Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Guðmundur Daníelsson: kunnu þeir? I. Inngangur. Óþarft er að kvarta undan því að ég hafi ekki fengið að vera i friði með skoðun mína á ritum Einars Pálssonar, „Rótum íslenskrar menningar‘% eins og ég lýsti henni í grein í Morgunblað- inu laugard. 19. febrúar 1977: „Vituð ér enn — eða hvat?“ — enginn hefur andmælt greininni á prenti — svo ég viti til. Af sérstökum ástæðum fletti ég fyrir fáum dögum aftur upp í ritum Einars Pálssonar, sem ég trúi fastlega að hafi fundið lykil- inn að launsögnum og trúar- bragðagátum formenningarinnar og reyndar úm leið fundið iykil að hinni upprunalegu íslensku kristni og fundið hann í Njálu, Eddukvæðum og ritum Snorra Sturlusonar, og þar með gerst skyggnasti Iærdómsmaður og túlkur menningararfs okkar frá fyrstu tíð til þessa dags, — arfsins frá Súmerum, Egyptum, Hebreum, Grikkjum, Germönum, Keltum til Dana, Svía, Norð- manna og íslendinga. Vera má ég hafi — vegna and- legs slappleika — á undanförnum vikum ósjálfrátt reynt að bægja frá mér byltingu Einars Pálsson- ar í sagnfræðirannsóknum, þessu vægðarlausa endurmati á stöðu okkar í menningunni, og reynt að hverfa aftur til áreynslulausrar og hefðbundinnar kenningar nor- rænumanna Háksóla íslands, þar sem orðalagsmunur gamalla handrita virðist oft orðið aðalvið- fangsefnið, af því að allt annað sé endanlega kannað, og um aldir alda löggilt staðreynd. II. Bágt að vera ekki kominn af Fönfkum! Já, ég sneri mér að því að lesa nokkrar bækur út gefnar á síðasta ári, og þá gerðist það um síðustu mánaðamót, að mér var gefið svo rækilega utanundir af einum liðs- manni norrænna fræða, Halldóri Laxness, í síðustu bók hans: Ungur ég var, að ég gafst alveg upp á hlutleysinu og fylgispekt- inni við þá værð, sem á dettur, þegar eitthvert efni er afgreitt sem „útrætt mál“. Sá sem telur sig hafa fundið sannleikann í eitt skipti fyrir öll og fer að boða hann sem endnlega staðreynd, sá maður er í mínum augum og eyr- um tortryggilegur. Laxness segir á blaðsíðu 213 í „Ungur ég var“: „Við norðurlandamenn erum brjóstumkennanlegir moðhausar 1 samanburði við fólk, sem haft hefur hámenningu þrjú þúsund árum á undan okkur — „Þarna er hann að tala um Fönfka, sem hann segir að hafi fundið upp stafrófið! Áður en ég fer ofan í saumana á ofanskráðri órökstuddri fullyrð- ingu Laxness, get ég ekki stillt mig um að rifja upp aðra órök- studda fullyrðingu, sem ég sló fram um nefnt skáld 1 blaðagrein fyrir nokkrum árum, en þar sagði ég meðal annars, að mín skoðun væri, að þessi snjalli skáldsagna- höfundur væri öfugmælasmiður 1 sagnfræði. Og víkjum þá að okkur, „brjóst- umkennanlegum moðhausum" Norðurlanda sem urðum þrjú þúsund árum á eftir F'öníkum í hámenningu, að því er Laxness fullyrðir. Ekki er alveg Ijóst hvort hann telur þessi þrjú þúsund ár frá sínu eigin fæðingarári, ellegar til dæmis frá kristnitöku á tslandi árið 1000 e.Kr., eða frá því sem talið er upphaf ritaldar hér, um 1120, eða frá víkingaöld, þegar Norðurlandamenn fundu og námu ísland og Grænland, fundu Vínland, lögðu undir sig stór landsvæði á Irlandi, Bretlandi og í Frakklandi, gerðust jafnvel leiguhermenn keisarans í Mikla- garði. En þar sem vegur Föníka, sem aldrei voru þó til sem sjálf- stæð þjóð, upphófst tæpum 1100 árum f.Kr. áður en þeir reistu Karþagóborg, hallast maður að þeirri skoðun, að Laxness miði þrjú þúsund ár