Morgunblaðið - 15.04.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977
15
Myndlist
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
sem litur og form eru sett fram
með expressionistiskum aðferð-
um, hreyfingum og áferð. Sjálf
myndgerðin er ekki sérlega
persónuleg, og raunverulega er
ekki gott að átta sig á, hvað er
Hauks og hvað ekki. Áhrif frá
þekktum meistara eru svo aug-
ljós hér að ekki verður komist
hjá þvi að minnast á þau. Það
er auðvitað ekkert eðlilegra en
að ungir menn fikri sig fram,
en það verður að gerast þannig,
að þeir haldi reisn sirmi og per-
sónuleika. Það fer heldur ekki
milli mála á þessari sýningu
Hauks Dórs, að hann hefur úr
ýmsu að spila, sem prýðir góðan
myndlistarmann. Það litla, er
hann sýnir af keramík að sinni,
hefur sérlega skemmtilegt
form, og á því sviði tekst hon-
um miklu betur að hemja litinn
og láta hann tala sínu máli.
Ólikir listamenn sagði ég hér
áðan, en ég held, að það væru
margir, sem hefðu ánægju af að
sjá þessar sýningar saman, og
ég óska þess sannarlega, að fólk
skoði þessar sýningar. Það er
fjölbreytni á Kjarvalsstöðum
eins og stendur. Ólikt listafólk í
mótun.
þess að skapa „þúsund
ára ríkið“.
Þórhildur Þórleifsdótt-
ir er leikstjóri og ferst
það undravel úr hendi. í
heild er sýningin hröð og
létt, hvergi nein misfella
á. Einn leikari verður því
ekki tekinn fram yfir
annan, en þeim öllum
þakkað fyrir góða
skemmtun og framtak,
sem leikhúsgestir á
Akureyri eiga lengi eftir
að minnast. Enginn vafi
er á þvi, að leiklistar-
starfsemi af þessu tagi á
fullan rétt á sér í MA;
hún er í senn þroskandi
og ógleymanleg fyrir
þátttakendurna og mikil
upplyfting fyrir Akur-
eyringa.
Lelkllst
eftir HALLDÓR
BLÖNDAL
Merkjasala Ljós-
mædrafélagsins
Ljósmæðrafélag Reykjavíkur
hefir merkjasölu ár hvert og i ár
höfum við til umráða 16. apríl
sem ber uppá laugardag. í stuttu
máli vil ég gera grein fyrir Ljós-
mæðrafélagi Reykjavikur.
Stefnuskrá þess er að gefa til
framfara og liknarstarfa. Félagið
var stofnað 19. júní 1942. Fyrsti
formaður félagsins var Frú Rakel
P. Þorleifsson ásamt henni voru
stofnendur 6 ljósmæður.
Ljósmæður unnu að því að fá
sín eigin kjör bætt og, sem og kjör
einstæðra mæðra og barna með
ýmsum hætti. Stofnað var mæðra-
heimili sem Sigríður Jónsdóttir
ljósmóðir frá Hrífunesi stjórnaði.
Einnig var Heimilishjálpin
stöfnuð af til-hlutan félagsins,
liknar- og menningarsjóður var
stofnaður og átti hann að vera til
styrktar ljósmæðrum til frekara
náms. Við gáfum út minningar-
kort sem Jón Þorleifsson listmál-
ari teiknaði fyrir okkur. Seinna
sameinuðumst bæði íélögin um
sjóðinn.
Við byrjuðum á að gefa til
Hallveigarstaða fyrir einu her-
bergi sem átti að vera fyrir ljós-
mæður utan af landi.
Félagið var fyrst til að afherida
gjöf til fyrirhugaðrar stækkunar
fæðingardeildarinnar. Formaður
félagsins gaf 50 þúsund sem vinir
hennar gáfu í afmælissjóð i
staðinn fyrir blómagjafir. Einnig
hefir verið gefið til Barnaspítala
Hringsins, Barnaheimilis Hvera-
gerðis, Málleysingjaskólans. Til
fjölfatlaðra barna i Reykjavík og
Selfossi.
Einnig sjónvarp á Fæðingar-
heimilið við Eiriksgötu. Við höf-
um reynt að gleðja ekkjur
sjómanna og veikar stéttarsystur.
Og öll okkar vinna við félagið er
sjálfboðavinna. Þann 7/11 1970
dó ljósmóðir Vilborg Jónsdóttir
sem varð öllum sem hana þekktu
harmadauði. Hún var ákaflega
traust og dugleg ljósmóðir sem
umvafði móður og börn með sinni
meðfæddu gæsku. Það sama ár
stofnuðum við sjóð til minningar
hennar og heitir Vilborgarsjóður
og er hann i vörslu prófessors
fæðingardeildarinnar. Nú er
sjóðurinn tvöhundruð níutiu og
fjögur þúsund sex hundruð og sex
krónur (294.606) og þar af
þrjátiu þúsund gefin af börnum
hennar og fjölskyldu. Orðin ein
segja lítið um viðhorf manna. Það
er allt dagfar þeirra sem segir
sannleikan. Látið kærleikann
fyrst og fremst ríkja í ykkar
stofnunum. Kærleikurinn á að
vera mikilvirkasta aflið þar sem
allir vinna saman.
Merkin verða afhent i eftirtöld-
um skólum: Álftamýrarskóla, Ár-
bæjarskóla, Breiðholtsskóla,
Fellaskóla, Langholtsskóla, Mela-
skóla, Vogaskóla. Mæður! Klæðið
börnin hlýlega.
Með fyrirfram þökk
Helga M. Níelsdóttir, ljósmóðir
Formaður.
AFGLÝSINGASIMINN ER:
^>22480
J JRormmblaÖiti
Sérverslun með listræna húsmuni, Borgartúni 29.
Opnum ámorgun sérverslun með listræna húsmuni í Borgartúni 29.
Hjá okkur fást einungis hlutir sem sameina notagildi og fegurð
munir teiknaðir af þekktum listamönnum eins og Le Corbusier,
Alvar Aalto, Charles R. Mackintosh o.fl.