Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAL'GARDAUL'R 26. FEBRUAR 1977 Ágúst Einarsson vidskiptafrædingur: Hvað er framundan í íslenzku efnahagslífi? MIKIL umræða er nú í gangi um kjaramál í launþegasamtökum um land allt. Þessi umræöa vekur eflaust upp spurningar meðal þjódarinnar um hvað sé fraum- undan í ísl. efnahagslifi. Ég á erfitt með að trúa því, að þjóðin sé búin að gleyma afleiðingum kjarasamninganna 1974 og þeirri verðbólguþróun, sem i kjölfar þeirra fylgdi, og enn er ekki séð fyrir endann á, en sú virðist raun- in, ef marka má þær háværu raddir, sem nú krefjast kjarabóta. Hverjar eru kröfurnar? Á A.S.I. þingi í nóvember s.l. var samþykkt að meginkröfurnar í næstu kjarasamningum yrðu eftirfarandi: 1. Lágmarkslaun hækki í kr. 100.000 - á mánuði (verðlag í nóvemher), en það samsvarar 107.625 - kr. á mánuði eftir 1. marz. 2. Önnur laun hækki til samræm- is við hækkun lágmarkslauna, þannig að launabil haldist óbreytt í krönutölu. 3. Laun verði að fullu verðtryggð, þannig að fullar vísitölubætur komi á lágmarkslaun, en sömu bætur í krónutölu á hærri laun. Geta atvinnuveganna til að taka á sig auknar launagreiðslur. í grein þessari verður fjallað um getu þeirrar atvinnugreinar, sem mest áhrif hefur á efnahags- lífið hverju sinni, til að taka á sig auknar launagreiðslur og þar á ég auðvitað við ísl. sjávarútveg, og þá einkanlega frystiiðnaðinn, saltfiskverkun og herzlu. Ef marka má fréttir á undan- förnum mánuðum, þá ríkir góð- æri í sjávarútvegi, og má þar til dæmis nefna fréttir af verð- hækkunum á Bandaríkjamarkaði o.s.frv. Rétt er það að verðlag á freð- fiski hefur ekki verið hærra, en þá er það einnig staðreynd, að frystiiðnaðurinn hefur sjaldan verið jafn illa undir það búinn að taka á sig aukin útgjöld. Ástæðurnar eru þær, að í fyrsta lagi hefur kaupgjald hækkað um ca 35% frá því í ársbyrjun 1976 og í öðru lagi hefur fiskverð til vinnslustöðvanna hækkað um u.þ.b. 45—50% frá sama tíma. Litlar sem engar fréttir berast þjóðinni af saltfiskmörkuðum og kann ástæðan að vera sú, að mikil óvissa er ríkjandi og markaðurinn ekki jafn sterkur og undanfarin ár. Til að skýra mál mitt betur er ekki úr vegi að sýna stöðu fisk- vinnslunnar m.v. skilyrði í janúar s.l. Heildartekjur þeirra þriggja greina, sem að framan greinir eru áætlaðar á heilu ári u.þ.b. 48,8 milljarðar kr., þar af útflutnings- tekjur 44,2 milljarðar. Heildar- gjöld sömu greina á heilu ári eru áætluð 49 milljarðar kr., þ.e. áætl- unin gerir ráð fyrir u.þ.b. 200 m. kr. halla á árinu, þratt fyrir ríf- lega 200 m. kr. útgreiðslu Verð- jöfnunarsjóðs. Eins og fram kemur hér að framan, þá eru heildargjöld vinnslunnar áætluð u.þ.b. 49 milljarðar kr. Langstærstu gjalda- liðir eru hráefni, sem er u.þ.b. 60% af heildargjöldum og laun og launatengd gjöld, sem eru u.þ.b. 22%. Samtals nema þessir tveir gjaldaliðir því u.þ.b. 82% af heildargjöldum. Það hlýtur því hverjum manni að vera Ijóst, að smávægilegar breytingar á þess- um útgjaldaliðum valda mikilli röskum á heildarafkomu þessara greina. Áður en lengra er haldið er rétt að skýra lauslega þá þætti, sem hafa áhrif á ákvörðun fiskverðs hverju sinni. Eins og kunnugt er, þá er almennt fiskverð ákveðið þrisvar á ári. Helztu atriði, sem fulltrúar seljenda (útgerðar- menn, sjómenn) halda á loft er annars vegar staða útgerðarinnar og hins vegat kjör sjómanna í samanburði við kjör annarra stétta í þjóðfélaginu. Það er því ljóst, að breytingar á fiskverði eru að hluta til háðar breytingum á kjörum launþega í landi. Með öðrum orðum hráefnisliður fisk- vinnslunnar er að vissu marki háður almennum launabreyting- um. Áhrif 30% kauphækk- unar. Eins og áður kemur fram er meginkrafa A.S.L 107.625.