Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 IBJÖR Sveinbjörn Jónsson: Stundar hann bjórkrána? BJÖRMENN á alþingi hafa eign- ast Svíþjóðarmenntaðan stuðn- ingsmann, Hrafn Gunnlaugsson, sem „fagnar tillögu Jóns G. Sól- ness“ — því að „Reykjavík er hreinlega svo leiðinleg og snauð menningarlegu kryddi, að hún kallar yfir sig ólæti, innbrot og ofbeldisverk, þeirra sem vilja hafa líf í tuskunum", — og svo er „Bjórdrykkja hluti af vínmenn- ingunni" — „Reykjavík mundi verða ögn manneskjulegri ef hér yrðu opnaðar bjórkrár." (letur- breytingar eru mínar. S.J.). Greinin er á 11. síðu í Morgun- blaðinu 25. febr. Sveinbjörn Jónsson. Hvað segja borgaryfirvöld og lögregla um rökfærslu þessa menntamanns, sem er að sjálf- sögðu ekkert „heímóttarlegur"? Og hvað segir annar Islending- ur, sem einnig hefur reynslu af bjórkránum erlendis? Ég tók hann til starfa í Ofnasmiðjunni fyrir 18 árum til þess að gefa honum tækifæri til að losa sig við ofdrykkju. Það gekk erfiðlega. Eftir nokkra mánuði bað hann okkur þó að taka eftirfarandi grein í starfsmannablaðíð okkar, „Smiðjuna": Stundar hann bjórkrána? Að undanförnu hefur mikið verið rætt um það, hvort inn- leiða skuli hér sterkan bjór. Eg er einn þeírra manna, sem hef töluverða reynslu af erlendum bjórkrám. Ég var sjómaður í mörg ár og sigldi þá á Bret- land, Ameríku og víðar. Ég skil ekki þá íslendinga, sem hafa kynni af bjórkránum og vilja innleiða hann hér hjá okkur. Að mínu viti er hún svartasti bletturinn á hinni svokölluðu siðmenningu Breta. Kráin er ekki aðeins sóðaleg. Hún er víti, sem dreg- ur menn til sín og gerir þá að aumingjum, andlegum og líkamlegum. Hún eyðileggur heimilislíf þúsunda og er upp- spretta spillingar. Hvar eru dæmi um það, að vændi þrífist ekki í skjóli bjórkránna? Þess- ar bjórkrár eru eins og rotin epli, sem eitra út frá sér og sýkja raunar allt þjóðlífið. Það hefur verið lán okkar Islend- inga að hafa ekkert haft af þeim að segja. Og ég veit, að margir, til dæmis í Bretlandi, vildu gefa mikið til að losna við þessa ómenningu, ef þeir aðeins gætu. Ég minnist þess eitt sinn, að enskur vinur minn bauð mér heim til sín. Þannig stóð á, að húsfreyjan hafði hjá sér saumaklúbb þennan dag. Þar voru saman komnar tíu ungar konur, og eins og frægt er, var mikið skrafað um vandamál heimilanna. Ein úr klúbbnum var ekki komin, og stalla hennar gat upplýst, að vinkonan hefði einmitt trúlof- ast þennan dag. Þetta þóttu að vonum mikil tíðindi, og upp- hófust umræður um manns- efnið af þeirri ákefð og gjör- hygli, sem aðeins getur gerzt í saumaklúbb. Hugsanlegir kost- ír og gallar mannsefnisins voru vegnir og metnir af reynslu og kunnáttu hinna giftu kvenna. Mér er það minnisstætt, að ein var sú spurning, sem þótti skipta mcira máli en allt annað: Stundar hann bjórkrána? Kon- urnar höfðu sýnilega glöggan skilning á því, að þetta atriði hefði úrslitaþýðingu fyrir heimilislífið og hjónabands- hamingju þessa nýtrúlofaða fólks. Þær vissu vel, hvað það er að eiga mann, sem fer beint úr vinnunni á bjórkrána og eyðir þar öllu kvöldinu. Hvað mundu íslenzkar konur segja um þetta ástand? Er þetta það, sem koma skal? Eða berum við gæfu til þess að afstýra hætt- unni, verja landið fyrir þess- um ófögnuði? Björn. Ekki tókst okkur að bjarga þessum „Birni“ frá ofdrykkjunni, sem hann hafði ánetjast á bjór- kránum erlendis sjómannsár sín. En nýlega rakst ég á hann á götu, og bar hann enn merki „hins menningarlega krydds" Hrafns Gunnlaugssonar og annarra þeirra sem bæta vilja sterkum bjór við „vínmenninguna" í landinu. Þeir munu þó áreiðanlega verða í minnihluta á Alþingi íslendinga, nú sem átta sinnum undanfarin ár. Þetta verður