Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1977
Spjall
við maestro
Feöini
Blm: Og þá er komið að gerð
handritsins?
Fellini: Já. Og fyrir hana lið ég, því
orð eru tælandi og varpa skugga á
myndræna tilfinningu
kvikmyndarinnar.
Blm: Hvað CASANOVA viðkemur
vannstu mikið eftir handriti?
Fellini: Að vissu leyti. En ég notaði
ekki það upphaflega, eftir Gore Vidal.
Það sem Vidal gerði gekk algjörlega í
berhögg við anda myndarinnar. Hann
rembdist við að vera sniðugur, líkt og
hér væri á ferðinni Woody Allen mynd,
og samdi einhver ósköp af bröndurum.
Ég sé Casanova fyrir mér sem kvenna-
bósa, hana, klunnalegan, sláandi um sig.
Lyktandi af svita og andlitspúðri, með
drembilæti kirkjunnar og herbúðanna,
— náunga sem alltaf verður að hafa á
réttu að standa. Og að því er virðist, þá
er því þannig farið, því hann kann á
flestu skil. Hann segir svo sjálfur frá, að
hann geti elskað átta sinnum í striklotu;
hann túlkar latinu yfir á grísku; er
gnægtabrunnur sígilds kveðskapar; rök-
ræðir stærðfræðikenningar; talar lýta-
Iausa frönsku; er heimilisvinur Loðvíks
XV og Madame de Pompadour. Hvernig
getur nokkur staðist slíkan djöflamerg?
Blm:Hefur þú ekki látið svo ummælt
að Casanova sé fyrirrennari fasista-
manngerðarinnar?
Fellini: Það er það sem hann hefði
orðið, ef hann hefði verið á lífi, — einn
af innstu koppum i búri Mussolini.
Þegar allt kemur til alls, þá var hann
einnig njósnari. Hann hélt skýrslur yfir
kynferðisafbrot, vændiskonur,
kynyillinga. Allt þetta fær mig þó ekki
til að fá óbeit á manninum; hann hegð-
aði sér rétt eins og ítali. Hann hefði
fallið inní hina sameiginlegu, ópersóriu-
legu tilveru fasismans. En við skulum
tala varlega um fasismann. Uppá
síðkastið sér fólk hann alls staðar En er
það ekki einnig fasismi að kalla allt
fasisma?
Blm: V'erður myndin erótísk?
Fellini: Það er eins konar spenna f
henni. sem virkar eins og erótískur lykill
að leyndardómsfullri veröld. Myndin er
ekki nógu berrössuð til að teljast klám.
Blm: Var Casanova nauðgari?
Fellini: Ef það er nokkuð sem bjargar
honum frá þvi að vera um of andstyggi-
legur, þá er það að hvergi kemur fram i
minningum hans ein einasta frásögn eða
lýsing á ofbeldi. Hann leit ætíð á kven-
fólk með viðkvæmni og líkamlegum
áhuga. Hann sýndi kvenmanni ofbeldi á
frábrugðinn hátt: Hann hóf hana upp til
skýjanna, fór með hana eins ög djásn og
þegar áhuginn var þorrinn þá kastaði
hann henni frá sér eða kom henni uppá
einhvern félaga sinna. Nauðgun, á hinn
bóginn, er tákn veikleikans, framkvæmd
til að skapa yfirburði. Nauðgarar
nútimans eru uppdópaðir, ekki aðeins af
eiturlyfjum, heldur einnig af
afskræmdri kvikmyndagerð sem af
miklum mætti vekur það illa. Ég álít að
það eigi að útrýma henni þvi hún er
einstaklega hættuleg.
Blm: Áttu við klámkvikmyndir?
Fellini: Sei, sei, nei. Það er heilsusam-
legt fyrir vanþróaða þjóð eins og okkar
að fá að sjá fáeinar berar brjóstvarnir og
skutfleti ánnað slagið. En þessar myndir
um ofbeldi, blóðböð og slátranir, þær
eru nánast ótrúlegar, og það eru fram-
leiðendur, leikstjórar og dreifingar-
aðilar þessara mynda sem eru hinir
seku. Myndir þessar eru 30 til 40 prósent
ábyrgar fyrir hinni miklu sefjun sem
leysir úr læðingi þetta brjálæði, þessa
grimmd.
Blm: En er ekki ofbeldið einnig sök
frjálsræðis okkar tíma?
Fellini: Við lifum á tíma, a.m.k. hér á
Italíu, blinds, brjálaðs, niðurlægjandi og
niðurlægðs kynferðisfrelsis, sem er allt
annað en frelsi. Reyndar staðfestir það
þá kúgun sem ítalir hafa mátt þola með
tilliti til kynlifs: hræðslu ogfáfræði. Allt
þetta galopna frjálsræði — möguleikinn
á því að sannfæra konu sina um að
sænga með öðrum manni eða konu, jafn-
vel tækifærið til að fara í bíó og sjá
kvenfólk á Evuklæðum einum saman,
þessar margbreytilegu sýningar i
Cinemascope á kynsvalli, gaurlifi og hór-
dómi getur naumast kallast sigur.
