Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ. LAUGARDACiUR 26. FEBRL AR 1977 Pálmi Jónsson alþm.: Ráðast þarf að rótum vandans I FRÁSÖGN af ræðu Pálma Jónssonar í umræð- um á Alþingi um vanda- mál landbúnaðar fyrir skömmu slæddust inn vill- ur, sem endurteknar voru í leiðara. Ræðan birtist því hér í heild: Pálmi Jónsson: Herra forseti. Ég sé ástæðu til að koma í þennan ræðustól og lýsa stuðningi við þá tillögu sem hér er til umræðu. Hv. flm. tillögunnar hefur lýst því, að bændastéttin á við mikinn fjár- hagslegan vanda að etja um þess- ar mundir, og að sá vandi er ærið misjafn frá einum bónda til annars. Ég hef heyrt því slegið fram, að svo sé ástatt með fjárhag bænda um þessar mundir, að H þeirra búi við góð kjör og góðan efnahag, ‘A hafi sæmilega afkomu eða komist af og ‘A búi við mjög þrönga afkomu og raunar afleit kjör. Hvort þetta er rétt skal ég ekki segja, en ég hygg þó að þar sem ég þekki gerst til sé þetta ekki fjarri sanni. Ég skal ekki eyða tíma í að útmála þessa stöðu meir. Það hefur komið fram á almennum bændafundum víða um land nú að undanförnu að þetta er alvar- legt mál sem við er að fást, — mál sem þarf að bregðast við með eðli- legum hætti þannig að bót verði á ráðin. Nú er það svo, að þótt horfið sé að því að veita bændum svokölluð lausaskuldalán, eins og tillaga þessi stefnir að, þá heggur það auðvitað ekki að rótum þess vanda sem við er að etja. Þetta getur þó verið nauðsynlegt og hefur verið gert a.m.k. tvivegis áður, í fyrsta lagi rétt eftir 1960 og í annan stað árið 1968, á miðju þvi kuldaskeiði sem hafði alkunn vandamál i för með sér í sveitum landsins, kal og grasbrest. Slíkar aðstæður, eins og sérstaklega erfitt árferði ásamt grasbresti, eru í sjálfu sér nokkuð skýranleg- ar orsakir þess að bændastéttin þarf á slíkri sérstakri aðstoð að halda, aðstoð sem væhta má að ekki þurfi að koma til þegar ár- ferði er sæmilegt. Það er að öðru leyti ekki nægilega góður vitnis- burður um hvernig búið er að bændastéttinni, ef svo á til að ganga að það þurfi á nokkurra ára fresti að hverfa að því að breyta lausaskuldum bænda í föst lán með þeim hætti sem hér er um rætt. Ég ska'l svo ekki fara lengra út í það. Hitt er meginatriði, að ráðast til atlögu við þann vanda sem orsakar þessa stöðu. Hv. flm. þessarar tillögu kom inn á sum af þeim atriðum, sem ég tel að þarna skipti verulegu máli. Ef ég á að telja þau atriði upp sem orsaka þessi vandamál, er það í fyrsta lagi hversu seint bændur fá greitt fyrir afurðir sínar. Það verður ekki leyst með öðru en því að auka afurða- og rekstrarlán til bænda, þannig að þeir geti fengið eðlilegan hluta af andyirði vöru sinnar greitt þegar við afhendingu, og að því tel ég að eigi að stefna að þeir geti fengið 90%, eins og farið hefur verið frani á af bændafundum á undam förnum mánuðum. Þegar svo hag- ar til eins og í okkar þjóðfélagi, með þeirri verðbólgu sem ríkir á öllum sviðum, þá er augljóst hver nii>inGi Pálmi Jónsson tekjuskerðing sprettur af því að fá ekki andvirði framleiðslunnar greitt fyrr en