Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 23

Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 23 „Verklegar f ramfarir lands og lýðs voru efni og uppistaða allra settjarðarhugsjóna minna" HÉR fara á eftir nokkrir kaflai úr grein eftir Þorstein Gislason ritstjóra um Jón Þorláksson. Greinin birtist upphaflega í And- vara en sfðar í Merkum tslending- um, 6. bindi 1957. . .hafði aldrei heyrt mann tala betur“ „Jón kom í Latínuskólann fjórt- án ára gamall vorið 1892. Hann bjó á skólaárum sínum hjá Birni Jónssyni ritstjóra, og var alltaf góður kunningsskapur milli Jóns og þess heimilis, enda þótt Jón yrði síðar mjög ákveðinn and- stæðingur Björns í stjórnmálum. Hann var hinn mesti námsmaður í skóla og útskrifaðist vorið 1897 með hærri einkunn en nokkur annar hafði fengið þar við burt- fararpróf fram til þess tíma. Bekkjarbróðir Jóns, Árni Pálsson prófessor, hefur lýst Jóni nokkuð á skólaárunum. Hann gaf sig lltið að skólamálum, segir Árni. En einu sinni lét hann þó til sín taka. Það var um vorið, er þeir Árni voru í 6. bekk. Þá hófst deila um mál eitt innan skólans, og gerðist Jón framsögumaður annars flokksins. „Og ræðan, sem hann hélt þá, er mér minnjsstæðari en flestar aðrar ræður, sem ég hef hlýtt á um mína daga“, segir Árni. „Þegar hann stóð upp, hafði ég ekki hugmynd um, hvernig hann væri máli farinn; þegar hann sett- ist niður, var ég viss um, að ég hafði aldrei heyrt mann tala bet- ur. Hann hafði tætt sundur mál- stað andstæðinganna með svo ró- legum yfirburðum og svo kaldri rökfestu, að það var bersýnilegt, að ha’nn sannfærði marga, sem áður voru á báðum áttum. Það duldist ekki, að miskunnarlaus rökvísi hans hafði snert andstæð- ingana ákaflega ónotalega". Verklegar og efna- legar framfarir eða virðulegur sess Þorsteinn Gíslason birtir í grein sinni orðréttan kafla úr grein, sem Jón Þorláksson skrifar í Oðin 1923 um fyrstu stjórnarár Hann- esar Hafstein. Þar segir Jón: „Á Kaupmannahafnarárum mínum, 1897—1903, var mjög fjörugt félagslíf hjá íslenzkum stúdentum, og mikill áhugi fyrir þjóðmálefnum Islands. Þá stóð yf- „um >rku // andi kolaframleiSslu I eina miljón ára. Mannkynið getur þvl rólegt tekið jarðhitann til notkunar án þess að kviða þvi, að uppsprettur hans tæm- ist Samt má náttúrlega spyrja um, hvort eyðsla orkuforða þess, sem geymdur er i iðrum jarðar, muni ekki með timanum spilla lifskjörun- um á yfirborðinu Trabert hefir talizt svo til, að hitaútstreymið frá jörðinni hækki meðalhita andrúmsloftsins ekki nema um 1 / 10°C.. og ef þetta er eitthvað nálægt réttu, þá er jarð- arhnötturinn nú þegar kominn i það ástand, aðeiginhiti hans sjálfs hefir engin áhrif á veðurfarið, og þarf þá ekki heldur að óttast það, að veðrátt- an versni neitt, þótt jarðhiti sé tek- inn til notkunar." Ráðuneyti Jðns Magnússonar 1924. Talið frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Jón Magnússon og Jón Þorláksson. ir barátta milli Valtýskunnar ann- ars vegar, og hins vegar Bene- dikzkunnar og síðar heimastjórn- arstefnunnar. Mátti heita, að stú- dentahópurinn væri óskiptur í þessum málum, móti Valtýsk- unni, og réð þar vitanlega meir tilfinning en dómgreind. En þeg- ar heimastjórnarstefnan var orð- in ofan á til fulls á árunum 1902—3, þá kom í ljós, sem