Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRIL 1977 vm> MORöJKi- KAFFINU f?fí^ 'r- Alltaf jafn gaman í þessum skóla. — Sá eini sem ekki iiggur I fiensunni. Sennilega farið húsavilt? Einkaritari! Eg hef ekkert verkefni fyrir höndum. Ég er orðin þreytt á þvf hlut- verki mfnu að vera I þessu húsi aðeins vegna kyntöfra minna. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það er fremur sjaldgæft, að sama sveit vinni game á báðum borðum, I sama spili. Enda veldur þessu oft fremur gæfa en gjörvu- leiki. Þetta kemur þó fyrir og lítum á eitt slfkt tilfelli. Spilið kom fyrir nýlega vestur f New York og áttust við sterkar sveitir. Norður og suður voru á hættu, vesturgaf. Norður Vestur S. 1094 H. ÁD5 T. 10 L. KD9765 S. A865 H. G1083 T. Á753 L. 8 Áustur S. K H. K9762 T. 8642 L. Á43 Suður S. DG732 H. 4 T. KDG9 L. G102 Við erum gjaldþrota. — Það verður að sóla skóna hans! Bílatryggingar og áhættus væði „Staðreynd mun það vera, að Reykvíkingum er yfirleitt uppálagt að halda uppi hvers kon- ar þjónustu opinberri og óopin- berri, á þann hátt að hvers konar gjöld eru á þá lögð, sem síðan eru látin ganga i sameiginlegan sjóð. Ein af þeim þjónustugreinum, sem ég ætla að biðja þig að gera að umtalsefni, eru bílatryggingar. Þessu mun þannig komið fyrir hjá tryggingafélögunum, að þau taka sig til og reikna út áhættu- hlutfall. Það mun vera hæst í þéttbýli og þar af leiðandi er það hæst i Reykjavík og höfuðborgar- svæðinu. Það er sanngjörn og eðlileg ósk að bifreiðatrygginga- félögin birti í Morgunblaðinu þetta áhættuhlutfall og iðgjalda- upphæð á nokkrar tegundir bif- reiða. 1 sambandi við þetta vakna margar spurningar og þá t.d. þessi: Bilaeigendur hér i Reykjavik munu vera allmargir, sem búsett- ir eru hér, en hafa bila sína á bílnúmerum lögsagnarumdæma utan Reykjavikur. Þannig kemur þetta þvi út, að allmargir menn sem búsettir eru og starfa hér í Reykjavík, og eiga bíla, borga jafnvel miklu lægra tryggingaið- gjald en bilaeigendur á Reykja- vikurnúmerum, en eru þó á „stór- hættusvæði tryggingafélaganna". Er þetta löglegt? Þetta er ekkert réttlæti. Og ef við allir sætum við sama borð tryggingafélaganna hér i Reykjavik og norður á Sauð- árkróki eða austur á Fáskrúðs- firði væri án efa hægt að lækka iðgjöldin. Friðþjófur." Hér er vissulega hreyft fróð- legu máli og væri fróðlegt að fá að sjá tölur um áhættusvæði trygg- ingafélaganna og iðgjaldagreiðsl- ur á hverjum stað, t.d. miðað við eina eða tvær algengar bílateg- undir, Volkswagen eða Cortinu og jeppa. % Um Laugar- dalslaugina Borist hefur bréf frá nokkr- um sundlaugargestum, sem vilja taka upp hanskann fyrir starfs- fólk sundlaugarinnar: „Hr. Velvakandi. Nokkrir fastagestir i Sundlaug- inni I laugardal vilja mótmæla þeirri árás, sem starfsfólkið í Sundlaugunum hefur orðið fyrir með bréfi til þín 20. april frá Svövu Sveinbjörnsdóttur um dónalega framkomu og sóðaskap i Laugunum. í báðum herbergjum opnaði vestur á einu laufi en síðan skild- ust leiðir. í öðru tilfellinu doblaði norður til úttektar og austur re- doblaði. Suður var hissa á þessu. Allir við borðið virtust eiga opn- un. En hann treysti dobli félaga síns og stökk því beint i fjóra spaða. Hin góða samlega austurs og vesturs kom því ekki í ljós og sögnum lauk með dobli austurs. En það var ekki allt búið. Vestur spilaði út tígultíunni. Og nú þurfti suður að spila spilið varlega. En hann var vandanum vaxinn og sá, að ætti vestur ein- spil í tígli þá var hann sennilega með fleiri spaða en austur. Og ef austur átti lágt einspil í spað- anum var spil.ið óvinnandi. Hann spilaði