Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1977
31
Bandalag kvenna í Reykjavík:
BANDALAG kvenna f Reykja-
vfk hélt aðalfund sinn dagana
20. og 21. febr. á Hótel Sögu.
Aðildarfélögin eru 31 talsins
með um 11 þúsund félaga. Gest-
ir fundarins voru Sonja Back-
mann borgarstjórafrú, Sigríður
Thorlacius, formaður Kven-
félagasambands Islands, og
skólastjóri Húsmæðraskóla
Reykjavfkur, Jakobfna Guð-
mundsdóttir.
Á fundinum flutti Guðlaugur
Hannesson gerlafræðingur, for-
stöðumaður matvælarannsókna
rfkisins, fróðlegt erindi um
hreinlæti og geymslu matvæla.
Þá buðu Birgir lsl. Gunnarsson
borgarstjóri og frú Sonja
Bachman öllum fundarkonum,
130 að tölu, til kaffidrykkju að
Höfða f fegursta veðri og nutu
konurnar stundarinnar af heil-
um hug f þessu fagra húsi með
útsýni til fjallahringsins, er
skartaði sfnu fegursta.
Aðalfundurinn fjallaði um
11 málaflokka og voru margar
ályktanir gerðar. Meðal þeirra
voru eftirfarandi ályktanir:
Aðalfundurinn lýsir undr-
un sinni á framkomnu frum-
varpi Jóns G. Sólnes alþingis-
manns, um framleiðslu og sölu
áfengs öls á íslandi, mótmælir
öllum framkvæmdum í þá átt
og skorar á háttvirt Alþingi, að
visa þessu frumvarpi frá.“
„Aðalfundurinn fagnar þvi,
að Kvennadeild Landspitalans
hefur verið tekin formlega í
notkun, en harmar jafnframt
ástand gömlu Fæðingardeildar
Landsspítalans, sem enn er í
notkun, en verður að teljast
ónothæf eins og hún er.
Aðalfundurinn leyfir sér því
hérmeð að skora á háttvirt
Alþingi, að hækka verulega
fjárframlagið á fjárlögum 1977,
sem veitt er til endurnýjunar á
deildinni, svo að unnt verði að
hraða þessu aðkallandi verk-
efni.“
Aðalfundur Bandalags
kvenna i Reykjavík, haldinn
dagana 20. og 21. febrúar 1977,
beinir þeirri eindregnu ósk til
menntamálaráðuneytisins og
borgaryfirvalda, að Húsmæðra-
skóli Reykjavikur fái að starfa
áfram með svipuðu sniði og
verið hefur síðustu tvö árin.
Eins og er getur skólinn ekki
annað eftirspurn eftir skóla-
vist. Fundurinn felur stjórn
bandalagsins að vinna að þvi
við yfirvöld skólamála að
tryggja skólanum öruggan
starfsgrundvöll sem allra fyrst.
Aðalfundur Bandalags
kvenna i Reykjavík haldinn
20.—21. febrúar 1977 fagnar
þeirri þróun sem átt hefur sér
stað í landhelgismálum íslend-
inga á undanförnum árum, sú
þróun er hvort tveggja i senn
studd brýnustu hagsmunum
okkar fyrir viðhaldi fiskstofn-
anna og verndun á lífsbjörg
annarra þjóða.
Þessi friðunarstefna er i
fyllsta samræmi við stöðu
okkar íslendinga sem vopn-
lausrar þjóðar, sem á allt undir
friði og friðsamlegum störfum í
eigin þágu og annarra.
Sú hætta sem steðjað hefur
130 fulltrúar sátu aðalfund Bandalags kvenna í Reykjavfk, 20. og
21. febr. en f bandalaginu er 31 aðildarfélag með um 11 þúsund
félaga.
að okkur varðandi eyðingu fisk-
stofnanna vegna rányrkju er
engan veginn sú eina sem yfir
vofir. Sifellt færist nær sá voði
sem mengun eiturefna i sjó,
lofti og jörð er þegar orðinn og
ógnar gróðri, lifi manna og
dýra i mörgum þjóðlöndum.
Það er álit fundarins að
íslenskri þjóð beri nú, og ekki
Frá aðalfundi Bandalags kvenna. 1 ræðustóli er Halldóra Eggertsdóttir, varaformaður og ritari.
Heiðursgestur fundarins frú Sonja Bachman, borgarstjórafrú situr fyrir miðju, en hjá henni stendur
formaður bandalagsins, Unnur Ágústdóttir, og við borðið sitja aðrar stjórnarkonur.
siðar, að gera sér ljóst hvílík
lifsnauðsyn það er að vernda
hreinleik landsins: lofts, vatns
og gróðurs. Án þess mun sú
matvælaframleiðsla úr sjó og
jörð, sem er undirstaða
islenskra atvinnuvega, ekki fá
staðist. Án þess fáum við
heldur ekki notið fegurðar
landsins og heilsulinda þess.
Því ber að vera vel á verði gegn
allri stóriðju, sem valdið getur
mengun á jörðu, i lofti og sjó.
Innan bandalagsins starfa
allt árið eftirfarandi nefndir:
Áfengismálanefnd, barna-
gæslunefnd, ellimálanefnd,
heilbrigðismálanefnd, kirkju-
málanefnd, mæðraheimilis-
nefnd, orlofsnefnd, skattamála-
nefnd, tryggingarmálanefnd,
uppeldis- og skólamálánefnd og
verðlags- og verzlunarmála-
nefnd.
