Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ, LAU(iAKDACiUR 26. FKBRUAK 1977 LOFTLEIDIR s&»BÍLALEIGA C 2 1190 2 11 88 (g BÍLALEIGAN 5IEYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 • 28810 Spónasugur og Rykhreinsarar Fyrirliggjandi Iðnvélar h.f., Hjallahrauni 7, sími 52224. Afburða afli hjá Gissuri hvíta Hornafirði, 23. febrúar — VÉLSKIPIÐ Gissur hviti hefur aflað mjög vel frá áramótum og fengið samtals um 290 tonn. í dag kom báturinn inn með 13 tonn, sem fengust á línu. Hefur bátur- inn frá áramótum ekki farið niður fyrir 6 tonn í róðri. Mestallur afl- inn er ýsa, mjög góður fiskur. Gullfaxi landaði hér i dag eftir tvo sólarhringa 28,3 tonnum' af fiski, mestmegnis ýsu. Þá fékk Þinganes 12 tonn og Lyngey 8 tonn. Héðan eru gerðir út 3 troll- bátar og 7 netabátar og hefur afli hjá þeim verið mjög tregur eða innan við 7 tonn í róðri yfirleitt. Hér hafa nú borizt á land 10.600 tonn af loðnu og er bræðslan i gangi nótt sem nýtan dag. Einnig er mikil vinna í frystihúsinu við loðnufrystingu og er yfirleitt unn- ið fram á kvöld. Hér hefur undan- farna tvo daga verið sólskin og bliðviðri. —Jens. Sjálfkjörid í stjórn Múrarafélags Reykjavíkur RUNNINN er út frestur til að skila framboðslistum við stjórnar- kjör í Múrarafélagi Reykjavíkur. Einn listi þarst og var það listi stjórnar- og trúnaðarmannaráðs og því var sjálfkjörið í stjórn félagsins. Eftirtaldir menn skipa stjórn þess næsta ár: Helgi Steinar Karlsson form., Óli Kr. Jónsson varaform., Þórarinn Hrólfsson ritari, Árni Þorvalds- son gjaldk. sjúkrasj., og Trausti L. Jónsson. gjaldk. félagssj. utvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 26. febrúar MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blá- lilju“ eftir Olle Matson (16). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. Svipast um i tsrael kl. 11.00: Stjórnandi: Sigrún Björns- dóttir. Ester Elíasdóttir les erindi um fsrael eftir Elías Davlðs- son. Sigurður Skúlason leikari lcs smásögu og flutt verður tónlist. 12.00 Dagskiáin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. A seyði. Einar Örn Stefánsson stjórn- ar þættinum. 15.00 f tónsmiðjunni. Atli Ifeimir Sveinsson sér um þáttinn (16). 16.00 Fréttir. Veðurfregnir. 16.10 B-hluti heimsmeistara- keppninnar f handknattleik: fsland-Portúgal/ Útvarp frá Klagenfurt I Austurrfki. Jón Ásgeirsson lýsir sfðari hálf- leik. LAUGARDAGUR 26. febrúar 17.00 Holl er hreyfing Norskur myndaflokkur um léttar Ifkamsæfingar einkum ætlaðar fólki. sem komið er af léttasta skeiði. Þýðandi og þulur Sigrún Stefánsdóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 17.15 fþrottir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 Emil f Kattholti Sænskur myndaflokkur. Krahbaveiðar og aðrar ánægjustundir Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Ragn- heiður Steindórsdóttir. 19.00 fþróttir Hlé 20.00 Féttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Ifótel Tindastóll Breskur gamanmynda- flokkur. 2. þáttur. Þýðandi Stefán Jökuisson. 16.45 fslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson tal- ar. 17.05 Létt tónlist. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Kötturinn Kolfinnur" eftir 20.55 Fllafjölskyldan Sfðari hluti breskrar heimildamyndar um hátterni ffla í þjóðgarðinum við Manyara-vatn ( Tansanfu. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. 21.20 Ameríkumaður f Parfs (An American in Paris) Bandarfsk dans- og söngva- mynd frá árinu 1951 Leikstjóri Vincente Minelli. Tónlist George Gershwin. Aðalhlutverk Gene Kclly og Leslie taron. Jerry Mulligan er banda- rískur listmálari, sem býr f Parfs, hann verður ást- fanginn af ungri stúlku, en hún er trúlofuð. Jerry kvnnist auðugri konu, sem styður við bakið á efnilegum listamönnum, og kemur hún honum á framfæri. Þýðandi Dóra llafsteins- dóttir. 