Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 19í7
23
S j ávar ú tvegsr áðherr a:
Islendingar skrefi á und-
an í fiskverndarmálum
Samstarf um fisksölumál æskilegt en þar eru ljón á vegi
Frá umræðum á Alþingi um samstarf við
grannþjóðir um fiskveiði og fisksölumál
Framkvæmd
þingsályktunar
Stef&n Jónsson (Abl) bar ný-
verið fram fyrispurn á Alþingi til
sjávarútvegsráðherra um það
hvað liði framkvæmd þingsálykt-
unar frá árinu 1973 um samstarf
íslendinga við Norðmenn og Fær-
eyinga um fiskveiði- og fisksölu-
mál. Ályktunin kvað á um við-
ræður milli þessara þjóða um
„skynsamlega hagnýtingu fiski-
miðanna á Norðaustur-
Atlantshafi, vernun fiskistofna og
fisksölumál". Sagði Stefán að
rúmlega 70% af fiskafla á þessu
hafsvæði kæmi af fiskimiðum
þessara þriggja þjóða og sam-
ræming fiskveiða þeirra að þoli
fiskstofna og samstarf í fisksölu-
málum væri þeim öllum jafn
mikilvægt. Vitnaði Stefán til
greinar dr. Gunnars G. Schram í
Morgunblaðinu um sama efni og
taldi hann vera „að taka upp
mál“, sem Alþýðubandalagið
hefði áður gert að sínu. Þá gagn-
rýndi hann að tillögu Alþýðu-
bandalagsins um þetta efni hefði
ekki verið getið í sjónvarpsþætti
um málið og taldi að fiskimála-
stjóri hefði þar átt hlut að máli.
Svar sjávar-
útvegsráðherra
Matthfas Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, sagði íslendinga
aðila að norrænni samstarfsnefnd
um sjávarútvegsmái, sem héldi
fundi tvisvar á ári, og hefði það
markmið að efla samstarf Norður-
landa í fiskveiði- og fisksölumál-
um. íslendingar hefðu og boðið til
norrænnar fiskimálaráðstefnu i
Reykjavík í ágúst 1976, þar sem
umræður hefðu snúizt um þessi
mál, og sótt hefði verið af 200
fulltrúum frá flestum greinum
sjávarútvegs á öllum Norðurlönd-
um. A þessum vettvangi, sem og í
samstarfi á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, hefði verið
stuðlað að samvinnu um þetta
efni. Á þeirri ráðstefnu hefði ver-
ið starfandi samstarfsnefnd
Norðurlanda til að samræma sjón-
armið þeirra. íslendingar hefðu
að vísu alltaf verið skrefi á undan
öðrum Norðurlandaþjóðum um,
fiskvernd og útfærslu fiskveiði-
lögsögu, en í raun væri aðeins
mánuður siðan þessar þjóðir
hefðu tekið sér 200 mflna fisk-
veiðilögsögu, sem væri forsenda
raunhæfrar samvinnu um þessi
mál. Hann minnti og á nýgerðan
samning við Færeyinga um veiði-
mál o.fl. og hliðstæðan samning
við Norðmenn. Hann gat einnig
samvinnu þessara þriggja landa
um loðnuveiðar við Nýfundna-
land i fyrra og hitteðfyrra, um
samveiði í bræðsluskipið Nor-
global, og samstarfs þessara þjóða
i Norðaustur-
Atlantshafsnefndinni, aðallega
um síldveiðikvóta i Norðursjó, og
samstarf í alþjóðahvalveiðiráð-
inu.
Samstarf á sviði fisksölumála
hefði einkum verið á vettvangi
útflutningsaðila í löndunum, sem
hið opinbera hefði þó átt beina
aðild að í stöku tilfellum. Sem
dæmi nefndi hann upplýsinga-
skipti við skreiðarútflutningsráð
Normanna, og samskipti við Norð-
menn, Dani, Færeyinga, Græn-
lendinga og Kanadamenn um
upplýsingar um freðfiskmarkaði.
Skoðanaskipti hefðu farið fram
um rækju- og hrognasölu. Sam-
skipti fiskútflytjenda í þessum
löndum færi og vaxandi um sölu
saltfisks, freðfisks og mjöls. Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna seldi
mikið af freðfiski fyrir Fær-
eyinga í Bandaríkjunum og Fél.
ísl. fiskmjölsframleiðenda hefði
samstarf við samsvarandi félags-
skap i Noregi.
Það sem einkum háir samstarfi
við Norðmenn er styrkjastefna
þeirra gagnvart útfluttum sjávar-
lentu í árekstri. Aðeins orðróm-
urinn um hugsanlega eitrun væri
hættulegur. Friðlýsa ætti þetta
hafsvæði fyrir umferð herflota
hvers konar.
Jón
sagði
Norðmenn
erfiður Ijár
í þúfu.
Ármann Héðinsson
Norðmenn löngum
(A)
hafa
verið okkur erfiðan ljá í þúfu í
fisksölumálum. Svo væri' enn.
