Morgunblaðið - 15.04.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 15.04.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 fttgnnlrlitfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10100. ASalstræti 6, stmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakiS. Ráðleggingar OECD essa dagana eru við- horfin í kjaramálum og hættan á vaxandi óðaverð- bólgu á ný mjög til um- ræðu eins og að líkum læt- ur. í því sambandi hefur vakið mikla athygli sú frétt frá OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, að veröbólgan á tímabilinu febrúar 1976—77 hafi numið tæplega 35%. Sagt er, að glöggt sé gests aug- að, og þess vegna er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar athugasemdir úr skýrslu OECD um íslenzk efna- hagsmál, sem út kom i nóv- embermánuði sl., en svo sem kunnugt er gefur stofnunin út slíkar greinar- gerðir um viðhorfin í efna- hagsmálum allra aðildar- ríkjanna á ári hverju. í síðustu skýrslu sinni frá því í nóvember 1976 leggur Efnahags- og fram- farastofnunin áherzlu á, að erlend skuldasöfnun ís- lendinga sé orðin ískyggi- leg og alvarlegt vandamál og séu erlendar skuldir ís- lendinga í hlutfalli af þjóð- arframleiðslu meiri en hjá nokkru öóru aðildarríki OECD og nemi nú nánast 45% af þjóðarframleiðslu og hafi um helmingur þeirrar skuldasöfnunar orðið á árabilinu 1973—75. OECD bendir á, að jafnvel þótt takast muni að þurrka út halla á viðskiptajöfnuði muni um 18% af gjaldeyr- istekjum íslendinga ganga til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum skuld- um á næstu árum og þetta hlutfall muni enn verða hátt á níunda áratugnum. Stofnunin segir ennfrem- ur, að þessi þunga skulda- byrði muni takmarka mjög athafnafrelsi íslendinga í efnahagsmálum og verða veigamikill þáttur í efna- hagsstefnu landsins á næstu árum. Þá segir OECD í greinar- gerð sinni um efnahagsmál íslendinga, að meginmark- miðið í náinni framtíð hljóti að vera að beina af- rakstri aukinnar þjóðar- framleiðslu og batnandi viðskiptakjara til þess að bæta viðskiptajöfnuðinn við útlönd og greiða niður erlendar skuldir, jafn- framt því sem nauðsynlegt sé að halda aukningu inn- lendrar eftirspurnar í lág- marki og hægja á verð- bólguvextinum. Mikilvægt sé, að mikil aukning í út- flutningstekjum komi ekki fram í stórkostlegri tekju- aukningu og gróðaaukn- ingu í útgerð og fiskvinnslu eins og gjarnan hafi gerzt áður fyrr. í því sambandi leggur OECD mjög mikla áherzlu á hlut- verk Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og telur að efling hans hljóti að verða þýðingarmikil í framhaldi af þeim kjarasamningum, sem nú standa yfir. OECD segir, að Verðjöfnunar- sjóður fiskiðnaðarins sé áreiðanlega bezta tækið, sem íslendingar hafa yfir að ráða til þess að koma á jafnvægi vegna þeirra miklu sveiflna, sem séu jafnan í tekjuöflun ís- lenzkra atvinnuvega. Þá kemst OECD að þeirri niðurstöðú i síðustu skýrslu sinni, að íslending- ar þurfi að ná betri tökum á stjórnun eftirspurnar í landinu, sem fram til þessa hafi haft verðbólguhvetj- andi áhrif. OECD telur, að taka þurfi upp nútímalegri aðferðir I ríkisfjármálum og ennfremur að taka beri upp staðgreiðslukerfi skatta. Stofnunin fer við- urkenningarorðum um þá ákvörðun núverandi ríkis- stjórnar að taka upp gerð lánsfjáráætlana, en