Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 J3
nú. í skoðanakönnunum hafði komið í
Ijós hve fólk hafði Iftið dálæti á Edward
Heath. „Ég myndi kjósa íhaldsflokkinn,
ef ekki væri fyrir þennan Heath" eða
„Mér líkar ekki við Heath" og „Ég er
alls ekki ánægður með Heath". Þetta
voru svörin og þegar þessi viðbrögð
bættust ofan á tvo ósigra flokksins \
röð varð það til að vekja upp vaxandi
óánægju með forystu Heaths. Sfðustu
dagana fyrir kosningarnar í október
segir Sir Niegel að ekki hafi verið sá
fulltrúi í framkvæmdanefndinni, að
hann fengi ekki skilaboð eða beiðnir
frá óbreyttum kjósendum um að
flokkurinn færi nú að íhuga að skipta
um leiðtoga.
SÍÐAN skýrir höfundur*frá því að
framkvæmdanefnd flokksins hafi boð-
að til fundar, þegar niðurstöður lágu
fyrir. Engin tilkynning var gefin út um
hann, en fréttamenn komust á snoðir
um að eitthvað var í aðsigi og reyndu
að afla fregna eftir mætti Sir Niegel
segir að innan nefndarinn hafi allir
verið á einu máli um að flokknum væri
brýn nauðsyn á því að skipta um
formann og hafi allir viðstaddir tjáð sig
í þeim dúr.
Hann segir að enda þótt menn hafi
tregðast við að skella allri skuldinni á
Heath fyrir ósigra flokksins hafi verið
akveðið að reyna að koma því á fram-
færi við Heath, að hljóðið I mönnum
væri heldur neikvætt í hans garð. Var
Edward du Kann, einum helzta áhrifa-
manni þingflokksins falið að ræða við
Heath og dróst hann á það, enda þótt
honum væri það ekki Ijúft. Sömuleiðis
var ákveðið að hann ræddi við William
Whitelaw þingflokksformann.
Sir Nigel segist hafa borið fram þá
ósk að fulltrúar fengju sem allra fyrst
að vita um viðbrögð viðkomandi
manna. Hafi því verið ákveðinn annar
fundur daginn eftir. Farið var að öllu
með gát til að vekja ekki um of athygli
á fundinum. þar sem ekki þótti tíma-
bært að sögusagnir kæmust á kreik
Komu fulltrúarnir einir síns liðs til
fundar þessa. sumir í einkabílum, aðrir
með strætisvögnum eða lest. Héldu
þeir nú allir til fundarsalar og þóttust
hafa vel sloppið
EN ÁNÆGJA þeirra stóð ekki lengi.
Þegar gengið var af fundi síðdegis biðu
Ijósmyndarar og fréttamenn í löngum
röðum og kröfðu þá frétta um hvað
væri um að vera. Sumir fundarmanna
sáu sitt óvænna og hopuðu inn í húsið
aftur, þegar þeir uppgötvuðu þetta
óvænta umsátur. En sumar lentu i klóm
blaðamanna og Evening Standard
tókst að ná myndum af nokkrum
fundarmanna og þar var frétt slegið
upp um að „Mjólkurstrætismafían"
(kennt við götuna þar sem fundurinn
var) hafði komið saman til fundar til að
undirbúa atlögu að foringja flokksins
Sir Nigel segir ásakanir blaðsins í
hæsta máta óréttlátar og tilhæfulausar.
Hafi mönnum mislikað stórlega mafíu-
stimpillinn og reynt að kanna, hver
lekinn hafi verið, en ekki varð Ijóst
hvaðan upplýsingarnar höfðu borizt.
Á þessum fundi skýrði Edward du
Cann frá svörum Heaths við skilaboð-
unum Hafði fundur du Cann og
Heaths verið stuttur og einkennzt af
spennu. Að sönnu var það ekki nýtt,
þar sem ágreiningur hafði lengi verið
millum þeirra. Sir Nigel segir að mönn-
um hafi orðið býsna órótt, þegar þeir
komust að raun um að Heath hafði
ekki gefið du Cann færi á að ræða
málið að neinu gagni. Samið var nú
bréf til Heaths og var hann beðinn að
koma á fund hjá nefndinni. Hann birti
svar sitt, vísaði tillögunum um það á
bug, en ekki bréfinu beinlínis. Þetta
fannst mönnum sérkennileg fram-
koma, enda gaf Heath í skyn í bréfinu
að hann væri reiðubúinn að ræða við
nefndina um ástand mála, en þó ekki
fyrr en hann hefði verið endurkjörinn
fyrir næsta kjörtímabil.
