Morgunblaðið - 03.03.1977, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Mengun
í Straumsvík
Upplýsingar þær, sem Matthías Bjarnason heilbrigðisráð-
herra gaf Alþingi f fyrradag um heilsufar og hollustuhætti f
Álverinu f straumsvík, eru hinar alvarlegustu og vekur raunar undr-
un, að þessar upplýsingar skuli ekki hafa komið fram fyrr í Ijðsi
umræðna að undanförnu um hreinsitæki f Straumsvfk. Kjarni þeirrar
skýrslu, sem heilbrigðisrððherra gaf Alþingi f fyrradag, er sá, að
heilsu starfsmanna álversins sé hætta búin af völdum ýmiss konar
mengunar.
1 skýrslu heilbrigðisráðherra er sérstaklega rætt um hættu af
asbest-ryki og þar segir m.a.: „Sérstaklega skal bent á árvekni og
framtakssemi héraðslæknisins og heilbrigðisfulltrúa um heilbrigðis-
hættu, sem stafað getur af asbest-ryki á vinnustað en niðurstöður
erlendra rannsókna fóru að birtast f erlendum tímaritum á árinu 1975,
þar sem bent var á að asbest-ryk gæti vaidið krabbameini f brjóst- og
iífhimnu ásamt lungum, en áður hefur lengi verið þekkt til óeðlilegrar
bandvefsmyndunar f lungum vegna þessa ryks, en þessi sjúkdómur er
fyllilega jafn alvarlegur og svokölluð kfsillungu eða kfsilveiki, sem
stafa af innöndun kfsilryks og var fyrirtækinu gert að gera grein fyrir
asbestnotkun sinni og gefin fyrirmæli um að draga úr þeirri notkun
ásamt því að viðhafa sérstaka gát og varnir við sögun og aðra meðferð á
efninu. Skilaði íslenzka Álfélagið ítarlegri skýrslu um asbestnotkun
sfna og dró tafarlaust úr notkun þess eins og unnt var og lofaði, að ekki
yrði sagað asbest eða mulið lengur og að tilraunum til að draga úr
notkun þess héldi áfram.“ Þess munu dæmi, að asbestnotkun hafi
algerlega verið bönnuð í sumum löndum, m.a. vegna hættu á krabba-
meini af þess völdum oæ er þvf ástæða til þess að staldra sérstaklega
við notkun þess f Straumsvfk.
Þá kemur fram f skýrslu heilbrigðisráðherra til Alþingis, að á
vegum heilbrigðiseftirlits rfkisins hafi verið gerð rannsókn á vinnu-
skilyrðum f álverinu og þar hafi m.a. komið í Ijós að „allmikið ryk væri
f þessum vinnustöðum og fann skoðunarmaður fyrir óþægindum frá
öndunarfærum vegna hins mengaða lofts.“ Ennfremur segir: „Sjö
menn af átta, sem veikst höfðu f álverinu, voru kallaðir til viðtals og
tekin af þeim nákvæm sjúkrasaga og allar upplýsingar um rannsóknir
á þeim frá öðrum læknum eða stofnunum. Allir höfðu reynst ein-
kennalausir við læknisskoðun, þegar þeir hófu störf hjá álverinu.
Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu f Ijós, að þessir menn þjáðust
af einkennum frá öndunarfærum sem f sumum tilvikum voru mjög
slæm. Einnig kom fram ofnæmi hjá sumum þessara manna en auk
þess bar mikið á sleni og þreytu að vinnu lokinni. Flestir höfðu unnið í
kerskála en margir við súrálsuppskipun og haft mikla yfirvinnu. Talið
var, að mengun andrúmslofts á vinnustöðum þessara manna, svo og
viss næmi fjögurra af sjö mönnum væri orsök og samverkandi orsök
sjúkdómseinkenna þeirra og öll veikindatilfelli ættu að flokkast undir
atvinnusjúkdóma. Þannig er talið af heilbrigðiseftirliti rfkisins, að
aðstæður í Straumsvfk séu þannig að hætta sé á atvinnusjúkdómum
hjá starfsmönnum."
Eins og sjá má af þessum stuttu tilvitnunum f skýrslu heilbrigðisráð-
herra til Alþingis, sem birt var í heild f Morgunblaðinu í gær, eru
niðurstöður hennar mun alvarlegri en áður hefur verið vitað. Þessi
skýrsla undirstrikar réttmæti þeirrar stefnu, sem núverandi rfkis-
stjórn, og þá sérstaklega Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, hefur
haldið uppi, að leggja þunga áherzlu á það við Svissneska álfélagið, að
hreinsitæki verði sett upp í Staumsvík, ekki einungis vegna mengunar-
áhrifa utandyra heldur og vegna vinnuskilyrða f iðjuverinu sjálfu.
