Morgunblaðið - 15.04.1977, Page 3

Morgunblaðið - 15.04.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 3 25 sæti á viku á Hornaf j arðarleið Flugleiðir ná 20-25 millj. kr. samningi vid varnarliðið —ÉG tel að þessi samningur þyði svona 20—25 milljónir króna króna á ári, en þarna er um það að ræða, að varnarliðið hefur ákveðinn sætafjölda, 25 sæta lág- mark á viku á flugleiðinni Revkjavík — Hornafjörður — Drengirnir á bataVegi DRENGIRNIR tveir, Sævar Þór Valsson og Jóhann Þór Stefánsson, sem fluttir voru í snarhasti frá Mánagarði við Hornafjörð á gjörgæzludeild Landspitalans vegna reykeitr- unar, voru á batavegi í gær. Þeir voru báðir settir í raka- og súrefnistjald á Landspítalan- um við komuna þangað, en i gær var annar drengjanna tek- inn úr tjaldinu en hinn þarf áfram að fá súrefni. Báðir drengirnir eru á góðum bata- vegi að sögn læknis við Land- spítalann. Reykjavfk og einnig munum við flytja fyrir þá óákveðið magn af vörum og pósti, sagði Einar Ilelgason, framkvæmdastjóri innanlandsflugs Flugleiða, en nú hefur verið undirritaður samn- ingur við varnarliðið um að frá og með 15. aprfl annist Flugleiðir í áætlunarflugi alla farþegaflutn- inga varnarliðsins, sem til koma vegna starfrækslu radarstöðvar- innar á Stokksnesi. Þessi samningur styrkir mjög þessa flugleið hjá okkur, sagði Einar, en hún hefur ekki verið alltof góð sfðan hringvegurinn kom. Varnarliðið hefur sjálft annast þessa flutninga hingað til og ekki viljað láta þá af hendi, þó eftir þeim hafi verið leitað. Um ástæðu þess, að samningurinn næst nú, sagði Einar, að hann teldi breytta afstöðu varnarliðsins til komna vegna þess, að flugvélar þær, sem notaöar hafa verið til flutn- inganna, eru nú orðnar gamlar og því ekki lengur hentugt fyrir varnarliðið að annast sjálft þessa flutninga. Skipstjórarnir á Geirfugli og Hafbergi: Dæmdir til að greiða hálfa milljón í sekt DÓMUR var í gær kveðinn upp í sakadómi Grindavíkur í málum skipstjóranna á m.b. Geirfugli GK 66 og m.b. Hafbergi GK 377, en'varðskip kom á þriðjudags- kvöld að netatrossum beggja bát- anna á alfriðaða svæðinu á Sel- vogsbanka. fugls. Þá voru skipstjórarnir dæmdir til að greiða sakarkostn- að. Dómsforseti var Sigurður Hall- ur Stefánsson héraðsdómari i Keflavik en meðdómendur Ragn- ar Björnsson hafnarstjóri og Ölaf- ur Björnsson skipstjóri. Ljósm. Mbl. Ol.K.M. strönd kvað hann einna vin- sælasta þar. ,,Það var okkur mikið lán að fá þessar íbúðir, en sjálfsagt renna þær þó fljótt út, miðað við umferðina hjá okkur að undanförnu," sagði Guðni Þórðarson að lokum. Kristín Aðalststeinsdóttir hjá Útsýn sagði að hjá þeim væri orðið svo til fullbókað i allar ferðir á aðalferðatimanum, sem hún kvað vera frá miðjum júli fram i miðjan september. „Þá eru ferðir um mánaðamótin maí/júní svo til fullar, sem stafar af því að þá eru börn laus úr skólum, en það fer i vöxt að fólk taki börn sín með í sumar- leyfið og dvelji þá í íbúðum á stöðunum sem boðið er upp á,“ sagði Kristin ennfremur. Kristín sagði að henni fyndist bókanir í ferðirnar vera nokkru fyrr á ferðinni nú en undan- farin ár, en að öðru leyti væri umferðin svipuð. „Þetta er allt saman að lokast hjá okkur,“ sagði Sigurður Haraldsson hjá Samvinnu- ferðum þegar við inntum hann eftir eftirspurn í Spánarferðir skrifstofunnar í sumar. „Það er orðið svo til lokað í ferðirnar seinni part sumars, þ.e. í ágúst og september, en i fyrri ferð- unuin eigum við nokkur sætí Svo til fullbókað í flestar sólarlandaferðir sumarsins EKKl virðist ætla að verða neitt lát á þvl að íslendingar verji sumarleyfi sínu á suð- rænum sólarströndum að því er við fregnuðum hjá nokkrum ferðaskrifstofum í gær. Ilafa þær ferðaskrifstofur sem selja ferðir til stranda Miðjarðar- hafsins nú þegar nokkurn veg- inn fyllt upp í sfna kvóta, sér- staklega síðari hluta sumars, og í flestum tilfellum eru menn jafnvel orðnir of seinir að verða sér úti um Spánarferðir, hafi þeir slíkt f huga. Guðni Þórðarson hjá Sunnu tjáði okkur að hjá þeim væri svo til uppselt í allar ferðir á Costa del Sol, en þó væri eitt- hvað eftir. Sömu sögu sagði Guðni að væri að segja um Majorkaferðir. Sagði hann mikla eftirspurn hafa verið eftir íbúðum á ferðum Sunnu og væru þær flestar upp- pantaöar, en eitthvað væri eftir af hótelrýmt, en Guðni sagði að einstaklingar gistu gjarnan á hótelíim, en fjölskyldur og smá- hópar í íbúðum. Að visu sagði Guðni Sunnu