Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Adolfo Suarez, forsætisráðherra Spánar, er f opinberri heimsókn f Bandarfkjunum. í gær átti hann fund með Carter forseta, Mondale varaforseta og Cyrus Vance utanrfkisráðherra. Búizt var við að á fundinum yrði m.a. fjallað um aðild Spánar að Atlantshafsbandalaginu, viðskiptamál rfkjanna og kjarnorkumál. Myndin var tekin er Carter bauð Suarez velkominn f Hvfta húsið f gær. Stolið úraníum sent til ísrael? New York 29. apríl — NTB BANDARÍSKA blaðið New York Times skýrði frá því í morgun að árið 1968 hefði 200 tonna skipsfarm- ur af úraníum á leið frá Hollandi til Ítalíu horfið sporlaust, og athuganir bandarísku leyniþjónust- unnar benda til þess að hann hafi hafnað í tsrael. Skipið, sem sigldi undir vestur- þýzkum fána, fór frá Rotterdam samkvæmt áætlun, en kom aldrei til Ítalíu. Mörgum vikum seinna kom skipið fram, en þá með nýju nafni og undir öðrum fána. Uraníumfarmurinn var horfinn og leyniþjónustur fjögurra landa hófu eftirgrennslanir. Engar sannanir hafa fengizt um afdrif farmsins, en margt bendir til þess að hann hafi verið sendur til ísrael að sögn New York Ti- mes. ísraelsmenn hafa síðan 1963 ráðið yfir tækni til að framleiða kjarnorkusprengjur úr úraníum. Borgarstjóri Vestur- Berlínar segir af sér Vestur Berlín 29. apríl — Reuter SAMSTEYPUSTJÓRNIN í Vestur Þýzkalandi, sem orðið hefur fyrir hverju áfallinu á fætur öðru vegna fjármála- hneyksla og annara vandamála varð fyrir nýju áfalli í dag, þegar borgarstjóri Vestur-Berlinar, Klaus Schiitz tilkynnti, að hann hefði sagt af sér. Egon Bahr, aðalritari sósfaldemókrata, sem er sá stærri af stjórnarflokkunum sagði blaðamönnum að Schútz sem er fimmtugur að aldri, hefði ákveðið að vfkja úr embætti borgarstjóra, sem hann hefur setið f sfðan 1967, fyrir öldungadeildarmanninum Dietrich Stobbe. Tilkynningin kemur í kjölfar afsagnar öldungadeildarmanns- ins Kurt Naubauer á þriðjudag, en hann fór með innanrikismál Vestur Berlinar. Kristilegir demókratar kröfðust strax nýrra kosninga í borginni. Neubauer sagði af sér þegar það hafði komið i ljös, að hann hafði tekið trausta- taki 2,8 milljónir króna, sem til- heyrðu öldungadeildinni. Hann er fjórði öldungadeildarmaður- inn, sem neyðist til að segja af sér síðan kosningarnar voru haldnar 1975. Ákvörðun hans og tilnefning Stobbe í borgarstjóraembættið, koma einnig í kjölfar fjármála- hneykslis í fylkinu Hessen, en leiddi til þess, að forsætisráð- herra þess, Albert Osswald, varð að segja af sér. Þar ríkir f ridur á vinnumarkadi Vlnarborg — 29. apríl — Reuter. VINNUTAP vegna verkfalla í Austurríki var á sfðasta ári aðeins 6.3 sekúndur á hvern vinnufæran mann jafnframt því sem atvinnu- leysi er f lágmarki, eða innan við 2%, og gjaldmiðill landsins er einn hinn stöðugasti f Evrópu. Almennt er talið, að óopinber nefnd, sem sett var á stofn fyrir 20 árum, eigi mestan þátt í þess- um stöðugleika í atvinnu- og efna- hagsmálum. Aðild að henni eiga fulltrúar ríkisstjórnarinnar, láun- þega, vinnuveitenda og helztu at- vinnuvega, en nefndin starfar undir forsæti Bruno Kreiskys kanslara. Nefndin hefur engan formlegan ákvörðunarrétt, en gerir ríkisstjórninni reglulega grein fyrir áliti sínu, og er afar sjaldgæft, að ákvarðanir i kjara- og efnahagsmálum brjóti