Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 2

Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3, MARZ 1977 Grískt skip veldur skemmdum á bryggjunni á Réyðarfírði: Þrátt fyrir 3 tilraunir er skipið ekki komið upp að Reyðarfirði, 2. marz. í GÆRKVÖLDI milli 22 og 23 kom grfska flutningaskipið Alia- konon Progress til Reyðar- fjarðar. Skipið er 10 þúsund tonn og á að lesta þúsund tonn af loðnumjöli. Þegar skipið ætlaði að leggja að bryggjunni rakst það á hana og nýja viðlegu- kantinn og olli stórskemmdum. Auk þess sem stefni skipsins gekk inn um 2—3 metra, þá rakst það á Helgafell, sem var að lesta vörur og brotnaði m.a. grindverk, flaggstöng, ljós og dæld kom á skut skipsins. Grfska skipið hélt sfðan út á fjörð og Iá þar til klukkan 17 í dag að gerð var önnur tilraun til að leggja að. Tókst ekki betur til I það skiptið, skipið keyrði á miðja bryggjuna og skemmdi hana aftur. Einnig skemmdu þeir lönd- unarbakkann hjá verksmiðjunni, en búið er að framkvæma bráða- birgðaviðgerð á honum. Þá var þriðja tilraunin gerð, en tókst ekki. Liggur skipið nú hér úti á firðinum og verður reynt aftur á morgun. Tveir loðnubát ar bíða hér lönd- unar, Guðmundur Jónsson GK og Þórður Jónasson EA, báðir með fullfermi, og fóru þeir frá bryggj- unni meðan Grikkirnir voru að reyna að leggjast að. Sæmilega gott veður hefur verið hér í dag. Sjópróf verða haldin um leið og skipið leggst að bryggju og kom sýslumaðurinn frá Eskifirði hingað í dag, en hann náði ekki tali af skipstjóranum. Er þetta stærsta skip, sem reynt hefur að leggjast að bryggju hér á Reyðar- firði. Gréta. Fargjöld SVR fylgja alls ekki verðlaginu — segir Eiríkur Asgeirsson forstjóri SVR — ASTÆÐAN fyrir þeim mikla taprekstri, sem er á Strætisvögn- um Reykjavfkur árlega er ein- faldlega sú að fargjöld með vögn- unum fylgja ekki verðlaginu, sagði Eirfkur Asgeirsson, for- stjóri SVR, f viðtali við Morgun- blaðið f gær — Ef við miðum við Noreg þá er verð þar með almenn- ingsvögnum um 110 krónur, en Viggó Jónsson í Freyju látinn hér á landi eftir hækkunina kost- ar farið fyrir fullorðna 60 krónur, sagði Eirfkur. 1 frétt f Morgunblaðinu í gær sagði að ástæðan fyrir þessari hækkun væri gífurlegur halla- rekstur á strætisvögnunum. Að sögn Eiríks Ásgeirssonar var far- ið fram á það að þessi hækkun tæki gildi í byrjun ársins og með þvf reiknað á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Það hefði ekki verið gert fyrr en nú 1. marz, Framhald á bls. 24 VIGGÖ H.V. Jónsson, forstjóri Sælgætis- og efnagerðarinnar Freyju, er látinn, en hann var 59 ára að aldri. Viggó fæddist í Reykjavík hinn 30. júní 1917 og voru foreldrar hans Jón Gíslason, sölustjóri hjá Efnagerð Reykjavíkur, og kona hans Ásdís Jónsdóttir. Viggó lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1934, starfaði síðan nokkur ár við afgreiðslustörf en í desember 1938 réðst hann sem gjaldkeri ísa- foldarprentsmiðju hf. og gegndi því starfi allt til ársloka 1959, er hann varð eigandi og fram- Bræðslumökkur- inn olli árekstri Fáskrúðsfirði, 2. marz. MJÖG harður árekstur varð á Hafnargötunni hér f dag, nán- ar tiltekið í námunda við Fiskimjölsverksmiðjuna. Þar rákust saman tveir Land Rover jeppar og eru þeir báðir taldir nær ónýtir. ökumenn- irnir voru báðir einir f bflum sfnum og sluppu þeir með Iftilsháttar skrámur. Orsakir slyssins eru taldar vera að kóf- inu úr reykháfum Loðnu- bræðslunnar hafi slegið niður yfir götuna og ökumennirnir ekki séð út hver til annars. Albert Thor Vilhjálms- sonfékk7mánaða starfslaun NAFN Thors Vilhjálmssonar rit- höfundar féll niður af lista þeim, sem Morgunblaðið birti í gær yfir starfslaunaúthlutun Launasjóðs rithöfunda. Thor hlaut starfslaun í 7 mánuði. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. „Þvottakona Napo- leons” frumsýnt af Skagaleikflokknum Skagaleikflokkurinn frum- sýnir annað kvöld leikritið „Þvottakonu Napóleons“ eftir franska leikritaskáldið Victorien Sardou. Árni Guðna- son fslenzkaði, en Sunna Borg leikkona leikstýrir. í Aðalhlut- verkum eru Kristín Magnús- dóttir, Halldór Karlsson og Þor- steinn Ragnarsson. Leikritið gerist á tímum mik- illa átaka f frönsku þjóðlífi, fyr- ir og eftir valdatöku Napóleons Bonaparte. Lýsir verkið á gam- ansaman hátt daglegu lífi við hirð keisarans og koma þar við sögu margar þekktar söguper- sónur fyrri tima. Leikritið hef- ur ekki fyrr verið sýnt hér á landi og er þetta þvf frumflutn- ingur þess á sviði hérlendis. Leiktjöld gerði Stefán