Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRIL 1977 13 Gísli Sigurbjömsson: Sjúkráheimili Talsvert hefur verið skrifað um málefni aldraðra —öðru hverju — og virðist svo, að nokkur áhugi sé að vakna í landinu á þeim málum. Víða er farið að reisa ibúðir fyrir aldraða og jafnvel i Reykjavík er farið að reisa tvö elliheimili á vegum borgarinnar og hefur Albert Guðmundsson borgar- stjórnar- og alingismaður átt þar mikinn hlut að málum. Hrafnista er að auka starfsemi sína verulega og mun bæta við sig 240 plássum á næstu árum, nokkur hluti þeirra verður tekinn í notkun á þessu ári. Elliheimilin verða um aldamótin orðin talsvert mörg og einnig íbúðir fyrir aldraða, ef áætlanir og framtak haldast í hendur. Er þetta lofsvert og þakkarefni þeim, sem njóta á sínum tíma. En hvað gerum við fyrir gamla fólkið, sem er veikt og þarf læknishjálp og hjúkrun? Það er spurning, sem menn leiða hjá sér yfirleitt. Á skrifstofu mína kemur fólk nær daglega — stundum reyndar oft á dag — og spyr um pláss fyrir veikt gamalt fólk. Oft er þetta fólk á sjúkrahúsi, en nú fær það ekki lengur að vera og verður að fara, en hvert? Oft geta aðstandendur bókstaflega ekki tekið við því af sjúkrahúsinu — hafa ekkert hús- pláss, heldur ekki aðstöðu — eru að vinna úti, eða eiga stóran barna- hóp og geta því ekki bætt við sig, oft erfiðum sjúklingi. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund hefur starfað á sjötta ára- tug og hefur reynt að leysa vand- ræði ýmissa. Hingað hafa komið margir sjúklingar frá sjúkra- húsum og úr heimahúsum, en á seinni árum hefur úr þessu dregið og er nú alveg úr sögunni. Ástæðan er ofur einföld. Stofnunin hefur samtals vistunar- pláss fyrir liðlega 560 manns, Ásarnir í Hveragerði meðtaldir og þurfum við því að nota sjúkra- plássin á Grund fyrir okkar eigið fólk. Meðalaldur vistfólksins á Grund er mjög hár, nær 80 ár — og gefur auga leið, að mikill hluti þess er lasburða og hjúkrunar- þurfi, og eru því sjúkraplássin ávallt fullskipuð. Þá er og veigamikil ástæða, breytt viðhorf og sú skilgreining, sem við leggjum í orðið hjúkrunar- heimili. Við teljum að á hjúkrunarheimili eigi að vera fólk, sem er við rúmið, eins og það er kallað, og hjúkrunarþurfi oft á tíðum — en rúmliggjandi sjúkl- ingar eigi að vera á sjúkrahúsum, enda er þar hægt að veita bestu hjúkrun og öll aðstaða önnur en á hjúkrunarheimili. Langlegudeildir fyrir unga og eldri er sú lausn, sem nú er talið Myndin er tekin f Tjaldanesheimilinu, þar sem eru 28 piltar. Kökubasar fyrir T j aldanesheimilið Nýlega stofnuðu foreldrar og velunnarar Tjaldanesheimilisins félag í þeim tilgangi að styrkja heimilið á hvern þann hátt sem þörf krefur. Þetta Foreldra- og styrktarfélag Tjaldanesheimilis- ins efnir til kökusölu í fjáröflunarskyni í dag. Verður hún á Hallveigarstöðum og hefst kl. 2. Getur fólk þar fengið góðar heimabakaðar kökur um leið og það styrkir þarft málefni. Grafiksýning í Norræna húsinu HANS Jörgen Bröndum, bókaút- gefandi frá Kaupmannahöfn, er ! heimsókn hérlndis um þessar mundir á vegum Norræna hússins. og heldur þar sýningu, sem hann kallar „Bogen som grafisk redskab". Sýningin stendur frá laugardeginum 30. apríl til 10. ma! og er opin daglega klukkan 9—19 en kl. 1 2—19 sunnudögum. Á sýningunni i Norræna húsinu verða ýmsar myndskreytingar, sem eru fremur grafískur undirleikur víð ákveðinn texta en myndskreyting í venjulegri merkingu. Á sýningunni verða frumgerðir grafikmyndanna svo og veggspjöld gerð eins og orginal- grafík Forlagið hefur m a sent frá sér tvær bækur, sem tengdar eru islandi, „Geirfuglen" eftir Bent Jörgensen og úrval smásagna eftir Halldór Laxness i þýðingu Eriks Sönderholms: „Flöjte- spilleren", og er hún gefin út i tilefni 75 ára afmælis skáldsins. Danski málarinn Sören Hjörth Nielsen hefur myndskreytt þá bók víða um heim, að sé sú heppileg- asta, sem