þeirra við sitt eigið ár, 1902. ■ Fjarri sé það mér að vefengja menningu Föníka, sem Laxness segir að hafi fundið upp stafrófið og þá líklega orðið fyrstir manna til að nota það og skrásetja eitt- hvað. Hvað segja nú hinir hálærðu um þessi fræði? — Ég gríp mér 1 hönd bók, opna hana, og þetta er reyndar Mannkynssaga eftir sagnfræðinginn Asgeir Hjartar- son, út gefin af Máli og Menningu árið 1943. Á blaðsíðu 127 stendur þetta: „Föníkar reistu verslunarstöðv- ar allvíða á vesturströndum Mið- jarðarhafs, en aðeins ein þeirra varð síðar voldug borg og átti sér merkilega sögu, Karþagó — Margt bendir til að verslunar- hættir hinna fönisku kaupmanna hafi verið allt annað en vinsælar, enda oftast vöruskipti af því tagi, er Evrópumenn hafa enn í dag við hálfsiðaðar þjóðir. Grikkir virðast hafa hatað þá og fyrirlitið vegna fégræðgi þeirra, svika og yfir- gangssemi. Föníkar voru skipasmiðir ágæt- ir og stóðu framarlega í ýmsum iðngreinum. En listaverk þeirra og listiðnaður var andlaus eftir- líking egypskra og babílonskra fyrirmynda — sjálfir skópu þeir ekkert nýtt, nema ef telja skyldi vinnslu purpuralitarins. Það var fyrrmeir ætlan manna, að þeir hefðu fundið upp stafrófið, einn af hyrningarsteinum evrópskrar menningar. En það er ekki rétt. Svo mikið er nú vfst, að þjóðir á Sfnafskaga og Suðursýrlandi hafa notað stafrófið alllöngu á undan Fönfkum, og er full ástæða til að halda að þær séu höfundar þess- arar merku uppfinningar, hinnar mikilvægustu sem gerð hefur ver- ið af semískum þjóðum. Föníkar tóku upp hið nýja letur og færðu það Grykkjum, en frá þeim er stafróf vort runnið." (Leturbreyt- inguna gerði G.D.) III. Vitnisburður kennslubókahöfunda. Ofanskráðri tilvitnun til árétt- ingar handa þeim sem ritltin er hugstæð, vitna ég næst i höfud einnar kennslubókarinnar i íslensku fyrir framhaldsskóla, Baldur Ragnarsson, — á þessa leið: „Engar heimildir eru til um þróun mannlegs máís fyrr en rit- list hefst i Mesópótamíu fyrir um það bil 6000 árum. Voru Súmerar, sem þar stofnuðu og stýrðu elsta menningarriki heimsins, fyrstir til að skrá mál sitt, en það dó út um 300 árum fyrir Krists burð. Aðrar austrænar menningarþjóð- ir tóku einnig snemma að rita á sinar tungur, og ber þar helst að nefna Egypta, Babíloníumenn, Assiriumenn og Kínverja. Hafa varðveist heimildir um mál þess- ara þjóða, sem taldar eru allt að 4000 ára gamlar------“ Indóevrópsku þjóðirnar, sem taldar eru eiga frumheimkynni sín í austanverðri Mið-Evrópu fyrir tíu þúsund árum dreifðust þaðan í allar áttir. Af frumtungu þeirra runnu mörg tungumál. Merkust þeirra er sanskrít (á Ind- landi), griska og latína. Elstu rit- smiðar sem á sanskrit hafa fund- ist eru um 4000 ára gamlar, á grisku 2700 ára og á latínu 2500 ára. „Elstu ritaðar heimildir um norður-germanskt frummál eru rúnaristur frá þvi á 3. öld e.Kr. og síðan fram um 700,“ segir Baldur Ragnarsson kennslubókahöf- undur. „Eru rúnaáletranir þess vegna víðs vegar af hinu norræna málsvæði, þ.e. Danmörku, Sviþjóð og Noregi." Annar kennslubókahöfundur framhaldsskólastigs í íslensku, Gunnar Finnbogason, segir svo i bók sinni „Uglu“: „Elsta leturgerð er menn þekkja í norðanverðri Evrópu mun vera rúnaletur. Það er klappað i stein, t.d. á bautasteina, og er talið vera frá því um 500 f. Kr. Rúnaletrið ber öll sérkenni þess að hafa fyrst verið skorið 1 tré, þar sem öll strik stafanna eru bein, en