Morgunblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 43
MORGUNBLAÍ)IÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
43
Viðar Símonarson — 101 leikur:
Verð með svo lengi
sem ég hef gamen af
VIÐAR Sfmonarson er
„nestor“ fslenzku landsliðs-
mannanna f Austurrfki. Hann
er 32 ára að aldri. Sinn fyrsta
landsleik lék Viðar árið 1966,
er hann fór með fslenzka lands-
liðinu f keppnisferð til Banda-
rfkjanna. Sfðan lék Viðar einn
leik árið 1967 gegn Tékkum, en
fastur maður varð Viðar ekki f
fslenzka landsliðinu fyrr en
1968, og hefur hann leikið nær
alla landsleiki tslands sfðan,
nema það ár sem hann var
sjálfur landsliðsþjálfari.
Spurningu um minnisstæða
leiki, svaraði Viðar:
— Það eru einkum tveir
leikir sem mér er efst í huga —
ekki endilega vegna þess hve
góðir þeir voru, heldur hvernig
þeir þróuðust. Annar var 14:14
leikurinn við Rúmena 1971 og
það sem skipti mestu fyrir mig i
þeim leik var að ég skoraði
jöfnunarmark okkar. Þetta var
óskaplega skemmtilegur leikur,
en jafnframt tók hann á taug-
arnar, svo ekki sé meira sagt.
Hinn leikurinn var ekki eins
ánægjulegur, en það var jafn-
teflisleikurinn við Tékka á
Olympíuleikunum 1972. Þá
vorum við með mjög gott liá,
sem búið var að undirbúa sig
vel, og mikill áhugi var ríkj-
andi. Þessi úrslit voru okkur
reiðarslag, og vonbrigðin
ólýsanleg.
Um undirbúning landsliðsins
fyrir þessa keppni sagði Viðar:
— Hann var mjög góður svo
langt sem hann náði. Hinn nýi
þjálfari hafði of stuttan tíma til
þess að kynnast liðinu og ná
fram árangri hjá þvi. Ég efast
ekki um að hann á eftir að ná
góðum árangri með liðið, en
sagt er að ekki megi vænta þess
að störf þjálfara skili sér til
fulls fyrr en eftir tveggja til
þriggja ára starf hans með
sama liðið.
Um framtíðina sagði Viðar:
— Ég er ákveðinn að stunda
handknattleik meðan ég hef
heilsu til og hef gaman að þvi
sjálfur, en það hef ég vissulega
um þessar mundir. Hitt er svo
annað mál hversu lengi ég á
erindi i islenzka landsliðið. Um
það verða aðrir að dæma.
SJONVARPIÐ SYNIR LEIKINA
LANDSLEIKIK Islands við Spán og Holland f B-
heimsmeistarakeppninni f handknattleik verða sýndir f fslenzka
sjónvarpinu á næstunni. Austurrfska sjónvarpið hefur sýnt mikið
af leikjum f keppninni, — alla leiki Austurrfkis meðan þeir voru
með f keppninni, en sfðan hefur sjónvarpið valið úr leiki.
Að sögn Bjarna Felixsonar, fþróttafréttamanns sjónvarpsins, er
ekki vitað hvenær myndir af leikjunum berast hingað til lands, en
hann sagði það ætlunina að reyna þá að sýna þá við fyrsta tækifæri.
Er ekki ósennilegt að unnt vcrði að sýna a.m.k. leik fslands við
Spánverja f fþróttaþætti Sjónvarpsins á laugardaginn.
Geir Hallsteinsson — 101 leikur:
— MINN fyrsta landsleik lék ég
1958 og mótherjar okkar þá voru
Vestur-Þjóðverjar. sagBi Ólafur H.
Jónsson I viðtali vi8 MorgunblaS-
i8 I gasr. — Vi8 töpu8um þessum
leik me8 tveimur mörkum. SiSan
var ég oftast i fslenzka landsliSinu
þangaB til ég fór til Þýzkalands.
Þó missti ég nokkra leiki úr vegna
néms. HefSi ég veri8 me8 í þeim
landsleikjum sem ég missti úr
vegna Þýzkalandsdvalarinnar vœri
ég sennilega kominn meS um 120
landsleiki.
Þegar Ólafur var spurður um
minnisstæðustu leikina á ferli hans.
svaraði hann:
— Það eru náttúrlega margir
leikir sem maður man mjög vel eftir, '
en þeir leikir sem koma oftast upp i
hugann eru leikur við Pólverja I
heimsmeistarakeppninni 1970
Þann leik unnum við og héldum
áfram I keppninni, en Pólverjar urðu
að halda heim á leið Siðan er mér
mjög minnisstæður jafnteflisleikur-
inn við Rúmena í Laugardalshöllinni
1971. Sá leikur varð jafntefli
14:14, en Rúmenar voru nýbakaðir
heimsmeistarar þegar þetta var Það
sem ég man gleggst eftir úr leik
þessum er frammistaða Hjalta Ein-
arssonar i islenzka markinu. 1972
lékum við svo leik sem ég man alltaf
eftir. og verð sennilega aldrei það
gamall að ég gleymi honum Þetta
var leikur við Tékka á Ólympiuleik-
unum I Þýzkalandi Við þurftum að
vinna þennan leik til þess að komast
áfram i keppninni, og höfðum mjög
góð tök á leiknum lengst af. Þegar
skammt var til leiksloka var staðan
18:15 fyrir okkur og sigurinn virtist
blasa við. En þar með fór allt í
baklás hjá okkur — við misstum
leikinn niður i jafntefli 19:19 og
komumst þar af leiðandi ekki i ána
liða úrslitin. Ég held að ég hafi
aldrei á ævi minni verið eins von-
svikinn og eftir þennan leik Von-
Framhald á bls. 24.
