Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 2
2
MOKGUNBLAÐIÐ. LAL'GAKDAGL’K 26. KKBKLAR 1977
Ný búgrein?
Söjfnun á
merarhlandi
til lyfja-
framleiðslu
MEÐAL þeirra nýjunga í búvöru-
framleiðslunni, sem nefndar voru
f starfshópnum, var söfnun á
merarhlandi, en það mætti selja
til lyfjaframleiðslu. Við skulum
gera okkur grein fyrir þvf, að
þetta er ekki algjör fjarstæða, af
þvf þegar hópur fslenzkra bænda
var á ferð í Kanada sumarið 1975,
komu þeir á bæ, þar sem bóndinn
var með nokkrar hryssur á húsi
til að safna merarhlandi, sem
hann seldi til lyfjaframleiðslu.
Afraksturinn eftir hverja hryssu
á ári svaraði til um 90.000
fslenzkra króna.
Þetta kom fram í greinargerð
starfshóps, sem ræddi um nýjar
búgreinar og nýjungar í búvöru-
framleiðslu á ráðstefnu Rann-
sóknarráðs ríkisins um þróun
landbúnaðar i gær. Það var Agnar
Guðnason, blaðafulltrúi, sem
hafði orð fyrir starfshópnum.
Fram kom, að starfshópurinn
taldi möguleika á að auka gras-
kögglaframleiðslu í landinu og
nota til þess innlenda orku i formi
rafmagns og jarðhita. Þá kom
fram, að kanna þyrfti möguleika á
að nýtagraskögglaverksmiðjurnar
yfir vetrarmánuðina, s.s. til
kögglunar á heyi frá bændum, og
mætti blanda i heyið ýmsum
fóðurefnum, t.d. kjötmjöli og tólg
til að auka fóðurgildið. Drepíð var
auk þess á ónotaða möguleika í
skógrækt og fiskirækt.
Séu nefndar nokkrar þær
nýjungar, sem Agnar sagði að
komið hefðu fram i starfshópn-
um, má nefna kanínurækt vegna
skinnaframleiðslu. Fram kom sú
hugmynd að setja á stofn stórt bú
meö geitum og framleiða dýra
osta úr geitamjólk, og það sama
mætti gera með sauðkindum. Þá
var bent á, að unnt væri að rækta
sérstakt pelsfé, enda færi verð á
skinnum hækkandi. Nefnt var að
nota mætti hrossatað til sveppa-
ræktar og ræktunar á ána-
möðkum. Auka mætti kornrækt
og var í þvi sambandi nefnt að
heppilegt væri að hafa stóra korn-
akra í A.-Skaftafellssýslu.
Bryggjan
hífð upp á
bryggjuna
FLOTBRYGGJAN, sem bílum
er ekið eftir um borð f Akra-
borgina f Reykjavfkurhöfn,
bilaði f vikunni og þurfi þvf að
gera við hana. Átti fyrst að
reyna að styrkja lamirnar þar
sem hún lá f sjónum, en það
tókst ekki og varð þvf að hffa
hana upp á Grófarbryggju. Var
reiknað með að viðgerð á
bryggjunni lyki f gær og yrði
þvf hægt að aka bflum um borð
f skipið um helgina. Á meðan
unnið var að viðgerð á flot-
bryggjunni hér f Reykjavík
notuðu Ákurnesingar tæki-
færið og dyttuðu að bryggjunni
hjá sér. (Ljósm. Mbl.
Kristján.)
Nemendaráð Hagaskóla;
Óskar ógildingar á
ensku- og stærðfræði-
prófi vegna mismunar
Morgunblaðinu barst f gær
fréttatilkynning frá nemendaráði
Hagaskóla:
„Við nemendur í Hagaskóla
berum hér fram formlega
kvörtun vegna framkvæmda á
prófum i ensku og stærðfræði.
