Morgunblaðið - 03.03.1977, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
— Jón Þorláksson
Framhald af bls. 23
brautir yrðu lagðar um alla aðal-
vegi landsins og akfær vegur
heim að hverjum bæ í sveitunum,
en járnbraut frá Reykjavfk til
Suðurláglendisins. Bílar voru þá
enn eigi komnir í notkun, eða
orðnir þau samgöngutæki, sem
þeir síðar hafa orðið. Brúasmíði
varð eitt af helztu verkefnum
landsverkfræðingsins. Jón
smfðaði fjölda brúa, og margar
þeirra úr steinsteypu. Stærstar'
þeirra eru Fnjóskárbrúin og
brúin á Norðurá. Fnjóskárbrúin
var, þegar hún var byggð, lengsta
steinsteypubrú á Norðurlöndum.
Járnbrýr lagði Jón einnig yfir
margar ár, og sá um smíði þeirra
allra. Hann stofnaði verkstæði til
þeirra smíða í Reykjavík, og voru
síðan Rangárbrúin og margar
fleiri járnbrýr smíðaðar að öllu
leyti hér heima. Á verkstæðinu
hafði hann ekki aðeins stjórnina á
hendi og umsjón með annarra
verkum, heldur vann þar einnig ,
mikið sjálfur að smíðum, stund-
um frá morgni til kvölds, og var
honum það mikið ánægjuefni, að
nú var hægt að vinna þau verk
hér heima, sem áður hafði orðið
að sækja til annarra landa.“
Hafði að sjálfsögðu
strax mikið áhrif
„Jón flutti oft fyrirlestra um
áhugamál sín í félaginu Fram, en
svo hét félag Heimastjórnar-
manna á þeim árum, sem stríðið
um sjálfstæðismálin stóð yfir, og
var hann oft i stjórn þess og
stundum formaður. Einnig var
hann stundum í miðstjórn flokks-
ins, og fóru áhrif hans þar vax-
andi eftir því sem tíminn leið. Og
er deilurnar um sjálfstæðismálið
milli gömlu stjórnmálaflokkanna
féllu niður, þegar komið var
framundir lok heimsstyrjaldar-
innar, en nýir flokkar höfðu
myndazt, Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn, gekkst
Jón fyrir því, að gömlu flokkarnir
tækju höndum saman, og upp úr
því varð nýr flokkur, sem nefnd-
ur var eftir þeim báðum og kaliað-
ur Sjálfstjórn. Jón var þá enn eigi
kominn á þing. Hann var fyrst í
kjöri til þingmennsku í Reykjavik
sumarið 1908, er deilt var um
uppkast sambandslaganefndar-
innar að sáttmála um samband
Islands og Danmerkur, en náði
ekki kosningu, enda féllu þá
fylgismenn sambandslagaupp-
kastsins unnvörpum um allt land.
Siðan var hann tvisvar í kjöri
utan Reykjavíkur, en náði ekki
kosningu. Þetta má undarlegt
virðast um mann, sem hafði látið
jafnmikið til sin taka í öllum
verklegum framfaramálum lands-
ins og var þar að auki gæddur
ágætum þingmennskuhæfileik-
um. En svona var það. Hann var
fyrst kosinn á þing ' Reykjavík
1921. Var hann þá enn á bezta
skeiði, 44 ára gamall. Eftir 1926
var hann landkjörinn. Hann hafði
meiri þekkingu en nokkur annar
maður á öllum verklegum málum,
sem til þingsins kasta komu, og
hafði því að sjálfsögðu undir eins
mikil áhrif."
Sogsvirkjun
og hitaveita
„1 ársbyrjun 1933 varð Jón
borgarstjóri í Reykjavík. Bar
margt til þess, að honum var það
starf hugþekkara en stjórnmála-
stríðið, sem hann hafði nú átt í
allt frá þvi, er hann kom á þing
1921. Hann hafði átt mikinn þátt í
öllum framfaramálum bæjarins á
mestu vaxtarárum hans. Og nú
voru þau mál tvö, sem hann hafði
mestan áhuga á, bundin við bæ-
inn, en það var Sogsvirkjunin,
sem þá stóð til að ráðizt yrði í, og
svo jarðhitaleiðsla frá hverunum
við Reyki í Mosfellssveit til upp-
hitunar húsa í bænum. Þessi mál
taldi hann nú aðalmálin, sem
fyrir lægju til úrlausnar, og í
borgarstjórastöðunni átti hann
hægt með að beita sér fyrir þeim.