- kr. lágmarkslaun á mánuði. Til samanburðar má geta þess, að algengur dagvinnutaxti í frystihúsum er kr. 424.90 — pr. klst. eða u.þ.b. 74.000 - kr. á mán. (m.v. 40 stunda vinnuviku). Laun í saltfiski og herzlu eru heldur hærri, en munurinn ér ekki mik- ill. Krafan um launahækkun nem- ur því milli 40—45% m.v. framan- greinda taxta. Eins og fram kemur hér að framan þá er afkoma vinnslu- greinanna þriggja, sem hér er fjaliað um neikvæð um u.þ.b. 200 m. kr. Ennfremur að 82% af gjöldum vinnslunnar eru í hlut- falli við laun landverkafólks. Einnig er ljóst, að stór hluti annarra gjalda vinnslunnar hækkar við breytingar á launum. Krafa A.S.I. um hækkun af þeirri stærðargráðu, sem að framan greinir verur aldrei sam- þykkt í komandi samningum, en um hvað verður samið er ekki gott að segja. Til þess að skíra mál Ágúst Einarsson mitt betur skulum við líta á eftir- farandi dæmi um hvaða áhrif 30% meðalhækkun launa hefði á hag fiskvinnslunnar, að gefinni þeirri forsendu, að fiskverð hækki um sama hlutfall, sem ekki er óeðlilegt, þar sem sjómenn munu krefjast og eiga í raun rétt á sömu kjarabótum og launþegar í landi og auðvitað hækkar allur útgerðarkostnaður að hluta til í samræmi við almennar launa- breytingar. Breyting um 1% á launa- og hrá- efnisliðum þeirra þriggja vinnslu- greina, sem hér er fjallað um, veldur u.þ.b. 400 m. kr. útgjalda- auka í greinunum, þ.e. 30% meðalhækkuh samsvarar 12 milljarða kr. útgjaldaauka, en það samsvarar 24,6% af heildar- tekjum greinanna. Augljóst er, að engin atvinnu- grein þolir slíka útgjaldaaukn- ingu, á þess að kikna undan, en þá vaknar sú spurning til hvaða ráða skal grípa, til að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun. Neyðarúrræði í fljótu bragði koma mér ein- göngu tvær leiðir í hug, þ.e. í fyrsta lagi greiðslur úr Verð- jöfnunarsjóðum frystingar og söltunar, en sá fyrrnefndi er tóm- ur en sá síðarnefndi gæti staðið við greiðslur í nokkra mánuði með þeim innstæðum sem þar eru. Því þyrfti til að koma ábyrgð ríkissjóðs á greiðslugetu Verð- jöfnunarsjóðsins og þar sem full- víst má telja, að til greiðslu úr ríkissjóði kæmi, þar sem ekki er hægt að búast við afurðaverðs- hækkunum í náinni framtíð, er þessi leið algjörlega ófær að mínu mati, og myndi aldrei verða valin. í öðru lagi má nefna gengis- lækkun, en sú leið hefur ætið verið notuð við svipuð skilyrði á undanförnum árum. Hvort hér verður um að ræða eina stóra gengisbreytingu eða margar litlar skiptir ekki höfuðmáli. Eins og fram kom hér að fram- an nema útflutningstekjur vinnsl- unnar (frystingar, söltunar og herzlu) u.þ.b. 44,2 milljörðum króna á heilu ári og er þá miðað við gengi í arsbyrjun '77. Útflutningstekjurnar þyrftu því að hækka um u.