aðeins „dýrt spaug" þeirra bjórmanna, sem kostar mörg óþörf orð, og lengir dýrmætan starfstíma þíngsins. HRAFN GUNNLAUGSSON: Bjórinn og „reynsla Svía Að undanförnu hafa farið fram umræður um það, hvort leyfa eigi sölu áfengs öls á íslandi. Umræða þessi er til komin vegna breyt- ingatillögu Jóns G. Sólness við áfengislögin, þar sem gert er ráð fyrir að leyfð verði sala bjórs hér á landi. Bent hefur 'Verið á slæma reynslu Svía af „mellanölinu" <léttum bjór) og aukinn drykkju- skap unglinga þar i landi, og sagt að Svíar hafi haft bölvun eina af bjórnum. Nú vill svo til að ég var búsettur í Svfþjóð þegar sala mellanölsins var leyfð og hef fylgst dálftið með þróun bjórsölu í Svíþjóð. Hrafn Gunnlaugsson. Ég held að Reykjavík, sem er einhver kaldranalegasta og óper- sónulegasta böfg, sem ég þekki, myndi kannski verða ögn mann- eskjulegri, ef hér yrðu opnaðar bjórkrár, þar sem jass-klúbbar, dixie-búllur og annað menningar- krydd gæti búið um sig. £g er ekki frá því, að mikið af þeim innbrotum og ofbeldisverk- um, sem fjölgaj dag frá degi í borginni, sé til komin út úr tóm- um leiðindum, og aðgerðarleysi þeirra óhappamanna sem til þeirra grípa. Reykjavík er hreinlega svo leiðinleg og snauð menningarlegu kryddi, að hún kallar yfir sig ólæti, þeirra sem vilja hafa líf í Sigfinnur Sigurðsson hagfræóingur: B jór — bjór — b jór Þau eru skemmtileg oft á tíðum tilþrif þingmanna um fram- kvæmd nauðsynjamálanna. Nýjasta dæmið er svokallað bjór- frumvarp. Rökstutt með frelsi í neyzluvenjum og tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Fyrir nokkrum árum var stofn- aður ffkniefnadómstóll og eftirlit með dreifingu og neyzlu fíkni- efna hert. Drykkjumannahæli hafa verið sett á fót og önnur efld. Reynt er að sporna við aukningu tóbaks- neyzlu, ekki hvað sízt með árvekni samtaka ungs fólks og Krabbameinsfélaganna. Sívaxandi fyrirhöfn og fjár- munum er varið til heilbrigðis- mála vegna áfengis-, tóbaks- og annarrar ofneyzlu. Stofnanir og deildir eru settar á fót um félags- lega þjónustu fyrir heimili og ein- staklinga, sem þjást sökum slíkr- ar ofneyzlu. Mörgum blöskrar slík útþensla ríkisbáknsins. Ég leiði e.t.v. of miklum getum að orsaka- samhengi á milli ofneyzlu vanda- mála áfengis og tóbaks annars vegar og stækkunar á heilbrigðis og félagsþjónustunni hins vegar án þess að hafa reynt að kanna það. En það væri fróðlegt að vita hve mikið eða hvort nokkuð af hagnaði rikissjóðs af sölu tóbaks og áfengis fari t.d. til vega- og hafnargerðar, ef fyrst væri reiknað með því, að hagnaðurinn ætti að bæta þann skaða sem hann veldur. Það er fjarri mér að telja bann- hugmyndir á þessu sviði til raun- sæis, heldur ætla ég að vandrötuð hófsemi sé farsælust. Um hófsemi heillar þjóðar getur þó aldrei verið að ræða. Æskulýðsvandamál eru mikið rædd, en fátt virðist til bóta vegna þess að þá skortir fé til flestra hluta sem ekki eru inni í „grunn- skólauppeldislögunum“ eða falla ekki inn í „fjölbrautaskólameðal- talshugmyndirnar." Nú virðist þó að menn séu til sem telja flestan vandann leystan. þ.e. með sölu áfengs öls á íslandi. „Bjór hefir verið til frá ómunatíð, reynst holl og góð fæða, yljað mörgum manninum í skorti og neyð, hefir ekki tortímt neinni þjóð svo vitað sé“ o.s.frv. Heyrt hefi ég margan manninn segja að áfengur bjór sé áhrifalaus og hættulaus. Til hvers er þá áfengið í bjórnum? Fyrir fáum árum t.d. á vinstri- stjórnarárunum fyrri 1956—1958 hefði sjálfsagt verið grundvöllur til að innleiða bjór hér á landi, við aðstæður sem settu daglegu lífi manna skorður með höftum, leyf- um, bönnum og þar af leiðandi takmörkuðu neyzlufrelsi. í dag eru viðhorfin hér allt önnur. t.d. fólksbíll