Hann var því ánægður með þessa
stöðu og sinnti henni af einlægum
áhuga. Hann hafði að undanförnu
verið formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, en fyrir þingkosningarnar
1934 sagði hann af sér for-
mennsku flokksins og lýsti yfir,
að hanq byði sig ekki fram til
þingmennsku, en drægi sig út úr
afskiptum af stjórnmálum. Síð-
asta verk hans í þágu lands og
bæjar voru samningarnir um
virkjun Sogsins, lán til hennar
erlendis og framkvæmd verksins.
En framkvæmd þess auðnaðist
honum ekki að sjá. Hann hafði
verið heilsuveill á síðari árum og
hvað eftir annað dvalið erlendis
um tíma sér til heilsubótar. Ef til
vill hafði hann lagt of mikið að
sér í utanförinni haustið 1934, er
hann var að ganga frá samningun-
um um Sogsvirkjunina. Hann var
aldrei með fullri heilsu eftir það.
Og 20. marz 1935 versnaði honum
skyndilega og hann andaðist eftir
litla stund, 58 ára gamall. Bana-
meinið var hjartabilun. Utför
hans er fjölmennasta og viðhafn-
armesta jarðarför, sem ég minnist
að hafa séð hér í bænum."
Kom á þeim
tíma sem Islandi
var mest þörf
á slíkum manni
„Eins og sjá má á því, sem sagt
er hér á undan, voru viðfangsefni
Jóns Þorlákssonar svo margvís-
leg, að ekki er unnt að lýsa þeim
til neinnar hlítar í því rúmi, sem
þessari grein er ætlað. Aðalstarf
hans var á sviði hinna verklegu
mála, og þar var hann afkasta-
meiri en nokkur annar samtíðar-
maður hans. Hann kom fram ein-
mitt á þeim tíma, sem Islandi var
mest þörf á slíkum manni. Hann
var stilltur maður, gætinn og fá-
orður, en áhugamikill og sivinn-
andi. Hann var ágætlega máli far-
inn og ritfær í bezta lagi. Mesti
kostur bæði á ræðum hans og
ritgerðum var það, hve allt var
þar Ijóst og skipulegt. Hann var
óvenju rökvis maður, útskýrði
þau mál, sem hann hafði til með-
ferðar, flestum eða öllum betur,
fór engin gönuskeið út fyrir mál-
efnið, talaði alltaf til skynsemi en
ekki tilfinninga áheyrendanna.
Hversdagslega var hann óvenju-
lega þögull maður. Ekkert var
honum hvimleiðara en óþörf
mælgi og orðagjálfur. MálsniIIdar
sinnar neytti hann aðeins á opin-
berum mannfundum, bæði á
þingi og utan þess, en aldrei í
viðræðum hversdagslega. Á fyrri
árum skrifaði hann jafnan ræður
sínar áður en hann flutti þær. En
það mun hann varla hafa getað
gert að jafnaði eftir að hann kom
á þing, að minnsta kosti ekki, er
hann þurfti að svara mótbárum.
En i deildum á þingi þótti hann
bera af öðrum af rökvísi og skipu-
leik. Ýmsir fundu það að flokks-
forustu hans, hve þögull hann var
hversdagslega, þurr á manninn
við ókunnuga og lítill áróðurs-
maður í viðtali við menn. Það er
rétt, að slíkt var honum ekki
eiginlegt, enda var hálfur hugur
hans, eða meira en hálfur, jafnan
bundinn við hin verklegu störf,
sem hann hafði rrteð höndum,
einnig meðan hann var flokksfor-
ingi. En þeir, sem heyrðu hann
tala á þingi, eða á mannfundum,
um áhugamál sín eða stefnumál
þess flokks, sem hann talaði fyrir,
gátu sízt af öllu sagt, að hann væri
hlédrægur maður. Hann var þvert
á móti, frá þvi er ég þekkti hann
fyrst, einlægur og ódeigur flokks-
maður. Hann hafði tamið sér
kurteisi bæði í ræðu og riti, og
hvikaði ekki frá þeirri venju, þótt
hann yrði fyrir árásum, eins og
allir þeir menn, sem gerast for-
vígismenn í stjórnmáladeilum,
enda gat hann lesið ádeilugreinar
um sjálfan sig, þótt harðorðar
væru, með svo fullkominni ró, að
það var eins og þær kæmu honum
ekkert við.“
— Tillögur LÍÚ
Framhald af bls. 44
ráðuneytinu, þar sem eftirfarandi
kemur fram m.a.:
„Með tilvísun til þeirra samn-
inga, sem f gildi eru við aðrar
þjóðir, má áætla, að hlutdeild Is-
Iendinga af 275.000 lesta há-
marksafla verði um 260 þúsund
lestir, þegar dregnar hafa verið
frá 5.000 lestir til V-Þjóðverja,
8.000 lestir til Færeyinga, 1.500
lestir til Belga og um 500 lestir til
Norðmanna.
