Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUOARDACíUR 26. FEBRUAR 1977
____
HA WAII-ROS
(Hibiscus rosa siensis L.)
Um langt árabil hefur
Hawaiirós verið mikil uppá-
halds stofuplanta hér á landi
Máske er það ofur eðlilegt
þegar þess er gætt að jafn-
framt því að vera hið glæsi-
legasta blóm þá er hún auð-
veld i ræktun og meðferð allri
sé rétt á málum haldið Hún
er blómsæl að eðlisfari, að
visu standa blómin ekki
lengi, aðeins 1—2 daga en
plöntur í góðri rækt geta
borið blóm svo að segja dag-
lega sumarlangt.
Eins og fyrirsögn ber með
sér er það ekkert smáræðis
fræðínafn sem jurtin ber og
rétt að líta aðeins nánar á
það
Hibiscus er komið úr
grisku og er gamalt ættar-
lita skó og á Indlandi kvað
safinn einnig vera notaður i
hár- og matarlit.
Villitegundir Hawaii-
rósarinnar ber rauð blóm en
með vixlfrjóvgunum hafa
komið fram öll möguleg lit-
brigði, allt frá dökkrauðu upp
i hvitt og gult, — bæði fyllt
og einföld.
Meðferðin á Hawaii-rós
sem stofublómi á ekki að
þurfa að valda tiltakanlegum
erfiðleikum eins og fyrr var á
minnst. Að vetrinum er
ákjósanlegast að hún sé i
12— 1 5° hita og fái þá mjög
takmarkaða vökvun. í janúar-
lok eða febrúar þarf að klippa
hana rækilega og skipta þá
um mold ef mögulegt er.
Moldin þarf að vera
heiti jurtarinnar — rosa
sinensis myndi útleggjast
Kína-rós og bendir til þess að
þangað eigi hún ættir að
rekja þó hún sé kennd við
Hawaii. En þar og á fleiri
Suðurhafseyjum vaxa aðrar
hibiscus tegundir, nota stúlk-
ur þar um slóðir blómin til
þess að skreyta sig með og
ku gera það á táknrænan
máta: Hibiscusblóm á bak
við vinstra eyra merkir: MIG
VANTAR ELSKHUGA — á
bak við hægra eyra: ÉG Á
MÉR ELSKHUGA, en á bak
við bæði eyru: Á EINN
ELSKHUGA EN ER TIL í AÐ
FÁ MÉR ANNAN, — en ekki
er þetta dýrar selt en keypt
var. Til þess nú að Ijúka
riafnskýringunni þá táknar L-
ið sem rekur lestina, að Línné
hinn sænski grasafræðingur
allra tíma hafi gefið
plöntunni nafn.
Ekki eru þó öll kurl komin
til grafar hvað nafnið snertir.
í allmörgum löndum bæði í
Austur-Asiu og Suður-
ameriku er Hawaii-rósin
nefnd SKÓBLÓM og á það
nafn rætur að rekja til þess
að í þeim löndum er safi úr
blóminu notaður til þess að
næringarrik t.d % hl. gras-
rótarmold og '/3 hl. gamall
húsdýraáburður. Til þess :ð
komast hjá að nota mjög
stóra potta á að vera óhætt
að skerða ræturnar talsvert,
en gætni skal þá við höfð
yfir vaxtartimann skal gefa
áburðarupplausn vikulega og
vökva riflega. í híbýlum þar
sem loft er mjög þurrt er til
bóta að setja plöntuna i
steypibað annað slagið eða
úða á hana vatni.
Verði vöxtur hennar mjög
ör án þess að hún blómstri
bendir það til þess að jafn-
væginu milli birtu og næring-
ar sé áfátt (sbr grein nr
88.) Er þá reynandi að setja
plöntuna á bjartasta og sól-
rikasta stað sem kostur er á
og draga úr áburðargjöf.
