Morgunblaðið - 15.04.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 15.04.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRIL 1977 17 dómur. Á meginlandinu vissu menn ekki um töltið fram að þessum tíma.” í hverju er starf Evrópusambands eigenda íslenzkra hesta aðallega fólg- ið? ..Evrópusambandið er samband eig- enda íslenzkra hesta I 10 löndum en félagar sambandsins eru nærri 1 2 þús- und og þar af eru um 4 þúsund félagar í Landssambandi hestamannafélaga á íslandi íslenzkir hestar á meginland- inu nú eru sennilega um 20 þúsund. Annars er það sérstætt fyrir starfsemi sambandsins að það eru einu samtökin sinnar tegundar í heiminum þar sem fólk frá mörgum löndum tekur sig saman um að starfa eftir sömu reglum og gilda f heimalandi hestsins um dóma, f ræktun, á gangtegundum og hestafþróttum. í sumar verður haldið fjórða Evrópumót eigenda íslenzkra he.sta og þessi mót hafa verið eitt aðalverkefni Evrópusambandsins. Þá er á vegum þess safnað saman öllu því, sem gefið er út um fslenzka hest- inn í Evrópu og annars staðar í heimin- um. í þeim tilgangi hefur verið gerð tölvuskrá yfir allar greinar um ísland og fslenzka hestinn og má þar komast að því hvar þessar greinar er að finna Annars má segja að á sama hátt og fslenzki hesturinn var eina samgöngu- tækið fyrir fólk hér á landi til að komast milli staða, tengir þessi sami hestur nú saman fólk í Evrópulöndum.” Evrópumót á íslandi? Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að halda Evrópumót fslenzkra hesta hér á landi Telur þú að sú hugmynd geti orðið að veruleika á næstu árum? „Meðal eigenda íslenzkra hesta f Evrópu er ákaflega mikill áhugi á því að halda hér mót. Það er hins vegar Ijóst að þeir, sem kæmu erlendis frá, gætu ekki tekið með sér hesta og hefur þá verið rætt um að erlendu knaparnir fengju hesta hér. Allt eru þetta þó hlutir, sem ekki hefur verið rætt neitt ákveðið um, en ég sé ekki annað en það væri vel framkvæmanlegt að halda mót hér. Þeir útlendingar, sem komu hingað á Landsmótið 1974, eiga góð- ar minningar frá því og dreymir um sambærilegt mót hér. Ég er líka viss um að ef Evrópumót yrði haldið hér kæmu hingað fjölmargir gestir erlendis frá til að fylgjast með." Hvað um gæði þeirra hrossa, sem flutt hafa verið héðan? Sumir hafa látið í Ijós það álit að of mikið væri flutt út af lélegum hestum. „Sala og verzlun með landbúnaðar- vörur og hesta eru hrein viðskipti og ekki gerð af neinum náungakærleik En það er með hesta eins og aðra vöru, að þess verður að gæta að léleg vara skemmi ekki fyrir á markaðnum. í allri hrossarækt er einn hestur af hverjum tíu góður en það verður líka að finna markað fyrir þessa níu Menn mega ekki gleyma þvf að fyrstu hestarnir, sem fluttir voru til Svfþjóðar og Dan- merkur voru ekki nógu góðir og allt frá þvf hefur markaður fyrir fslenzka hesta átt erfitt uppdráttar f þessum löndum Meðal annars vegna starfs Evrópusam- bandsins hafa kröfur um gæði hest- anna orðið meiri Þá eru einnig teknir til starfa á meginlandinu margir rækt- endur, sem vinna nákvæmlega að sinni ræktun. Allt þetta gerir það að verkum að íslendingar verða að vanda til sinnar framleiðslu '' Er mögulegt að