Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 35 góöan guð að styrkja þau á stund sorgarinnar. Blessuð sé minning hjónanna Maríu Sigurðardóttur og Sigurðar Tómassonar. Jón R. II jálmarsson. Að morgni fyrsta sumardags barst út sú harmafregn, að kvöld- ið áður hefðu him merku Barkar- staðahjón, María og Sigurður Tómasson látizt í bílslysi. Jarðar- för þeirra verður frá Hlíðarenda- kirkju í Fljótshlíð í dag. í örfáum kveðjuorðum verður hér ekki lýst þeim sjónarsvipti, sem orðinn er í Rangárþingi og raunar i þjóðlífi okkar við hið skyndilega fráfall þessara vin- sælu hjóna, sem jafnan komu fram af miklum myndarskap og með glæsibrag. Heldur ekki mun ég rekj.a uppruna þeirra eða ævi- feril, en á þessum útfarardegi vil ég minnast nokkurra atriða úr þátttöku þeirra hjóna i atvinnu- lífi okkar íslendinga. Sigurður Tómasson á Barkar- stöðum var afar félagslyndur maður og beitti sér á langri starfs- ævi fyrir margvíslegum framfara- málum i héraði sínu, var lengi oddviti Fljótshlíðarhrepps og i sýslunefnd Rangárvallasýslu. Of langt yrði upp að telja mörg þörf málefni innan héraðs, sem Sigurður á Barkastöðum beitti sér fyrir að næðu fram að ganga, þó vil ég minna á þá framkvæmd, sem Sigurði mun hafa þótt einna kærust, en það voru fyrirhleðslur og varnargarðar hinna straum- þungu fljöta Rangárþings. Við þá vinnutækni, sem þekktist hér á landi á áratugnum fyrir síðari heimsstyrjöldina, var þessi fram- kvæmd stórvirki, árangursrík vörn gegn eyðingu víðáttumikilla landsvæða i þessu fagra héraði. Á yngri árum stundaði Sigurður á Barkarstöðum sjó- róðra á vertiðum, eins og þá var títt um dugmikla bændasyni, sem komizt gátu frá búskapnum, en þá var fjölmennara búalið, en við þekkjum nú. Á þessu æviskeiði kynntist Sigurður sjávarútveg- inum náið og hann hafði jafnan áhuga fyrir framförum i þeirri grein. Mun það ein af ástæðum þess, að hann var frá upphafi í forustusveit þeirra manna, sem unnu að hafnargerð í Þorlákshöfn og átti til dauðadags sæti i stjórn fiskvinnslustöðvar Meitilsins h/f í Þorlákshöfn. Ævistarf Sigurðar Tómassonar var búskapur að Barkarstöðum i Fljótshlíð. Á því höfuðbóli rak hann jafnan stórbú með héraðs- höfðingjabrag og var talinn í hópi efnaðri bænda, þótt lítt bærust þau hjón á. Að Barkarstöðum er, eins og viðast i Fljótshliðinni, ein- stök náttúrufegurð, og þangað var ánægjulegt að koma i heimsókn. Gestrisni þeirra hjóna var fram- úrskarandi og gestagangur mikill. Húsmóðirin á Barkarstöðum var jafnan frábær bústýra, en vann sin störf hljóðlega, án yfirlætis, eins og titt er um íslenzkar bændakonur. Sigurður var einnig einstakur atorkumaður og féll sjaldan verk úr hendi, þótt hann væri á áttugasta aldursári, er hann lézt. Við hlið búskaparins vann hann oft að mikilsverðum verkefnum fyrir landbúnaðinn og búvöruframleiðendur, og var lengi forustumaður í atvinnu- og félagsmálum þeirra. Hann var kosinn í stjórn Sláturfélags Suðurlands 15. júli 1946, varð varaformaður árið 1948 og jafnan endurkosinn, átti hann þvi sæti i stjórn til dauðadags. í störfum fyrir Sláturfélagið var Sigurður mikill áhugamaur og vann af dugnaði að uppbyggingu vinnslu- og dreifingaraðstöðu féiagsins í þágu framleiðenda og neytenda. Honum var það sérstakt gleðiefni, að nú í vor var fram haldið áfanga í uppbyggingu vinnslustöðvar Sláturfélagsins að Hvolsvelli, en sú framkvæmd var Barkastaða- bóndanum sérstakt kappsmál. Vegna viðsýni Sigurðar á Barkarstöðum, þekkingar hans á atvinnumálum til lands og sjávar og félagslegs þroska hans var gott með honum að starfa. Sunnlend- ingar minnast nú Maríu og Sigurðar á Markarstöðum með virðingu og þökk fyrir fagurt for- dæmi og mikilsverða forustu. Stjórn og starfslið Sláturfélags Suðurlands þakka þeim Barkar- staðahjónum framúrskarandi gott samstarf. Við vottum uppkomn- um börnum og öðrum vanda- mönnum Maríu og Sigurðar inni- legustu samúð. Jón H. Bergs. — Orka & tækni Framhald af bls. 8 Hingað til hefur oliuvinnslan aðallega átt sér stað í syðsta hluta Rússlands, í nágrenni