oftar, að jafnan orkar tvímælis, þá gert er, og skiptist nú stúdentahópur- inn i tvo ámóta stóra og mjög andstæða flokka, eftir mismun- andi hugsjónum. Annars vegar þeir, sem höfðu verklegar og efnalegar framfarir lands og lýðs efst í huga sínum. Þeir vonuðust eftir, að innlenda stjórnin mundi leiða þessar hugsjónir til stað- festu. Hins vegar þeir, sem höfðu réttarstöðu landsins og virðuleg- an sess við hlið Danmerkur efst í huga. Þeim þótti sínu máli spillt með ákvæðinu um „ríkisráðsset- una“ og gerðust landvarnarmenn. Verklegar framfarir lands og lýðs voru efni og uppistaða allra ættjarðarhugsjóna minna á þess- um árum. Og það stóðst á endum, að ég hafði lokið námi og inn- lenda stjórnin var fengin. Ætla mætti, að mér og jafnöldrum min- um hefði fundizt, að þá mundi skammt að bíða þess, að hugsjón- irnar rættust, þegar sá rétti starfsgrundvöllur var fenginn og við sjálfir vorum tilbúnir að ganga til verka. En svo var nú ekki. öll okkar uppvaxtarár hafði verið skrafað og skrifað um fram- farir, en við sáum engan árangur. Þingið samþykkti lög og áskoran- ir um hitt og þetta, en landið stóð í stað, eftirbátur Danmerkur og annarra landa á öllum sviðum. Á bak við allar hugsjónir okkar ungu mannanna var falið vonleysi um að sjá þær í framkvæmd. Á mannfundum og gleðskapar- kvöldum skreið vonleysið um stund í skúmaskotin, svo að þess gætti ekki, en hversdagslega dró það móðu fyrir hugsjónirnar, svo að þær sýndust bara vera fjarlæg- ar hillingar. Að minnsta kosti var mér svona farið. Mér verður ávallt minnis- stæð sú undrun, sem greip mig — það mun hafa verið sumarið 1904 — þegar frú Jónassen trúði mér fyrir því leyndarmáli, að Hannesi bróður sínum, sem þá var erlend- is, hefði tekizt að tryggja það með samningum, að nú yrði lagður rit- sími til tslands. Ekki gat undrun- in stafað af því að málið sjálft væri nýstárlegt, eða kæmi að hug- anum óvörum, þvi að um ekkert af verklegum framförum landsins hafði verið rætt og ritað jafnmik- ið á undanförnum árum. Nei, undrunin var mælikvarði á von- leysi það, sem hafði verið ríkjandi áður, en nú var að víkja." Iðnskólinn og inn- lend framleiðsla Hér á eftir verður gripið niður i grein Þorsteins Gíslasonar á víð og dreif: „Rétt eftir að Jón kom heim hingað, gekkst hann fyrir stofnun Iðnskólans. Áður hafði Iðnaðar- mannafélagið haldið hér uppi um hríð litlum teikniskóla. Jón undir- bjó stofnun Iðnskólans fyrst með fyrirlestri í Iðnaðarmannfélaginu haustið 1903, en síðan flutti hann einnig fyrirlestur um málið meðal íslenzkra iðnaðarmanna í Kaup- mannahöfn. Skólinn byrjaði haustið 1904, og gekkst Jón fyrir því, að aiþingi 1905 veitti nokk- urn styrk til hans. Iðnaðarmanna- félagið reisti svo hið myndarlega skólahús við Vonarstræti, og þangað fluttist skólinn 1906 og hefur verið þar síðan. Skóli þessi hefur gert mikið gagn. Jón var forstjóri hans frá byrjun og fram til 1911. Munu iðnaðarmenn þessa bæjar lengi minnast forgöngu hans við stofnun skóla þeirra. I ársbyrjun 1905 varð Jón landsverkfræðingur, tók við þvi starfi af Sigurði Thoroddsen, sem þá varð kennari við Menntaskól- ann. Aðalstarf Jóns varð nú for- staða vegagerða og brúargerða landssjóðs. Sumarið 1906 fór hann um landið og mældi upp allar flutningabrautir og flesta