Er fyrst að nefna að í hlust-
unarprófi i ensku sem tekið
var i Hólabrekkuskóla var
prófþátturinn tekinn og spilað-
ur öðru sinni hægar fyrir nem-
endur. Einnig var veitt 15 min.
framlenging á prófi i stærð-
fræði í Valhúsaskóla. Viljum
við nemendur Hagaskóla fara
fram á að annaðhvort verði
munnlegur þáttur enskuprófs
gerður ógildur eða prófið tekið
upp öðru sinni, því að við telj-
um þetta rýra mjög möguleika
okkar í einkunnargjöf. Þessi
vitneskja um segulböndin er
vottfest af nemendum Hóla-
brekkuskóla.
Einnig kæmi til álita að
ógilda stærðfræðiprófið af
áðurnefndum orsökum."
Morgunblaðið hafði samband
við Ólaf Proppé hjá prófanefnd
og spurði hann um málið. Ólafur
sagði, að á þessu stigi málsins
væri erfitt að segja nokkuð um
málið, þvf prófanefnd hefði ekki
haft samband við trúnaðarmenn
skólanna í tilefni af þessum um-
mælum um mismunun í prófum.
Sumir munu einnig hafa notað
spólur, sagði Ólafur, en hins veg-
ar er það ljóst að ekki er unnt að
taka prófin upp aftur. Hins vegar
munum við reyna að taka tillit til
þessara ástæðna í einkunnagjöf
ef þær reynast réttar. Það er ekki
ljóst hvernig málið verður leyst,
en i framkvæmd prófanna höfum
við rekið okkur á ýmis vandamál,
sem þarf að bæta úr og leysa.
Landleiðir endur-
nýjuðu sérleyfið
FORRÁÐAMENN Landleiða
hafa endurnýjað sérleyfi sitt til
að halda uppi áætlunarferðum til
Hafnarfjaðrar en frestur til end-
urnýjunar rann út f gær. Land-
leiðir sóttu um endurnýjun leyf-
isins á sfðasta degi og voru fram
að þvf uppi vangaveltur hvort
Landleiðir hyggðust hætta rekstri
þessarar leiðar.
Að sögn Ágústar Hafberg, fram-
Björn Jónsson, forseti ASÍ:
99
Erum tilbúnir til vid-
ræðna við vinnu veit-
endur í næstu viku”
„ÉG TEL að samninganefnd okkar verði fullskipuð upp úr
helginni og þá er okkur ekkert að vanbúnaði, að hefja viðræður
við atvinnurekendur og ríkisstjórn um málin eins og þau liggja
nú fyrir,“ sagði Björn Jónsson forseti ASl í samtali við Morgun-
blaðið að lokinni kjaramálaráðstefnu sambandsins, sem lauk f
fyrrinótt. Björn sagði hins vegar: „Öll kurl eru enn ekki komin
til grafar, þvf að sérkröfur einstakra sambanda og félaga eru enn
ekki komnar fram.“
Kjaramálaráðstefnan kaus 21
mann í aðalsamninganefnd, en
fullskipuð verður nefndin með
36 mönnum. Landssamböndin
eiga eftir að tilnefna einn mann
hvert og svæðasamböndin einn.
Er Björn var spurður að þvi,
hvort hér væri ekki um of fjöl-
menna nefnd að ræða og hvort
ekki væri líklegt að þessi nefnd
þyrfti að kjósa minni nefnd eða
eins konar kjarna. Björn kvað
samninganefndina myndu
ákveða þetta eftir að hún hefur
verið fullskipuð og vildi hann
engu spá um framkvæmd að
þessu tilliti. Aldrei áður hefur
samninganefnd ASí verið svo
fjölmenn sem nú. Áður hafa
flestir verið um 30 i nefndinni.
Björn Jónsson sagði að algjör
Framhald á bls 22.