á hverja fjóra íbúa, einn af hverjum fjórum eða fimm fer álega til útlanda o.s.frv. Nokkur höfuðatriði bjórmálsins eru t.d.: 1. Bjórinn veldur viðbótarneyzlu áfengis 2. Bjórinn veldur auknum æsku- lýðs- og félagsvanda Sigfinnur Sigurðsson 3. Ökumenning eykst varla 4. Verkmenningu á vinnustöðum vex vandi í tæp sex ár hafði ég náin kynni af bjór á námsárum mínum í Þýzkalandi. Ég minnist margra glaðra stunda yfir bjórglösum og á ferðum erlendis þykir mér fátt betra en ískaldur bjór með mat og e.t.v. bjórglas eftir matinn einnig. Það þykir því kannski hótfyndni að vera andvígur því að aðrir fái notið áfengs öls hér á landi. Ástæðan er sú að mig skortir sannfæringu fyrir því að sú ráð- stöfun láti gott af sér leiða fyrir heildina og ég álít að aðrar aðgerðir í áfengismálum væru brýnni en þessi, þegar að öllu er gáð. Það væri til einhvers af stað farið með bjórfrumvarpið ef menn almennt færu að velta málunum fyrir sér og vísa ég þar til frábærs frumkvæðis fjölmenns hóps ungs fólks I skólum borgarinnar varðandi tóbaks- auglýsingar og tóbaksneyzlu. 24. febrúar 1977 Sigfinnur Sigurðsson Jón Veturliðason: Bjór er Fram að þessum tíma hef ég undirritaður ekki verið orðaður við stúkumál eða ritsmíðar. Þó langar mig til að koma minni per- sónulegu skoðun um áfengt öl á framfæri. Það eru ótrúlega marg- ir sem finnst að bjór sé endanleg lausn á áfengisvandamálum ís- lendinga. Það sögðu ferðamenn á fjörðum vestur er þeir voru í vetr- arferðum, að það væri skamm- góður vermir að pissa I skó sinn og trúi ég að satt sé. Það er raka- laus fjarstæða að bjór sé til bóta, þó góður sé. Hann er sjálfsblekk- ing í stórkostlegu vandamáli. Hugleiðið aðeins: Hvaða hópa og stéttir þjóðfélagsins myndi bjór leika harðast. Tvímælalaust allar framleiðslustéttir og lág- launafólk. Bjór er engin vítamin- sprauta fyrir fólk sem er við vinnu, afköstin minnka þvi meir, sem fleiri bjórar eru drukknir, hófleg drykkja 1—2 flöskur á hverja vinnustund. Ég tel ekki í kössum eins og ein frúin gerði. Hvað rýrir þetta mikið Dagsbrún- ar-kaupið daglega? Trúið þið þvi að Sólnes ætli um alla framtiðað gefa ykkur mjöðinn? i hvaða höfn í heiminum er náð meiri afköst- um við löndum og útskipun á vör- um en Reykjavlk? Er það lygi úr mér að dæmi séu fyrir því í er- lendum höfnum, að 1—2 menn geri lítið annað en bera bjór til þeirra er í lestunum vinna? Frá hvaða landi eru þeir sjómenn sem afla meira en islendingar? Myndu afköstin aukast ef almennt væri stunduð bjór- drykkja um borð? Ég vil taka fram að ég tel menn ekki verða ölvaða, þó þeir drekki nokkra bjóra. En bjórinn yrði almennari vimurjafi. í hvaða landi eru jáfnmörg eða fleiri láglaunaheimili eins falleg og vel búin tækjum og heimili hins almenna, vinnandi manns? Óska sjómannskonur eftir að menn þeirra og synir sitji á bjór- krám í 1—2 klukkutím eftir að þeir kveðja þær og bönnin, áður en farið er um borð þegar skip lætur úr höfn. Sama saga endurtekur sig þegar komið er að landi. Jafnt úr veiðiferð sem siglingu? Hef ekki heyrt getið um það ennþá að menn almennt komi ekki strax heim þegar komið er úr veiðiferð i heimahöfn. Auðtrúa þú aldrei sért. Trúið þvi varlega að láglaunafólkið á íslandi ætti eins falleg hús og heimili, ef fyr- irvinna heimilisins hefði stand- andi bjórkassa á vinnustað, eða bjórsjoppu (þar fara stundum af kránum notalegheitin) i næsta nágrenni t.d. hér í bænum, áGrandagarði, nálægt Slippnum, við Sundahöfn eða í iðnaðarhverf- um. Bygginarvinnustaðir og aðrir 1111 * " * M111|) I * ‘ «f | j | j j 111111«*'«11 •« .rt.i , iiiiiiiiiiiiiiinimti Hlitli fllltlll 11111 f I IIIIIIII M. C1 1 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.