Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Allt ad 4ra sm gliðnun í veggjum Kísiliðjunnar Vatnsyfirborð Mývatns lækkaði um 20 sm á einum sólarhring Á skrifstofubyggingu Kfsiliðjunnar má sjá glögg merki gliðnunarinn- ar, sem á sér stað f Bjarnarflagi. önnur myndin er tekin á þaki byggingarinnar, en hin inni f húsinu, þar sem sést hvernig koma má fyrir eldspýtustokki f glufuna. Ljósm. Mbl. Fr. H. Reykjahlfð, 29.. apríl. — Frá hlaðamanni Mbl., Þórleifi Ólafssyni. ENN virðist lítið sem ekkert lát á jarðskjálftunum hér í Mývatns- sveit og koma að meðaltali 4—5 skjálftar á mfnútu, sem er mjög svipað og var í gær. Sprungu- myndunin hefur haldið áfram og er talið að heildar gliðnun á svæð- inu sé nú orðin um það bil tveir metrar, og landsig er orðið tölu- vert á annan metra að þvf er talið er. Hins vegar virðist landið lyft- ast f Reykjahlíðarhverfi, þar sem vatnsborð Mývatns mældist um 20 sm lægra f dag en í gær. Sprungumyndun er víða mjög mikil, og breiðasta sprungan mældist i dag um 35 sm. Glögg- lega má sjá á skrifstofuhúsnæði Kísiliðjnar hve sprungumyndun- in hefur verið ör, og sums staðar hefur orðið allt að fjögurra senti- metra gliðnun í veggjum hússins. í morgun varð vart við fimm litla hveri austan vegarins yfir Náma- skarð, skammt frá Krumma- skarði, og um hádegið myndaðist lítill hver rétt vestan við þjóðveg- inn. Kaldavatnsæð Kísiliðjunnar komst í lag í dag, en var þá oft- sinnis búin að fara í sundur, og' var ætlunin að gangsetja vélar Kísiliðjunnar í kvöld. Það reynd- Viðgerð hafin á raf- strengnum til Eyja UNDIRBUNINGUR að viðgerð rafstrengsins, sem bilaði við Vestmannaeyjar, var í fullum gangi í gærdag að sögn Kristjáns Jóns- sonar, forstjóra Rafmagns- veitna ríkisins, og var vonazt til að dönsku viðgerðamennirnir gætu hafið viðgerðina í gær- kvöldi eða I nótt. Bilunin í rafstrengnum er í um tveggja km fjarlægð frá Vest- mannaeyjum, eða skammt frá þeim stað, þar sem varðskipið Týr olli skemmdum á strengnum fyrir nokkru. Áformað er að skipta um streng á um 170 metra kafla. Telexlands- keppni í skák hefst í dag TELEXLANDSKEPPNI í skák milli islendinga og Englendinga hefst í dag og af íslands hálfu fer keppn- in fram í sal Útvegsbanka íslands. Hefst keppnin kl. 12.30. Bæði löndin tefla fram sínum sterkustu skák- mönnum. Fyrir ísland keppir Friörik Ólafsson á 1. borði, Guðmundur Sig- urjónsson á 2. borði, Ingi R. Jóhannsson á 3. borði, Jón L. Árnason, nýbakaður íslandsmeistari, á 4. borði, Helgi Ölafsson á 5. borði og Ásgeir Þ. Ásgeirsson á 6. borði, Guðlaug Þorsteins- dóttir keppir á eina kvennaborðinu og Margeir Pétursson á unglingaborð- inu. Kristján sagði, að við beztu hugsanlegar aðstæður yrði unnt að ljúka verkinu á 2—3 dögum, en það gæti dregizt töluvert ef illa viðraði. Meðan á viðgerðinni stendur eru keyrðar díselvélar, sem rafmagnsveitan i Eyjum hefur yfir að ráða, og einnig gas- túrbína frá Rafmagnsveitu ríis- ins, sem framleitt getur um 1 MW. Hefur því enn sem komið er ekki þurft að grípa til skömmtunar í bænum, en hins vegar sagði Kristján að mikil notkun vélanna vegna tíðra bilana á rafstrengnum hefði eðli- lega í för með sér stóraukinn rekstrarkostnað fyrir rafveituna. ist hins vegar ekki unnt, þar sem rafmagnsvírar milli staura skammt frá verksmiðjunni voru orðnir svo þandir, að hætta var á að þeir slitnuðu. Starfsmenn raf- magnsveitnanna unnu að því i kvöld að bæta við vírana og munu hafa lokið því verki á ellefta tim- anum. Er jafnvel búizt við, að unnt verði að gangsetja vélar verksmiðjunnar í nótt eða fyrra- málið. Umbrot á gosstöðvunum norður af Leirhnúk hættu með öllu um kl. 6 í morgun. Starfsmenn, sem voru þá við vinnu í Kröflu- virkjun, heyrðu skyndilega mik- inn dynk og sáu siðan gufubólstra stíga hátt til himins. Síðan hefur ekki orðið vart við umbrot, að öðru leyti en þvi, að gufu stendur upp úr gígunum. Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur sagði í samtali við Mbl. i kvöld að hraunið, sem komið hefði úr nyrzta gígnum, væri sennilega um einn hektari að stærð og á að gizka væri hraun- massinn, sem upp hefði komið, um það bil 50 þúsund lestir, sem er álíka og fyrirhuguð ársfram- leiðsla Grundartangaverk- smiðjunnar. „Því miður finnst mér þessi um- brot líkjast alltof mikið Mývatns- eldum 1724—29,“ sagði Sigurður, en bætti við áð vonandi færi þess- ari að ljúka. Sigurður sagði, að seinna drægi úr jarðskjálftunum Framhald á bls. 24. Suðurveggur síðustu þróar- innar styrktur - en þróin stendur ákaf lega tæpt, segir Þorsteinn Ólafs- son, frkvst. Kísiliðjunnar Unnió að viógerð rafstrengsins við Vestmannaeyjar. „VIÐ höfum ákveðið að styrkja suðurvegg þeirrar þróar, sem enn er eftir, en hún stendur ákaflega tæpt eins og nú er,“ sagði Þor- steinn Ólafsson, viðskiptalegur framkvæmdastjóri Klsiliðjunnar 1 samtali við Mbl. í gærkvöldi. Var byrjað á því verki skömmu eftir kvöldverðarleytið I gær, og ryðja jarðýtur upp fyllingu f vegginn, en sfðan aka bifreiðar f hann bundnu efni. Að sögn Þor- steins eru f þessari þró um sex þúsund tonn af hráefni, sem duga Ólafur Jóhannesson: Bæta skal láglaunin með breyttri tekjuskiptingu ATHYGLI hefur vakið að Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagði við útvarps- umræðurnar í fyrrakvöld, að við gerð kjarasamninga nú ætti að tryggja þau lágmarkslaun, sem kröfur Alþýðusambands- ins hljóðuðu upp á, eða á núgildandi verðlagi um 111 þúsund krónur. í viðtali við Morgunblaðið sagði dómsmála- ráðherra í gær, að þessa hækkun láglauna ætti að fá fram með breyttri tekju- skiptingu innan þess ramma. sem aukning þjóðartekna segði, eða 5%. Ólafur Jóhannesson sagði, að ljóst væri að slík hækkun, sem af þessu leiddi á láglaun, gæti ekki farið i gegnum allt launa- kerfi landsmanna. Hann sagðist hafa trú á því að samningur sem þessi hefði ekki verðbólgu- áhrif, þar sem hahn hefði sér- staklega tekið fram, að heildar- launahækkunin mætti ekki fara yfir 5%, sem gert væri ráð fyrir að yrði heildaraukning þjóðartekna á þessu ári. Sú aukning sagði ráðherrann að væri ramminn, en innan hans sagði hann að óhjákvæmilega þyrfti að fara fram launa- jöfnun. Ólafur Jóhannesson var spurður um það, hvort hann áliti, að vinnuveitendur ættu að undirrita samning um þessa hækkun á láglaun. Hann svaraði „Já, ég tel það, en auðvitað ekki, fyrr en sapiið er um önnur atriði kjara- samninganna." ætti Kfsiiiðjunni að öllu eðlilegu f hálfan annan mánuð. Kísiliðjan getur aðeins aflað hráefnis frá maí og fram í október eða nóvember, ef tíð leyfir, og dælir þá sérstakur prammi hrá- Framhald á bls. 24. Mikið vetrar- ríki nyrðra HIÐ mesta vetrarrfki er nú á öllu norðanverðu landinu og þar er unnið að snjómokstri eins og um hávetur væri. Norðurleiðin var þó orðin vel fær f gær, allt til Rauf- arhafnar, en þar fyrir austan er mikil ófærð og allt til Vopna- fjarðar. í gær var verið að ryðja Fagra- dal og einnig byrjað að mokstri f Oddskarði, en taka mun marga daga að opna leiðina. Mikill snjór er einnig á Héraði, og skortur á ýmsum nauðsynjum, eins og fóð- urvöru, er farinn að gera vart við sig f Jökuldal, þannig að kapp er nú lagt á að ryðja þangað leiðina, sem verið hefur meira og minna teppt marga undanfarna mánuði. Frá Reykjavfk og til Austfjarða hefur verið ein hindrun, Lóns- heiði, en hún mun vera opin nú sem stendur, og er þannig fært um Suðurfirði norður til Eski- fjarðar og þaðan áfram til Egils- staða, nú eftir að Fagridalur hef- ur verið mokaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.