geta boðið upp á 36 íbúðir sem skrifstofan hefði fengið úthlutað á Arenal- ströndinni á Majorka, en þá laus,“ sagði hann ennfremur. Siguröur sagði að hjá Sam- vinnuferðum væri meira um að vera en á síðastliðnu ári, enda væri skrifstofan sifellt að færa út kvíarnar og gæti nú boðið upp á fleiri íbúðir og meira hótelpláss en áður. Sagði Sigurður að hjá þeim virtist vera einna vinsælast að fjöl- skyldur og jafnvel fjölskyldu- tré, þ.e. allt upp í 5—6 manns, færu saman i sumarleyfis- ferðir, en hann sagði Sam- vinnuferðir einmitt leggja einna mesta áherzlu á slíkar fjölskylduferðir. Anna Guðmundsdóttir leikur í Gullna hliðinu — í tilefni 75 ára afmælis síns Dómur féll á þá lund, að báðir skipstjórarnir voru dæmdir i 500 þúsund króna sekt til Landhelgis- sjóðs íslands, og til vara í tveggja mánaða varðhald, afli var gerður upptækur svo og veiðarfæri Geir- Flugráð synjaði Arnarflugi FLUGRÁÐ fékk á sínum tima til umsagnar beiðni Arnarflugs um að hefja reglubundið áætlunar- flug til nokkurra borga i Evrópu. Samgönguráðuneytið sendi beiðni þessa einnig Flugleiðum til umsagnar, sem lagðist gegn henni, en nokkru siðar synjaði flugráð einnig beiðni Arnarflugs. Lagafrumvarp um bankamenn ÖÐRUM hvorum megin við helg- ina verður lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins. Meðal ákvæða er heimild til verkfalla líkt og opinberir starfsmenn hafa áður fengið og falla þá úr gildi varðandi bankamennina lögin frá 1915, sem bönnuðu verkföll opin- berra starfsmanna. Þá segir í frumvarpinu að samningsaðilar um kaup og kjör verði bankaráðin og Samband ís- lenzkra bankamanna og að öðru meginefni er frumvarpið likt og núgildandi lög um opinbera starfsmenn frá í fyrra. ANNA Guðmundsdóttir leik- kona verður 75 ára nk. þriðju- dag. Af því tilefni býður Þjóð- leikhusið henni að leika hlut- verk Vilborgar grasakonu i Gullna hliðinu þá um kvöldið, en Anna hefur leikið þetta hlut- verk í þremur fyrri upp- færslum Gullna hliðsins — hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1948 og i báðum fyrri sviðsetningum Þjóleikhússins á verkinu — 1951 og 1966, auk aukasýninga og leikferöa til Norðurlanda. Sýningin á þriðjudagskvöldið er 39. sýning Gullna hliðsins að þessu sinni og hefur verið upp- selt á svo til allar sýningarnar. Leikstjóri er Sveinn Einarsson en hlutverk kerlingar leikur Guðrún Stephensen og Jón bónda Helgi Skúlason. Aðstaða fyrir bókabílana verður fyrsti áfangi nýja borgarbókasafnsins BORGARRÁÐ hefur heimilað að unnið verði að útboðslýsingu fvr- ir þann hluta nýja borgarbóka- safnsins, sem ætlaður er til af- greiðslu bókabílanna og verður ákvörðun um framkva'mdir tekin við gerö fjárhagsáætlunar fyrir 1978. — Öll aðstaða i sambandi við bókabílana er orðin afskaplega erfið, sagði Páll Líndal, borgar- lögmaður, í samtali við Mbl. í gær. Og samkvæmt bréfi borgarbóka- varðar þar um, má ekki tæpara standa á því sviði. Þaö eru nú miklir og erfiðir flutningar til og frá vegna bóka- bílanna og ekkert húsnæði fyrir þá, þannig að þessi starfsemi, sem er mikil og merk, er orðin óbæri- lega erfið í framkvæmd, sagði Páll. Byggingarnefnd Borgarbóka- safnsins hefur nú skilað af sér og framangreind heimild borgarráðs miðar þá að fyrsta útboði vegna byggingar nýs borgarbókasafns. Lagarfoss heimleið- is frá Nígeríu í dag Álafoss þangað með skreiðarfarm á næstunni SKEYTI barst í gær frá skipstjór- anum á Lagarfossi, en skipið hef- ur verið f Port Hareourt i Nígeríu sfðan 27. marz s.l. Kom fram í skeytinu frá skipstjóranum, að byrjað hefði verið að losa skipið 10. apríl s.l. og áætlað væri að verkinu lyki í dag. Mun Lagarfoss halda heimleiðis í dag. Lagarfoss fór með 20 þúsund skreiðarballa til Nígeriu. Eins og fram kom á sinum tíma, var lokið við að lesta skipið hér heima 4. febrúar en vegna þess að stóð á ábyrgðum frá yfirvöldum i Nígeriu, komst skipið ekki af stað fyrr en 11. marz og til Nigeriu kom það 27. marz. Beið það síðan eftir losun i höfninni í Port Har- court í hálfan mánuð. Að sögn Sigurlaugs Þorkelsson- ar, blaðafulltrúa Eimskipafélags íslands, er áformað að m.s. Ála- foss sigli á næstunni á Austfjarða- hafnir og taki þar 15 þúsund skreiðarballa eða 700 lestir og flytji skreiðina til Lagos í Nígeríu. Ekki þarf að búast við töfum hjá Álafossi að sögn Sigur- laugs, því ábyrgðir yfirvalda i Nígeriu liggja fyrir. JNNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.