segir að enn skorti sterkari hag- stjórnartæki og leggur jafnframt áherzlu á nauð- syn þess að skapa hér inn- anlands fjármagnsmarkað og telur, að með breyting- um á lífeyrissjóðakerfinu sé unnt að bæta verulega úr margvíslegri skekkju f peningakerfinu. Þá telur OECD ennfremur, að nauð- synlegt sé að taka upp raunhæfari vexti og frek- ari verðtryggingu fjárfest- ingarlána. Allar þessar ábendingar ættu að verða okkur nokk- urt umhugsunarefni, ekki sízt um þessar mundir, þeg- ar menn spyrja sjálfa sig, hvaða frekari ráðstöfunum sé hægt að beita til þess að vinna bug á verðbólgunni. Við íslendingar stöndum nú á vegamótum í efna- hagsmálum. Við höfum náð vissum, takmörkuðum árangri í baráttu gegn verðbólgu, en nú er hætta á að halli undan fæti á ný. Til þess má ekki koma. Ekkert markmið í efna- hagsmálum er nú þýðing- armeira en að ná tökum á verðbólgunni. í þeim efn- um er ástæða til að huga að ráðleggingum OECD. Áform Samstarfsnefndar um reykingavarnir: Veggspjöld í alla gninnskóla landsins Skattanefnd Búnaðarþings: Bændum verðiekki áætlaðar tekjur BÚNAÐARÞING 1977 kaus þriggja manna nefnd ti) að yfirfara frumvarp það til laga um tekjuskatt og eignaskatt, sem nú liggur fyrir Alþingi og þá einkanlega þá þætti þess er varðað geta bændur sérstak- lega. Nefnd þessi hefur nú lok- ið störfum og sent Alþingi álitsgerð sína. Er í álitsgerð- inni lögð rfk áherzla á að bændum séu ekki áætlaðar launatekjur, sem þeir ná ekki f reynd, og leggur nefndin til að það ákvæði frumvarpsins að áætla launatekjur nái ekki til bændastéttarinnar, þar sem tekjur allra þeira bænda, sem stunda hefðbundinn búskap, séu gefnar upp af sölufélögum þeirra. Þá leggur nefndin til að heimilt verði að undanskilja söluhagnað af jörð og bústofni a.m.k. að því marki að söluverð dugi til að eignast fyrir það viðunandi íbúðarhúsnæði í þéttbýli. Verði samræmi í skattskyldu söluhagnaðar þeirra einstaklinga, sem ann- ars vegar hafa lagt fé sitt í atvinnurekstur og hins vegar í það að koma upp húsnæði, t.d. 3 íbúðum. Einnig leggur nefndin til að kaupfélögum, öðrum samvinnufélögum og samvinnufélagasamböndum verði ekki gert að greiða frek- ari skatta en nú er og skýrt verði takið fram um skattfrelsi félaga, sem stofnuð eru og Framhald á bls 22. SAMSTARFSNEFND um reykingavarnir hefur látið lit- prenta veggspjöld, þar sem lögð er sérstök áhersla á það, að reykingamenn virði rétt þeirra, sem ekki reykja. Er ætlunin að þessi veggspjöld verði hengd upp f öllum barna og unglingaskólum á landinu og er dreifing þeirra nú að hefjast. I texta á veggspjaldinu segir: „Þeir, sem reykja ekki, hafa verið tillitssamir við reykingamenn og litið kvartað yfir þeim óþægind- um, sem mengun af tóbaksreyk hefur valdið þeim. Sannað er að reykurinn er heilsuspillandi fyrir þá sem eru í návist þeirra sem reykja. Reykingamenn hafa eng- an rétt á að eitra fyrir öðrum og þeir ættu því að sýna tillitssemi og reykja ekki þar sem annað fólk er nærstatt — eða velja þann kostinn sem öllum er fyrir bestu: Segja alveg skilið við sígarettuna og leita eftir hollari félagsskap.