Kaspíahafs og Svartahafs. A árinu 1976 voru unnin í Sovét- ríkjunum: 520 milljón tonn af olíu og jarðgasi og 720 milljón tonn af kolum, en á sama tima voru framleidar 1.100.000 milljónir kWst. raforku. Á siðari árum hafa fundist miklar orkulindir í Siberiu, og hefur sérstök áhersla verið lögð á oliuvinnslu í vesturhluta þess lands, svæði sem er að flatar- máli ámóta stórt og Arabíu- skaginn. Á þessu svæði voru árið 1964 unnin 0.2 milljón olíutonn, en á árinu 1975 var vinnslan komin í 150 milljón og á allra næstu árum er áætlað að hun nái 300 til 310 milljón tonnum á ári. Þar með fengist á þessu svæði einu álíka mikið olíumagn og i Saudi Arabíu. Þá er þess getið að 62% af virkjanlegri vatnsorku Sovét- rikjapna sé I Síberíu, en öll virkjanleg vatnsorka þeirra er áætluð um 3.800.000 milljónir kWst. en það samsvarar um það bil nálægt allri þeirri vatns- orku í heiminum, sem nú er virkjuð, miðað við áðurnefndar forsendur Chase Manhattan Bank. Sovétríkin eiga gnægð kola og jarðgass, enda flytja þau út töluvert magn slíkra orkugjafa. Sá sem þetta ritar hefur séð geysi víðar pípulagnir í Tékkó- slóvakiu, sem fluttu jarðgas frá lindum Rússlands til iðnaðar- héraða í Vestur-Þýskalandi, enda er orkubúskapur Þjóðverja mjög mikið háður aðfluttum orkugjöfum. Það kæmi Þjóðverjum illa ef Rússar skrúfa fyrir kranann. Þannig er það hjá flestum stórum og voldugum ríkjum, að Sovét undanskildum, að þau eru háð hvert öðru í viðhaldi nútima þjóðfélags. 3P) Imrnarímð Hinn þekkti dansflokkur skemmtir kl. 23. Snyrtilegur klæðnaður Ath. aldurstakmark 20 ára Aðeins þeir sem hafa nafnskírteini fð aðgang. — Hraunvarn- iráíslandi Framhald af bls. 15 heilsulind frá náttúrunnar hendi er mörgum kær og fræg orðin sem baðstaður jafnt innanlands sem meðal margra útlendinga, gerðu menn sér grein fyrir, að huga þyrfti að þvi, að henni yrði ekki fórnað án ráðstafana til varnar. Þó var bent á, að trúlega myndi eldgos á þessum slóðum gera gjána ónothæfa til böðunar hvort sem hraun rynni að henni eða ekki, þar sem hitastig vatnsins myndi að öllum líkindum hitna mikið (við eldgosið í Leirhnjúk í des. 1975 hitnaði Grjótagjá nokk- uð). Talið er að verja megi Grjótagjá gegn hraunrennsli með þvi, að byrgja munna gjárinnar meðan hraun rynni meðfram þaki henn- ar, eða jafnvel yfir hana og síðan brjóta leið niður í hana eftir að hið nýja hraun hefði stöðvast og kólnað nægilega, til að vinna mætti við það. Þó verður að ætla að hitastig vatnsins yrði ýkja hátt fyrst um sinn eins og áður segir. Allar götur frá þvi að áætlana- gerð um byggingu varnargarða voru á frumstigi og fram að bygg- ingu varnargarðs nr. 7 hafa áætl- anir og fyrirhugaðar framkvæmd- ir verið kynntar mjög ýtarlega í fjölmiðlum, með fréttum, kortum, ljósmyndum og nákvæmum skýr- ingum um tilgang garðsins, og hafa hvergi komið fram neinar athugasemdir varðandi hann á þeim tíma. Allan þann tíma var engin ágreiningur um byggingu garðsins hvorki i almannavarna- nefnd Skútstaðahrepps né al- mannavarnaráði. Ef litið er á varnargarð nr. 7 í Mývatnssveit í víðari merkingu en aðeins sem mannvirki til varn- ar byggðinni i Reykjahlíð kemur i ljós að hann er annað og meira. Varnargarður nr. 7 í Mývatns- sveit og fyrirhugaðar hraunvarn- ir vegna Kröfluvirkjunar eru prófsteinn á vilja okkar og getu til fyrirbyggjandi varnaraðgerða gegn náttúruhamförum og munu hafa mjög mótandi áhrif á afstöðu til þeirra i framtiðinni, og þá ekki eingöngu eidgosavarna heldur og snjóflóðavarna o.þ.h. íslendingar hafa löngum kennt sig við land elds og ísa og tala gjarnan með stolti um að 1100 ára búseta i landinu hafi hert þá i „baráttu" gegn eldgosum, jarð- skjálftum, snjóflóðum o.