Á árinu 1977 verður þvi að tak-
marka þorskveiðar okkar við 260
þúsund lesta hámarksafla. Ljóst
er af framansögðu að gildandi
samningar við aðrar þjóðir tak-
marka veiði okkar sjálfra um það
magn, sem öðrum þjóðum er leyft
að veiða.
Stjórn L.Í.O. leggur þvi til, að
nú þegar verði sagt upp samning-
um við Færeyinga, Belga og Norð-
menn með 6 mánaða fyrirvara,
eins og þeir samningar gera ráð
fyrir og samningur við V-
Þjóðverja verði ekki endurnýjað-
ur, þegar hann rennur út 1. des-
ember n.k.
Stjórn L.I.tT. leggur áherzlu á,
að áfram verði vandlega fylgst
með veiði á smáfiski og lokað
verði þeim veiðisvæðum, þar sem
hans verður vart, líkt og gert hef-
ur verið að undanförnu.
Brýna nauðsyn ber til að fylgj-
ast náið með göngu fiskseiða á
rækjuveiðisvæðum, og banna
rækjuveiði, þar sem fiskseiða
verður vart i þeim mæli að hættu-
legt getur talist.
Stækkun möskva f 155 mm. f
botn- og flotvörpupoka á að hafa í
för með sér minnkun á smáfisk-
veiði og má ætla, að sú breyting
dragi úr heildarafla.
Við þær aðstæður, sem við nú
búum við, er sérstök ástæða til að
taka upp strangt eftirlit með þvf,
að fylgt verði í hvfvetna ákvæðum
reglugerðar nr. 51/ 1972, um
fjölda þorskneta í sjó frá hverju
skipi. Eðlilegt virðist vera að ný-
ráðnum eftirlitsmönnum ráðu-
neytisins og Hafrannsóknastofn-
unarinnar verði fengið þetta
verkefni.
Þar sem ljóst er, að framan-
greindar ráðstafanir til þess að
draga úr þorskafla munu ekki
einar duga til þess að takmarka
þorskaflann við 260 þúsund lestir
á árinu 1977, leggur stjórn L.I.Ú.
til, að ákveðið verði að leyfilegur
hluti þorsks f afla einstakra skipa,
öðrum en þeim, sem veiða með
lfnu og handfærum, verði tak-
markaður sem hér segir eftir að
240 þúsund lestir af þorski hafa
borizt á land:
Dagsetning Leyfilegt hlutfall þorsks í veiðiferð
240.000 tonn: til áramóta:
20. ágúst 11%
1. september 13%
10. september 15%
20. september 18%
1. október 21%
10. október 25%
20. október 31%
1. nóvember 38%
10. nóvember 48%
14. nóvember 53%
Forsendur:
1. Engu skipi verði leyfilegt að
koma með nema visst hlutfall af
þorski úr hverri veiðiferð frá
þeim degi, sem 240.000 tonna
markinu er náð.
2. Engar takmarkanir verði
settar á þorskveiðar línu- og hand-
færabáta.
3. Þorskhlutfallið ákvarðast af
þeim dagafjölda, sem er til ára-
móta, þegar 240.000 tonna þorsk-
afla hefur verið náð.
4. Ef til takmörkunar kemur er
gert ráð fyrir þvf, að sóknin bein-
ist á aðrar tegundir en þorsk,
þannig að heildarafli verði
óbreyttur.
5. Allir útreikningar miðast við
aflatölur frá árinu 1976.
6. Við útreikninga er stuðst við
meðalaflatölur pr. dag sfðustu
þrjá mánuði ársins, en lftið frávik
er á aflatölum milli þessara
þriggja mánaða.
Með þessari reglu á ekki að
vera þörf á að hætta útgerð skipa
vegna takmörkunar á þorskveið-
um, nema viðkomandi aðilar sjái
sér hag að því. Jafnframt á að
vera tryggt, að ekki þurfi að koma
til alvarlegs atvinnuleysis vegna
þessara ráðstáfana, en til þess
myndi vafalítið koma, ef bannað
væri að veiða þorsk eftir að 260
þúsund lestir hefðu verið lagðar á
land.