Gunnar Thoroddsen hefur á fundum sínum með forsvarsmönnum
Svissneska álfélagsins síðustu mánuði lagt áherzlu á aðeins eitt mál,
uppsetningu hreinsitækja í Straumsvík. Að loknum sfðasta fundi
iðnaðarráðherra nú fyrir skömmu með forráðamönnum Svissneska
álfélagsins var því lýst yfir, að álfélagið hefði fallizt á að setja upp
hreinsitæki f Straumsvík, mjög fullkomin hreinsitæki, sem munu
kosta um 4700 milljónir króna. Þegar frá þvf var skýrt, lágu ekki fyrir
endanlegar hugmyndir frá álfélaginu um það, á hve löngum tfma
þessum hreinsitækjum yrði komið fyrir, en tillögur um það eiga að
liggja fyrir alveg næstu daga.
Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið margsinnis ftrekað
nauðsyn þess, að sett verði upp hreinsitæki f Straumsvfk og blaðið
hefur hvað eftir annað lýst þeirri skoðun, að uppsetning þeirra tækja
verði að fara fram á sem skemmstum tfma. Sú skýrsla, sem heilbrigðis-
ráðherra hefur nú gefið Alþingi um mengunaráhrifin frá Straumsvfk
og um vinnuaðstæður þar og hættu á atvinnusjúkdómum, undirstrikar
enn nauðsyn þess að þessi hreinsitæki verði sett upp á sem skemmst-
um tfma.
Það skiptir vissulega miklu máli fyrir okkur að hagnýta orku
fallvatnanna með uppbyggingu stóriðjuvera. En það má þó aldrei
verða á kostnað ómengaðs. andrúmslofts eða á þann veg, að heilsufari
þeirra starfsmanna, sem í slfkum stóriðjuverum starfa, sé hætta búin.
Nú á að vera hægt að búa svo um hnútana við rekstur stóriðjuvera að
ekki stafi hætta af mengunaráhrifum þeirra. Sú breyting, sem orðið
hefur á f Straumsvfk, er einfaldlega, að f upphafi var álverið miklu
minna, en hefur sfðan stækkað verulega og mengunarhættan aukizt af
þeim sökum. Skýrsla heilbrigðisráðherra á Alþingi í fyrradag verður
okkur áminning um að fara varlega í þessum efnum og gera hinar
ströngustu kröfur um allar mengunarvarnir.
/ DA G eru liðin hundrað ár frá
fœðingu Jóns Þorlákssonarfyrr-
um forsœtisráðherra og borgar-
stjóra i Reykjavik. Hann var
fœddur á Vesturhópshól i
Vestur-Húnavatnssýslu 3. marz
1877. Foreldrar hans voru Þor-
lákur Simon Þorláksson hrepp-
stjóri og kona hans Margrét
Jónsdóttir.
Jón lauk stúdentsprófi 1897
og prófi i byggingarverkfrœði i
Kaupmannahöfn 1903. Hann
starfaði siðan á vegum lands-
stjórnarinnar frá 1903—1905 að
rannsóknum á byggingarefnum
landsins og athugaði þá m.a.
möguleika á byggingu sements-
verksmiðju hér á landi.
Árið 1905 var Jón Þorláksson
svo ráðinn landsverkfrœðingur
og gegndi þvi starfi i 12 ár.
Hafði hann aðallega á hendi
forstöðu um brúa- og vegagerð
landsins og innleiddi hann þá
m.a. notkun járnbentrar stein-
steypu við meiri og minni háttar
brúargerðir. Þá má nefna að
Jón Þorláksson gekkst fyrir
stofnum Landssmiðjunnar i
Reykjavik, rannsakaði mögu-
leika á járnbrautarlagningu frá
Reykjavik austur i sveitir, gerði
Jón Þor/áksson
— A/darminning
frumáœtlun og að mestu leyti
fuUnaðaruppdrætti að vatns-
veitu Reykjavikur, uppdrætti að
vatnsveitu Hafnarfjarðar og
Akureyrar og vatnsvirkjahluta
rafmagnsstöðvar Seyðisfjarðar
og Húsavikur.
Árið 1917 setti Jón á stofn
sjálfstæða verkfrœðiskrifstofu i
Reykjavik og starfrœkti hana til
1923. Gerði hann þá m.a. frum-
áœtlun um virkjun Glerár
(ásamt Guðmundi Hliðdal),
vatnsveitu i Tórshavn i Fœreyj-
um, fullnaðaráœtlun að Flóa-
áveitu og hafði umsjón með
byggingu hennar, gerði upp-
drœtti og hafði umsjón með
byggingu vatnsvirkjahluta
Elliðaárstöðvarinnar og aukn-
ingu vatnsveitu Reykjavikur,
gerði frumáæt/un um notkun
hveravatns til upphitunar húsa i
Reykjavik og frumáætlun um
sildarverksmiðjur á Siglufirði.