Venjulega er Hawaii-
rósinni haldið í „glugga-
stærð" en ef rými er nóg
getur verið skemmtilegt að
láta hana standa á gólfi og
klippa þannig að hún geti
myndað svolítið tré með
þétta laufkrónu. Að lokum
má geta þess að í hitabeltis-
löndunum er Hawaii-rós oft
notuð sem limgerðisplanta!
Umsjm.
Mitsubishi Colt
Lancer 1400GL
Þetta er mælaborðið f Lancer 1400 GL
Stjórntækjum er flestum vel
fyrir komið. Ljósatakkinn er þó
óþarflega langt I burtu.
Mælarnir eru kringlóttir og
felldir djúpt inn i mælaborðið,
greinilega að nokkurra ára
gamalli bandariskri fyrirmynd.
Framsætin eru góð en aftur í er
þröngt eins og við er að búast í
litlum bíl.
Árgerð 1977 er nokkuð breytt
frá ’76 árgerðinni. Meðfylgj-
andi myndir sýna m.a. mæla-
borðið í Lancer 1400 GL og er
það fremur sportlegt. Miðstöðin
er þriggja hraða og heyrist litið
i henni. Nokkrar útlitsbreyting-
ar hafa verið gerðar á bílnum.
Lancerinn er 399, 5 sm
langur, 153, 5 sm breiður og 136
sm hár. Hæð undir lægsta
punkt er 16,5 sm.
Hámarkshraðinn er nærri
160 km/klst. Bensineyðslan er
áætluð um 8—12 lítrar/100 km.
MITSUBISHI er þungaiðnaðar
framleiðslufyrirtæki f Japan,
sem m.a. framleiðir fólksbfla.
Sá bfll, sem mest hefur verið
flutt af hingað til lands frá
Mitsubishi, nefnist Colt
Lancer.
Hann er fáanlegur með 1200
eða 1400 rúmsm vél. Lancer-
bflarnir hafa náð umtalsverð-
um árangri í alþjóða rally-
keppnum og eru sigrar þeirra f
Austur-Afrfsku Safari keppn-
inni frægastir.
Mitsubishi Lancer er fremur
lítill bfll en með 1400 vélinni er
hann kraftgóður. Bíllinn er
mjög auðveldur í akstri. Öll
pedalaástig eru létt. Stýrishæð-
in er stillanleg (og um leið
stýrishallinn). Vinnslan er
ágæt. Vélin, sem drffur aftur-
hjólin, er 1439 rúmsm., 85 hest-
öfl (SAE brúttó) við 6000
snún./mín. og þjöppunarhlut-
fallið er 9:1. Vélin verður fljótt
allhávær án þess að mjög hratt
sé keyrt í gírunum. Billinn veg-
ur óhlaðinn um 860 kg.
Demparar eru allstffir og bíll-
inn þvf nokkuð hastur. Brems-
urnar eru með vökvaaðstoð og
eru góðar.
Mjög gott pláss er f vélarrúminu.
Btiar
umsjón BRYNJÓLF-
UR HELGASON
Verðið á Lancer 2ja dyra 1200
er um 1.515 þúsund krónur en
4ra dyra GL 1400 gerðin kostar
um kr. 1.800 þúsund. Þar á
milli er sfðan 1400 EL á 1.615
þúsund krónur.
Umboðið hefur Egill
Vilhjálmsson hf, Laugavegi
118.
Þessi mynd er frá heims-
meistarakeppni framleið-
enda í rallyakstri. Ónnur
umferðin var í Svíþjóð
(Swedish rally) 11.— 1 3.
febrúar s.l. Mikill snjór
og hálka voru á sérleið-
um (special stages) og
mörgum urðu á einhver
mistök eins og þessum
Saab-ökumanni, er
plægir hér upp snjóskafl.
Sigurvegari í keppn-
inni varð Svíinn Stig
Blomquist og var þetta
fjórði sigur hans í þessari
keppni á sex árum. Hann
ók Saab 99 EMS bíl.
Skandinavar fylltu efstu
sætin í keppninni.