síðar hafa menn komist upp á lag með að höggva letrið í stein, þar sem tfminn nagar tréð furðufljótt. Þá var fundið ráð til að varðveita rúnir. Letrið er talið vera af latneskum uppruna. Vafa- laust voru rúnir hin fyrsta letur- gerð, er menn þekktu hér á landi. Þegar á landnámsöld hafa þær verið kunnar sem ristur I tré og stein. En þegar latínuletrið leysir rúnir af hólmi, voru þær notaðar í útskurð um langan aldur." Eftir allar þessar tilvitnanir í rit merkra fræðimanna virðist mér að okkur Laxness ætti að verða það þolanlegt að vera ekki komnir millíliðalaust af Föníkum — þrjú þúsund ára gömlum. Enda er nú þar að auki enn einu sinni komið á daginn að landnámsmenn íslands kunnu bæði að rista rúnir á norræna tungu og lesa og skrifa latinuletur, auk þess sem sumir kunnu sjálft tungumálið, og mun nærtækust sönnun þess steinílát, nýfundið í Islendingabyggð á Grænlandi, áletrað rúnaleturs- texta öðrum megin, en latínutexta hinum megin. Hafa frásagnir af þessum fornleifafundi birst i blöðum og útvarpi í vetur. Er mér nú orðin fullkomlega óskiljanleg sú kenning helstu nor- rænufræðinga okkar, að frá land- námi og fram á 12. öld hafi Islend- ingar verið með öllu bóklaus þjóð og ekki haft við annað að styðjast en minnisgáfuna eina, svo sem við setningu hinna löngu og nákvæmu lagabálka, sem þeir lög- tóku við stofnun Allsherjarþings 930. Segir þó Ari fróði skýrum stöfum í Landnámu, að írar (Papar) hafi látið eftir bækur irskar og bjöllur og bagla, þegar þeir hurfu héðan úr landi. Enn fremur segir í Landnámu, að Örlygur Hrappsson, sem hingað kom úr Suðureyjum og land nam að Esjubergi hafi haft með sér Plenarium til Islands, ásamt kirkjuviði, jánrklukku og mold vígðri, Orðið Plenarium þýðir Finnur Jónsson þannig á dönsku: „egl. fuldstændig samling af kirkelige tekster, tidebog" og kveður Plenarium Örlygs hafa verið á latinu. Virðist nú fátt eða ekkert mæla þvi mót, að margir hinna merkari Iandnámsmanna hafi haft hingað út með sér bækur, ýmist skráðar á bókfell með latínulegri, en kannski flestar ristar eða ritaðar á þunnar viðarfjalir eða til skorna og pressaða næfra, þar sem skráð hafi verið heimsmynd þeirra, trúarbrögð, lögspeki og skáld- skapur. Hvursu langa tíð það tek- ur tímann að naga slíkt efni upp til agna veit ég ekki, en jafnvel bókfellið stóðst misvel eyðingar- máttinn, svo að allt það sem íslendingar festu á skinn á svo nefndri ritöld hefur aldrei fund- ist nema í yngri afritum, og er sagt að slitur úr Reykholtsmál- daga frá ofanverðri 12. öld sé elstra frumrit, sem nú er varð- veitt á íslandi. IV. Oddaverjar — upp- runi þeirra og menning. Jón Loftsson i Odda þótti mest- ur höfðingi alls landsins á sinni tíð, svo að mjög oft er honum lýst sem ókrýndum konungi þessarar þjóðar. Harðskeyttustu ribbaldar máttu sín ekki gegn honum, hvorki kirkjuhöfðingjar, svo sem erkibiskup Noregs og Þorlákur helgi Skálhotlsbiskup, né heldur óvægnustu goðorðsmenn, svo sem Hvamms-Stula. Næstur á undan Jóni I keðju kynslóðanna í þessum afburða ættlegg Oddaverjanna verður á vegi manns Loftur, sem kvæntist Þóru dóttur Magnúss berbeins konungs í Noregi. Faðir Lofts var frægðarmennið Sæmundur sem nefndur hefur verið hinn fróði, maður lærður i æðstu visindum álfunnar eftir langa námsdvöl meðal F'ranka i Paris, talinn jafnvigur í lögvisi, helgisiðum heiðindóms og kristni, sagnfræði, ritlist, hinum sjö frjálsu listum, sem