Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 28
28-
MOKCiLNBLAÐIÐ, LALCiARDACíLK 26—B'EBKLAR 1977
Minning:
Ellert Jóhannsson
bóndi Soltsmúla
Fæddur 14. október 1890.
Dáinn 19. febrúar 1977
Þá er vinur minn Ellert í Holts-
múla er látinn, langar mig að
segja nokkur orð. Kynnin voru
orðin iöng og árviss, enda kom
hann um árabil til Reykjavíkur á
hverju hausti. Það brást ekki, að
hann hafði i farangri sinum úr-
vals dilkakjöt, ýmist nýtt eður
reykt, og gilti einu hvort heldur
var, því að skagfirska bragðið
leyndi sér ekki. Yfirleitt þykir
mér norðlenskt kjöt betra en
sunnlenskt, hvernig sem á þvi
stendur. Ef til vill er bragðið í
munninum frá æskudögum á
norðurslóðum. En Úli í Stórugröf
var ekki vanur þeirri sérvisku að
senda mér 3. flokks kjöt fremur
en annan varning, sem hann
gaukaði að mér um sína daga.
Eilert afhenti þetta lostæti með
þeirri kurteisi sem honum varð
eðlislæg. Hann fékk að vísu á
stundum brjóstbirtu í leiðinni, og
taidi að hún væri hreint ekki
verri en hver annar drykkur,
enda drykkjunni að sjálfsögðu í
hóf stillt. Þessi minningaslitur
koma í ljósið nú þegar Eliert í
Holtsmúla hefur lokið sinni lífs-
göngu. Ellert lést hinn 19. febrú-
ar s.l. í sjúkrahúsinu : Sauðár-
króki á áttugasta og sjöunda ald-
ursári. Hvíldin var honum kær-
komin enda starfsþrekið löngu
þorrið, eftir botnlausan þrældóm
alia tíð. Og þessi sjáfsagði þræl-
dómur hafði markað hann sínum
rúnum eins og gengur. Lífið var i
þá daga enginn dans á tæknibún-
aði. En þrátt fyrir tæknivana tíma
var fólk yfirleitt ánægðara en nú
til dags, enda taugastreita mikl-
um mun minni, nálega óþekktur
sjúkdómur.
Ellert Jóhannsson var fæddur
hinn 14. dag októbermánaðar árið
1890 i Þorsteinsstaðarkoti i Lýt-
ingsstaðahreppi, en þar bjuggu
foreldrar hans um þær mundir,
þau voru Jóhann Jóhannsson og
kona hans Þuriður Símonardóttir.
Árið 1899 flytjast foreldrar hans
að Saurbæ í sama hreppi. Og þar
ólst Ellert upp allt til fullorðins
ára, ásamt niu systkinum. Ég geri
ráð fyrir að æskutið hans hafi
verið lík því er þá tíðkaðist, þrot-
laust starf frá morgni til myrkurs.
Ungur að árum fór Ellert i hinn
landsfræga Hvitárbakkaskóla,.
Og sá góði skóli reyndist honum
drjúgur vegvísir í lifi og starfi
eins og öðrum, sem nutu leiðsagn-
ar á þeim stað. Og skólagenginn
kemur hann heim í fjörðinn sinn
fagra. Árið 1910 kvæntist Ellert
Ingibjörgu Sveinsdóttur, bónda á
Hóli í Sæmundarhlíð. Litlu síðar
hefja þau búskap í Holtsmúla.
Elskulegri lifsförunaut hefði trú-
lega verið erfitt að velja sér, enda
var sambúð þeirra allar stundir
til mikillar fyrirmyndar. En
þeirra samlff varaði í hvorki
meira né minna en 66 ár, og segir
það sina sögu betur en nokkur orð
fá lýst. Þau hjónin eignuðust alls
sex börn mjög efnileg. Þau eru
talin eftir aldri: Svavar, Sveinh,
Jóhann, Sigurður, Hallfreð og
prinsessan Alda, einnig tóku þau
kjördóttur: Hafdísi.