rækta íslenzka hesta erlendis og fullnægja þannig eftir- spurninni eftir íslenzkum hestum er- lendis? „Það sem ísland hefar fram yfir öll önnur lönd er mun lægri kostnaður við ræktunina auk þess, að hér er óæski- legum hrossum slátrað og þannig ætti að vera unnt að halda uppi gæðum hrossanna og einnig takmarka fjölda þeirra Þetta er ekki gert erlendis. í Evrópu hafa menn ekki tök á að hafa það landrými, sem ræktun af þessu tagi útheimtir. Ef einhver hefði hins vegar nógu mikið landrými, reynslu og hæfileika til að meðhöndla hrossin eins og gert er hér á landi er vel hugsanlegt að hann gæti ræktað hesta af sömu gæðum og þeir koma héðan. Um það eru aftur á móti allir sammála, að þeir hestar, sem uppaldir eru hér á landi, hafa fram yfir þau hross, sem ræktuð eru erlendis, eitthvað í fasi sínu og háttum, sem er f anda við frjálsu vind- ana á íslandi Við þá getum við útlend- ingar ekki keppt." íslendingar hafa lært að reiðmennska er ekki guðsgjöf Að lokum var dr. Isenbugel spurður, hvort notkun islenzka hestsins I Evrópu Framhald á bls 22. f Fréttabréf frá Patreksfirði 12. aprfl Aflabrögð hafa verið ágæt hér í vetur, enda gæftir lengst af góðar. Nokkrir bátanna hafa nú skipt yfir á net, en afli i þau hefur enn sem komið er verið heldur tregur. ts hamlaði nokkuð veiðum í páskavikunni og eru dæmi til þess að bátar hafi orðið að hætta drætti vegna rekíss. Einnig hafa nokkrar skemmdir orðið á neta- baujum vegna íss. Afli Patreksfjarðarbáta i vetur er sem hér segir: Örvar 1/1 til 1/4 469 lestir þar af i net 128 lestir. María Júiía eingöngu á línu 370 lestir 1/1 til 1/4. Birgir eingöngu á linu 362 1/1 til 1/4. Jðn Þórðarson eingöngu á línu 1/1 til 1/4 578 lestir, var búinn að fá samtals þ. 5/4 629 lestir. Vestri net og línu þ. 5/4 717 lestir. Garðar net og linu þ. 5/4 617 lestir. Gylfi 1/1 til 1/4 453 lestir ein- göngu á línu. Þrymur net og linu 1/1 til 1/4 530 lestir. Atvinna hefur verið hér góð í vetur og ekki er mikið um aðkomufólk. Við út- og upp- skipanir hefur oftast orðið að kveðja til skólafólk vegna manna- skorts. Páskahrota kom engin, þó kom m/b Vestri rétt fyrir pásk- ana með milli 50 og 60 lestir í einni sjóferð i net. Samgöngur hafa verið með ein- dæmum góðar hér innan héraðs í vetur og lengst af ekki nema 1—2 smáskaflar á leiðinni að aðalak- vegakerfi landsins, sem haldið er opnu að vetrinum, en Vestfirðing- ar virðast vera dæmdir til einangrunar að vetri til hvað snjólétt sem er. Heyrst hefur að Vegagerð rikisins hafi skipað manni, sem þurfti að sækja jarð- ýtu suður i Borgarfjörð, að loka veginum á eftir sér svo að Vest- firðingar færu nú ekki að álpast til Rvikur á bílum sinum sem aðrir landsmenn að vetri til. Flug- samgöngur hafa gengið prýðilega og hafa Flugleiðir áætlun hingað þrisvar i viku. Um páskana voru farnar aukaferðir, en þá kemur hingað samkvæmt venju fjöldi manns i páskaheimsókn. Hin nýja tveggja hreyfla flugvél flugféi. Ernir á ísafirði (Hörður Guðmundsson) þykir hin þægi- legasta og flýgur mikið hingað. Samgöngulaust væri með öllu á milli sunnanverðra Vestfjarða og Norðurfjarðanna ef starfsemi flugfél. Ernir nyti ekki við. Þó er rétt að geta þess að á sjó