Jón Þorláksson var forstöðu-
maður Iðnskólans i Reykjavik
og kennari þarfrá 1904 —1911.
Hann rak byggingarvöruverz/un
i Reykjavik undir eigin nafni frá
1917 —1923 en eftir það ifélagi
við Óskar Norðmann, J. Þor-
láksson & Norðmann.
Jón Þorláksson var bœjarfull-
trúi i Reykjavik frá 1906 — 1908
og afturfrá 1910 —1922, og var
forseti bæjarstjórnar tvö siðustu
árin. Þá var hann kosinn
borgarstjóri i Reykjavik 1933 og
gegndi þvi starfi þar til hann
andaðist 20. marz 1935.
Jón sat á alþingi frá 1921 —
1934 semþingmaður Reykjavik-
ur og landskjörinn þingmaður.
Hann var fjármálaráðherra
1924 — 1927 og jafnframt for-
sætisráðherra 1926 — 1927. Þá
var hann formaður fhalds-
flokksins frá 1926 — 1929 og
Sjálfstæðisflokksins frá 1929 —
1934.
Jón átti um langt árabil sæti i
stjórn Eimskipafélags Islands,
stofnandi Verkfræðingafélags
Islands og formaður þess frá
1912 — 1914 og aftur 1922 —
1924. Þá var hann og félagi i
Visindafélagi fslendinga. —
Hann skrifaði fjölda greina i
blöð og timarit, aðallega um
verkfrœðileg efni og stjórnmál.
Jón var kvæntur Ingibjörgu
Claessen, kaupmanns á Sauðár-
króki, sem lézt fyrir nokkrum
árum.
hugmynd
þessarar c
Örlítil
veldi
JÓN Þorláksson gerBi sér fulla
grein fyrir þeim miklu möguleik-
um, sem fólgnir eru I hagnýtingu
jarðhitans. — Hér er gripið niður f
grein, sem hann skrifaSi um
„Verklega hagnýtingu jarShitans"
og birtist I tfmaritinu Stefni, 5.
hefti, 2. árg. 1930:
„Er unnt að reikna út, hve mikill
forði af hitaorku sé fyrirliggjandi i
iðrum jarðar? Það er ekki unnt að
svo komnu, því fer enn fjarri, að
vísindin hafi gert grein fyrir þýðing-
armestu grundvallaratriðunum fyrir
slíkum útreikningi. Sé nú samt sem
áður reynt að gera útreikning á
þessu. byggðan á einhverjum þeim
kenningum um myndum og hitastig
hnattarins, sem fram hafa komið. þá
koma út svo háar tölur, að helzt
minnir á stjörnufræðisútreikninga
Til þess þó að gefa örlitla hugmynd
um veldi þessarar orku. skal eg taka
þetta fram: Vér hugsum oss, að
undir hinni hörðnuðu jarðskorpu
liggi samfellt lag af „magma ', þykkt
þess ókunn, hitastig 2000° C. og
vatnið I þvl 10% að rúmmáli, renn-
andi við andrúmsloftsþrýsting, og
gæti þeð samsvarað 4% að þyngd
Vér teljum svo eingöngu hitaorkuna
I þessu magma-vatni, en sleppum
hitaorkunni, sem geymd er I öðrum
efnum magmans, og einnig þeirri
orku, sem kann að losna við að
þrýsting vatnsins hefir minnkað og
það horfið úr gufuliki og orðið renn-
andi Þannig skilgreinda hitaorku
magmavatnsins berum vér svo sam-
an við hitaorkuna I núverandi árs-
framleiðslu af kolum, sem er kring-
um 10.000 biljónir hitaeininga
(kllógramcalórlur). Gjörum yfirborð
magmalagsins 500 milj. ferkm , og
reiknum út þykktina á magmalagi
þvi, sem hefir geymda hitaorku i
vatninu einu saman á við ársframl.
af kolum Þessi þykkt reiknast þá
1 / 10 úr millimetra. Ef vér i staðinn
fyrir 2000 hitaeiningar fyrir hvert kg
af magmavatni aðeins reiknum með
hitaorkunni I venjulegri vatnsgufu,
og ef vér jafnframt reiknum aðeins
með þeim hluta af yfirborði magm-
ans, sem liggur undir hinu þurra
landi jarðarinnar, þá finnum vér 1
mm. á ári, eða að eins kHómeters
þykkt magmalag gæti látíS f té
hitaorku, sem samsvarar núver-