Stjórn Bandalagsins skipa:
Unnur Ágústsdóttir formaður,
Halldóra Eggertsdóttir vai afor-
maður og ritari, Margrét
Þórðardóttir féhirðir og vara-
menn Sigriður Ingimarsdóttir,
Sigþrúður Guðjónsdóttir og
Guðrún S. Jónsdóttir.
Bjórfrumvarpinu
verði vísad f rá
Málfríður Ólafsdóttir:
Félag starfef ólks
í veitingahúsum
Á þriðjudag og miðvikudag n.k.
fer fram stjórnarkosning í Félagi
starfsfólks i veitingahúsum. Tveir
listar bárust kjörstjórn, A-listi
stjórnar og trúnaðar.annaráðs og
B-listi borinn fram af Kristni
Hrólfssyni o.fl. Vissir aðilar á B-
listanum hafa að undanförnu,
bæói í blöðum og á fundi, sem
haldinn var í Glæsibæ s.l. mið-
vikudag, borið á núverandi for-
mann Indriða Halldórsson mjög
mikla gagnrýni sem er bæði
ómakleg og ósönn. Ég undirrituð
get ekki lengur setið aðgerðar-
laus, án þess að svarað sé þessum
árásum. Á fundinum I Glæsibæ
fengu B-lista menn Guðmund J.
Guðmundsson formann Verka-
mannasambands íslands, til að
flytja ræðu, sagði hann m.a. að
enginn frá F.S.V. hefði setið i
baknefnd A.S.Í. i síðustu samn-
ingum. Hið sanna er að formaður
F.S.V. Indriði Halldórsson var í
nefndinni og sat alla fundi henn-
ar. Þá gerði Guðmundur á um-
ræddum fundi að umræðuefni
einhvern ágreining sem hefði orð-
ið á milli Einingar á Akureyri og
samninganefndar F.S.V. og hefði
þurft að bera sáttarorð þar á
milli. Ekki kannast ég við þetta og
býst ekki við að Jón Helgason,
formaður Einingar, muni stað-
festa slikt.
Þá er formanni F.S.V. borið á
brýn að hafa ekki sinnt félaginu,
bæði hvað varðar fjárhag þess og
félagsleg samskipti meðlimanna.
Sannleikurinn er sá, að siðan Ind-
riði Halldórsson tók við félaginu
hefur hann drifið félagið upp og
gert stór átak i fjármálum þess.
þessu framboði aðallega birst I
Þjóðviljanum?
Að gefnu tilefni skal það upp-
lýst að Kristrún Guðmundsdóttir
ein af aðal málsvörum B-listans
hefur verið í F.S.V. í 1 ár, en ekki
um árabil eins og hún vill láta alla
halda og hafi þess vegna svo mik-
ið vit á innri málum félagsins.
Kosningar um stjórn og trúnað-
armannaráð i verkalýðsfélögum
eiga fyllilega rétt á sér en ég get
ekki sætt mig við að afhenda fél-
agið mönnum sem í 1. lagi eru
Það má alltaf deila um það hvort
nægjanlega sé að unnið, en eitt er
víst að Indriði heur ætið hugsað
fyrst og fremst um hag félagsins
og meðlimi þess og eru þessar
árásir á hann mjög ömaklegar.
Eitt af þvi, sem B-lista menn
telja rós í þeirra hnappagati, að
listi þeirra sé ópólitiskur. Samt
sem áður finnst mér einhver póli-
tísk lykt af listanum. Af hverju
var Guðmundur J. fenginn til að
flytja, á fyrrnefndum fundi, alls
konar ósannindi á formann fél-
agsins? Af hverju var Baldur Ösk-
arsson fenginn til að vera tækni-
,legur ráðunautur vegna fram-
boðsins? Af hverju hafa fréttir af
LEIKHUS
KjnunRinn
Gosar leika
fyrir dansi
til ki. 2.
Borðapantanir
frá kl. 15.00
isima 19636.
Kvöldverður
framreiddur
frá kl. 18.
Spariklæðnaður
áskilinn.
nýkomnir i félagið og þekkja þar
af leiðandi litið til þess og í 2. lagi,
að menn sem bjóða sig fram til
trúnaðarstarfa hafi að aðalstarfi
allt annað starf, heldur en félag
okkar stendur að, t.d. er for-
mannsefni B-listans múraranemi
og hefur múrverk að aðalstarfi.
Ég læt félagsménn vega og
meta hvort þetta sé rétt stefna í
okkar félagsmálum. Að lokum
óska ég félagi okkar allra heilla
og að það bíði ekki tjón af þessum
kosningum. Að þessu framan-
sögðu skora ég á félagsmenn í
F.S.V. að stuðla að sigri A-listans,
sem er listi stjórnar- og trúnaðar-
mannaráðs.
LEIKFÉLAG
KÓPAV0GS
GLATAÐIR
SNILLINGAR
Eftir William Heinesen og Caspar
Koch.
Sýning sunnudag kl. 20.30.
Aðgöngumiðasala hjá Lárusi
Blöndal. Skólavörðustíg og í
Félagsheimili Kópavogs opin frá
kl. 1 7.
Sími 4-19-85.
Siðasta sinn
I Útsýnarkvöld I
í fíöst Hellissandi S
§ / kvöíd 6
Ferðakynning: Ingólfur Guðbrandsson,
forstjóri Útsýnar
Myndasýning frá Spáni og Ítalíu
Skemmtiatriði: Jörundur Guðmundsson
Ferðabingó: Vinningar 2 sólarlandaferðir
að verðmæti kr. 120.000
Fegurðarsamkeppni: Ungfrú Útsýn 197 7
forkeppni
Dans til kl. 2 e.m.
5S
Ferðaskrifstofan
12
^wmuTSYN/immfSBs'