eru ferðir á 10—14 daga fresti en þá tekur 1 til 1 Vi sólarhring að fara frá Patreksfirði til Isafjarðar. Félags og menningarmál Stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða hélt hér fund á mið- vikudag og fimmtudag. Á fimmtudag hélt stjórnin svo fund með sveitarstjórnarfulltrúum i Vestur-Barð. Voru þar einkum til umræðu orkumál og samgöngu- mál. Hreppsnefnd Patreksfjarðar bauð fundarmönnum til kvöld- verðar á miðvikudagskvöld, en stjórn fjórðungssambandsins bauð aftur til hádegisverðar á fimmtudag. Stefnir stjórnin að því að halda fundi sina sem viðast í fjórðungnum, en stundum hefur hún orðið að halda fundi sina í Rvk. vegna samgönguerfiðleika innanhéraðs. Stjórn Fjórðungs- sambands Vestf. skipa nú Guðmundur Ingólfsson, ísafirði, Ólafur Kristjánsson, Bolungar- vík, Ólafur Þórðarson, Suðureyri, Karl. Loftsson, Hólmavík og Svavar Jóhannsson, Patreksfirði. Grunnskóli Patreksfjarðar hélt sina árlegu skemmtun á föstudag og laugardag fyrir pálmasunnu- dag og var hún f jölsótt að vanda. Norrænafélagið hér (deild) hélt aðalfund sinn á skirdag; fundurinn var fjölsóttur. 1 félag- inu eru um 100 rnanns. Form. er Sigurður Jónsson apótekari. Málverkasýning Þórdis Tryggvadóttir hélt málverka- sýningu um páskana og var hún mjög fjölsótt. Margar myndir seldust og var gerður góður rómur að sýningunni. Beitingavél af norskri gerð mun hafa verið sett i nokkra báta hér á landi. Er vél þessi og sá útbúnaður sem setja þarf i bátana henni viðvikjandi alldýr. Meðal annarra báta var sett svona vél i m/b Örvar, sem Hraðfrystihúsið Skjöldur hér á Patrf. gerir út. Vélar þessar hafa ekki reynst sem skyldi og eru nú þrír isl. útgerðar- menn staddir í Noregi til að reyna að fá einhverjar úrbætur áþessu. Eru það þeir Magnús Guðmunds- son, Táknafirði, Guðfinnur Einarsson, Bolungavík og Þor- steinn Gíslason, skipstj. Rvk. Gatnagerð Áformað er að leggja slitlag á Aðalstræti, sem er aðal- gatan hér, nú á næsta sumri; má þá heita að meginhluti gatna hér i þorpinu sé kominn með varanlegt slitlag, en á sl. hausti var verulegt átak gert i þessum málum hér. Áætlaður kostnaður er um 56 millj. kr. Heilsufar Að sögn læknanna hefur heilsufar verið heldur gott i vetur og lítið um kvilla þó sl. sumar hafi verið afar slæmt. Heilsuverndarstöð er í byggingu og er stefnt að þvi að hún verði fokheld fyrir haustið. Læknar eru hér tveir þeir Birgir Jakbosson og Magnús R. Jónasson. Sinna þeir bæði sjúkrahúsinu hér og allri vestur-sýslunni. Línuklúbbur er hér i upp- siglingu og hafa um 60 manns skráð sig til þátttöku. Er mikill hugur i fólki hér að ná af sér öllum aukakílóum fyrir vorið. Orlofshús Orlofsnefnd Alþýðu- sambands Vestfjarða hyggst reisa 6 orlofshús til afnota fyrir meðlimi sína, i Vatnsfirði nú á sumri komanda. Eru húsin stað- sett rétt utan við ána Pennu. Stefnt er að þvi að húsin verði tilbúin til notkunar um miðjan júlímánuð. Húsin smíðaði Hilmar Jónsson i Rvk. Páll fyrir nýrri vöru á metravöru niður úr öllu valdi Komið tafarlaust og gerið reyfarakaup OPIÐi KJÖRGARÐItil 7 föstudagskvöld 9-12 laugardag SKEIFUNNI15.* til 10 föstudagskvöld lokað laugardag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.