“ Á meðan upplag endist geta þeir, sem áhuga hafa á að fá slík veggspjöld fengið eintak á skrif- stofu Krabbameinsfélags Reykja- víkur að Suðurgötu 24 eða hjá hjartavernd í Lágmúla 9. Borgarrád lætur gera tillögur um brunamál BORGARRÁÐ fjallaði á fundi sfnum s.l. þriðjudag f annað sinn um greinargerð brunamálastjóra rfkisins um reykköfunarmál Slökkviliðs Reykjavfkur, en greint hefur verið frá innihaldi greinargerðarinna hér í Mbl. Á fundi borgarráðs var sam- þykkt með fjórum samhljóða at- kvæðum að fela slökkviliðsstjóra að láta framkvæma eða gera til- lögur um framkvæmd á þeim úr- bótum, sem brunamálastjóri gerir tillögur um, og að svo miklu leyti, sem þær eru ekki þegar komnar til framkvæmda. Þá samþykkti borgarráð með 4 samhljóða atkvæðum, Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður Al- þýðubandalagsins sat hjá, að fela Markúsi Erni Antonssyni og Kristjáni Benediktssyni að taka til frekari athugunar og vera borgarráði til ráðuneytis um þau atriði, sem skýrsla brunamála- stjóra fjallar um, og um önnur málefni slökkviliðsins, eftir því sem ástæða kann að þykja til. Sigurjón Pétursson lagði til, með hliðsjón af ýmsum ummæl- um í skýrslu Brunamálastofnunar rikisins, að Brúnamálastofnun- inni verði falið að gera, eða láta gera, úttekt á skipulagi og stjórn- un Slökkviliðs Reykjavikur og Framhald á bls 22. Á f áum stöðum í heimi f i maðureins návist náttúru Rabbað vid Smyslov, adstodarmann Spasskys Dagstund eina um páskana sitjum við Smyslov að rabbi f hinni fburðarmiklu fbúð á Hót- el Loftleiðum. Þau hjónin una þar vel hag sfnum. Smyslov hefur að þessu sinni fengið tækifæri til þess að ferðazt vfða um land og kynnast landi og þjóð og talið berst að kynnum hans af Islendingum. — Ég heimsótti ísland fyrsta sinni til að tefla á Reykjavíkur- mótinu 1974. Þá naut ég þeirrar ánægju að hitta á ný minn gamla félaga, Friðrik Ólafsson stórmeistara, og stofna til kynna við Guðmund Sigurjóns- son stórmeistara og fjölmarga aðra frábæra skákmeistara hér á landi. — Fyrstu áhrif mín af þessu einmana eylandi langt úti i Atlantshafi stöfaðu frá nakinni fegurð landsins. Á fáum stöð- um í heimi finnur maður eins návist náttúrunnar, þar sem hverirnir og eldfjöllin eru hluti hins daglega lífs. Þetta minnir á lýsingar Biblíunnar af sköpun heimsins. Á íslandi er landið enn í sköpun og snilldin í Eddum og sögum lifir á vörum þjóðarinnar. — Engan skyldi undra þótt svo stórbrotin náttúra veki þá hugkvæmni og Imyndarafl, sem nauðsynlegt er til að móta öfl- uga skákmeistara. — Hið eftirminniiega Heims- meistaraeinvígi í Reykjavík 1972 milli Spassky og Fischer skapaði gífurlegan áhuga á skák, ekki aðeins á íslandi, heldur um heim allan. Nafn Reykjavíkur varð á svipstundu heimsfrægt. — Nú er ég kominn I aðra heimsókn til Islands vegna Áskorendaeinvigisins milli Spasskys og Horts. Þessi harða keppni hefur skapað mikla spennu og áhuga þar sem ein- ungis ein skák getur ráðið örlögum. — Mér er það vissulega mikil ánægja að heimsækja þetta fagra land öðru sinni, þar sem skákíþróttin er í slíkum háveg- um höfð. — Frá barnæsku hefur skák- listin verið mitt líf og yndi og ég hefi þjónað skákgyðjunni um fjörutiu ára skeið. — Tvær heimsóknir mínar hafa veitt mér ómæld tækifæri til að kynnast lffi, starfi og menningu islenzku þjóðarinn- ar, ekki aðeins í höfuðborginni, heldur einnig í þeim bæjum, sem ég hefi nú heimsótt; Vest- mannaeyjum, Akureyri, ísa- firði og Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.