Magnús- son, en ljósameistari er Hervar Gunnarsson. Búningar eru fengnir að láni frá Þjóðleikhús- inu. Fyrsta sýning verður annað kvöld I Bíóhöllinni á Akranesi og hefst sýningin klukkan 21. Næstu sýningar verða sfðan á laugardag og sunnudag. Alls tekur 35 manna hópur þátt í uppsetningu leikritsins, en hlutverk eru 20. Æfingar hafa staðið yfir i sex vikur. Er þetta annað leikritið, sem Skagaleik- flokkurinn setur upp á starfsár- inu, hið fyrra var Púntilla og Matti, en sýningum á því lauk i desember I Þjóðleikhúsinu. Varð Skagaleikflokkurinn fyrsta áhugaleikfélagið til að sýna á fjölum Þjóðleikhússins. Er Skagaleikflokkurinn þriggja ára um þessar mundir og hefur sett upp 5 verkefni á þessum tíma. Fræðsluráð Reykjavíkur: kvæmdastjóri Sælgætis- og efna- gerðarinnar Freyju, sem hann rak til dauðadags. Viggó lét félagsmál ýmiss konar til sin taka. Hann lék fyrr á árum með Lúðrasveit Reykjavíkur og var formaður sveitarinnar um tima, og einnig átti hann sæti í stjórn Félags ísl. bifreiðaeigenda og var fyrsti ritstjóri tímarits félagsins, Ökuþórs. Viggó var einnig mikill áhugamaður um lax- veiðar, átti sæti í stjórn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur í nokkur ár og þar af þrjú ár formaður þess eða frá 1955—59. Eftirlifandi kona Viggós er Sig- ríður Jónsdóttir. Itarleg könnun gerð á samræmdu prófunum FRÆÐSLURÁÐ Reykjavfkur samþykkti I gær ályktun varðandi samræmdu prófin I 9. bekk grunnskólans. Ályktunin var samþykkt samhljóða af öllum 7 fulltrúum fræðsluráðs Reykja- vfkur, en samkvæmt henni er fræðslustjóra falið að leita eftir áliti skólastjóra f Reykjavfk á ýmsum þáttum varðandi sam- ræmdu prófin, gerð prófa, próf- mat, tfmasetningu, tengsl sam- ræmdra prófa og annarra eink- unna. Morgunblaðið hafði tal af Kristjáni J. Gunnarssyni fræðslu- Stjóra i gær og sagðist hann senda bréf f dag til skólastjóra f Reykja- vfk varðandi þetta mál með ósk um að áliti væri skilað fyrir miðjan marzmánuð. Vatnsleysi gerir bændum erfitt fyrir: Þarf að flytja 5 til 6 tonn daglega til að brynna kúnum og til annarra nota — ÞETTA vatnsleysi kemur verst við þá, sem eru með stór kúabú, og þess eru dæmi að bóndi með um 80 kýr þurfi dagiega að flytja 5 til 6 tonn af vatni um nokkurn veg til að brynna kúnum og tíl annara heimilisnota, sagði Magnús Kjartansson, bóndi f Hjallanesi f Landssveit, er blaðið ræddi við hann f gær, en bændur f Landsveit hafa að undanförnu átt f nokkrum erfiðleikum vegna vatnsskorts. I vetur hef- ur töluvert borið á þvf að vatns- ból hafa þornað vegna þurrka. Meðal þeirra svæða, sem vatns- leysi hefur valdið erfiðleikum á, eru Alftaneshreppur og Hraunhreppur á Mýrum, Þver- árhlfð f Borgarfirði og á Suður- landi hefur vatnsleysi gert bændum erfitt fyrir f Land- sveit og á einstaka bæ f Grfms- nesi. Hjá Magnúsi Kjartanssyni í Hjallanesi kom fram að 10 bæir í Landsveit eru nú vatnslitlir og þar af er þriðjungurinn vatns- laus og verða bændur að flytja vatn til heimilisnota. Magnús sagði að þessi vatnsskortur kæmi sér verst fyrir kúabænd- ur, en þegar hefði verið gerð áætlun um að leggja vatnsveitu um sveitina og væri ætlunin að hefja framkvæmdir í vor. — Vatnsveitum hefur verið komið upp i nokkrum sveitum hér á Suðurlandi og eftir því, sem ég veit best hafa þær reynst vel, t.d. f Holtunum, sagði Magnús að lokum. Skúli Jónsson, bóndi á Lambastöðum í Áltaneshreppi á Mýrum, sagði að þar um slóðir Framhald á bls. 24 Fer hér á eftir ályktun Fræðsluráðs: Fræðsluráð felur fræðslustjóra að leita álits skólastjóra og við- komandi kennara eftir þvi sem við verður komið. Á samræmdu prófi er fram fór í 9. bekk grunn- skóla 21.—25. feb. s.l. Einkum skal hafa f huga við þessa athug- un: 1. gerð prófanna í samræmi við námsefni, umfang þeirra og form. 2. Prófmat og einkunnastiga, einkum þó þá ákvörðun að skipa nemendum fyrirfram f tiltekna hópa með ákveðnum fjölda og hver hópur fái afmarkaða eink- unn. 3. Tímasetning prófanna á miðju námsári, hugsanleg áhrif á kennslu og nám. 4. Tengsl aðsendra prófa í febrúar, annars vegar, og vor- prófa skólans eða umsagnar hins vegar. Með prófi þvi sem hér um ræðir er farið inn á nýjar leiðir að meta þekkingu og mámsárangur. Vitað er að menn eru ekki á eitt sáttir um gildi þessara breytinga. Fræðsluráð telur því þörf á að leita eftir skoðun skólamanna er þetta snertir beinlínis, hvaða áhrif breytingarnar eru líklegar til að hafa á starfsemi og árangur skólanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.