Morgunblaðið - 03.03.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
7
Réttmæt
ábending ASÍ
Á kjararáðstefnu
ASÍ, sem nýlokið er,
kom fram gagnrýni á
fjárfestingar tslend-
inga. 1 samþykkt þings-
ins er bent á, að á
undanförnum árum
hafi fjárfestingar
numið þriðjungi
þjððarframleiðsiu á ári
— í stað 20%, sem er
algengast f nágranna-
löndunum. 1 samþykkt
ráðstefnunnar segir:
„ASÍ telur óhjá-
kvæmilegt að fjárfest-
ingarmálin verði tekin
til rækilegrar endur-
skoðunar með það fyrir
augum, að óæskileg
fjárfesting, eða beinlfn-
is röng fjárfesting,
verði ekki til þess að
hamla gegn óhjákvæmi-
legum launa-
hækkunum."
Það sem ASl réttilega
segir með þessum
orðum er: Ef á að auka
ráðstöfunartekjur al-
mennings, þ.e. einka-
neyzluna, þarf að draga
úr samneyzlunni, þ.e.
skattheimtunni; þann
veg að launþeginn hafi
stærri hlut vinnulauna
sinna eftir til frjálsrar
ráðstöfunar. En sam-
neyzla er sá eyðsluþátt-
ur þjóðarinnar, sem
felst f útgjöldum rfkis
og sveitarfélaga — og
sóttur er f launaumslög
landsmanna.
Þróun sam-
neyzlusköttunar
Á sfðasta ári við-
reisnarstjórnarinnar
nam fjárfesting 23,6%
af brúttó þjóðarfram-
leiðslu. Á tfmum vinstri
stjórnarinnar hækkaði
þetta hlutfall óeðlilega
mikið: var 34,8% 1974
og 36% 1975, en þá
gætti enn áhrifa frá
fjárfestingarstefnu
þeirrar stjórnar. Mikill
hluti þessarar fjárfest-
ingar kom fram f stór-
felldri erlendri skulda-
söfnun með tilheyrandi
lánakostnaði á þjóðina.
Samkvæmt skýrslum
Þjóðhagsstofnunar var
þetta hlutfall komið
niður f 27,5% á sl. ári
og er áætlað 26% á yfir-
standandi ári.
Sem fyrr segir er
þetta hlutfall um 20%
hjá nágrannaþjóðum
okkar. Hér hjá okkur er
erlendur lánakostnaður
einn nálægt því að vera
20% af þjóðartekjum:
afborganir og vextir,
sem m.a. er afleiðing
örrar fjárfestingar og
umframeyðslu okkar á
Iiðnum árum.
Stokkið upp
á nef sér
Þórarinn Þórarinsson
Tfmaritstjóri stekkur
heldur betur upp á nef
sér f leiðara f gær,
vegna þessarar ábend-
ingar kjararáðstefnu
ASl. Spyr hann: „Hver
er hin ranga fjárfest-
ing?“ — „Hvar á að
spara?“ Og fleira f
þeirri tóntegund. Rétt
'er að við blasa fjölmörg
þörf og nauðsynleg
verkefni, sem æskilegt
væri að vinna og fjár-
festa f strax. Hins vegar
ræður fjárhagsgeta og
þjóðartekjur ferðinni
eða þurfa að gera það.
Nýta þarf takmarkað
fjármagn þjóðarinnar
með þeim hætti, að arð-
semi framkvæmda skili
þvf sem fyrst aftur til
nýrra viðfangsefna.
Þessa hefur ekki alltaf
verið gætt. Og þjóðin
getur ekki lagt svo stór-
an hluta tekna sinna f
fjárfestingu og lána-
kostnað, að eftirstöðvar
nægi ekki til að halda
uppi nauðsynlegri
framfærslu heimilanna
f landinu; þeim lífs-
kjörum, sem samtfminn
gerir kröfu til; að
borgarinn haldi ekki
eftir viðunandi raun-
tekjum (vinnutekjur að
frádregnum samneyzlu-
sköttum) til frjálsrar
ráðstöfunar.
Það má heldur ekki
sauma svo að undir-
stöðuatvinnuvegum
okkar í skattheimtu, að
þeir geti ekki endur-
nýjað sig og aukið um-
svif sfn til að mæta at-
vinnuþörf og afkomu-
þörf landsmanna. Það
er einu sinni þessir
undirstöðuatvinnuvegir
sem skapa þjóðartekj-
urnar hverju sinni.
Að sníða sér
stakkeftir vexti
Samneyzla er nauð-
synleg að vissu marki.
En hún þarf sitt aðhald.
Og hún þarf að lúta þess
konar framkvæmd, að
fjármagn þjóðarinnar
nýtist sem bezt og komi
ekki sfzt þeim að gagni,
sem verst eru á vegi
staddir. Þjóðin er
einfaldlega neydd til að
snfða sér stakk eftir
vexti f opinberri fjár-
festingu. í þessari af-
stöðu felst ekki and-
staða við opinberar
framkvæmdir sem
slfkar, heldur krafa um
hyggilegan fram-
kvæmdahraða, sem tek-
ur mið af aðstæðum
efnahagslffsins. Fyrr-
nefnd samþykkt ASt
sýnir það eitt, að for-
ystumönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar er
Ijóst, að því meir sem
samneyzlan (rfkið og
sveitarfélögin) tekur til
sfn af þjóðartekjum,
þeim mun þrengri er
möguleikinn til að auka
kaupmátt ráðstöfunar-
tekna hins almenna
borgara.
argus
Tíu þúsund km.
skoðun tryggir ódýrari akstur
EH
Nú er meira áríöandi en nokkru sinni áöur aö hafa
Volvoinn í fullkomnu lagi.
Tíu þúsund km. skoöun gefur yöur til kynna ástand
bifreiöarinnar, og leiöir til þess aö eiginleikar Volvo til
sparnaöar nýtist fullkomlega.
PANTIÐ SKOÐUNARTÍMA STRAX í DAG
í skoöuninni felast 58 athuganir og rúmlega 30
stillingaratriöi.
VELTIR Hr.
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
10000
KÍLÓM.
SKOÐUN
HAFA
baðherbergisskápar
Sérlega falleg og vönduð smíði einkennir
sænsku HAFA baðskápana Margar gerðir eru
fyrirliggjandi. Hagstætt verð. Fáanlegir úr
TEAK, ÖSP og hvítlakkaðri ÖSP.
VALD POULSEN HF.#
SUÐURLANDSBRAUT10
símar 38520 — 31142.
Í HLJSI IDNADARINS VIÐ
INGÓLFSSTRÆTI
argus