Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 14

Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 Þorbjörg: Nr. 10 Dynkur. Haukur D6r: nr. 13. Landslag með öllu. myndum og gerir ýmsar breyt- ingar til að vikka og stækka áhrifasvæði hugmynda sinna. Þorbjörg er sérlega hógvær og látlaus í verkum sinum, hún virðist vera i hraðri framför, hvað listameðferð og mynd- byggingu snertir. Ég hugsa, að fleiri séu mér sammála um, að hér sé eftirtektarverð listakona á ferð, sem binda megi vonir við á komandi timum. HAUKUR DÓR er þekktur fyrir keramikvinnu sina, og nú hefur hann efnt til sinnar fyrstu einkasýningar á mál- verkum, en stundum hafa sést eftir hann málaðar myndir á samsýningum hér áður. Hann sýnir þarna 28 oliumálverk, öll nokkuð fyrirferðarmikil og dálítið einlita. Stundum notar hann eingöngu svart og hvítt og bætir þá stundum við gráum litatónum til að tjá sig um mannslikamann eða landslag. Hann er nokkuð þungur í lita- meðferð og er það lýti á mynd- byggingu, sem er gerð með hrjúfri og harkalegri áferð, þar Menntaskólinn á Akureyri: Ó, þetta er indælt strí ð Ó, þetta er indælt stríð. Leikstjðri: Þórhildur Þorleifsdðttir. Nú fyrir nokkru frum- sýndi Leikfélag Mennta- skólans á Akureyri „Ó, þetta er indælt stríð“ eft- ir Charles Chilton og Joan Littlewood, bráð- smellinn gamanleik, þar sem sjálfu stríðinu er sagt stríð á hendur, eins og komizt hefur verið að orði. Indriði Þorsteins- son þýddi leikinn ágæta vel. Það eru nú ríflega 40 ár síðan nemendur vió MA settu upp sína fyrstu leiksýningu. Það voru Andbýlingarnir og var Árni heitinn Jónsson amtsbókavörður drif- fjöðrin og aðalleikarinn, en Jón Þórarinsson dag- skrárstjóri sjónvarps samdi alla tónlist við verkið, sem var einstætt afrek. Leiklistarstarf- semi hefur verið fastur liður hjá nemendum MA síðan, með nokkrum hléum þó. Ég minnist þess frá mínum mennta- skólaárum, að Magnús L. Stefansson, nú barna- læknir á Akureyri, beitti sér fyrir endurreisn leik- félagsins veturinn 1955 — 56 með góðri aðstoð Árna heitins Kristjáns- sonar menntaskólakenn- ara, sem síðan var óþreytandi við að aðstoða nemendur við að halda uppi þessari starfsemi. Ég held, að þráðurinn hafi ekki slitnað síðan þetta var. „Ó, þetta er indælt stríð“ er eitt af þessum léttu en sígildu leikhús- verkum, þar sem leik- gleði og hispursleysi menntaskólanema nýtur sín sérlega vel. Eins og fyrr segir er kjarni verksins sá að sýna fram á tilgangsleysi stríðsins, afskræmingu þess á mannlegu eðli. Heims- styrjöldin fyrri er höfð að skotspæni og misk- unnarlaust háð gert að skammsýni valdhafa, innbyrðis togstreitu og hégómagirni hershöfð- ingja, yfirdrepsskap klerka, sem í orði kveðnu eiga þó að vera boðberar friðar á jörðu, gróðabralli vopnafram- leiðenda og múgsefjun almennings. Mannslífið er einskis metið; hinum óbreytta hermanni er teflt fram eins og peði á skákborði. Á hátið friðar- ins, jólunum, fer þó svo á vesturvígstöðvunum, að skotgrafarhermenn úr andstæðum fylkingum skiptast á gjöfum og gleðjast yfir tári. Meðan maður hlýðir og horfir á „Ó, þetta er in- dælt stríð“ fer ekki hjá því, að maður íhugi, hvort mannkynið muni nokkurn tíma ná þeim þroska, að slíkt og þvílíkt eigi ekki eftir að endur- taka sig. Nú horfir sann- arlega ekki vænlega I þeim efnum. Enn er það svo, að harðstjórn og miskunnarleysi á sér for- mælendur marga, — einnig hér á landi; til- gangurinn helgar meðal- ið og einstaklingnum, frelsi hans og sjálfsvirð- ingu, fórnað „fyrir heild- ina“, eins og sagt er, til „Og þá er kominn tlmi til a8 segja nokkra brandara. . .' Geirþrúður Pálsdóttir kynnir. Allur leikhópurinn er á myndinni. Kristján Þ. Júlíusson. Tvær sýningar á Kjarvalsstöðnm Þorbjörg Höskuldsdóttir og Haukur Dór hafa skipt meó sér vestursalnum á Kjarvaisstöðum og komið fyrir einkasýningu á verkum sínum. Þetta getur ver- ið skemmtilegt fyrirkomulag, og mætti oftar nota þennan möguleika. Þar að auki er skemmtilegt að sjá tvær einka- sýningar undir sama þaki, og ég er viss um, að gestir á Kjarvals- stöðum kunna að meta slikt fyrirkomulag. Að þessu sinni eru listamennirnir mjög svo ólikir i myndlist sinni, og eru því mörkin dregin svo glögg- lega, að ekki verður um villst, og enginn þarf að velta vöngum yfir þvi, hvort þetta eða hitt verkið sé eftir Þorbjörgu eða Hauk Dór. ÞORBJÖRG -HÖSKULDS- DÓTTIR hefur haldið áður einkasýningu á verkum sínum og hefur oftsinnis tekið þátt í sýningum hér áður og því mörg- um að góðu kunn. Hún er við- kvæm i list sinni og verk henn- ar eru sérlega aðlaðandi bæði í lit og eins í myndbyggingu. Hún hefur lag á að koma þvi til skila, sem liggur henni á hjarta á hljóðlátan en sterkan hátt. Þessi verk, sem hún nú hefur valið tii sýningar, eru, að ég held, það besta, er hún hefur látið frá sér fara hingað til. Þorbjörg hefur skemmtilegar hugdettur á hraðbergi, sem oft virðast hafa orðið til í tengslum við leikhús, eða ef til vill rétt- ara sagt, i sambandi við svið leikhússins. Hún hefur næma tilfinningu fyrir finum og mjúkum listatónum, sem að vísu auðkenndu verk hennar áður fyrr, en er eins og hafi náð að þroskast og skila sér miklu betur, ef svo mætti að orði kveða. Það eru bæði málverk, teikningar og kritarmyndir á þessari sýningu Þorbjargar. Þar getur að lita sumar af frummyndum hennar að þeim málverkum, sem einnig eru á þessari sýningu. Sumar af þess- um litlu myndum eru hreinasta afbragð, og það er sannarlega skemmtilegt að sjá, hverngi hún vinnur úr þessum frum-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.