þ.b. 27% til þess áð vega upp þann útgjaldaauka, sem 30% launa- og hráefnishækk- un hefði í för með sér. Með öðrum orðum þyrftu þessar vinnslu- greinar að fá 27% meira fyrir þann gjaldeyri, sem þær afla en var í ársbyrjun 1977. Hér er eingöngu fjallað um þá tekjuaukningu sem þyrfti til að vega upp kostnaðarauka vegna hækkunar á launa- og hráefnis- kostnaði. Þar fyrir utan er stór hluti af gjöldum vinnslunnar af erlendum uppruna, þessir erlendu kostnaðarliðir myndu hækka við gengisbreytingu og kalla á enn frekari tekjuaukningu í greinunum. Staðreyndin er sú að sjaldnast dugir ein gengisfell- ing til að koma á jafnvægi í sjávarútvegi. Öþarft er að rekja eftirleikinn frekar. Verðbólgan myndi magn- ast og sá bati í efnahagslífi þjóðarinnar, sem nú er farinn að segja til sín í minnkandi verð- bólgu, yrði eyðilagður og þjóðin myndi stefna óðfluga inn í svart- nætti atvinnuleysis og versnandi lífskjara. Jón I. Bjarnason, blaðafulltrúi Kaupmannasamtakanna: Kaupmenn vildu lækkun á útsölu- verdi mjólkur Stór orð Ýmsir einstaklingar og hóp>ar, miður velviljaðir kaupmönnum, spáðu því þegar breytingin á mjólkursölúmálun- um stóð fyrir dyrum, að kaupmenn myndu strax gera kröfu um hækkaða álagningu á mjólk í smásölu og hækka þannig verðiðá mjólkinni Þessari skoðun var haldið á loft m a. með blaðaskrifum af sérhagsmu ahóp- um og þeim sem telja vænlegt að dorga í gruggugu vatni sér til fram- dráttar Svo rammt kvað að þessu að dag eftir dag mátti lesa í blöðunum eitthvert rugl um mjólk og mjólkur- sölu Kröfugöngur voru farnar og slag- orðaborðum var brugðið á loft Stór orð voru látin falla um væntanlegt hlutverk kaupmanna á mjólkurdreifing- unni. Þar mátti m a lesa setningar eins og þessar Þjónustan verður verri, gamalmenni ná ekki í mjólk, mjólkin hækkar í verði, útsölustöðunum fækk- ar, 167 konur verða atvinnulausar, borgaryfirvöld verða að skerast ? leik- inn, lakara vörueftirlit, eldri og lélegri vörur, hreinlæti verður minna og mjólkin verður öðruvísi á bragðið Virtir bændahöfðingjar tóku einnig til máls, og Ágúst Þorvaldsson frá Brúnastöðum, en hann er fyrrverandi alþingismaður og er í stjórn Mjólkur- samsölunnar, sagðist kvíða mjólkur- skorti hér í Reykjavík í* vetur, og þá myndi kaupmönnum kennt um og slæmri þjónustu þeirra. Breytingin tókst vel Hinn 1 þ.m. tóku svo kaupmenn við mjólkursölunni og hvað skeði? Engar kvartanir hafa heyrst, allt virðist vera í bezta lagi Þjónustan við almenning er betri en áður Gamla fólkið, sem ekki á bíla, á betra með að ná í mjólk, en fyrir breytinguna Mjólkin hefur ekki hækk- að ? verði vegna álagningarlækkunar hjá kaupmönnum. Útsölustöðunum hefur fjölgað og á eftir að fjölga enn meira Af þeim 25 til 28 konum, sem ekki hafa enn fengið fasta vinnu eru þó nokkrar í sólbaði suður á eyjum og kostnaðarsamt að elta þær þangað, þótt gaman væri Þær konur, sem óskað hafa eftir að fá atvinnuleysisbætur, fá á dag 2 243 00 krónur í 5 daga vikunnar, eða um 50 þúsund krónur á mánuði, og auk þess 208 krónur á dag ur sjóðnum með hverju barni, sem er á framfæri þeirra og er undir 16 ára aldri Borgaryfirvöld skárust ekki í leik- inn, sem betur fór, en létu aðilum eftir að leysa málið Eftirlit með vörunum er betra Vörurnar eru nýrri og ferskari í sölu Hreinlæti hefur aukist, og sama góða samsölubragðið er af mjólkinni. þannig að enginn þarf að fælast kaup- mannabragð En þrátt fyrir þetta súrnar upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins svo í augum, að hún spinnur upp sögusagn- ir til ófrægingar kaupmönnum, og ger- ir bændum upp álit og þykist heyra mannamál, sem segi: „Kaupmenn óhressir" eftir breytinguna. Það er erfitt að sjá hverju svona skrif eiga að þjóna, öðru, en að reyna að koma illindum af stað og draga þar með úr sölu mjólkur og mjólkurafurða í verzlunum. Viturlega mælt Ingi Tryggvason alþingismaður, sex- mannanefndarmaður og fyrrverandi forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, ritar 