Morgunblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
Ágreiningur um ályktun um lánamál:
__
A að verðtryggja
lán til landbúnaðar?
Bannað verði
að fleygja líf-
rænum úrgangi
ALLSHERJARNEFND Búnað-
arþings lagði á fundi þingsins i
gærmorgun fram ályktun um
lánamál bændastéttarinnar til
siðari umræðu og var ætlunin
að :fgreiða þá ályktun frá þing-
inu. Egill Bjarnason (Bsb.
Skag.) hafði framsögu fyrir
ályktun nefndarinnar og vék
hann í framsöguræðu sinni að
þeirri gagnrýni, sem komið
hefði fram á ályktun nefndar-
innar við fyrri umræðu en þær
voru einkum þær að í ályktun
nefndarinnar væri ekki mót-
mælt verðtryggingu á lánum til
landbúnaðar og ekki væri tekið
nægjanlega tillit til þarfa frum-
býlinga.
Sagði Egill að nefndin hefði
ekki talið rétt að mótmæla verð-
tryggingu á lánum til landbún-
aðar, þar sem sú stefna væri
ríkjandi af hálfu Seðlabankans
að taka upp verðtryggingu á
útlánum. Varðandi frumbýl-
inga hafði milli umræðna um
ályktunina verið bætt inn I
hana lið, sem gerði ráð fyrir
stofnun nýs lánflokks til bú-
stofnunar í sveitum hjá
Byggðasjóði. Að lokinni fram-
E*ill KríII
Kjarnason Jónsson
mótmæla verðtryggingu á lán-
um til landbúnaðar og með því
að fjalla ekki um verðtrygging-
una viidi nefndin hvorki taka
undir hana né setja sig upp á
móti henni. Varðandi tillögu
nefndarinnar um hækkun lána
til jarðakaupa sagði Egill, að
slíkar lánsumsóknir væru yfir-
leitt 80 til 100 á hverju ári og
meðalverð jarða væri milli 15
og 20 milljónir þannig að ef
verða ætti við tillögum nefnd-
arinnar þyrfti á ársgrundvelli 1
til lió milljarð króna I þessi lán.
Það væri því sennilega ekki
kostur á að þessi tillaga yrði að
raunveruleika strax og þvi teldi
nefndin vænlegra að róa frekar
á tvenn mið en ein og átti þá við
tillöguna um Byggðasjóð.
Tekið undir tillögur,
sem þingið
hefurekkiséð
Egill Jónsson (Bsb. A-Skaft.)
taldi að með þessari afgreiðslu
hefði komið fram stefnuyfirlýs-
ing ( lánamálum landbúnaðar-
ins af hálfu nefndarinnar, fyrst
SÍRUrdur Sigmundur
J. IJndal Sigurðsson
Sagði hann að bændur væru
þegar i kröggum með afborgan-
ir af lánum og hann væri ekki
viss um að bændur hefðu nokk-
uð upp úr því að fá lán til
landbúnaðar hækkuð ef verð-
trygging lánanna fylgdi með.
Óskaði Hjalti eftir þvi að alls-
herjarnefnd tæki ályktun sína
til endurskoðunar.
verðtrygging leiðir
til þess að menn
verða fráhverfir
framkvæmdum
Sigmundur Sigurðsson (Bsb.
Suðurl.) minnti á að hér væri
um að ræða eitt mesta mál
þessa Búnaðarþings og fráleitt
væri að afgreiða það með þeim
hætti, sem tillaga allsherjar-
nefndar gerði ráð fyrir. Sig-
mundur lýsti sig andvígan verð-
tryggingu á lánum til land-
búnaðar og sagði að hún leiddi
aðeins til þess að menn yrðu
fráhverfir því að leggja út i
framkvæmdir í landbúnaði.
ítrekaði Sigmundur að nauð-
synlegt væri að fá gögn frá
Hjalti
(íestsson
ÞEIR Jónas Jónsson, rit-
stjóri, og Árni G. Péturs-
son, ráðuneutur, hafa lagt
fram á Búnaðarþingi erindi
þess efnis, að bannað verði
að fleygja lífrænum úr-
gangi. í tillögunni er því
beint til stjórnvalda, að
bannað verði með lögum að
bera út eða fleygja hvers
konar llfrænum úrgangi,
sem orðið gæti æti mein-
dýra og vargfugls, hvort
sem er á sjó eða landi. Seg-
ir í tillögunni, að með lög-
gjöf þessari þyrfti jafnframt
að stefna að því að allt það,
sem til fellur á sjó og við
vinnslustöðvar sjávarút-
vegs og landbúnaðar, nýtist
þannig að lífræn efni glatist
ekki og valdi ekki mengun.
Tvö önnur mál voru lögð
fram : fundi Búnaðarþings í
gærmorgun en það voru er-
indi Sigurðar J. Líndals (Bsb.
