Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 13
13
MORgUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
Firringin og bjór-
inn og aumingjar
til skapsmunanna
MENN úr skáldahópi þjóðarinnar
hafa á almannafæri verið að mæð-
ast yfir leiðindum lífsins. Þeim
finnst mikið mein hve tilveran er
leiðinleg og geysi alvarlegt, þar
sem fólk verður heltekið firringu
vegna leiðindanna og jafnvel leið-
ist út í margskonar óhæfuverk til
að hafa af sér leiðindi.
Eitt ráð sjá skáldin við þessum
leiðindum. Það er að koma upp
bjórstofum. Það er eina úrræðið.
Nú er það mála sannast að lífs-
leiðinn er alvörumál og ekki til að
spauga með og er seint að rekja
allar þær hörmungar sem frá hon-
um stafa. Væri ástæða til að ræða
við skáldin hverja ábyrgð og sök
vissar bókmenntastefnur bera i
þvf sambandi, og verður þó að
fresta þvi að sinni. Við hinu er
skylt að vara að drekka áfengi til
að verja sig leiðindum. Þvf er
nefnilega þannig varið að drykkj-
an er gjörn á að valda meiri
leiðindum en hún losar menn við.
Drykkjumenn verða bæði sjálfum
sér og öðrum til skapraunar ekki
síður en fýlupokarnir, og er ég þó
alls ekki að mæla þeim bót því að
þeir eru eins og karlinn sagði
„aumingjar til skapsmunanna."
Hugsjón Jóhannesar Helga er
bjórkrár úr gleri svo að greina
megi af götunni hverjir inni eru.
Svo fer hann frá einni krá til
annarrar þar til hann eygir innan
glerja einhvern þann sem hann
vill eyða orðum við. Þá fer hann
inn og auðvitað er engin hætta á
að sá sem hann vill tala við hafi
öðru að sinna eða kjósi sér annað
fremur.
Þetta var helzta úrræði sem
skáldið sá til þess að fundum
manna beri saman og maður ræði
við mann.
Lítið þekki ég til leiðinda og
firringar af eigi n raun. Það kom
þó fyrir þegar ég var krakki að ég
kvartaði um leiðindi, — einkum á
sunnudögum. Þá var mér sagt að
gera eitthvað og venjulega bent á
ákveðið verkefni. Ekki man ég
eftir slíkum leiðindastundum eft-
ir að ég varð stautfær á bók. En
þó hygg ég að gæfa mfn í þessum
efnum liggi einkum í því að frá
barnsaldri hef ég átt mér góða
félaga. Hér f Reykjavfk eru það
fyrst og fremst Góðtemplarar.
Ég vil ráðleggja skáldum og
öðrum þeim sem þrúgaðir eru af
leiðindum að ganga f stúku. Þá
eiga þeir þess kost að koma á
fundi með algáðu fólki með reglu-
legu millibili. Þar er m.a. fjallað
um skáldskap og bókmenntir.
En sagan er ekki öll sögð með
því. Félagsstarfið og félagslífið er
miklu meira en fastir fundir
hálfsmánaðarlega eða svo. Við
þurfum oft að finnast og margt að
ræða. Því finnum við hvorki til
firringar né leiðinda. Við tölum
við fólk og skortir ekki kynni við
aðra. Og það er miklu hentugra að
geta gengið að félögum sínum vís-
um en að þeytast út um alla borg
til að kanna hver nú sé staddur f
þessu eða hinu glerinu.
Mannleg samskipti eru nauð-
syn. En það er engin nauðsyn að
þekkja þúsundir manna. Hitt er
ómetanleg blessun að hafa góðan
félagsskap við nokkra tugi
manna, þekkja þá vel, eiga með
þeim áhugamál og þykja vænt um
þá. Þess vegna er það sálubót og
hjartafró að vera í stúku og því
meiri sem betur er unnið.
„Hitt kom alltaf hundraðfalt
sem hjartað galt úr sjóði“
segir Einar Benediktsson og hann
var spekingur, þó að skáldið f
Gljúfrasteini telji hann lélegt
skáld af því einhverjum gekk illa
að þýða Ijóð hans á framandi
tungu. Það er ekki einsdæmi að
skáld séu misvitur.