því lágum spaða á ásinn og vann spilið þegar kóngurinn kom í. Fjórir spaðar, doblaðir og slétt unnir. Á hinu borðinu sagði norður pass eftir laufopnun vesturs. Austur sagði eitt hjarta og suður einn spaða. En nú gat vestur sagt aftur lauflit sinn og tempóið var orðið allt annað en á hinu borð- inu. En að lokum varð vestur sagnhafi í fimm laufum og norður tók fyrst á spaðaásinn og siðan tigulás en eftir það var engin leið að hnekkja spilinu. Vestur gat nú auðveldlega trompað tvo spaða í blindum. Norður gat hnekkt spilinu með þvf að spila trompi i öðrum slag — eða spila hjarta en það hefði enginn fundið. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre Jóhanna Kristjónsdóttir^ þýddi. 2 Bllstjórinn keyrði alveg upp að húsinu, rogaðist með töskuna upp tröppurnar og tautaði með vandlætingu: — Mér sýnist að ekki væri vanþörf á að Hemmer fengi sér garðvrkjumann. Það er ekki sjón að sjá hvernig lítur út hér. Peter borgaði, bar töskuna bak við húsið og setti hana þar inn I runna. — Ætlið þér að búa hér? Uppi f hlfðinni kom hann aft- ur auga á gamla manninn. — Já, sagði Peter luntalega. — Skrftnir gestir það sem fela farangur sinn. — Hvaðan f fjáranum eruð þér komnir? Maðurinn brosti en svaraði ekkí. — Hvers vegna felið sér töskuna? endurtók hann. — Ég fæ ekki séð ég þurfi að standa yður skil A þvf. — Nei, rétt er nú það. En það gæti verið fróðlegt að vita það. — Þér verðið að sætta yður við að vita það ekki. — Ég ætla þá að fara og hringja til lénsmannsins. Segja honum að það sé einhver kauði við Hemmershúsið með stóra tösku, sem er svo stór að hægðarleikur væri að flytja málverk í henni. — Állt í lagi. Éghef hugsað mér að fá að búa hérna f nokkra daga. En ég hafði ekki beðið um það, og þá er dálftið ankannalegt að stilla töskunni frá sér á tröppurnar. Finnst yður það ekki líka? Bros mannsíns varð innilegra og hann kom gangandi hægum skrefum niður á hlaðið. — Þér eruð sennilega gæða- sál, sagði hann. — Ég heiti Carlesen og ég bý hérna fyrir handan. Þér sjáið ekki húsið, það ber hæð á milli, en það er ekki langt undan. — Hvernig farið þér að því að uppgötva svona fljótt ef gesti ber að garði hjá Hemmer? — Ég hef kíki. — Vitleysa. — Já, já. Kannski er ég svona þefnæmur. Ég eða hudurinn minn. — Er Ilemmer hræddur við innbrot? — Já. — Ilafa einhvcrjir reynt? — O, já, já. — Ékki um hábjartan dag. — Ég held ekki það hafi verið að næturlagi. — Var einhverju stolið? — Nokkrum teikningum. — Hvað sagði Hemmer við þvf. — Svo sem ekki margt. Hann vildi ekki tilkynna það lögregl- unni. — Hvers vegna? — Kannski hafði það verið gestur sem hafði tekið þær? — Heldur Hemmer það? — Nei, Hemmer trúir engu illu um sfna gesti. Ég er ekki eins auðtrúa og hann. Áður en ég fór á eftirlaun vann ég hjá skattinum. Peter hló við, Carlesen brosti og var sýnilcga ánægður með sig. — Það er sem sagt aðallega Frede, sem þér þekkið? sagði hann. — Já. Vitið þér hvar hann er? — Það eru orðnir býsna margir sem spyrja eftir Frede um þessar mundir. Fyrir stundu voru einhverjir piltar á sveimi hérna. Þeir vildu Ifka fá að vita hvar hann væri. — Þér vitið það sem sagt ekki? — Nei. — Og vitið ekki hvort hann kemur heim bráðlega? Carlesen leiddi hjá sér spurninguna og spurði: — Eruð þér Ifka f pólitfk- inni? — Nei. — Þér ætlið sem sagt ekki að frelsa heiminn? Peter svaraði ekki. Spurn- ingar mannsins fóru I taug- arnar á honum. — Þér ætlið sjálfsagt ekki að gera það. Þér hafið ekki þessa freisunarglóð f augunum. — Nei, sagði Peter þreytulega. Carlesen lagði af stað upp hlfðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.