þjóðvegi. Komst þá fyrst á föst áætlun um vegagerð yfir allt land- ið. Veturinn á undan hafðí hann verið erlendis, mest í Noregi, til þess að kynna sér vegamál þar. Það urðu tillögur hans, að ak- Framhald á bls. 24. „Eigum við þér þó mest upp að unna sem foringja" Á útfarardegi Jóns Þorláks- sonar flutti Ólafur Thors, þá- verandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, kveðju flokksins I Alþingishúsinu. — Hann sagði m.a.: „Þegar fregnin um andlát þitt barst út um bæinn og sveif þaðan fram til instu dala og út á ystu annes, lagðist þung sorg yfir þjóð þfna. Á þeim degi skildum við Sjálfstæðismenn að þú varst eigi aðeins horfinn sjónum okkar, heldur varst þú og horf- inn úr eign okkar og yfir i eigu allrar þjóðarinnar, eins og aðr- ir mætustu synir hennar höfðu gert á undan þjer þegar dauð- inn sætti dægurþrasið. 1 augum okkar Sjálfstæðis- manna varst þú alltaf stór, hvar sem þú fórst, en þó hvergi stærri'en í verkum þín- um innan þessara veggja. Þingmennska þín var svo frábær, að þú hafðir jafnan yfirsýn yfir hvert mál þings- ins. Þinglegur ræðuskörungur varst þú meiri en nokkur ann- ar sem setið hefir á þingbekkj- um I þessu húsi. Ráðherradóm- ur þinn var svo viðrulegur að við flokksbræður þinir mikluð- umst alltaf af þjer, og eigum við þjer þó mest upp að unna sem foringja. Þú hefir skapað þingflokk okkar i þeim skilningi, að und- ir forystu þína og fána skipuðu sjer menn, sem að visu, vegna lyndisf ars og skoðana áttu samleið á stjórnmálabrautinni, en sem einmitt vegna ein- staklingshyggjunnar þoldu öll flokksbönd illa, og alveg er óvíst að hefðu nokkru sinni • náð saman, ef merki þitt hefði ekki verið dregið við hún. Þar mættust frumherjar flokks okkar. Þú sameinaðir þá sem saman eiga, og nú þegar þú fellur frá er það, næst trúnni á malstað okkar, þjer að þakka, yfirburða vitsmunum þinum og skapmikilli ró og festu, þjer sjálfum, persónu þinni, að flokkurinn stendur sem sam- stillt heild samherja og vina.“ .. að semja frið, ganga til sátta“ Við sama tækifæri flutti Jón Baldvinsson, þáverandi forseti sameinaðs alþingis, kveðjuorð frá þinginu. — Hann sagði m.a.: „Innan veggja Alþingishúss- ins eru ráðin úrslit þjóðmál- anna, þar eru sennur háðar, þar eru sigrar unnir og þar tapast mál, en þar er og sam- inn friður um málefni þjóðar- innar. Um margra ára skeið tók Jón Þorláksson þátt i stjórnmála- baráttunni á Alþingi. Hann vann þar sigra, hann tapaði málum, sem hvort tveggja ber við hjá oss alþingismönnum, en það mun viðurkennt af and- stæðingum Jóns Þorlákssonar og dáð af flokksmönnum hans, hversu vel og drengilega hann hjelt á sínum málum, hvort sem var til sóknar eða varnar ög þeim eru minnisstæðir kost- ir og miklir hæfileikar stjórn- málamannsins jafn samflokks- mönnum sem andstæðingum um stefnumál. En minnisstæðast er mjer það, að siðasta verk Jóns Þor- lákssonar á Alþingi var það að semja frið, ganga til sátta i einhverju hinu viðkvæmasta stórmáli, sem uppi hefir verið á siðustu tímum. Eftir úrslit þess máls braut hann sjálfur i blað um þátttöku i þingmálum og gaf eigi kost á sjer til þing- mennsku aftur. Jón Þorláksson mun skipa viróulegan sess sem stjórn- málaleiðtogi i sögu samtiðar sinnar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.