skiptust i þri- veginn, svo nefnda: latinu, mælskulist og rökfræði, og svo i fjórveginum: tölvísi, flatarmáls- fræði, stjarnfræði og sönglist.. Sæmundur kemur heim hálærð- ur rúmlega tvitugur, en þá er Sigfús prestur faðir hans látinn. Sæmundur Sigfússon gerðist þá goðorðsmaður og prestur — krist- inn goði i Odda. Hann stofnaði skóla á óðali sínu, Oddaskóla, og gerði hann að mesta menntasetri íslands sennilega jafnvígur á rúnaletrið norræna sem latínulet- ur, launsagnir fornra trúarbragða sem löggiltan kristindóm kominn úr páfagarði í Róm, enda af allri alþýðu talinn ofjarl sjálfs djöfuls- ins, sem þá hafði verið skilgreind- ur sem andstæða Hvíta-Krists, jafnt sem fylgifé hans var öllu eignuð helvísk náttúra og gefið samheitið: árar eða púkar, haldn- ir gagnstæðri náttúru dýrlinga og himneskra engla. Hann taldist einn allra tslendinga óskemmdur af umgengni við myrkrahöfðingj- ann og púka hans, þar sem hann væri ofjarl þeirra og gerði þá að sínum ánauðugum þrælum. Samkvæmt því sem Ari fróði segir 1 Landnámabók var fyrsti eigandi Odda á Rangárvöllum Ketill hængur landnámsmaður á Hofi, Hrafn sonur hans lögsögu- maður var næsti eigandi Odda. Fyrstur Oddaverja í beinan karl- legg virðist hafa verið Svartur sonur Ulfs hersis á Þelaniörk, vin- ur og frændi Ketils hængs. En áður en Svartur kom til landsins, keypti Þorgeir Ásgrímsson Odda- land af Hrafni Hængssyni og bjó þar um tíma, en fluttist síðan að Varmadal á Rangárvöllum. Svart- ur Úlfsson kvæntist Helgu dóttur Þorgeirs og reisti bú í Odda. Loð- mundur sonur Svarts bjó þar næstur, en hann var faðir Sigfús- ar, föður Sæmundar fróða, föður Lofts, föður Jóns, föður Páls biskups 1 Skálholti og Sæmundar í Odda, föður Haralds í Odda, Filippusar á Hvoli og Hálfdanar á Keldum. Þarna höfum við hina eiginlegu Oddaverja, þá aðdáunarverðu ætt, fyrst rakta aftur á bak — Frá Jóni Loftssyni til Sæmundar fróða, síðan áfram — frá Svarti Ulfssyni landnámsmanni til þeirra Haralds, Filippusar og Hálfdanar, sem fyrst verulega fara að koma til sölu nálægt 1240. En nú vil ég vikja nánar að sjálfum ættföðurnum, Katli Hæng, fyrsta landnámsmanni Rangárhverfis, sem byggði að Hofi. Hann var mikill vinur Skallagrims og báðir höfðu þeir hefnt Þórólfs Kveldúlfssonar áð- ur en þeir stukku úr Noregi und- an vopnum Haralds hárfagra. Ketill var sonur Þorkels Naum- dælajarls, bæði fjölmenntaður og vitur. Hann rakti ætt sína til Har- alds hilditannar Danakonungs, en höfðingjar af þeirri ætt nefndust Skjöldungar. V. Leitað á vit Snorra Ari fróði segir auðvitað frá landnámi Ketils Hængs, en það gera fleiri: Snorri Sturluson, fóst- ursonur og lærisveinn Oddaverja meira en tvö hundruð árum siðar, segir frá Katii i bók sinni Egils- sögu, landtöku hans og landnámi, og ber ekki fyllilega saman við sögn Ara. Eg hef fyrir satt að Snorri fari nær sannindum, og vitna nú til hans — grip þar niður sem mér hentar: „... Eftir það tók Hængur knörru tvo, þá er hann fékk mesta, lét þar bera á út fé það allt, er hann átti og mátti með komast. Hann hafði með sér konu sína og börn, svo þá menn alla er að þeim verkum höfðu verið með honum. Baugur hét maður, fóstbróðir Hængs, ættstór maður og auðug- ur. Hann stýrði öðrum knerrin- um. Er þeir voru búnir og byr gaf, þá sigldu þeir í haf út. Fáum vetrum áður höfðu þeir Ingólfur og Hjörleifur farið að Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.