Morgunblaðið - 15.04.1977, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 15. APRlL 1077
Mjög góð aðsókn að
Kjamorku og kvenhylli
J6n Sij'urhjörnsson hóndinn, og
Gfsli llalldórsson þinKmaóurinn í
hlulvcrkum sfnum.
KJARNORKA og kvenhylli, eftir
Agnar Þórðarson sem Leikfélag
Reykjavíkur hefur sýnt á laugar-
dagskvöldum í vetur í Austur-
bæjarhfói f Reykjavfk, hefur nú
verið sýnd alls 23 sinnum.
Uppselt hefur verið á flestar
sýningar og var áformað að Ijúka
sýningum fyrir páska, en nú
hefur því verið breytt og verða
sýningar á laugardagskvöldum út
aprílmánuð.
Nokkrar breytingar hafa orðið
á hlutverka.skipan vegna veikinda
og þannig hefur Sigríður Hagalín
tekið við einu af aðalhlutverkun-
um af Margréti Ólafsdóttur, og
Soffía Jakobsdóttir leikur nú
bankastjórafrúna. Með önnur
helstu hlutverk í leiknum fara
Kjartan Ragnarsson, Ragnheiður
Steinþórsdóttir, Áróra Halldórs-
dóttir, Jón Sigurbjörnsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Gisli Halldórsson.
Ný bók í>orsteins Stefánsson
ar gefin út á dönsku og ensku
Oxford Univorsity Press
hefur ákveðið að gefa út
skáldsoguna „Trúlofunar-
hringinn" eftir Þorstein
Stefánsson, en bókin kem-
ur út á dönsku hjá Birgitte
Hövrings Biblioteksforlag
með haustinu.
Sögusvið bókarinnar eru Kaup-
mannahiifn, Málmey og Stokk-
hólmur en rætur sinar rekur sag-
an til íslands, segir i fréttatil-
kynningu frá danska útgefandan-
um. Þá segir og, að i umsögn
hrezka útgáfufyrirtækisins segi,
að sagan sé áhrifamikil með vel
útfærðum persónum og atburða-
rás.
| s MiAWtU
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI24647
Einbýlishós — Eigna-
skipti
Hef í einkasölu einbýlishús á
Flötunum í Garðabæ 140 fm, 6
herb. og bílskúr. Skipti á 4ra —
5 herb. íbúð í Reykjavik æskileg.
Við Flókagötu
3ja herb. vönduð kjallaraíbúð.
Ræktuð lóð.
Við miðbæinn
3ja herb. rúmgóð íbúð á 2. hæð
í steinhúsi. Tvöfalt verksmiðju-
gler í gluggum. Sér hiti Ný
eldhúsinnrétting.
Við Kleppsveg
4ra herb. rúmgóð og vönduð
íbúð á 1. hæð í nýlegu húsi.
Tvennar svalir. Sér hiti Sér
þvottahús á hæðinni. Lóð frá-
gengm Laus strax.
Helgi Ólafsson
löggiltur fasteignasali
kvöldsími 211 55.
33510 — 85650 — 85740
Seljendur fasteigna athugið:
Erum að undirbúa útkomu á nýrri söluskrá
Hringið í okkur strax í dag og við verðmetum
íbúðina ef þér óskið þess
Til sölu
Einbýlishúsalóð í Mosfellssveit.
5 herb íbúð
í Breiðholti 2 t.b. undir tréverk og málningu.
Fast verð. Til afhendingar í ágúst.
Eignaval
Suðurlandsbraut 10,
Grétar Haraldsson hrl., Sigurjón Ari Sigurjónsson,
heimasími 81561
Bjarni Jónsson, heima heimasími 13542.
Litið iiui
ílðn-
skólann á
ísafirði
Valdimar Jónsson,
skólastjóri
Frá vélasalnum. Iðnskólinn á nú þrjár dfsilvélar og hér eru nemendur að setja eina þeirra saman.