Björn Jónsson.
kvæmdastjóra Landleiða, stóð það
þó aldrei til að fyrirtækið hyggð-
ist hætta áætlunarferðum á þess-
ari leið fyrirvaralaust en hins
vegar hvað hann þann drátt sem
orðið hefði á því að fyrirtækið
endurnýjaði leyfi sitt, stafa af því
að forráðamenn fyrirtækisins
hefðu viljað skoða ýmiss fjárhags-
mál fyrirtækisins nánar áður en
tekin yrði sú ákvörðun um að
sækja um þessa leið fyrir næstu 5
ár, en þessi sérleyfi spönnuðu
jafnan það tímabil. Ágúst kvað
það ekkert launungarmál að
rekstur Landleiða hefði verið
mjög erfiður sl. þrjú ár og um
umtalsverðan hallarekstur að
ræða.
Forráðamenn Landleiða hafa
átt viðræður við forsvarsmenn
bæjarfélaganna sem Landleiðir
sinna, bæði Garðabæjar og Hafn-
arfjarðar en að sögn Ágústar var
þar ekki rætt um neinn fjárhags-
stuðning bæjarfélaganna við
rekstur fyrirtækisins, þar eð af
hálfu Landleiða hafi aldrei verið
farið fram á slíka styrki, heldur
fremur um hugsanlega breytingu
á leiðakerfi Landleiða í þessum
bæjarfélögum f því skyni að sinna
betur nýjum byggðakjörnum.
99
„Eins og peð milli hróka
— segir útgefandi Hort—Spassky skákbók-
arinnar, sem tekin hefur verið úr sölu
SKÁKBÓKIN Hort — Spassky, sem kom á markað í
fyrradag frá Bókaútgáfunni Fjölva, var köliuð aftur til
útgáfunnar f gær og verður ekki seld að sögn útgefandas,
Þorsteins O. Thorarensens.
„Ástæðan til þess að ég
dreg bókina til baka“, sagði
Þorsteinn, „er sú, að ég
geri ekkert í trássi við
Skáksamband íslands. Það
kom til tals að ég breytti
bókinni og tæki út hluta úr
henni, én það get ég ekki
látið bjóða mér. Mér finnst
þetta satt að segja vera
eins og framhald af þeirri
taugaveiklun, sem kom
upp hér eigvígisárið. Ég
rifjaði upp andrúmsloftið
þá í þessari bók, og það
virðist víst ekki mega
minnast á þaö. Útgáfu-
kostnaðurinn við þessa bók
er um 1 millj. kr., og
skellurinn kemur á mig.
Mér finnst eins og ég hafi
verið peð einhvers staðar í
þessu dæmi, þar sem
hrókarnir æða fram og
aftur og ráða stööunni."
Lýst eftir
tjónvöldum í
árekstrum
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi frá slysarann-
sóknardeild lögreglunnar í
Reykjavfk, þar sem lýst er eft-
ir tjónvöldum f bifreiða-
árekstrum:
Miðvikud. 16. feb.
Ekið á bifreiðina Y-4320,
Scout-Jeppa, árg. 1974, ljós-
bláa að lit, þar sem hún stóð á
bifreiðastæði við Laugarásbíó
ki. 20:45 — 22:45. Skemmd:
Dæld á vinstra afturaurbretti.
Fimmtud. 17. feb.
Ekið á bifreiðina R-16618,
Datsun fólksbifr., rauð að lit,
þar sem hún stóð á bifreiða-
stæði við Álftahóla 8. Bifreið-
inni var lagt þarna kl. 23:00
kvöldið áður. Talið að tjón-
valdur sé sendiferðabifreið af
Mercedes-Benz gerð, blá og
hvft að lit af einni af sendi-
bifreiðastöðvum borgarinnar,
en þeirri bifreið hafði verið
lagt þarna. Hvft málning var í
skemmdinni á R-16618, sem
var dæld og rispur á vinstri
afturhurð.
Framhald á bls 22.