sumpart kannske allt að ári eftir að varan er af- greidd, —eða mundi nokkurstétt f landinu þola það að fá ekki nema sem svarar H af sínum vinnulaunum greidd fyrr en löngu eftir á? Ég hygg ekki. Það segir til sín hve sá hluti, sem eftir stendur rýrnar stórkostlega í Ríkisbankar og sparisjóðir Ólafur Þ. Þórðarson (F) vakti athygli á því að þeir staðir á landsbyggðinni, sem byggju að sparisjóði eða útibúi frá hluta- fjárbönkum yxu örar og betur en hinir, sem þjónað væri af úti- búum frá ríkisbönkunum. Hann sagði viðskiptabankana skylduga til að lána 28% ofan á afurðalán á mun lægri vöxtum en þekktist eftir öðrum leiðum. Þetta væri ma. örsök þess, að sparisjóðir og hlutafjárbankar hefðu rýmri vaxtarmöguleika en ríkisbankar. Ólafur sagði menn sammála um, að þann veg yrði að haga Iánum til atvinnuveganna, að vextir yrðu ekki hærri en nú væri, en jafnframt yrði að hyggja að þvl hvern veg tryggja mætti öllum bönkum hliðstæða sam- keppnisaðstöðu í þjóðfélaginu. Ólafur sagði það hafa verið algengt áður fyrr að sparisjóðir gengju inn í aðalbankana. Nú fýsti fáa í þá þróun. Hann nefndi nokkra staði sem notið hefðu góðs af því, að þar væru sparisjóðir en ekki bankaútibú. Fyrst nefndi hann Borgarnes og fyrirgreiðslu Sparisjóðs Mýramanna varðandi íbúðarbyggingar. Ennfremur nefndi hann Neskaupstað, þó þar væri nú komið bankaútibú. Spari- verðbólgunni. Þetta tel ég að sé eitt höfuðatriðið. I annan stað vil ég nefna að undir sömu sök er auðvitað seld greiðsla útflutningsbóta úr ríkis- sjóði. Ef svo fer að útflutnings- bætur fást ekki greiddar að veru- legum hluta fyrr en rétt fyrir árslok, eins og var á síðasta ári, þá rýrna þær fjárhæðir einnig að sama skapi og hin réttmætu laun stéttarinnar sem ættu að fást að mestu leyti við afhendingu vör- unnar. Ég get tekið það fram, að greiðsla útflutningsbóta á árinu 1976 var vissulega sérstökum til- vikum háð vegna þess að fjárlög gerðu ráð fyrir miklu lægri upp- hæð til þeirra en allir vissu að mundi þurfa. Því hafði þó verið lýst yfir af hálfu stjórnvalda, að þó að sú tala, sem fjárlögin fólu í sér, 890 millj. dyggði ekki, þá mundi það eigi að siður verða greitt. Og það var gert, en að vísu ekki fyrr en svo seint á árinu sem raun ber vitni eða verulegur hiuti af því rétt fyrir jól. Nú lítur þetta dæmi allt betur út á þessu ári og er ekki ástæða til að ætla annað en að greiðsla þessa fjár til bænda verði með eðlilegum hætti. En ef svo ætti að fara áfram, þá væri nauðsynlegt að setja um það regl- ur að útflutningsbætur skyldu sjóðurinn hefði verið mjög mikil- vægur hlekkur í uppbyggingu bæjarfélagsins. Ennfremur nefndi hann Bolungarvík og Patreksfjarðarsvæðið. Hins vegar hefði höfuðstaður Vestfjarða, ísa- fjörður, goldið þess sérstaklega, að þar væru aðeins ríkisbankar. Þar væri nú áhugi fyrir spari- sjóðsmyndun eða útibúi frá hiuta- fjárbanka, sem ekki hefði afurða- lánaskipti. Hann sem stjórnmála- maður hlyti að taka mið af því, hvers konar lánastarfsemi kæmi að mestu gagni í þvf kjördæmi, sem honum bæri að vinna fyrir. Ólafur