Búskapur Ellerts í Holtsmúla
vakti athygli vitt um byggðir,
enda var mikil reisn yfir öllum
hans athöfnum. Hann var að eðlis-
fari stórhuga bóndi og harður af
sér og heimtaði mikið af sjálfum
sér. Margfaldaði stærð túnsins og
byggði ibúðarhús sem peningshús
af miklum stórhug og myndar-
skap. Enda var bústofninn æði
stór, þegar best lét, en ég er ekki
svo fróður að ég geti tíundað
hann allan. Ýmsum trúnaðar-
störfum gegndi Ellert um sína
daga, og kann ég ekki upp að
telja. Að Holtsmúla var gott að
koma, því að þar ríkti mikil hlýja
og gestrisni ómælanleg. Hjónin í
Holtsmúla voru lánsöm i lifinu,
eignuðust góð börn og tengda-
börn, svo og stóran hóp og mynd-
arlegan af barnabörnum og
barnabarnabörnum. Að leiðarlok-
um þökkum við hjónin og börn
okkar Ellert i Holtsmúla Iiðnar
stundir og ljúfar. Og hans elsku-
legu eiginkonu og öllu nánasta
fólki og vinum vottum við ein-
læga samúð.
Fartir Iffs og Ijóss,
leiði hann og hlessi.
Gfsli Guðmundsson
.JBÓndí er hústólpi, —
hú er landstólpi —,
þvf skal hann virður vel.“
í dag er gérð frá Reynistaðar-
kirkju útför sæmdarbóndans
Ellerts í Holtsmúla, en hann
andaðist 19. þ.m. á Sjúkrahúsi
Skagfirðinga á87. aldursári.
Ellert fæddist að Þorsteins-
staðakoti i Lýtingsstaðahreppi 14.
dag októbermánaðar árið 1890.
Foreldrar hans voru Jóhann
Jóhannsson, bóndi i Þorsteins-
staðakoti, og kona hans, Þuríður
Simonardóttir. Þar dvaldist
sveinninn með foreldrum og eldri
systkinum bernskuárin. En árið
1899 fluttist fjölskyldan að Saur-
bæ í sama hreppi og bjuggu for-
eldrar hans þar upp frá því.
A uppvaxtarárum Eilerts var
oft hart í ári og lifsbaráttan því
erfið og hörð efnalitlu og barn-
mörgu fólki. Svo var um þau
Saurbæjarhjón, þar var ekki auð-
ur í garði, en. mörgum munnum
fyrir að sjá. Börnin urðu alls níu
og var Ellert sjötti í röðinni. Á
þeim árum urðu allir, sem vettl-
ingi gátu valdið, að vinna og börn
ekki síður en fullorðnir, og í vistir
urðu þau að fara jafnvel innan
fermingar en eftir hana urðu þau
að sjá sér farborða á eigin spýtur.
Af þessum kjörum fór Ellert ekki
varhluta i uppvextinum. En
snemma mun hann hafa heitið
sjálfum sér þvi að verða efnalega
sjálfstæður og fremur veitandi en
hitt.
Þegar ungmennaféiags-
hreyfingin barst i sveitina hreifst
Ellert af hugsjónum hennar, sem
aðrir ungir og framgjarnir menn,
og var einn stofnenda ungmenna-
félagsins í Lýtingsstaðahreppi og
starfaði þar af lifi og sál. Hálf-
velgja var ekki að skapi Ellerts,
hann gekk ætið að starfi heill og
óskiptur.
Ungur að árum hleypti Ellert
heimdraganum og stefndi suður
yfir heiðar í atvinnuleit. Varð
samferða nokkrum ungum mönn-
um — þar á meðal Sigmari bróður
sinum — sem voru á leið í Hvitár-
bakkaskólann. Þegar kom suður
að Hvitárbakka hafði hann vent
sínu kvæði í kross, hætti við fram-
hjágöngu, en knúði dyra hjá
skólastjóra, beiddist skólavistar
og fékk þrátt fyrir léttan sjóð.
Þar syðra dvaldist EUert um
tveggja ára skeið, en beindi skref-
um sínum að loknu námi norður
yfir fjöllin heim í Skagafjörðinn,
þar sem hann kaus helst að ávaxta
pund sitt til heilla fyrir land og
lýð. Ætið minntist Ellert veru
sinnar á Hvitárbakkaskóla með
gleði og þakklæti og andlit hans
geislaði, þegar hann rakti minn-
ingar frá námsárunum syðra.
Heim kom hann að sjálfsögðu
með tvær hendur tómar, en vafa-
lítið með „viðfleygar, stórlátar
vonir í barminum, vaskmennis
traustið á kraft sinn í arminum",
knúinn hugsjónaeldi aldamóta-
kynslóðarinnar, sem hafði að
kjörorði: Islandi allt. 1 þann tið
var ekki i mörg hús að venda um
stöðuval, en hyggja mín er, að hjá
Ellert hafi ekki komið til greina
annað en bóndastaðan, þvi að trú
hans á landið, á frjómagn
islenskrar moldar, var traust og
einlæg, taldi þar velferð búna
hverjum, sem dug og þor hafði til
að bera.