Stjórn L.I.Ú. gerir sér iullæ
grein fyrir, að þessar tillögur
munu að öllum líkindum hafa al-
varlegar afleiðingar fyrir útgerð
landsmanna, en telur að ekki
verði hjá komist að ákveða nú
þegar, hvernig sóknartakmarkan-
ir verði framkvæmdar, vegna
mikilvægis þess að þorskstofninn
verði byggður upp að nýju.
Stjórn L.I.Ú. leyfir sér að óska
eftir samvinnu við ráðuneytið um
útgáfu endanlegra reglna um
þetta efni.“
— Ólafur
Framhald af bls.43
brigðin voru einnig mikil I heims-
meistarakeppninni 1974. Þá vorum
við með gott lið og stemmningin var
einnig góð. en þegar allt virtist ætla
að ganga okkur I haginn fengu flest-
ir leikmennirnir slæma innfluenzu
og þar með var draumurinn úti.
— Er mikill munur á að leika
með Islenzka landsliðinu nú og er
þú hófst feril þinn?
— Þegar ég byrjaði voru gamal-
kunnir handknattleiksmenn að leika
slna siðustu leiki með íslenzka
landsliðinu, leikmenn eins og Gunn-
laugur Hjálmarsson, Karl Jóhanns-
son og Birgir Björnsson Aðalbreyt-
ingin sem orðið hefur er sú, að
leikirnir eru miklu fleiri en voru á
þessum tlma og álagið þvi meira.
Skipulag er einnig miklu betra en
það var. og allt tekið miklu alvar-
legra en var I „gamla daga Keppn-
isferðir eru t d allar miklu strangari
en var og meira lagt upp úr þvi að
menn standi sig
Um landsliðið núna sagði Ólafur:
— Það sem þetta landslið hefur
fram yfir islenzk handknattleiks-
landslið fyrri tlma er hversu mikla
leikreynslu margir leikmannanna
hafa Þannig vorum við sem lékum
mest á móti Spánverjum með um
600 landsleiki að baki
Um þjálfarann sagði Ólafur H
Jónsson:
—, Það er ekkert vafamál að Jan-
usz Cerwinski er geysilega góður
þjálfari og ég hef trú á þvi að hann
geti gert miklu meira með íslenzka
landsliðið. en hann hefur nú þegar
náð. Hann hefur alls ekki haft tíma
til þess að móta liðið eftir slnu höfði
Æfingar Januszar eru mjög góðar,
en helzta vandamálið er að hann
virðist ekki eiga auðvelt með að
koma þvi sem hann vill fá fram til
skila.
— SVR
Framhald af bls. 2
eða 2 mánuðum sfðar en reiknað
hefði verið með. Væri því ljóst að
útreikningur um að halli á rekstri
SVR í ári yrði 209 milljónir stæð-
ist ekki og yrði talsvert hærri.
— Fargjöldin nægja til að
borga 60—65% af hinum raun-
verulega kostnaði við hverja ferð,
hitt er greitt úr hinum sameigin-
lega sjóði borgarbúa, sagði Eirík-
ur Ásgeirsson.
— Sparisjóðs-
reikningar
Framhald af bls. 44
Landsbankans, skýrði Morgun-
blaðinu frá i gær eru þó ekki
fuilmótaðar allar tillögur um það
hvernig að þessari breytingu
verður staðið, en rætt væri um
tvenns konar reikninga — annars
vegar með bók og hins vegar
bókarlausa. Eins og nú háttar eru
svonefndir vaxtaaukareikningar
hinir einu sem eru bókarlausir,
en innstæður á þeim eru sem
kunnugt er bundnir til eins árs.
Kvað Helgi geta komið til greina
að hafa fleiri bundna sparisjóðs-
reikninga bókarlausa.
— Vatnsleysi
Framhald af bls. 2
hefði tekið að bera á vatnsleysi
rétt eftir jól og nú væri svo
komið að vatnslaust væri á
rúmlega öðrum hverjum bæ í
hreppnum. Sagði Skúli að þeir
bændur, sem væru vatnslausir,
þyrftu að flytja vatn að og not-
uðu menn ýmist til þess tanka,
sem komið væri fyrir á vögnum
eða haugsugur. — Margir
brunnar hér um slóðir, sem
lengi hafa dugað áður, eru nú
nær þurrir, og þegar við það
bætist að vatnsnotkun hefur
aukist bæði vegna fjölgunar á
skepnum og meira vatn er not-
að til heimilishalds, er sýnt að
til einhverra ráðstafana verður
að grípa, sagði Skúli. Fram kom
hjá Skúla að rætt hefði verið
um að leggja vatnsveitu um
sveitina en ljóst væri að
kostnaður við þá framkvæmd
yrði gífurlegur og langt væri
milli bæja eða að meðaltali um
2 kílómetrar, það væri þvi ekki
vfst hvað úr yrði. — Þeir, sem
eru með kýr, eru verst settir en
yfirleitt eru þó menn með fáar
kýr og þeir sem flestar kýr hafa
eru með skástu vatnsbólin,
sagði Skúli að lokum.
