Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1977 19 Sprenging Honolulu, 25. febrúar. Reuter. SPRENGING varð f bifuðu olfu- skipi frá Lfberfu 330 mílur vestur af Hawaii á Kyrrahafi f gær- kvöldi, eldur kom upp f skipinu, en öllum skipverjum nema ein- um var bjargað. Flutningaskipið Philippine Bataan bjargaði þeim 38 skipverj- um sem komust lífs af úr olfuskip- inu sem hét Hawaiian Patriot og var 51.000 lestir. Eini skipverjinn sem fórst beið bana Olfuskipið var á leið frá Indónesiu til Honululu og talið er að úr þvi hafi lekið 17.500 lestir af olfu þegar 30 metra langt gat kom á skipið. Soares fær mikilvægan stuðning við EBE-aðild l issabon. 25, febrúar. Reuter. Mario Soares forsætisráð- herra hefur tryggt stuðning Bretlands, trlands, Danmerkur og ttalfu við aðild Portúgals að Efnahagsbandalaginu og er vongóður um stuðning hinna aðildarlanda bandalagsins þeg- ar hann heimsækir þau f næsta mánuði. Barátta Soares fyrir þvf að sannfæra aðildarlönd EBE um að Portúgal eigi skilið að fá að ganga f bandalagið hefur borið góðan árangur og er mikill per- sónulegur sigur fyrir hann. Stjórnarblaðið Diario de Noticias segir að þetta hefði enginn annar Portúgali getað gert og þakkar það kænsku hans og þrautseigju og þess álits sem hann njóti fyrir bar- áttu gegn fasisma og kommún- isma. Tveir helztu andstöðuflokkar stjórnarinnar, sósíaldemókrata- flokkurinn PSD og hægri- flokkurinn CDS hafa einnig hælt Soares og það' er einn mesti styrkur Soaresar að f þessu máli nýtur hann stuðn- ings allar helztu flokkanna nema kommúnista. iða daga f vændum og yrðu að taka á sig miklar fórnir áður en þeir gætu keppt við þær þjóðir sem nú eiga aðilda að EBE. Vestur-Þjóðverjar eru ásamt Bretum taldir einhverjir öfl- ugustu stuðningsmenn aðildar Portúgala að EBE, en af ýmsum ástæðum eru Frakkar og Bene- lux-löndin talin fjandsamlegri. Dr. Soares lætur það ekki á sig fá og vonast til að geta tryggt sér nógu mikinn stuðn- ing til þess að hann geti lagt fram formlega umsókn um aðild Portúgala í seinni hluta marz. Hann vill að 'EBE taki pólitíska ákvörðun um umsókn- ina á næsta ári og að Portúgal verði fullgildur aðili fyrir 1985. Hingað til hefur verið talið að Portúgal gæti ekki fengið aðild fyrr eftir að minnsta kosti 10 ár. Það hefur aukið bjartsýni Soeresar að Roy Jenkins, for- seti framkvæmdastjórnar EBE, hefur látið f ljós von um að bandalagið verði stækkað með aðild Portúgals og Spánar. Soares vill lika aðild Spánar, en vill greinilega að Portúgalir verði fyrri til að sækja um aðild. Plymouth, 25. febrúar AP TVEIR danskir togaraskipstjórar sem voru staðnir að ólöglegum veiðum innan 12 mflna land- helginnar við Bretland f gær voru f dag dæmdir til að greiða 22.000 pund (7.150 millj. fsl. kr.) f sekt. Annar skipstjórinn sagði að hann yrði að selja skip sitt til að greiða sektina. Reyndi Hess sjálfs- morð? Afli Dananna var gerður upptækur og verðmæti hans nemur um 12.000 punda (um 3.9 millj. ísl. kr.). Danirnir sögðu að þeir mundu áfrýja. Skipstjórarnir héldu því fram að þeir hefðu ekki vitað að 12 mflna landhelgin miðaðist við Edystone Rock, sem strangt til tekið er eyja, 16 km undan strönd Devon. Gustav Loth, skiptstjóri á Bente