Iðnskólinn ísafirði er til húsa L
leiguhúsnæði sem hann fluttist í
fyrir nokkrum árum við höfnina 1
Neðstakaupslað á tsafirði og var
byggt sem fiskvinnsluhús. Skól-
inn hefur til afnota um 600 fer-
metra húsnæði og nú stendur yfir
hugmyndasamkeppni innan skól-
ans um að nýta hluta þess á ein-
hvern hátt i þágu skólans, hluta,
sem hann hefur ekki haft til af-
nota áður. Valdimar Jónsson er
skólastjóri Iðnskólans og ræddi
hlaðamaður Mbl. við hann um
starfsemina.
— Heildarfjöldi nemenda yfir
veturinn er 105 alls og í haust
innrituðust 70 nýir nemendur,
sagði Valdimar. Skólinn fluttist í
þetta húsnæði hér við Suðurgötu,
sem er í eigu „Vestra h.f.“ árið
1970 og má segja að hann sé all
vel búinn tækjum og hefur skól-
inn nú yfir að ráða þrem diselvél-
um.
— Þegar ég kom hér að skólan-
um, haustið 1975, var hér fyrir
skóli þar sem kenndar voru fimm
mismunandi námsbrautir við
ótrúlega bág skilyrði. Hefur innra
skipulag skólans haldist í aðal-
atriðum en ytri skilyrði hafa batn-
að til muna einkum hvað varðar
húsnæðisaðstöðuna. Þó hún sé
ekkert sérstök er hún mun betri
en hún var i fyrra og eru kennslu-
stofurnar nú 8 með vélasölum.
Valdimar, sem útskrifaðist sem
byggingatæknifræðingur árið
1971, starfaði áður við verkfræði-
skrifstofu í Reykjavík og var
hann spurður að því hvernig hon-
um hefði fallið að skipta um starf:
— Ég veit nú eiginlega ekki
hvað ég á að segja um það, ég
kann vel við starfið og ég kann
vel við að búa svona úti á landi,
en það hef ég ekki gert áður. Það
gerðist sem sé það tvennt í einu
að ég flutti út á land og skipti um
starf og ég kann vel við hvort-
tveggja. Það eru margir kostir við
að búa úti á landi.
— Skólastarfið er jöfnum
höndum kennsla og stjórnunar-
starf, kennslan þó ef til vill held-
ur meiri en hitt, og má ef til vill
segja aö það geti komið niður á
stjórnunarstarfinu. En þetta er
lærdómsríkt starf og, ég kynnist
mörgum og nýjum hlutum.
— Ég hafði að visu ekki starfs-
reynslu áóur sem kennari, þar
sem ég hafði áður unnið á verk-
fræðiskrifstofu. Mín reynsla af
skóla var því ekki meiri en allir
aðrir hafa sem gengið hafa eitt-
hvað að ráði í skóla. En það segir
kannski nokkuð um erfiðleikana
á því að fá fólk til starfa úti á
landi.
Eru nemendur óánægðir með
aðstöðuna hér?
— Þeir láta það ekki svo mikið
í ljós, þeir vita vel við hvaða erfið-
leika skólinn á að etja, þeir hafa
veður af öllum skipulagsmálum
og stjórnunarmálum, slíkt er
óhjákvæmilegt í svo litlum skóla,
þar sem nemendur eru fáir og
tengsl við kennara þvi mjög náin.
Okkur, sem sjáum um málefni
skólans, er ekki stillt upp við vegg
og geröar á okkur kröfur, við
rennum meira og minna saman
við hópinn má segja. Við lítum
líka á nemendur sem fullorðið
fólk, enda eru þeir oftast á aldrin-
um 17 — 18 — 19 ára eða enn
eldri og viö reynum aö gera
nemendur ábyrga fyrir skóla-
starfinu eins og efni standa til.
Við erum t.d. núna með hug-
myndasamkeppni um hvernig á
að nýta gang hér frammi, sem við
fengum nýlega leyfi hjá húseig-
PHtarnir voru farnir að þvo sér, þvf kaffitfminn var framundan. Þessi
mynd er úr einni kennslustofunni, en skólastjórinn sagði að skðlinn
væri nokkuð vel búinn tækjum.