Arið 1910 kvæntist Ellert eftir-
lifandi konu sinni, Ingibjörgu
Sveinsdóttur frá Hóli i
Sæmundarhlíð. Hófu þau búskap
sinn i Vik, en fluttust að Holts-
múla árið 1912. Holtsmúli var þá
rýrðarjörð og í niðurníðslu, og
ekki munu allir hafa spáð ungu
hjónunum langlífi i búskapnum
þeim, þvi að efnin voru smá og
kannski þótti sumum ungi
bóndinn ekki spámannlega vax-
inn, en búskapurinn sá teygðist i
sex áratugi.
Fljótlega náði Ellert eignar-
haldi á ábýlisjörð sinni, var ekki
skapfellt að búa lengi við öryggis-
leysi leiguliðans.
Frumbýlingsár einyrkja eru
ekki dans á rósum og nú hófst
þrotlaust strit við uppbyggingu,
landbrot og ræktun. Og áður en
lauk hafði Ellert húsað upp jörð
sina að öllu og sum hús jarðar-
innar hafði hann endurbyggt oft-
ar en einu sinni. Þýfður túnkrag-
inn, sem gaf af sér tvö kýrfóður,
hafði verið slétta''ur og við hann
aukið; svo að heyfengur á rækt-
uðu landi var kominn á annað
þúsund hestburði. Kotið var orðið
að höfuðbóli. Með tið og tíma
stækkaði bústofninn svo að um
skeið hafði Ellert eitt stærsta bú I
hreppnum. Ævintýrið hafði gerst,
karlsson hafði eignast kóngsrikið
og var nú einn gildasti máttar-
stólpi sveitar sinnar. En hann
stóð ekki einn i striðinu. Konan
hans, hún Ingibjörg, stóð í eldlín-
unni með honum, fylgdi fast eftir
og dró ekki úr framkvæmdum
bónda síns, sem var kappsamur
atorkumaður, fyrirleit leti og sér-
hlífni, gerði fyrst og fremst kröf-
ur til sjálfs sín, en ætlaðist til
hins sama af öðrum.
Nýjlingar á sviði landbúnaðar,
bæði í tækni og vinnubrögðum,
tileinkaði hann sér eftir því sem
efni og ástæður leyfðu, en gleypti
ekki við öllum nýjungum um-
hugsunarlaust. Þegar vélar komu
til sögunnar og leystu hesta og
hestverkfæri af hólmi vítt um
sveitir, fór hann sér hægt og sló
t.a.m. allan sinn heyskap með
hestvél um mörg ár, eftir að allir í
sveitinni höfðu lagt það áhald til
hliðar.
Ríkur eðlisþáttur hjá Ellert var
kaupmennska og hafði hann tals-
verð umsvif á því sviði. Stóð um
árabil í fjárkaupum fyrir Slátur-
félag Skagfirðinga. Rak stórgripa-
slátrun og kjötsölu og á seinni
árum sveitaverslun í dálitlum stíl.
Var tiður gestur á aksjónum og
kom heim jafnan ríkari að gripum
og gangandi fé.
Framan af búskaparárum
stundaði hann vinnu utan heimil-
is jafnframt búskapnum, einkum
jarðabótavinnu, tók að sér flutn-
inga og aðdrætti fyrir náungann
og alls kyns ferðalög á vetrum.
Komst þá stundum í krappan
dans, en hafði ætið fararheill,
enda var Ellert afburða duglegur
ferðamaður og úrræðagóður.
Sem að likum lætur tók Ellert
þátt I ýmsum félagsmálum sveitar
sinnar og voru falin þar trúnaðar-
störf. Meðal annars átti hann sæti
i hreppsnefnd um mörg ár.
Holtsmúlaheimilið var rómað
fyrirgestrisni og hlýleik og
myndarskap í hvivetna. Hér voru
hjónin jafnsamhent sem á öðrum
sviðum heimilislífsins. Heimilis-
hlýjan gagntók gestinn, er inn úr
dyrum kom. Og margir munu
þeir, sem geta tekið undir við
listaskáldið góða: „Hvað er svo
glatt sem góðra vina fundur", er
þeir minnast gleðskapar í Holts-
múla við söng og brjóstbirtuyl. Þá
var bóndinn í essinu sinu, þegar
hann veitti af rausn og söng
fullum hálsi í glöðum hópi
ættjarðarljóðin, sem hann hafði
svo miklar mætur á.