Loth, og Jörgen Andersen, skip- stjóri á Singo, viðurkenndu báðir að hafa verið að ólöglegum veiðum. Loth var einnig dæmdur fyrir ólöglegar veiðar 1971. Nú var hann dæmdur til að greiða 12.000 punda sekt (3.9 millj. kr.) Hann sagði að sektin væri nokkuð há þar sem hann lifði á fiskveiðum og að hann yrði að selja skipið. Andersen var dæmdur í 10.000 punda sekt (um 3.25 millj. kr.). Landbúnaðarráðuneytið hafði krafizt þess að Danirnir yrðu dæmdir í hámarkssekt sem er 50.000 pund og að afli og veiðar- færi yrðu gerð upptæk. Þessar 80 hnúta freigátur eru ætlaðar til notkunar á næsta áratug, og frá þeim segir f sfðasta hefti „Jane’s Surface Skimmers". Efri myndin er af 3.000 lesta loftpúðaskipi, sem er verið að smfða fyrir bandarfska flotann. Neðri myndin er af svipuðu en stærra skipi, sem verið er að smfða fyrir franska flotann. Callaghan missir þingmeirihlutann London, 25, febrúar. Reuter. Verkamannaflokkurinn hefur tapað meirihluta sfnum f Neðri málstofunni vegna sigurs íhalds- flokksins f aukakosningum. thaldsflokkurinn héit þingsæti sfnu f Westminster-kjördæmi f London og jók meirihluta sinn, en kjörsókn var aðeins 39,6% miðað við 53,2% f kosningunum 1974. Tvennar aukakosningar fara fram á næstunni, f kjördæmi Roy Jenkins f Birmingham og Anthony Croslands f Grimsby. Hvort tveggja eru örugg Verka- mannaflokkskjördæmi en stjórn James Callaghans forsætisráð- herra verður að sýna meiri gætni Verkamannaflokkurinn er enn stærsti flokkurinn með 310 þing- sæti og getur yfirleitt reitt sig á stuðning tveggja irskra og tveggja skozkra þingmanna þannig að alls hefur hann á bak við sig 314 þing- menn. En andstæðingar stjórnar- innar hafa alls 315 þingsæti. Hins vegar eru andstæðingar stjórnarinnar sjaldan sammála og í þeim hópi eru skozkir og velskir þjóðernissinnar auk íhaldsmanna og frjálslyndra. Þrýstingur stjórnarandstæð- inga hefur þó aukizt þar sem frú Margaret Thatcher, leiðtogi íhaldsflokksins, er staðráðin f að fella stjórnina með hörðum árásum og skozkum og velskum þingmönnum er heitt í hamsi vegna þess að áætlanir um tak- markaða heimastjórn Skotlands og Wales hafa siglt í strand. Næsta stórmál sem kemur fyrir þingið eru beinar kosningar til Evrópuþingsins og í þvi máli nýt- ur stjórnin stuðnings íhalds- flokksins, en Verkamanna- flokkurinn er klofinn f málinu. Aukakosningin i gær var haldin vegna þess að Christopher Tugendhat tók sæti i fram- kvæmdastjorn Efnahagsbanda- lagsins. Nýi þingmaðurinn er kaupsýslumaðurinn Peter Brooke, 42 ára sonur fyrrverandi innanríkisráðherra íhaldsflokks- ins. Amalrik ræðst á V estur veldin Parfs, 25. febrúar Reufer SOVEZKI andófsmaðurinn Andrei Amalrik sakaði f dag vest- rænar rfkisstjórnir um að snúa baki við mannréttindum og „ein- blfna á peningaveski Leonid Brezhnevs." Með þessu virtist Amalrik eiga við það að vestræn rfki hefðu meiri áhuga á viðskiptum við Sovétrfkin en baráttu fyrir því að mannréttindaákvæðum Helsinki- samningsins yrði framfylgt. Ásökun Amalriks kemur fram í viðtali við vinstrablaðið Liber- ation og fylgir í kjölfar hungur- verkfalls hans fyrir utan Elysee- höll vegna þess að Valery Ciscard d’Estaing forseti neitaði að ræða við hann um