i bága við það. Forseti austurriska verkalýðs- sambandsins, Anton Benya, er af mörgum talinn næstvaldamesti Tékkóslóvakía: Nýtt mann- réttindaskjal Prag — 29. apríl. — Reuter. BARÁTTUMENN f Tékkó- slóvakfu hafa birt nýja áskorun, sem þeir nefna „Mannréttindi 77 — nr. níu“. Þar er kommúnista- stjórnin f landinu sökuð um of- sóknir á hendur þeim sem vilja sækja kirkju, og sagt að hún krefjist þess af embættismönn- um, að þeir lýsi þvf yfir, að þeir séu trúlausir, en slfkt brjóti í bága við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. 1 skjalinu er bent á að það sé viðtækin venja í Tékkóslóvakiu, að öllum umsækjendum um trún- aðarstöður sé bafit á að láta af trúariðkunum og þess krafizt að mönnum með mismunandi skoð- anir séu gefin sömu tækifæri til skipunar í embætti á vegum hins opinbera. maður landsins, enda er hann einn þriggja aðila, sem mest áhrif hafa í nefndinni. Hinir eru Bruno Kreisky og forseti vinnuveitenda- sambandsins, Rudolf Shallin. Þetta þriggja manna æðsta ráð hinnar óopinberru nefndar er venjulega kallað „skuggaráðu- neytið“. Gagnrýnendur þess skipulags, sem verið hefur á atvinnu- og efnahagsmálum í Austurríki, telja að „skuggaráðuneytið" hafi óeðlilega mikil áhrif. Enda þótt nefndin hafi engan lagalegan ákvörðunarrétt er skylt að leita álits hennar á öllum tillögum um breytingar á kaupgjaldi og verð- lagi. 1 síðasta mánuði áttu náma- verkamenn og málmiðnaðarmenn í kjaradeilu, og var verkfall yfir- vofandi. Á tímabili virtist sem langvarandi friður á vinnumark- aðnum væri úti. Á síðustu stundu var deilan þó útkljáð án þess að verkfall skylli á. Benya, sem jafn- framt þvi að vera forseti alþýðu- sambandsins er formaður sam- bands náma- og málmiðnaðar- manna og forseti þingsins, segir að kjarabaráttan hafi í ár verið mun harðari en áður og þótt nú- verandi skipulag hafi gefizt vel, sé full ástæða til að ætla að brugð- ið geti til beggja vona. Kröfur stjórnarandstöðunnar um að Bhutto segi af sér hafa verið háværar og leitt til óeirða í Pakistan undanfarnar vikur. Lima — 29. apríl — AP Sjávarútvegsráðuneytið f Perú gerir ráð fyrir þvf að heildar- framleiðsla ansjósumjöls á þessu ári verði 978 þúsund lestir, sem er 11% aukning frá þvi i fyrra. Utlit er fyrir að lýsismagnið verði álíka mikið og í fyrra, eða 100 þúsund lestir. Ansjósuvertiðin hófst 14. apríl, en aflatölur liggja enn ekki fyrir. I ár voru sardinur í fyrsta sinn veiddar í bræðslu, og á vertíðinni, sem stóð tæpa tvo mánuði, var aflinn 190 þúsund lestir. Perúmenn selja um 80% sjávar- afurða sinna erlendis, og fiski- mjölið er einn helzti keppinautur sojabauna sem fóðurbætir. í árslok 1976 seldi stjórnin einkaaðilum hinn ríkisrekna fisk- veiðiflota, sem taldi um 530 báta. Ástæðan var gífurlegur halli á rekstrinum, sem var þjóðnýttur árið 1973. Hefur stjórnin lýst því yfir að þegar megi sjá þess stað, að hagnaður af útgerð hafi aukizt og aflinn nýtist betur, enda hafa engin verkföll orðið á báta- flotanum eftir áramótK i fyrsta skipti í fimm ár. Á miðvikudag voru tólf verk- lýðsleiðtogar reknir úr landssam- tökum sjómanna í Perú fyrir meint tengsl við vinstrisinnaða óróaseggi. Bandarík jamenn hafna fullyrdingum Bhuttos Islamabad 29. apríl — Reuter. BANDARlSKA sendiráðið I Islamabad hafnaði i dag sem til- hæfulausum