Enn er ótalinn þáttur i fari
Ellerts í Holtsmúla, sem ég vil
ekki að liggi í láginni, og var sá
sameiginlegur þeim hjónum báð-
um: barngæðin, hjálpsemin og
greiðviknin við náungann.
Sumardrengirnir þeirra voru
margir og minnast ávallt
verunnar sem i foreldrahúsum
væri.
Holtsmúlahjónin urðu mjög
kynsæl. Sjálf eignuðust þau sex
börn. Fjögur þeirra eru á lifi og
eiga öll afkomendur. Auk þess
tóku þau kjördóttur, sem einnig á
börn. Og nú er sprottinn upp akur
barnabarnabarna svo að
afkomendur Ellerts og Ingibjarg-
ar skipta mörgum tugum. Mikil
var gleði gömlu hjónanna þegar
húsið fylltist skyndilega af smá-
fólkinu, sem réð sér ekki fyrir
fagnaðarlátum að vera komið i
heimsókn til afa og ömmu.
Er Ellert treystist ekki lengur
aldurs vegna að stunda búskap,
seldi hann jörðina i hendur Sig-
urði syni sínum en hélt þó heimili
með konu sinni og það var von
beggja að þau þyrftu ekki að flytj-
ast vistferlum frá Holtsmúla
nema i reitinn sinn við Staðar-
kirkju. Þar voru örlögin á öðru
máli. Síðastliðið vor veiktust bæði
og urðu að fara á sjúkrahús. Kom-
ust að vísu á fótavist, en svo
hörmulega atvikaðist að Ingibjörg
lærbrotnaði og liggur rúmföst
síðan.
Einkadóttirin, kona mín Alda,
hafði alltaf verið „augasteinninn
hans pabba“ og nú þegar kraftar
voru þrotnir, var allt traust
Ellerts þar, sem hún var. Dvaldist
hann siðustu mánuðina á heimili
okkar uns sjúkrahúsvist tók við
um síðustu mánaðamót. Og þrem
vikum siðar var hann allur.
Nú var rofin 65 ára samfylgd
þeirra heiðurshjónanna, Ellerts
og Ingibjargar, þar sem þau
höfðu deilt kjörum i blíðu og
stríðu, samhuga um að skila
talentunni, sem þeim hafði verið
trúað fyrir, sem stærstri í hendur
eftirkomenda.
Við vottum öldnu, farlama ekkj-
unni innilegustu samúð og biðj-
um þess að guð leggi henni líkn
með þraut meðan hún bíður brott-
kvaðningarinnar.
Að lokinni vegferðinni þakka
ég Ellert, allt sem hann var mér
og fjölskyldu minni og ekki síst
þakka ég fyrir hönd barnanna,
sem áttu sér hauk f horni þar sem
afi var. Og ég samgleðst honum að
vera laus úr líkamshelsinu og
svffa um ómælisviddirnar á fund
guðs sins.
Far þú 1 frlfll,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fvrir allt og allt.
Friðrik Margeirsson.
t
Konan min og móðir min
KRISTJANA BLACK (fædd Kristjánsdóttirj
Eirlksgötu 23
andaðistá Borgarspitalanum 25 febrúar
Willy Black
Susan Black
og aðrir vandamenn.
Eiginmaður minn t ARNÞÓR EINARSSON.
Kópavogsbraut 2,
lést 24 febrúar Sólveig Kristjánsdóttir.
Móðir okkar t ANNA GUÐRÚN ÁSKELSDÓTTIR
frá Bassastöðum
er látin Börnin.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar.
SIGURÐUR HALLVARÐSSON,
lést á heimili sínu. Steinagerði 14, 24. þ.m
Ólöf Halldórsdóttir og börn.
t
Bálför móður okkar, tengdamóður og ömmu
GUÐNÝJAR ÁRNADÓTTUR,
Austurgotu 1 7, Keflavík,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 marz kl 10:30
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeim sem vildu minnast
hennar et bent á líknarstofnamr
Bílferð verður frá S B K . Keflavík kl 9:20
Synir, tengdadætur og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum, sem vottuðu okkur bluttekníngu
vegna andláts móður okkar. tengdamóður og ömmu.
ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR
Einnig þökkum við hjúkrunarliði og sérstaklega starfsfólki á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir frábæra aðhlynningu i veikindum
hennar
Jóhanna Kristjánsdóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
Dagbjartur Majasson
Vilhjálmur Black Nílsen
og barnabórn.