völ er á. öldrunardeildir eru að koma við sjúkrahúsin, ein t.d. er við Landspítalann, en nokkur skoðanamunur er um þessi mál. Þeir, sem um þetta fjalla, vita flestir efalaust, að fjöldi aldraðra sjúklinga er orðinn mjög mikill, enda vel skiljanlegt, þar eð öldruðu fólki fjölgar tiltölulega langmest og með aldrinum fer heilsunni oftast að hnigna. Þess vegna ætti það ekki að koma nein- um á óvart, að aðsókn eldra fólks- ins á sjúkrahúsin vex hröðum skrefum og er 20—30% — jafnvel fleiri — sjúklingar á sjúkrahúsum aldrað fólk, þrátt fyrir það, að erfitt er að fá pláss þar oft á tiðum. Um þessi mál hefi. ég skrifað ótal blaðagreinar — rætt við ráðamenn — árangurslaust, að ég tel, enda er áhugi fólksins á að leysa þetta mál sorglega litill. Besta dæmið um áhugaleysið er sú staðreynd, að þótt fjöldi manns eigi i miklum erfiðleikum með sig og sina i þessu Gfsli Sigurbjörnsson efni, þá er vita tilgangslaust að biðja þetta sama fólk að skrifa um málið i blöðin. Oft reyni ég að fá aðstandendur og vandamenn gamla fólksins til þess að taka sér penna í hönd og skrifa um þessi vandræði, ef ske kynni að hægt yrði að vekja athygli alþjóðar á þessum smánarbletti — gamla fólkið, veikt og lúið fær ekki at- hvarf — kemst ekki á sjúkrahús. Fólkið talar stundum við ráða- menn, sem reyndar eru ráðalausir skrifa þessar endalausu þlaða- greinar — verður spurt. Ástæðan er sú, að nýlega var ég að tala um þetta eilífðarvandamál, þá sagði kona ein. „Verður ekki eina úrræðið I þessu, að konurnar í landinu bindist samtökum til þess að koma upp sjúkraheimili i sam- bandi við sjúkrahús og starfræki. Landspítalinn væri liklega ekki langt kominn, ef við hefðum ekki staðið að þvi máli, heldur ekki Barnaspítali Hringsins — eða nýja kvensjúkdómadeildin á Land- spitalanum". Ég er sannfærður um að konan hafði rétt fyrir sér — og þess vegna er þessi grein skrifuð í fjöllesnasta blað landsins —Morgunblaðið. Það er gert í þeirri von, að konurnar í landinu, sem á svo ótal sviðum hafa sýnt dugnað og kjark, en umfram allt hafa með störfum sinum unnið þrekvirki i líknar- og mannúðar- málum, taki þetta mál upp i félögum sinum, ræði það, veki at- hygli og umræður — og síðan komi með tillögur til úrbóta, sem þær svo framkvæmi með aðstoð allra landsmanna. Ef ég get hjálpað ykkur á ein- hvern hátt, skal ég gera það, ef þið verðið til þess að leysa vandamál, sem hafa verið óleyst i áratugi og verður erfiðara úrlausnar með hverjum deginum sem liður. Quelle stæista póstveislun Evrópu er einnig á íslandi Nýi QUELLEvor- og sumar- listinn býöur yfir 40.000 hluti á nærri því 1000 stórum, litprentuðum síðum. Þar af 450 síðum með nýjustu fatatýskunni á alla fjölskylduna. í þessum glœsilega lista gefur auk þess að líta fjölbreytt úrval rafmagnstækja og bús- áhalda, útivistar- og viðlegu- búnaðar, fallegs borðlíns og sœngurlíns, dýrmætra skartgripa og úra, gjafavara í úrvali... Með öðrum orðum allt, sem hugurinn girnist og léttir lífið, án þess að það kosti ferð í kaupstaðinn. Þér getið nú pantað hjá QUELLE umboðinu á Islandi, á íslensku og greitt með íslenskum krónum. Hjá umboðinu getið þér fengið eitt glæsilegasta inn- kaupatilboð í Evrópu, -nýja QUELLE verðlistann. Umboðið mun, með ánægju, veita aðstoð og svara fyrirspurnum varðandi pöntun, afgreiðslu eða greiðslu á sendingu yðar frá QUELLE í sima 92-3576 milli klukkan 13-17 alla virka daga. QUELLE umboðið á Islandi. Hlein hf. Pósthólf 39, 230 Njarðvík. Laugardaginn 30 apríl og sunnu- daginn 1 mal verður svo sýnd kvik- mynd um Sören Hjörth Nielsen, f 1901 á Jótlandi Hann er mjög þekktur I Danmörku sem framúr- skarandi myndskreytandi Kvikmynd þessi er að nokkru leyti tengd sýningunni á graflk frá Bröndums forlag Kvikmyndin verður sýnd á laugar- dag kl 1 7:00 og sunnudag kl 1 5:00 og kl. 1 6:00 Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.