Þegar þarna var komið við sögu átti
Heath ýmsa möguleika. Hann gat farið
fram á traustsyfirlýsingu nefndar-
manna; sagt af sér formennsku eins og
Alec Douglas-Home hafði gert við
svipaðar aðstæður nfu árum áður,
hann gat hundsað hugmyndir nefndar-
innar og haldið sínu striki og hann gat
einnig beðið átekta og íhugað hvað
affarasælast myndi verða í Ijósi þess
hvernig atburðir þróuðust Hefði hann
tekið þriðja kostinn er ekki vafi á að
það hefði valdið úlfaþyt og jafnvel
klofningi innan flokksins. Og þar sem
það er eklo í eðli Heaths að flana að
neinu ákvað hann fjórðu hugmyndina:
að bíða
TRÚLEGT er, segir Sir Nigel að
Heath hafi verið gramur og vinsvikinn
vegna úrslita kosninganna. Hann hafði
verið sannfærður um, að viðvörunar-
orð hans um yfirvofandi efnahags-
kreppu, vaxandi verðbólgu, aukið
atvinnuleysi og fleira myndi reynast
rétt, sem og varð Hann hafði talið að
þessi áróður fengi hljómgrunn með
þjóðinni. Heath og ýmsir stuðnings-
manna hans hugðu og að Verka-
mannaflokksstjórnin myndi splundrast,
annað hvort vegna ágreinings um að-
ildina að Efnahagsbandalaginu eða
varðandi almenn efnahagsmál í land-
inu og þá gæfist honum tækifæri til að
mynda samsteypustjórn.
Edward du Cann
ENDA þótt Ijóst væri að almenn
óánægja var með Heath í formanns-
sæti virtist nú sem stuðningur við hann
úti í kjordæmunum hefði heldur vaxið
Sir Nigel og fleiri fengu nú mörg bréf
þar sem hvatt var til að Heath fengi
nauðsynlegt traust frá flokknum með
endurkjöri f formannssæti sem allra
f yrsta.
Þó var sýnt að blikur voru á lofti
og Heath varð að vfkja, ef átti að takast
að bjarga íhaldsflokknum og hleypa f
hann nýju lífsblóði. Sir Nigel segir að
fyrst hafi öllum borið saman um að
William Whitelaw myndi nánast verða
sjálfkjörinn eftirmaður. Hins vegar var
þess að gæta að Whitelaw hafði aldrei
lagt að Heath að víkja sæti, enda hafði
hann ekki verið f heppilegri aðstöðu til
að beita sér f málinu.
Sir Nigel segir að nú hafi enn verið
boðað til fundar og var du Cann á ný
fenginn til að stýra honum Lagði du
Cann sig f Ifma að sjá svo til að allir
fengju að taka til máls sem óskuðu eftir
þvf, svo að ekki væri hægt að segja
sfðar að ekki hefði rfkt jafnræði með
mönnum. Því kom það mönnum
óþyrmilega á óvart daginn eftir þegar
flest brezku blaðanna skýrðu frá þvf að
fundurinn hefði verið gagnslaus skrípa ^
leikur vegna ofríkis du Canns í fundar-
stjórastöðu Var sýnt að einhver var sá
sem reyndi með öllum ráðum að gera
störf framkvæmdanefndarinnar tor-
tryggileg og vekja samúð með Heath
Sömuleiðis gerðu menn sér á næstu
dögum grein fyrir því að Heath hafði
sjálfur engin áform um að hætta for-
mennsku En nú varð ekki aftur snúið
og stefndi óðfluga í áttina að því að
kosningar yrðu látnar fara fram um
formann flokksins
FLESTIR voru áfram um að halda
kosningar sem fyrst. Þegar farið var að
skyggnast um kom William Whitelaw
jafnan fyrstur í hugann Annar hugsan-
legur frambjóðandi var Keith Joseph
sem naut álits í flokknum fyrir
stjórnunarhæfileika og góðar gáfur
Aftur á móti segir Sir Nigel að hann
hefði orðið fráleitur leiðtogi þar sem
hann hafi skort pólitíska dómgreind
Þegar betur var að gáð voru bæði
Joseph og Whitelaw tregir til að gefa
kost á sér Þá fór nú fyrst að fara
alvarlega um framkvæmdanefndina
„Við höfðum lagt töluvert hart að okkur
til að losa okkur við hæfan leiðtoga og
höfðum svo engan hæfan mann til að
taka við af honum Margaret Thatcher
hafði ekki á þessu stigi komið við sögu
og varð ekki af neinu ráðið, að hún
hygðist sækjast eftir kjöri."
