skákhreyf
ingunni Ekki höfðu erlendir blaða
menn boðað komu sína vegna ein-
vígisins í gær, nema hvað Alster
aðstoðarmaður Horts er frétta-
maður
Fyrsta umferðin í einvígi Spasskýs
og Horts verður síðan tefld á sunnu-
daginn og hefst hún klukkan 14 og
verður teflt til klukkan 19 Síðan
verður teflt á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og sunnudögum, 12 skákir
þar til annar hvor keppendinn nær
6V2 vinningi Takist það ekki i fyrstu
12 umferðunum, verður teflt þar til
annar hvor vinnur skák Biðskákir
verða tefldar á mánudögum og mið-
vikudögum klukkan 1 7 og á föstu-
dögum kl 10 Á þriðjudögum og
fimmtudögum hefst keppnin sömu-
leiðis klukkan 1 7
Skáksambandið hefur gefið út
vandaða leikskrá vegna einvigisins
og eru þar i upphafi ávörp frá for-
seta Skáksambandsins. mennta-
málaráðherra og borgarstjóranum i
Reykjavík Birtur er útdráttur úr
reglugerð Alþjóðaskáksambandsins.
FIDE, um áskorendaeinvigi Gunnar
Gunnarsson skrifar grein, er ber
heitið „Hvers vegna er ísland stór-
veldi i skák?" Einar Einarsson skrifar
um aðdraganda einvigisins, Jóhann
Örn Sigurjónsson um „forkeppni
heimsmeistarakeppninnar. sem nú
stendur yfir", Þráinn Guðmundsson
um „einvígi aldarinnar" og loks
skrifar Jón Pálsson um lif og skák-
feril þeirra Horts og Spasskys Leik-
skráin er 44 siður að stærð
Þá hefur Skáksambandið látið
gera skemmtilegt plakat með merki
mótsins
Frú Larsen eigin-
manninum til hjálpar
Kostnaður við einvíg-
ið um 6 milljónir kr.
Dr. Ladislav Alster var
væntanlegur til landsins ( gær-
kvöldi, en hann verður að-
stoðarmaður Horts f einvfgi
hans við Spassky. Eins og kunn-
ugt er verður stórmeistarinn
Smyslov Spassky til aðstoðar og
kom hann til landsins eins og
Spassky sfðasta sunnudag.
A hinum áskorendamótunum
þremur, á ftalíu, Sviss og Hol-
landi, verða margir stórmeist-
arar í baráttunni, auk þeirra
sex sem sitja við sjálft skák-
borðið. Þannig hefur Petrosjan
fyrrum heimsmeistari eigi
færri en þrjá sovézka stórmeist-
ara sér til trausts og halds. Er
Geller þar fremstur í flokki.
Mecking til aðstoðar verður
ítalinn Mariotti og Poluga-
jevski verður með 2 sovézka
stórmeistara með sér. Hollend-
ingurinn Ree verður Kortchnoi
til aðstoðar gegn Petrosjan.
Szabo og Ribli verða aðstoðar-
menn Portich gegn Larsen. Lar-
sen til trausts og halds meðan á
einvíginu í Rotterdam stendur
verður hins vegar eiginkona
hans, frú Larsen.
Eins og fram kom í fréttum á
sínum tíma fór Kortchnoi þess
á leit við Friðrik Ólafsson að
hann aðstoðaði hann í mótinu
gegn Petrosjan. Hafði Friðrik
mikinn áhuga á þessu, en sá sér
það hins vegar ekki fært, þar
sem hann teflir á mótinu i V-
Þýzkalandi og Sviss á næst-
unni.
Stjórnarmenn úr Skáksambandinu virða fyrir sér plakat það, sem Skáksambandið lét gera í tilefni
einvfgisins. Frá vinstri: Þráinn Guðmundsson, Sverrir Norðfjörð, Einar S. Einarsson, Högni Torfason,
Hálfdán Hermannsson og Ómar Jónsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.)
Dr. Ladislav Alster, sem verður
aðstoðarmaður Horts á einvíg-
inu.