LEIKREYNSLAN HEFUR KOMIÐ
ÍSL LIÐINU MJÖG AÐ GÚÐU
GEIR Hallsteinsson lék sinn fyrsta
landsleik árið 1966 og var mót-
herjinn þá heimsmeistaralið Rúm-
•na. Leikið var I Laugardalshöll-
inni og lauk leiknum me8 sigri
Rúmenanna 16— 15 eftir
skemmtilegan leik. Þama voru
fleiri nýliSar en Geir Hallsteins-
son, t.d. léku þeir Hermann Gunn-
arsson og Gisli Blöndal sinn fyrsta
landsleik einnig.
— Ég missti slðan varla úr lands-
leik unz ég fór til Göppingen 1973,
sagði Geir Hallsteinsson, en meðan
ég var þar ytra lék ég einnig lands-
leiki með islenzka liðinu Eftir að ég
kom heim, ákvað ég að gefa ekki
kost á mér I islenzka landsliðið
Fannst nóg komið. En einhvern veg-
inn var það nú samt þannig að það
var eitthvað sem maður réð ekki við
sem sogaði mann inn i þetta aftur.
Úrslitaáhrif hafði svo koma Januszar
Cerwinski. Ég var sjálfur búinn að
halda þvi fram, að nauðsynlegt væri
fyrir okkur að fá nýtt blóð I þjálfun-
ina, og þegar Janusz var ráðinn, og
til min var leitaðað leika með lands-
liðinu, gat ég ekki sagt nei
Og ég hef ekki orðið fyrir von-
brigðum. Janusz er fyrsta flokks
þjálfari sem við berum mikla virð-
ingu fyrir og það er vafamál að
annar þjálfari hefði náð svona
árangri með islenzka liðið eins og
náðst hefur að undanförnu
— Minnisstæðir leikir?
— Ætli leikirnir heima i vetur séu
manni ekki einna efst i huga, þ.e.
leikirnir við Pólverja, Tékka og Vest-
ur-Þjóðverja Þeir gengu vel, og það
var stórkostlegt að finna hversu fólk-
ið stóð vel með okkur.
Geir var sammála Ólafi H Jóns-
syni um það að það sem íslenzka
liðið hefði nú fram yfir islenzk lands-
lið oft á tíðum væri hversu leikreynt
það væri orðið. — Við höfum leikið
saman i landsliðinu meira og minna
s.l. sjö ár, sagði Geir, og erum
farnir að þekkja hver annan út og
inn. Reynslan hefur mjög mikið að
segja, ekki sizt i mótum sem þess-
um Sú breyting hefur einnig orðið
á. að leikurinn er ekki eins mikið
byggður upp á framtaki einstakra
leikmanna og var — samvinna hef-
ur allt að segja Það er einkum
sóknarleikurinn sem hefur batnað
hjá okkur. Vörn og markvarzla er
svipuð og oft hefur verið.
— Ætlar þú að halda áfram i
þessu?
Ólafur H. Jónsson
100 leikir:
— Það fer eftir ýmsu, sérstaklega
þó hvort ég get fundið mér tima til
æfinga Menn sem eru á minum
aldri (Geir er 31 árs) þurfa að æfa
miklu meira en hinir yngri Það er
hins vegar skoðun min að það sé
lifsspursmál fyrir islenzka landsliðið
að við. þessir eldri, hættum ekki allir
I einu. Góð blanda eldri og yngri
leikmanna gefur oft bezta árangur-
inn. Ég ætla að sjá hvernig málin
þróast, áður en ég tek ákvörðun um
hvort ég verð með eða ekki.
100 LEIKJA KLÚBBURINN
í heimsmeistarakeppninni í Austurríki hafa þrír leikmenn
íslenzka landsliösins náð þeim merka áfanga að leika sinn
100. landsleik fyrir ísland. Eru það þeir Geir Hallsteinsson,
FH, Viðar Símonarson, FH, og Olafur H. Jónsson, Val. Þeir
Geir og Viðar léku sinn 100. leik á móti Portúgölum í
Klagenfurt en Ólafur lék sinn 100. leik á móti SpánverjunT
Linz. Þeir félagar eru nú kallaðir „100 leikja klúbburinn"
meðal hinna landsliðsmannanna í Austurríki, en allar líkur
eru á því að fjórði maðurinn bætist í klúbb þennan áður langt
um líður. Sá er Björgvin Björgvinsson, sem lék sinn 94.
landsleik gegn Spánverjum. Fréttamaður Morgunblaðsins á
heimsmeistarakeppninni í Austurríki, Sigtryggur Sigtryggsson,
hitti þá félaga að máli í Linz í gærkvöldi og spallaði við þá
ÞAÐVAR EITTHVAÐ SEM SOGAÐI
MANNINN í ÞETTAÁNÝJAN LEIK