Norðmenn og íslendingar gætu
haft ávinning af því að starfa
heiðarlega saman í fisksölu-
málum. En Norðmenn færu þar
út fyrir eðlilegar samkeppnis-
' Minnti hann á styrki Norð-
manna til að komast inn á islenzk-
an saltfiskmarkað í Portúgal, en
til þessara styrkja væri varið
hundruðum milljóna króna. Þá
hefðu Norðmenn gefið Portúgöl-
um hafrannsóknaskip. Einnig
beittu Norðmenn fyrirgreiðslu-
boðum í Nigeriu. „Við höfum ekki
mætt heiðarlegri samkeppni af
afurðum, sem getur haft skaðleg
áhrif á samkeppnisaðstöðu okkar
á erlendum mörkuðum. Um þetta
hefðu farið fram ítarlegar
umræður, en styrkjastefna Norð-
manna byggðist m.a. á byggða-
vandamálum hjá þeim. Nauðsyn
vaxandi samstarfs á þessum vett-
vangi væri vissulega fyrir hendi
og að þvi yrði áfram unnið.
Herskipahættur
Jónas Arnason (Abl) vék að þvi
að flotaæfingar Atlantshafs-
bandalagsins og Varsjárbanda-
lagsins á Norðaustur-Atlantshafi
kynnu að vera hættulegar fisk-
stofnum okkar, ef kjarnorkuskip
Framleidslusamvinnufélög:
Umframréttur almenn-
ingsvagna í umf erð
Sagt frá nýjum þingmálum
UMFRAMRÉTTUR
ALMENNINGSVAGNA
Albert Guðmundsson (S)
flytur frumvarp til breytingar á
umferðarlögum, þ.e. að við 40.
gr. laganna bætist 5. málsgrein-
in svohljóðandi:
„Þegar ökumaður auðkennds
almenningsvagns i þéttbýli gef-
ur merki um akstur frá auð-
kenndri biðstöð, skal stjórnend-
um annarra ökutækja skylt að
draga úr hraða eða nema stað-
ar, til þess að hinn auðkenndi
almenningsvagn eigi greiða leið
út í umferðina. Ákvæði þetta
leysir þó eigi ökumann almenn-
ingsvagns undan öðrum ákvæð-
um þessara laga né þvi að sýna
itrustu varúð við akstur frá bið-
stöð.“
í greinargerð kemur fram, að
frumvarpið er flutt samkvæmt
ósk borgarstjórnar og með með-
mælum umferðarnefndar.
Ákvæði svipuð þessu hafa þeg-
ar verið lögfest í Svíþjóð, Dan-
mörku og Noregi.
HLlFÐARHJÁLMUR
VIÐ BIFHJÓLAAKSTUR
Fjórir þingmenn (Stefán
Jónsson, Oddur Ölafsson, Jón
Á. Héðinsson og Yngvi
Tryggvason) flytja frumvarp
til laga um breytingu á um-
ferðarlögum, svohljóðandi:
„Aftan við 59. gr. laganna komi
ný málsgrein: Skylt er öku-
manni og farþega bifhjóls að
nota hlifðarhjálm við akstur."
FRAMLEIÐSLU-
SAMVINNUFÉLÖG
Sigurður Magnússon (Abl)
og Gunnlaugur Finnsson (F)
flytja frumvarp til laga um
breytingu á samvinnulögum
(um framleiðslusamvinnu-
félög). Frumvarpið gerir ráð
fyrir því að fólki i ákveðinni
starfsgrein sé heimilt að stofna
framleiðslusamvinnufélög, sem
hafi að markmiði að annast at-
vinnustarfsemi innan starfs-
greinarinnar, og má þá setja
það skilyrði, að félagið sé að-
eins opið fólki úr viðkomandi
starfsgrein. — Framleiðslusam-
vinnufélög greiða laun til
starfsmanna eftir vinnufram-
lagi hvers og eins, þó aldrei
lakari en greinir í samningum
verkalýðsfélags i viðkomandi
starfsgrein.
ATHUGUN A
URBÓTUM í
FLUGSAMGÖNGUM
VIÐ VESTFIRÐI
Karvel Pálmason (SFV) hef-
ur flutt eftirfarandi tillögu til
þingsályktunar:
„Alþingi ályktar að' skora á
samgönguráðherra að láta at-
huga nú þegar með hvaða hætti
bezt verði tryggðar sem örugg-
astar flugsamgöngur við Vest-
firði. Athugun þessi skal fyrst
og fremst beinast að eftirfar-
andi:
1. Lýsingu og öryggistækjum
vegna aðflugs og lendingar á
ísafjarðarflugvelli.
2. Endurbótum og lengingu á
flugbrautinni við Holt í
önundarfirði og flugbrautinni í
Bolungarvik með það i huga að
þær gegni þvi hlutverki að vera
varavellir fyrir isafjarðarflug.
3. Lýsingu vegna aðfiugs og
lendingar á Patreksfjarðarflug-
velli.