23.10 Dagskrárlok Barböru Sleigh (Áður útv. 1957 — 58) Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Hulda Valtýsdóttir. Leikend- ur f fjórða þætti: Helgi Skúlason, Kristfn Anna Þór- arinsdóttir, Steindór Hjör- leifsson, Guðrún Stephensen, Edda Kvaran og Jóhann Páls- son. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Gerningar. Hannes Gissurarson sér um þáttinn. 20.10 Sinfónfa nr. 2 f C-dúr op. 61 eftir Schumann. Suisse Romande hljómsveitin leik- ur; Wolfgang Sawallisch stj. Frá útvarpinu I Bern. 20.45 „Afmælisdagurinn", smásaga eftir Finn Söeborg. Þýðandinn, Halldór Stefáns- son, les. 21.10 Hljómskálamúsik frá útvarpinu f Köln. Guðmund- ur Gilsson kynnir. 21.40 Allt í grænum sjó. Stolíð, stælt og skrumskælt af Hrafni Pálssyni og Jör- undi Guðmundssyni. Gestur þáttarins ókunnur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passfusálma (18) 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Klukkan 21,20: Ameríkumaður í París Bandarísk dans- og söngvamynd frá 1951 Á dagskrá sjónvarpsins f kvöld KLUKKAN 21.20 er bandarfsk dans- og söngvamynd, sem heitir AMERfKUMAÐUR f PARÍS, (An American in Paris), gerð árið 1951. Leikstjóri er Vincente Minelli og tónlistin f myndinni er eftir George Gershwin. 1 aðalhlut- verkum eru Gene Kelly og Leslie Caron. Myndina þýddi Dóra Hafsteins- dóttir. Fjallar myndin um bandarískan listmálara, Jerry Muligan, sem býr í París. Hann verður ást- fanginn af ungri stúlku, en svo óheppilega vill til að hún er trú- lofuð öðrum. Jerry kynnist auð- ugri konu, sem styður við bakið á ungum efnilegum listamönnum, og kemur hún honum á framfæri. Leikstjórinn Vincente Minelli er fæddur árið 1913 í Chicago, Bandaríkjunum. Fjölskylda hans hafði unnið mikið við leikhúsið og þannig fékk hann ungur áhuga á öllu því, sem snerti sviðið og byrjaði sem leikmyndateiknari. Hann vann við fjölda uppsetninga og einnig leikstjórn á Broadway, áður en hann hóf nám í kvik- myndagerð hjá MGM- kvikmyndafyrirtækinu. Vincente Minelli hefur einbeitt sér að kvik- myndum á þremur megin sviðum, það eru söngva- og dansmyndir, eins og við sjáum i kvöld, gaman- myndir og myndir alvarlegs efnis. Ásamt ieikurum eins og Gene Kelly, Donen og Walters átti hann þátt I að endurvekja söngvamynd- ir með nýjum glæsibrag upp úr 1940, auðvitað með dyggri aðstoó tæknimanna, söngvara og dansara fyrirtækisins MGM og stjarna eins og Judy Garland, Gene Kelly og Fred Astaire. Af myndum þessarar tegundar má nefna: „Meet me in St. Louis“ (1944), „Ziegfeld girl“ (1945), „Yolande and the thief“ (1946) og „An American in Paris“ (1950). Af myndum hans, alvarlegs efnis má nefna: „The bad and the Beautiful“, (1952). Ein hans nýj- asta mynd er „On a clair day you can see forever" (1969) en þar lék Barbra Streisand aðalhiut- verkið. Vincente Minelli var á sínum tíma kvæntur ieik- og söngkon- unni Judy Garland og er ein dótt- ir þeirra nú ein skærasta stjarnan í kvikmynda heiminum, Liza Min- elli. Gene Kelly er fæddur árið 1913 í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Hann þykir fjölhæfur, því hann er bæði góður dansari, söngvari, leikari og leikstjóri. Þegar hann kom til Hollywood ísíðari heims- styrjöldinni var hann þegar orð- inn þekktur dansari á Broadway. í myndinni, sem við sjáum í kvöld, vakti hann á sinum tíma mikla athygli fyrir dansinn, sem þótti mjög nútímalegur og ólikur dansatriðum fyrri mynda af sömu gerð. Leslie Caron er fædd i París árið 1931. Áður en hún hóf leik- feril sinn var hún ballettdansmær með „Champs Elysées dans- flokknum og dansaði bæði í París og London. Hennar fyrsta kvik- myndahlutverk af veigameiri gerðinni var í myndinni, Amerikumaður í París. Eftir það hlutverk hefur hún leikið bæði austan hafs og vestan og m.a. með „Royal Shakespeare Company" i London. Frægust er hún líklega fyrir myndina „Gigi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.