í slðara greininni segir síðan frá því
þegar Thatcher kemur fram á sjónar-
sviðið, frá undirbúningi kosninganna
og álit Sir Nigels um úrslit og niður-
stöður þeirra
r
Heaths innan brezka Ihaldsflokksins
Rétt svar
á reiðum höndum
þar sem þörfin er.
Lítil tölva — betri nýting
IBM System /34, nýjasta tölvusamstæðan frá IBM,
gerir meðalstórum fyrirtækjum hérlendis kleift að
hagnýta tiltölulega ódýra tölvu á sama hátt og stórar
og dýrar tölvusamstæður eru notaðar af
stórfyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum.
Fljótvirk og fyrirferðarlítii
IBM System /34 er fljótvirkt og fyrirferðarlítið
tölvukerfi, sem því næst hver sem er getur stjórnað
eftir fárra tíma þjálfun. System /34 er gert í
framhaldi af System /32, og hefur IBM á íslandi
tilbúin forrit sérhönnuð fyrir ísleivk fyrirtæki fyrir
hvers konar verkefni á viðskiptasviðinu.
Vinnuskermur í hverri deild
IBM System /34 býður þannig tilbúin forrit og
vinnslukerfi, sem nýta má þegar í stað til
upplýsingadreifingar á sérstaka sjónvarpsskerma
með tilheyrandi lykilborði.
Þannig getur tölvan sjálf til dæmis verið í.
kjallaraherbergi og unnið að útskrift yfirlitsreikninga
á meðan starfsfólk í vöruafgreiöslum, söludeild,
bókhaldi og aðalskrifstofu fær umbeðnar
upplýsingar um sölu- og birgðamál — hver deild á
sínum eigin vinnuskermi.
Afgreiðsla á augabragði
IBM System /34 býður ódýra fjölvinnslu með
möguleikum á 8 vinnuskermum eöa prenturum. Hver
skermur getur verið í allt að 1.5 km. fjarlægð frá
sjálfri tölvunni. Sendingahraði milli skerms og tölvu
er um 100.000 stafir á sekúndu.
Hvað er meðalstórt fyrirtæki lítið?
Ef þér efist um að fyrirtæki yðar sé nógu stórt til að
geta hagnast á IBM System /34 með því að nýta
möguleika starfsfólksins til fulls með öruggu
upplýsingastreymi jafnhliða margskonar
færslumöguleikum — hafið samband við söludeild
IBM á íslandi og fáið nánari upplýsingar um hæfni
IBM System /34 fyrir starfsemi yðar.
fSLANDI
KLAPPARSTÍG 27, REYKJAVÍK, SÍMI 27700
Lionsmenn
á Hofsósi
gefa lækn-
ingatæki
LIONSKLÚBBURINN Ilöfdi á
Hofsósi er kenndur við Þórðar-
höfða f Skagafirði. Var klúbbur-
inn stofnaður 15. desember 1974
og er því með yngstu I.ionsklúbb-
um landsins, hann er ekki fjöl-
mennur, eða nú um 30 manns.
Föður og móðurhlutverk önnuð-
ust þeir Lionsfélagar á Sauðár-
króki með miklum sóma enda er
nú klúbburinn á Ilofsósi liklegast
einn sérstæðasti klúbbur landsins
þar sem hann spannar yfir 6
hreppa f austanverðum Skaga-
firði. Meðlimir hans eru úr býsna
mörgum stéttum ef miða á við
félagsmannatölu, má þar nefna
presta, eina 5 oddvita, sýslu-
nefndarmann, 2 hreppstjóra,
skólastjóra, kennara, bændur,
síma- og póstmeistara, lögreglu-
menn, vélsmiði, bankamann,
hljómlistamenn, bflstjóra svo
eitthvað sé nefnt.
Eins og gefur að skilja starfar
þessi félgsskapur eins og aðrir
Lionsklúbbar að liknar- og menn-
ingarmálum, og hefir varið öllum
fjármunum sem aflað hefir verið
til góðra hluta. Nú fyrir nokkrum
dögum afhentu Lionsmenn
læknastofunni á Hofsósi
skoðunarstól sem læknar segja að
sé kærkomin og ómetanleg gjöf.
Félagarnir hafa verið að safna i
þennan stól með öðrum verkefn-
um, fengu tolla eftirgefna svo að
kaup þessi urðu viðráðanleg.
Lionsmenn í klúbbnum Höfða
eru samhentir og einhuga um að
vinna að hugsjón klúbbanna.
Stjórn klúbbsins skipa nú: Gísli
Kristjánsson oddviti, Hofsósi,
Þorsteipn Hjálmarsson simstjórí
á Hofsósi, og Reynir Gislason,
bóndi á Bæ.