10. þ.m. grein, þar sem hann kemst að þeirri niður- stöðu, að það sé slæm iðja" — — Þegar reynt er að vekja úlfúð milli heilla atvinnustétta í þjóðfélaginu" Þetta er viturlega mælt og ekki að ástæðulausu Forráðamenn Mjólkur- samsölunnar Kaupmannasamtökin báru gæfu til þess að láta ekki etja sér saman í skítkast, meðan mjólkursölu- breytingin fór fram En Uppiýsinga- þjónusta landbúnaðarins gat ekki beð- ið nema í þrjá daga, en þá sendir hún út fréttabréf þar sem slúðrað er um bændur, kaupmenn og mjólkursöluna. Jón I Bjarnason En þar eru einnig hafðar í frammi grófar missagnir, þar sem staðreynd- um er algjörlega snúið við Þar segir, að kaupmenn séu „óhressir" eftir mjólkursölubreytinguna og sé það „mál manna" að þeir vilji helzt að Mjólkursamsalan taki við smásölunni á ný. Þá segir í þessu fréttabréfi, að kaupmenn hafi óskað eftir 14% álagn- ingu á mjólk í smásölu. Hér er enn farið með rangar fyllyrðingar. Fulltrúar Kaupmannasamtakanna báru fram til- lögur um lækkun á mjólkinni í smásölu til neytenda, en fulltrúar neyda í sex- mannanefnd vildu ekki að mjólkin lækkaði i verði, og er það furðuleg afstaða Afstaða bændafulltrúanna er hins vegar skiljanleg Þeir gátu einfald- lega ekki hugsað sér að mjólkin lækk- aði i verði, þegar einokun létti og frelsi tæki við, og kaupmenn færu að verzla með mjólk Það gat komið sér illa, ef bændur færu almennt að hugleiða málið og svipast um eftir dreifingar- kostnaði Mjólkursamsölunnar aftur i tímann. Úrelt kerfi Við skulum Kta nánar á afstöðu full- trúa neytenda í sexmannanefnd, sem börðust á móti þvi að mjólkin lækkaði í verði til almennings. Aftur vil ég leyfa mér að vitna til Inga Tryggvasonar, en hann er einn af bændafulltrúunum i sexmannanefnd Á ráðstefnu í Bifröst í september s I sagði Ingi um fulltrúa neytenda i nefndinni: „Fulltrúar neytenda Ifta að sjálfsögðu á það sem hlutverk sitt að halda niðri vöruverðinu svo sem framast er unnt." Þá vitum við það, og þess vegna er afstaða þeirra í mjólkurmálinu vægast sagt torskilin. Að þeir skuli greiða atkvæði á móti þvi að mjólkin lækki í verði til neytenda bendir til þess að þeir séu ekki ábyrgir gerða sinna Voru þeir búnir að semja um það við bændafulltrúana í sex- mannanefnd að safna f sjóð fyrir Mjólkursamsöluna á þann hátt að lækka álagninguna til kaupmanna, en koma jafnframt í veg fyrir það að almenningur fengi að njóta lækkunar- innar í lækkuðu mjólkurverði? Framkvæmdastjóri Mjólkursamsöl- unnar, Guðlaugur Björgvinsson, lét ný- lega hafa eftir sér í blaði, þegar hann var spurður um hvað Mjólkursamsalan ætlaði að gera við allan þann gróða, sem hún fengi við sölu mjólkurbúð- anna, að honum yrði e.t.v. varið i mjólkurheildsöluhöll. Ekki er ennþá vit- að hvort sjóðurinn og hugmyndin um höllina haldast í hendur, en með sjóðn- um fær Mjólkursamsalan vaxtalaust rekstursfé, sem nemur hundruðum milljóna, áður en langt um líður. Allt þetta mikla fjármagn er tekið af almenningi fyrir forgöngu neytenda- fulltrúanna ? sexmannanefnd Er nú ekki timi til þess kominn að almenning- ur hyggi nánar að þessum fulltrúum sínum og þvi kerfi sem þeir þjóna? Það sexmannanefndarkerfi sem hér hefur verið notað á undanförnum áratugum til verðlagningar á landbúnaðarvörum hefur nú auðsjáanlega gengið sér til húðar, og færi vel á því að breytt fyrirkomulag á mjólkursölu yrði til þess að sexmannanefndarkerfið yrði tekið til endurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.