— Hér í Hraunhreppnum eru
margir bæir vatnslausir, ýmist
að hálfu eða öllu leyti, en þetta
fstand hefur að mestu verið
óbreytt frá þvi í lok janúar,
sagði Ólafur Egilsson, bóndi á
Hundastapa í Hraunhreppi á
Mýrum, er við ræddum við
hann. Sjálfur sagðist Ólafur
verða að flytja allt vatn til bús
síns, en hann er með um 45
nautgripi og þar af 30 mjólk-
andi kýr. — Ég þarf að flytja
um 3 tonn af vatni heim á
hverjum degi. Vatnið sæki ég á
næsta bæ, Hrafnkelsstaði en
það er um 7 kílómetra leið.
Ástandið hér er mjög slæmt og
hætt við að bændur verði fyrir
afurðatjóni af þessum sökum,
því það kemur fljótt fram ef
kýrnar verða vatnslausar þó
ekki sé nema í hálfan sólar-
hring, sagði Ólafur. Hann sagði
að rætt hefði verið um að leggja
vatnsveitu um hreppinn og um
það hefði verið gerð áætlun, en
ekki væri búið að taka neina
ákvörðun um hvort ráðist yrði í
þær framkvæmdir.
— Manchester
Framhald af bls. 42
2. DEILD:
Wolves — Blackpool 2—1
3.DEILD:
Mansfield — Walsall 3—0
Bury — Wrexham 0—2
Oxford — Shrewsbury 4—2
4. DEILD:
Port Vale — Reading 1—0
Newport — Doncaster 1—2
Rochdale — Southport 3—0
Swansea — Bradford 2—3
SKOZKA
(JRVALSDEILDIN
Dundee Utd. — Partick 0—0
— Búið að frysta
Framhald af bls. 44
banda SH og eitthvað mun hafa
bætzt við síðan þótt tölur liggi
ekki endanlega fyrir. Frysting
loðnunnar hefur verið seinlátari
en búizt var við og er ástæðan
sögð m.a. sú að fyrsti hluti göng-
unnar hafi „týnzt“ um tíma en
eftir að hún fannst hafi hún geng-
ið óvenjuhægt meðfram strönd-
inni. Mjög strangt eftirlit er einn-
ig með gæðum loðnunnar sem fer
í frystingu, og má nefna að í upp-
hafi vertíðar voru hér yfir 20 Jap-
anir til að fylgjast með frysting-
unni en þeim hefur þó fækkað
eitthvað sfðan.
Hjá frystihúsum á vegum sjáv-
arafurðadeildar Sambandsins
hafa verið frystar rösklega 300
lestir hingað til. Þar hefur fryst-
ingin sömuleiðis gengið hægar
fyrir sig en vænzt var, m.a. vegna
strangari flokkunarkrafna en áð-
ur hafa gilt og einnig veldur það
nokkrum erfiðleikum nú að loðn-
an er tekin að smækka frá þvi
sem var i byrjun, enda venjan sú
að stærsta loðnan gengur fyrst og
er þá jafnan mestur gangur í
frystingunni. Tveir Japanir eru
hér að hafa eftirlit með fram-
leiðslunni á vegum Sambandshús-
anna.
— Klofningur
Framhald af bls. 1.
I tillögum Smiths er gert ráð
fyrir að blökkumenn fái jafnan
rétt á við hvfta menn til að sækja
krár, veitingahús og búa í hótel-
um og að svartir bændur megi
taka búsetu á svæðum þar sem
aðeins hvitir menn hafa búið áð-
ur. Framkvæmdaráð flokks
Smiths lagðist gegn tillögunum
þegar í upphafi. Tillögurnar mið-
uðu að því að fá fylgi 6,4 milljóna
svartra íbúa landsins við stefnu
Smiths um að leysa vandamálin
um framtfð Rhódesfu með inn-
byrðissamningum, en ekki við
leiðtoga þjóðernissinnahreyfing-
anna, sem haldið hafa uppi
skæruhernaði-gegrtstjórn Smfths.