Athugunum þessum skal
hraðað svo sem frekast er kost-
ur með það fyrir augum að
niðurstöður geti legið fyrir hið
allra fyrsta og i siðasta lagi
haustið 1977.“
LOÐNUBRÆÐSLUR
I SIGLUFIRÐI
— FYRIRSPURN
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
og Pálmi Jónsson (S) hafa bor-
ið fram eftirfarandi spurningar
til sjávarútvegsráðherra:
,,1) Hvað miðar framkvæmd-
um við endurnýjun Síldarverk-
smiðja rikisins i Siglufirði og
hve víðtækar verða þær? Er
hugmyndin að taka SRN eða
SR-30 í notkun?
2) Eru uppi áform um endur-
nýjun verksmiðju Sildarverk-
smiðja rikisins á Skagaströnd?"
hálfu Norðmanna," sagði þing-
maðurinn, „það sagði ég hér á
Alþíngi fyrir þremur árum og ég
staðhæfi það enn.“ Ég vænti þess
að Alþingi verði gefin heildar-
skýrsla um niðurstöður viðræðna
um þessi mál, m.a. við Norðmenn.
Ráðstefnan
í Reykjavík.
Stefán Jónsson (Abl) gagn-
rýndi, hvern veg hefði verið boð-
að til hinnar norrænu fiskimála-
ráðstefnu. Nauðsynlegt væri að
niðurstöður yrðu betur kynntar.
Hann sagði svör ráðherra sýna að
litt hefði verið unnið að fram-
kvæmd umspurðrar þingsálykt-
unar.
Viðræður
við Norðmenn
Matthfas Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra, sagði að oft hefði
verið komið á framfæri við Norð-
menn kvörtunum yfir styrkveit-
ingum þeirra til útflutnings-
greina í sjávarútvegi. Norðmenn
hefðu gefið fulltrúum okkar kost
á að kynna sér ítarlega uppbótar-
kerfi sitt og engu þar leynt. Til-
gangur þess væri að tryggja sjó-
mönnum þar i landi sambærileg
laun og öðrum starfsstéttum. Þeir
túlka styrkina sem lið í lausn
byggðavandamála (í Norður-
Noregi) en ekki sem „óheiðarlega
samkeppni" við önnur lönd i fisk-
sölumálum.
Ráðherra sagði lítt aðfinnslu-
vert þótt Norðmenn gæfu fisk-
rannsóknaskip til Portúgals. Hitt
væri alvarlegra, ef þeir undir-
byðu samningamenn okkar á
portúgölskum mörkuðum. Um
það væri ekkert hægt að fullyrða
á þessu stigi málsins. En fyrr en
það kæmi i’ ljós, getum við ekki
ásakað norsk stjórnvöld.
Hitt er annað mál, sagði ráð-
herra, að viðskipti okkar við
Portúgal eru þeim óhagstæð,
vegna þess, hve lítið við kaupum
af þeim. Hér er um fátæka þjóð að
ræða og við þyrftum að beina
kaupum okkar til hennar í ríkara
mæli en nú væri gert.
Varðandi norrænu fiskimála-
ráðstefnuna i Reykjavík sagði
ráðherra, að hún hefði verið
öllum opin, og auglýst sem slik,
en hlutfallslega færri íslenzkir
þingmenn hefðu sótt hana en
erlendir, þó hinir siðarnefndu
hefðu þurft um lengri veg að fara.
Ráðherrann ítrekaði að áhugi
væri fyrir hendi hjá íslenzku
rikisstjórninni á að stuðla að frek-
ara samstarfi við aðrar þjóðir i
þessu efni, í fullu samráði við
hagsmunaaðila í vinnslu og sölu
islenzkra sjávarafurða.
Fyrri
tillögur um
samstarf.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
rakti hugmundir um samstarf við
Norðurlandaþjóðir, ekki sizt Fær-
eyinga, sem fram hefðu komið á
Alþingi. Það væri rangt hjá
Stefáni Jónssyni að Gunnar G.
Schram hefði tekið nokkra hug-
mynd „frá“ Alþýðubandalags-
mönnum í Morgunblaðsgrein
sinni. Slikar hugmyndir væru af
miklu eldri toga spunnar. Hann
minnti m.a. á tillögu sem hann,
Eysteinn Jónsson. Hannibal
Valdimarsson, Benedikt Gröndal
og Magnús Kjartansson hefðu
flutt fyrir 7 árum um þetta efni.
Hann minnti og á hugm.vnd sína
um hugsanlega „sameiginlega
Iandhelgi“ með Færeyingum og
Grænlendingum. Ef til verður svo
um það er lýkur, þó ekki sé tíma-
bært eins og er.
Astæðan til þess að samvinna
við Norðmenn hafi verið siðbúin
væri sú, að þeir hefðu verið ótrú-
lega seinir og afturhaldssamir í
útfærslu sinni. Þá mótmælti
Eyjólfur framkomnum dylgjum
Stefáns Jónssonar í garð fiski-
málsstjóra, að honum fjar-
stöddum, sem væri hinn hæfast
embættismaður og heiðursmaður
i hvivetna.