fullyrðingum Ali Bhutto forsætisráðherra um að Bandarfkin fjármagni baráttu stjórnarandstöðunnar fyrir því hann láti af völdum. Talsmaður sendiráðsins sagði að Pakistan- stjórn hefði ekki fylgt fullyrðing- um Bhuttos eftir með formlegum mótmælum. Hann sagði að embættismaður sendiráðsins hefði farið til utan- rikisráðuneytisins til að lýsa þvi yfir að Bandaríkin létu sig slíkar fullyrðingar verða. Bhutto, sem á i stríði við víðtæka andstöðu, lét þau orð falla í ræðu í þinginu í gær, að gert hefði verið alþjóðlegt samsæri gegn sér. Hann ásakaði ekki Bandaríkin beint, en lét það umbúðalítið í ljós að Bandarikja- menn stæðu á bak við þetta meinta samsæri. Án þess að nefna Bandaríkja- menn sagði hann að þeir vildu ná sér niðri á honum vegna þess að hann hefði ekki viljað hætta við samkomulag við Frakka um að þeir seldu honum endurvinnslu- ver fyrir kjarnorkueldsneyti. Slíkt ver gæfi Pakistan möguleika á að gera eigin kjarnorkusprengj- ur. Talsmaður sendiráðsins sagði, að fullyrðingar Bhuttos hefðu engin áhrif á efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við Pakistan. Fréttamenn telja hins vegar, að þær geti komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn selji pakist- anska flughernum 100 A-7 orr- ustu-sprengjuþotur, en kaupin eiga eftir að fá samþykki Carters forseta. Perú: 11% meira an- sjósumjöl í ár Frank Judd hef ur mikla reynslu í utanríkismálum BREZKI aðstoðarutan- ríkisráðherrann Frank Judd, sem ákveðið hef- ur verið að komi til ís- lands með Finn OIov Gundelach til viðræðna við fslenzku stjórnina, hefur gegnt starfi sfnu sfðan 21. febrúar þegar brezka stjórniii var end- urskipulögð, en hann hefur lengi haft af- skipti af utanrfkismál- um, bæði málefnum Evrópu og fjarlægari heimshluta. Judd er 31 árs að aldri og tók við starfi annars æðsta manns brezka utanríkisráðu- neytisins þegar David Owen tók við starfi ut- anríkisráðherra eftir andlát Anthony Cros- lands í embætti 19. febr- úar. Judd hafði áður fjallað um málefni þróunarríkja sem að- stoðarráðherra og hann var þekktur fyrir áhuga á málefnum brezka samveldisins, einkurn í „þriðja heiminun.“ Fyrr á ferli sínum átti hann sæti í sendinefnd- um brezka Verka- mannaflokksins hjá helztu stofnunum Evrópuríkja. Hann átti sæti I brezku þing- mannanefndinni i Evrópuráðinu og hjá Vestur- Evrópusambandinu (WEU) á árunum 1970 til 1973. Hann var einn- ig um tima formaður ut- anríkis- og samveldis- deildar Fabian- félagsins, samtaka kunnra menntamanna sem berjast fyrir efl- ingu sósíalisma. Judd hlaut menntun sína i London School of Economics „vöggu“ margra leiðtoga sósial- ista úr röðum mennta- manna, og var um nokk- urra ára skeið foringi í brezka flughernum. Hann var fyrst kjörinn á þing 1966. Á árunum 1967 til 1970 var hann aðstoðarráðherra í hús- næðis og sveitarstjórn- arráðuneytinu. Þegar Verkamanna- flokkurinn beið ósigur fyrir Ihaldsflokknum 1970 varð Judd aðstoð- armaður Harold Wil- sons, þáverandi leiðtoga flokksins i Neðri mál- stofunni. Þegar Verka- mannaflokkurinn kom aftur til valda 1974 og Wilson varð aftur for- sætisráðherra var Judd skipaður flotamálaráð- herra. Hann hóf störf í utanríkis- og samveldis- ráðuneytinu 1976. Hann er kvæntur og á tvær dætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.