mannréttindi. Innanríkisráðherrann, Michel Framhald á bls22. Pólverjum lítt ágengt í Bríissel Brtissel, 25. febrúar. Reuter. LOKIÐ er fyrsta áfanga viðræðna Pólverja og Efnahagsbandalags- ins um langtfma- fiskveiðisamning, en litlar horfur eru á þvf að Pólverjar fái leyfi til að veiða meira á miðum Efna- hagsbandalagsins en þegar hefur verið ákveðið. Hins vegar sagði f lokayfirlýs- ingu að annar fundur yrði hald- inn 16. marz og að „nokkurt sam- komulag í grundvallaratriðum” hefði náðst á fundinum sem stóð tvo daga. Pólverjum er aðeins leyft að veiða f mesta lagi á fimm fiski- skipum i 200 mílna fiskveiðilög- sögu bandalagsins til marzloka og aflamagnið er takmarkað við 3.000 lestir á þremur fyrstu mán- uðum þessa árs. Rússi rek- inn úr landi Ottawa, 25. febrúar. Rcuter. KANADAMENN hafa vfsað úr landi sovézkum eðlisfræðingi og sakað hann um að reyna að kaupa leyndarmál af öðrum vísinda- manni. Eðlisfræðingurinn, Lev Griforeyvich Khvostantsev, dvaldist sem gestur i Kanada. Honum var komið um borð i far- þegaþotu sovézka flugfélagsins Aeroflot i Montreal i gær. Hann var handtekinn í fyrra- kvöld þegar hinr. vfsindamaður- inn sagði lögreglunni að hann hefði fengið tilboð um peninga í staðinn fyrir leyniskjöl. Don Jamieson utanrfkisráð- herra sagði blaðamönnum að sovézka sendiráðinu hefðu verið send mótmæli með viðvörun þess efnis að slikir atburðir gætu haft áhrif á sambúð landanna. Einn helzti sigur Soaresar á fyrsta áfanga ferðar hans um Vestur-Evrópu var að tryggja stuðning ítalskra kommúnista og leiðtoga þeirra, Enrico Berlinguers við baráttu sfna. Þar með hefur Soares unnið mikinn áróðurssigur gagnvart kommúnistaleiðtoganum Alvaro Cunhal sem er fráhverf- ur svokölluðum evro- kommnúnisma. Þótt Soares sé vongóður eftir fyrsta hluta ferðarinnar varaði hann Portúgali við því við heimkomuna að þeir ættu erf- Vestur-Berlfn, 25. febrúar. Reuter Nasistaleiðtoginn Rudoif Hess reyndi að svipta sig Iffi f Spandau-fangelsi f Austur- Berlfn fyrr f vikunni sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um f dag. Talsmaður hernámsveld- anna sagði f dag að Hess væri við viðunandi heilsu og neitaði að staðfesta hvort hann hefði reynt að fyrirfara sér. Franska sjónvarpið sagði fyrst frá fréttinni í dag. Það sagði að sovézkir verðir hefðu komið að honum fimm minút- um eftir að hann hefði skorið sig á úlnliðinn. Hess Sonur Hess, Wolf-Rlidiger Hess, fór f heimsókn til hans í dag, en kona hans segir að aðeins hafi verið um venjulega heimsókn að ræða og hann hefði ekki heimsótt föður sinn vegna þess að eitthvað hefði komið fyrir hann. Heilbrigðisyfirvöld segja að Hess hafi ekki verið fluttur frá Spandau í sjúkrahús til meðferðar. Franska sjónvarpið hefur eftir geðlækni sem hitti Hess f gær að hann þjáðist af alvar- legu þunglyndi. Sjónvarpið segir að læknir hafi verið kvaddur á vettvang eftir sjálfs- morðstilraunina og að hann væri úr lífshættu. Hess verður 83 ára f apríl og er einn eftir f Spandau af nasistaleiðtogunum sem voru dæmdir í réttarhöldunum i Nurnberg. Rússar hafa þráfaldlega neitað að Verða við óskum Vesturveldanna um að hann verði látinn laus. Bretar dæma í þungar sektir Amalrik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.