V-Hún.) og Sigurjóns
Friðrikssonar (Bsb. Austurl.)
um innflutning á fóðurblönd-
um og telja flutningsmenn,
að þar sem hér á landi sé
framleitt úrvalshráefni til
eggjahvítufóðurs, þ e. fiski-
mjöl, sé óeðlilegt að flytja inn
í landið annað eggjahvítufóð-
ur, sem nýtist lakar og gefur
notendum fóðursins lakari
raun en þeir hafa búizt við.
Þá telja þeir að séu slíkar
fóðurblöndur fluttar inn í
landið, þá verði gerð sú
krafa, að bændur fái ýtarleg-
ar upplýsingar um notagildi
þeirra.
Egill Bjarnason (Bsb.
Skag.) hefur lagt fyrir
Búnaðarþing erindi þess efn-
is að þingið taki til athugunar
framkomna vegaáætlun fyrir
árin 1977—1980 m.a. með
tilliti til skiptingar á fjármagni
milli vegaflokka og hvort
benda megi á nýja tekju-
stofna til Vegasjóðs í því
augnamiði að flýta endur-
byggingu vega í þeim sveit-
um og/eða sveitarhlutum,
sem nú búa við örðugastar
samgöngur. Jafnframt verði
gildandi reglur um snjó-
mokstur teknar til athugunar.
Fyrstu málin afgreidd:
Skyklutiygging-
ar á útihúsum
Samstarf um útflutning
landbúnadarvara
söguræðu Egils urðu tölverðar
umræður og lýstu þeir, sem til
máls tóku sig andvíga þvi að
þingið afgreiddi ályktunina
eins og hún lægi fyrir og ákvað
forseti þingsins að umræðum
um ályktunina yrði frestað og
óskaði þess að allsherjarnefnd
tæki ályktun slna til endurskoð-
unar i Ijósi þeirra umræðna,
sem þarna hefðu farið fram.
Ekki rétt að mótmæla
verðtryggingu lána
Egill Bjarnason gerði eins og
áður sagði grein fyrir ályktun
nefndarinnar en í henni segir
að Búnaðarþing beini þeim ein-
dregnu tilmælum til landbún-
aðarráðherra, að hann hlutist
til um að nefnd sú, er nú vinnur
að athugun á málefnum Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins,
ljúki störfum svo fljótt, sem við
verði komið. Lögð er áhersla á
að lögfest verði á því alþingi, er
nú situr, ákvæði um lánajöfn-
unargjald af heildsöluverði bú-
vara ásamt jafnháu mótfram-
lagi frá rikissjóði. Fé þessu
verði m.a. varið til að mæta
þeim mismun á verðtryggingu
og vaxtakjörum, sem er á lán-
veitingum til deildarinnar og
útlánum hennar.
Þá gerir tillaga nefndarinnar
eins og áður hefur komið fram
ráð fyrir að lán til jarðakaupa
hækki i allt að 70% af mats-
verði jarðanna og bústofns-
kaupalán hækki. Þeirri ein-
dregnu áskorun er beint til
stjórnar Byggðasjóðs, að við
gerð næstu fjárhagsáætlunar
sjóðsins verði tekinn upp nýr
lánaflokkur til bústofnunar i
sveitum og verði fé þessu varið
til veitingar viðbótarlána við
lán Stofnlánadeildar.
Egill gerði eins og áður sagði
grein fyrir því hvers vegna
nefndin hefði ekki talið rétt að
hún sæi ekki ástæðu til að mót-
mæla verðtryggingu lánanna.
Þá taldi hann að þrátt fyrir
ályktun nefndarinnar væri enn
eftir að leysa þann vanda, sem
lán og lánakjör frumbýlinga
væru. Nefndin tæki fyrst og
fremst undir þær tillögur, sem
heyrst hefði að nefnd, sem unn-
ið hefur að endurskoðun laga
um Stofnlánadeildina, legði til
án þess þó að Búnaðarþing
hefði fengið nefndarálit nefnd-
arinnar til umfjöllunar. Að síð-
ustu sagði Egill að taka þyrfti
ályktun nefndarinnar til nánari
athugunar og það væri nánast
að skjóta sér bak við horn að
leita á náðir Byggðasjóðs.
Gagnar lftt að
lánin hækki ef
verðtrygging fylgir
Sigurður J. Lfndal (Bsb. V,-
Hún.) sagði að æskilegt hefði
verið að álit nefndar, sem fjall-
að hefur um lög Stofnlándeild-
ar, hefði legið fyrir þinginu.
Hann minnti á að varðandi
verðtrygginguna væri um að
ræða heimild til handa stjórn
Stofnlánadeildar að taka hana
upp. Þá sagði Sigurður að eins
og fjármálum bænda væri nú
háttað væri hann I miklum vafa
um það hvort bændur gætu
staðið undir verðtryggðum lán-
um.
Hjalti Gestsson (Bsb.