Þ. Þórðarson. greiddar með nokkru samræmi eftir því sem líður á árið. í þriðja lagi vil ég minnast á það, sem hv. flm. gerði nokkuð að umtalsefni f ræðu sinni, en það er fjármagnsliður verðgrundvallar- ins sem raunar um mjög mörg ár hefur verið stórlega vantalinn. Þetta kom ekki að eins mikilli sök meðan fjármagn var ódýrara, vextir voru lægri, verðtrygging á lánsfé óþekkt eða nær óþekkt og búreksturinn krafðist ekki eins mikils rekstrarfjár og orðið er i dag. En þegar allt í senn hefur gerst, að búreksturinn krefst æ meira fjármagns, vextir eru svo háir sem raun her vitni, verð- trygging er komin á stofnlán og fjármagnið svo stórkostlega van- talið i verðgrundvellinum, þá er augljóst að þarna er einn stærsti þátturinn í þvi að bændur geta ekki náð sambærilegum kjörum við þær stéttir, sem þeim er ætlað. Og það er rétt, sem hér hefur komið fram, að þar hefur skort nú á undanförnum árum um 25%. Þetta þarf leiðréttinga við. Enn vil ég nefna að það er auð- vitað nauðsynlegt fyrir bændur sjálfa að huga að þvf að haga sinum búrekstri á þann veg að sem mestrar hagkvæmni sé gætt. Er sjálfsagt, um leið og bændur gera kröfur bæði til ríkisvaldsins og til þjóðfélagsins í heild um greiðslu á andvirði varanna, þá geri bændur einnig kröfu til sjálfra sin og freisti þess eftir öllum leiðum að haga svo bú- rekstri sfnum að sem mestrar hag- kvæmni sé gætt. Að því er enda ævinlega stefnt og til þess notið Ieiðbeininga hinna færustu búvís- indamanna sem völ er á . Einnig þarf að gæta hagkvæmni í rekstri og uppbyggingu vinnsiustöðva og huga vendilega að þvi, hvort þar hafi ekki verið gerðar skyssur eða Ólafur sagði ríkisbankana stefna að þvi að hvert útibú lánaði aðeins út það fjármagn, sem kæmi inn á viðkomandi starfssvæði. _ (Jtibúið yrði jafn- framt að standa undir fjármagns- bindingu (bundið fé í Seðla- banka) vegna útflutningsatvinnu- veganna, er öfluðu gjaldeyris, ekki aðeins fyrir viðkomandi svæði, heldur landið allt. Það yki á engan veg fjármagn í umferð, þó að afurðalán kæmu öll úr Seðlaankanum. Við leggjum til að afurðalán verði hækkuð úr 70 í 85%. Það auki að vfsu ekki fjármagn i um- ferð f sjávarútvegi, þvf að afurða- lán f þeirri atvinnugrein- eru í raun.svo há. Hins vegar myndi þetta auka fjármagn f formi afurðalána til iandbúnaðar. Ólafur sagði afurðalán f sauðfjárbúskap 70%. í venjulegu sauðfjárbúi færi helmingur tekna f rekstur, helmingur f tekjur bónda, gróft reiknað. Rekstrar- gjöldin verður bóndinn að borga. í reynd sé þetta þann veg að bóndinn fái 40% af sínum tekjum. Það getur engin stétt til langframa búið við þáð að fá aðeins 40% af kaupi sínu greitt út og afganginn seint og sfðar meir. Verðbólgan heimill á lánsfjármyndun. Jón Skaftason (F) sagði um- rædda tillögu fela í sér, að Seðla- bankinn hækkaði afurðalán sfn úr 55 í 85% og að þeirri kvöð yrði jafnframt létt af viðskiptabönkum, að lána 28% ofan á afurðalánin. Ennfremur að sama regla gildi um rekstrarlán og afurðalán, að Seðlabankinn endurkaupi þau. Hér er hreyft athyglisverðu máli, sagði Jón, hvort þar sé