Blm: Hvernig stóð á vali þinu á Donald
Sutherland í hlutverk Casanova?
Fellini: Andrea Rizzoli stakk uppá
Jack Nocholson, en ég, einhverra hluta
vegna, minntist á Donald Sutherland.
Blm: Hefurðu séð hanri í kvikmynd?
Fellini: Nei, en við hittumst fyrir
nokkrum árum, er við báðir komum
fram i myndinni ALEX IN WONDER-
LAND. Ég fór með mjög erfitt hlutverk:
lék Federico Fellini. Og þegar kvik-
myndagerðin færðist í hendur Alberto
Grimaldi, stakk ég samstundis upp á
Sutherland. Hann hefur óákveðið and-
litsfall sem erfitt er að leggja á minnið.
Það var einmitt það sem ég var að leita
að til persónusköpunar Casanova —
sæðislegum glampa i augum sjálfs-
fróarans, eitthvað sem var fjarri hinni
almennu ímynd Casanova í augum
almennings — einhverjum óákveðnum,
þokukenndum persónuleika. Ekki af því
að Sutherland líkist ítala, heldur á hvern
hátt ég hef gjörbreytt útliti hans, því
andlitsfall hans hefur gjörbreyst (sjá
meðf. mynd).
Blm: Hverja telur þú vera hliðstæður
Casanova í nútímanum?
Fellini: Þá er víða að finna. Því fyrir
hvað stendur Casanova? Hégómagirnd,
manngerð sem þekkir valdastéttina, þarf
ekki að.standa í brauðstritinu, sigrar í
veðmálum því hann er stálheppinn,
kemst yfir kvenfólk að vild sinni. Þetta
er hugmynd sem hrifur unglinga, og þar
ESSŒ
Síðari hluti
sem að ítalir eru unglingar upp til hópa,
þökk sé kirkjunni, að venju, hann er
frummynd sem hrifur eftiraparana.
Hann er mjög tælandi sem ímynd. Hver
vill ekki ferðast um ókeypis, vera haldið
uppi af rikri stútungskerlingu, vera hár
og glæsilega vaxinn og gera það átta
sinnum á dag? Hver mundi hafna sliku?
Blm: Hefur þig nokkurntima langað
til að standa augliti til auglitis við Casa-
nova?
Fellini: Já og ég tala við hann á
hverjum morgni og spyr hann ráða. I
sannjeika átti ég reyndar eitt viðtal við
hann, i gegnum miðilinn Gustavo Rool i
Turin. Samtalið átti sér stað í gegnum
ósjálfráða rithönd, sem við samanburð
reyndist svo vera sama rithönd og á
vissum, ófölsuðum handritum. Ég
byrjaði samræðurnar með því að segja:
„Taktu nú eftir, Casanova, ég verð að
gera mynd um þig, en ég hef ekki mikla
tilfinningu fyrir henni.“ Og hann
svaraði um hæl: „Ég bið þig, herra minn,
ávarpaðu mig ekki í annarri persónu,
kumpánlega.“ Ég fékk það hugboð að
hér væri Casanova áreiðanlega á
ferðinni, dramb hans var óvefengjan-
legt. „Virtu mig, eins og ég virði þig,
minn kæri signor Goldoni." Að sjálf-
sögðu hafði hann enga hugmynd um
hvað kvikmynd væri, sá hana fyrir sér
sem Ieikhúsverk með nýjum aðferðum.
Svo hann kallaði mig Goldoni, það er
rithöfundur, leikstjóri, framleiðandi,
allt í sömu skál. Hann gaf mér einnig
ráðleggingar varðandi ástalífið: „Aldrei
eftir málsverði, aldrei standandi, aldrei
að halda aftur af þér.“ Coitus
interruptus, no!
Blm: Ég veit að þér er ekki að skapi að
vera sagður siðferðisprédikari, en mér
virðist af lýsingu þinni á handritinu, að
nú sé svo farið?
Fellini: Þetta er framandi, kvíðafull
mynd, sögð undir rós. Staðreyndin er sú,
að ég geri mér ekki grein fyrir hvernig
hún kemur til með að líta út. Ég get
tæpast beðið eftir þvíað sjá hana, síðan
læt ég þig vita.
Þá er þessum útdrætti úr viðtalinu við
Fellini lokið, (birtist i OUI magazine í
jan. ’77). Ég vonast til að það hafi gefið
einhverjum smáinnsýn í vinnubrögð og
nýjasta verk meistarans.