Suðurl.) tók í upphafi máls síns
fram að hann væri ekki nógu
ánægður með það nefndarálit,
sem komið hefði frá allsherjar-
nefnd í þessu máli. Hann tók
undir orð Egils Jónssonar um
verðtryggingu lánanna. Taldi
Hjalti að með ályktun nefndar-
innar væri um of horfið frá þvi
erindi, sem borist hefði frá
Búnaðarsambandi Austur-
Húnavatnssýslu um verðtrygg-
ingu á Iánum til Iandbúnaaðar.
þeirri nefnd, sem unnið hefur
að endurskoðun laga Stofnlána-
deildai; áður en Búnaðarþing
færi að álykta um einhverjar
tillögur, sem heyrst hefði að sú
nefnd gerði.
Egill Bjarnason (Bsb. Skag)
tók aftur til máls og sagði að
með verðjöfnunargjaldinu væri
verið að hindra meiri verð-
tryggingu á lánunum en þegar
væri orðin og spurningin væri
þvf sú hvort menn vildu láta
leggja á hærra verðjöfnunar-
gjald eða lánajöfnunargjald
eins og hann nefndi það til að
sleppa við verðtrygginguna.
Sagði Egill það rangt að nefnd-
in iegði til að tekin yrði upp
meiri verðtrygging á lánum til
landbúnaðar en þegar væri.
Sparifé sveitafólks
lánað í aðra atvinnu-
vegi en landbúnað
ölvir Karlsson (Bsb. Suðurl.)
sagði að Búnaðarþing þyrfti að
gera þá kröfu að fá I hendur
álit nefndar, sem fjallað hefði
um Stofnlánadeildina áður en
þvi lyki. Þá fyrst væri hægt að
álykta um efnisatriði þess.
Sagði Ölvir að útilokað væri að
taka upp verðtryggingu á lán-
um til landbúnaðar og minnti á
að bændur hefðu hingað til
fengið mjög hagstæð lán en
samt væri ástandið þannig að
gera hefði orðið skuldaskil og
nú væri rætt að gera það einu
sinni enn. Ekki sagðist örvir
hafa trú á því að Byggðasjóður
væri fáanlegur til að lána til
landbúnaðar nema þá að það
væri í formi byggðaáætlana.
Lýsti Ölvir sig sammála því að
þetta mál yrði tekið til nánari
skoðunar áður en Búnaðarþing
léti frá sér fara ályktun um
það.
Framhald á bls. 31
Á FUNDI Búnaðarþings í
gærmorgun voru fyrstu mál
þingsins tekin til endan-
legrar afgreiðslu. Sam-
þykkt var ályktun þar sem
segir að Búnaðarþing telji
nauðsynlegt, að teknar séu
upp skyldutryggingar á úti-
húsum í sveitum og gerir
þingið tillögu um breyting-
ar á lögum um brunatrygg-
ingar utan Reykjavíkur nr.
59, 12. apríl 1954 í sam-
ræmi við fyrrnefnda tillögu.
Þá felur þingið stjórn Bún-
aðarfélags íslands að at-
huga á hvern hátt megi ná
sem hagstæðustum samn-
ingum við tryggingarfélög-
in varðandi þessar trygg-
ingar.
Þá var samþykkt eftirfar-
andi ályktun um út-
flutningsmál landbúnaðar-
ins:
„Búnaðarþing 1977 beinir
þeim eindregnu tilmælum til
landbúnaðarráðuneytis,
Stéttarsambands bænda,
Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga og Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, að
þessir aðilar ásamt með Bún-
aðarfélagi íslands bindist
samtökum og komi á sam-
starfi um markaðsleit erlend-
is og annað það, sem lýtur að
útflutningi landbúnaðarvara.
Þingið leggur til, að sett
verði á laggirnar sérstök
nefnd útflutningsmála land-
búnaðarins, og skipi hver of-
anskráðra stofnana einn
mann í hana. Nefndarmenn
kjósi sérformann og skipti að
öðru leyti með sér verkum.
Kostnaður, sem af starfi
nefndarinnar leiðir, greiðist
að jöfnu af samstarfsaðilum."
Þá samþykkti þingið 'lykt-
un þar sem stjórn Búnaðar-
félags íslands er falið að láta
hefja útgáfu upplýsinga- og
fræðsluefnis handa leiðbein-
ingarþjónustu landbúnaðar-
ins í lausblaðaformi og á
glærum. Upplýsingum þess-
um á að dreifa til ráðunaut-
anna jafnóðum og þær koma
fram í hverri grein og í sam-
þykktinni segir að eðlilegt sé
að um þetta efni sé haft náið
samstarf við Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins. Þá
er mælst til þess að skrifstofa
Búnaðarfélagsins taki að sér
að senda búnaðarsambönd-
unum sérprentanir af öllum
lögum, er Alþingi setur og
landbúnaðinn varða.
CJi 0 1‘)
( f I * C (
II f
J II