Mér finnst Reykjavík á margan
hátt skemmtileg borg með yndis-
legt umhverfi og segja má að hún
sé full af góðu og skemmtilegu
fólki. Vandinn er bara að ná til
þess. Það kemur af sjálfu sér ef
við erum f góðum félagsskap. Þar
sem áhugasamir umbótamenn eru
samankomnir mun engum leiðast.
Niðurdregnir fýlupokar sem sjá
sig ekki eiga nokkra von utan
áfengis munu fáa frelsa.
H.Kr.
sjálfsblekking
senda eftir bjór f staðinn fyrir
gosdrykki. Svona er bjórmenning-
in. Jafnvel þó lögfest yrðu 100.000
þús. kr. mánaðarlaun strax svo
vísitalan tapaðist ekki þegar bjór-
frumvarpið verður lögfest, þá
myndu tapast margar krónur af
lágum launum og vinnu afköst
minnkuðu.
Þingmenn: Þokan hefur oft orð-
ið íslenskum smölum erfið, slæm
leitarveður fyrir kosningar getur
gert atkvæðasmölun erfiða.
Forsvarsmenn þjóðarinnar hafa
séð það vel fyrir sfnum tekjum að
þeir þurfa ekki kaupsins vegna að
svala þorsta sinum á bjórkrám
nema þeir séu að leika verkafólk
eins og unglingarnir. Segir sig
sjálft, að fólk með hundruð þús-
unda króna, jafnvel milljónir í
tekjur á mánuði situr ekki innan
um kofdrukkinn og drullugan
vinnulýð nálægt höfninni eða öðr-
um vinnustöðum. Fólk má ekki
rugla saman glæsihótelum og
framleiðslustéttum. Guðlaugur
Bergmann og fleiri fóru til Hol-
lands fyrir nokkrum árum til að
kynna sér hass- og L.S.D.-neyslu
unglinga. Þá hristu of margir höf-
uðið, trúðu því að fslensk ung-
menni myndu aldrei leiðast út í
svoleiðis vitleysu. Hver er stað-
reyndin? Þó ég hafi hætt við
tóbaksneyslu hefði ég aldrei kom-
ist framhjá bjórdrykkju svo
lúmskur og hættulegur vímugjafi
sem hann er.
Þurfum við íslendingar sífellt
að vera með eftiröpun-á því allra
lágkúrulegasta sem aðrar þjóðir
eiga við að stríða og geta ekki með
neinum ráðum upprætt þótt þær
vildu?
Væri ekki nær að kanna þá
sjálfsblekkingu sem flest í því að
velta sffellt fleiri og stærri vanda-
málum á okkar eigin afkomend-
ur? Við eigum glæsileg hótel og
skemmtistaði sem ættu að selja
alla daga vikunnar sínar fjöl-
breyttu veigar fyrir útlenda
ferðamenn og aðra velunnara
hins ljúfa lífs. Flutningsnaður
bjórfrumvarpsins virðist hafa
fengið slæmt höfuðhögg. Vonandi
tekst hinum hópnum að leiðrétta
svo áfengislöggjöfina að fólk sem
hefur fengið prestsvfglu til barna-
uppeldis, fái þau sjálfsögðu
mannréttindi sem þarf til að
sækja opinbera skemmtistaði.
Opnari fræðslu, fá unga fólkið
sjálft til vinsamlegra samstarfs,
svo það sjálft taki upp fyrirbyggj-
andi aðgerðir.
Er það annars ekki undraverð
óskammfeilni að nokkur alþingis-
maður skuli treysta sér til að
horfa upp á þann vesaldóm sem
flæddi yfir þjóðina, til viðbótar
öðrum hliðstæðum vandamálum?
Jón Veturliðason.
L . . EÐA EKKI BJÖR?
Hljómdeild
Simi frá skiptiborði 281S5
SX — 450 útvarpsmagnari
einn nýjasti magnarinn.
PL. 112 plotuspilari með
Ortofon hljóðdós
Hljomtæki frá
Pioneer
tryggja gæðin
Staðgreiðslu-
verð
kr. 164.500
CS 313 hátalarar, sem skila
hreinum tón
Komið og hlustið í nýju hljómdeildinni.
'77 módelin frá Pioneer eru nú komin