stefnt i rétta átt með því að haga uppbyggingu þeirra með þeim hætti sem gert hefur verið á undanförnum árum. Þetta þarf að athuga m.a. með tilliti til þess, sem komið hefur fram hjá formanni Stéttarsambands bænda og i grein sem háttvirtur þingmaður Steinþór Gestsson hef- ur ritað nú nýverið f eitt af dagblöðunum, þar sem dregið er i efa að rétt sé stefnt f uppbygg- ingu sláturhúsa, að byggja ein- ungis stór og fá sláturhús með þvi kerfi sem þau hafa inni að halda. Enn tel ég mjög þýðingarmikið að hugað sé að þvf af þeirra hálfu, sem fara með sölumál á vörum landbúnaðarins, ekki sízt að því er snertir sölu á landbúnaðarvör- um til útlanda, að þar sé gætt, eftir því sem nokkur kostur er, að ná eins hagstæðu verði og hag- kvæmum mörkuðum og fyrirfinn- ast. Ég hef ekkert í höndum sem tortryggir það að hér hafi verið vel að verki staðið. En það þarf að koma fram betur en gerst hefur á undanförnum misserum að svo sé gert, og ég tel að það sé full ástæða til að segja þetta, því ef það er ekki gaumgæfilega skýrt fyrir alþjóð hvernig að slikum málum er staðið, þá gefur það tilefni til tortryggni, sem vonandi er ástæðulaus, en eigi að síður kann að fá byr undir báða vængi. Það eru sem sé ýmsir þættir, sem stuðlað hafa að því að bænda- stéttin hefur f fyrsta lagi ekki náð þeim tekjum út úr búrekstrinum sem að hefur verið stefnt með framleiðsluráðslögum. Fleira kemur þar auðvitað til en hér hefur verið upp talið og skal þó látið staðar numið. Ég vil aðeins víkja að þvi i sambandi við stofnlán til land- búnaðar, sem hér hefur borið á Framhald á bls. 29 sem þó þarf að fhuga vandlega. En þetta mál f heild vekur til umhugsunar um sparifjár- og lánsfjármyndun I þjóðfélaginu sem betur þurfi að hlúa að. Höfuðorsökin fyrir miklum og vaxandi lánsfjárskorti f landinu væri tvímælalaust langvarandi og mikil verðbólga. Haldbærust leið til að auka lánsfjárframboð væri að draga úr dýrtfðinni. Á sl. ári 1976, var ráðstöfunarfé innlánsstofnana f landinu aðeins 28% miðað við þjóðarframleiðslu. Fimm árum áður var þetta ráðstöfunarfé 40% af þjóðarfram- leiðslu minnkað um 30% ef með því er reiknað að þarfir atvinnu- rekstrar fyrir lánsfé hafi vaxið í sama hlutfalli og þjóðarfram- leiðslan. Stofn- og rekstrarfjár- þörf atvinnuveganna hefur farið og fer stórhækkandi af verðbólgu- ástæðum. Þetta, ásamt 30% minnkun lánsfjár, hefur fyrir löngu skapað þann hnút í þjóðlíf- Framhald á bls. 29 Jón Skaftason. Verðbólgan orsök lánsfjárskortsins: Allt „fryst fé” endur- lánað til atvinnuyega Fær almenningur að eiga sparifé í erlendum gjaldeyri í bankakerfinu? Athyglisverðar umræður fóru fram í sameinuðu þingi, sl. fimmtudag, um lánsfjármál, sparifjármyndun, verðbólguáhrif, lággengi fslenzka gjaldmiðilsins, hvort leyfa eigi landsmönnum að eiga sparifé í erlendum gjaldeyri í fslenzkum bönkum, „fryst fé“ í Seðlabanka sem rennur í formi afurðalána til atvinnuveganna og neikvæða vexti sparifjáreigenda. Þessar fróðlegu umræður verða lauslega raktar hér á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.