þ.h. Sannleikurinn er hinsvegar sá að íslendingar hafa fram til síð- ustu ára aldrei barist gegn náttúruhamförum. Þeir hafa hreinlega tapað baráttuiaust eða flúið af hólmi. Þessari staðreynd verðum við að kyngja og breyta um, og þar með þróa varnarstarf í áframhaldi frumsporanna í Vest- mannaeyjum 1973. Fyrstu tilraunir sem vitað er að gerðar hafi verið til að hafa áhrif á rennsli hrauns voru gerðar 1660 við Etnu og og gáfust mjög vel. Þá grófu menn með handafli rás fyrir hraunið til að veita þvi frá bænum Catania. Allar göt frá 1935 hafa verið gerðar varnargarðaráðstafanir við bæinn Hilo á Hawai og 1960 var fyrst reynd vatnskæling við Kilauea, með að dómi heima- manna góðum árangri. Varnargarðabyggingar við sama eldfjall 1955 og við Kapoho sama ár gáfu mjög góðan árangur og veittu hrauni eins og til var ætlast. Allt þetta ætti að sýna okkur íslendingum, að fyrstu tilraunir til eldgosavarna liggja hjá öðrum þjóðum, og tími er kominn fyrir okkur að feta í fótspor þeirra sem hafa reynt að berjast gegn náttúruhamförum, en gefast ekki upp. Guðjón Petersen. — „Góðum foringja er gott að fylgja,, Framhald af bls. 12. fyrirtækisins, því að ekki er í bókinni viðtal við hann, en hins vegar er þar mynd af honum með mjög svo viðeigandi bak- grunni, sem sé tvöfaldri röð mynda af vélbátum, sem verið hafa í eigu Haralds Böðvafs- sonar & Co. Ég læt svo lokið þessari fyrri grein minni um bókina með nokkrum tilvitn- unum í viðtalið við Harald, þvi að mér virðist það allt í senn: fróðlegt, sérstætt og lærdöms- rikt, og þá einkum þetta þrennt: Hvernig brúað hefur verið hjá hinum þremur ætt- liðum hið margumrædda og ill- ræmda kynslóðabil, hversu af- dráttarlaust og jákvætt er mat Haralds á giidi samstarfsmanna sinna — og loks, hve æðri for- sjón er honum og hugstæð. Viðmælandi hans spurði þess fyrst af öllu, hvort hann hefði verið við þvi búinn, aðeins tví- tugur, að taka að sér stjórn á hinu störa fyrirtæki. Hann svarar þannig: „Svo langt sem ég man, heyrði ég alltaf á afa mínum, Haraldi Böðvarssyni, að ég ætti að taka við þessu fyrirtæki, þegar þar að kæmi. Ég vandist þeirri tilhugsun æði fljótt, og þess vegna var ég eflaust betur undir það búinn en ella...“ Hann getur þess síðan ræki- lega, hve heilir afi hans og faðir hafi verið við fyirirtækið og samvinna þeirra góð og náin. Hann getur þess og, að eftir að faðir hans hafi verið orðinn annar framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, hafi þeir feðgar skipt með sér verkum og þá hvor- ' ugur haft afskipti af gerðum hins. „Þannig var það einnig," segir hann, „eftir að við pabbi fórum að finna saman". Hann rómar samt leiðsögn föður sins, sem hann auðvitað leitaði oft til. Hann kveðst annars hafa kappkostað að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir og hafi þá not- að sér þá góðu reynslu, sem starfsfólkið hafði, sumt búið að vera hjá fyrirtækinu upp undir hálfa öld, enda hafi sú reynsla orðið sér ómetanleg. Svo farast honum þannig orð: „Ég dreg hins vegar ekki i efa, að mörgum hafi þótt dálítið skrýtið að fá sem yfirmann hálfgerðan strákling, en ég var aldrei látinn finna það, og allir, sem ég leitaði til, vildu allt fyrir mig gera.“ Þegar hann svo er spurður að því, hvort ekki sé erfitt að reka svona fyrirtæki um þessar mundir, svarar hann: „Það er óneitanlega erfitt. En frumskilyrði þess, að hægt sé að reka svona fyrirtæki sæmilega, er að hafa góðan mannskap, að hæfir menn séu í hverju starfi. Hversu hæfir sem stjórnendurnir eru og hversu tæknilega vel útbúin sem fyrirtækin eru, gengur reksturinn aldrei vel, ef það hefur ekki yfir góðum mann- skap að ráða. Það er fólkið, sem vinnur hjá fyrirtækinu. sem skapar það, án fólksins verður ekkert fyrirtæki til. Það sjá allir.“ Svo velur hann dæmi, sem sýnir það, hve misferli i vinnubrögðum getur valdið litt bætanlegu tjóni. Hann segir starf sitt mjög bindandi, en lætur um leið svo um mælt, að ánægjan, sem hann hafi af öllu amstrinu, sé ómæld.. Það, sem honum finnst valda leiðustum erfiðieikum, er útvegun rekstrarfjár og allt það stúss og vafningar, sem hún hefur i för með sér: „Að mínu viti fer alltof mikill tími hjá stjórnendum fyrirtæja I þetta. I stað þess að geta ein- beitt sér að rekstrinum, vinna að endurbótum og rekstrarhag- ræðingu með verkstjórum sínum, þurfa menn að standa i fjármagnsútvegun og leitast við að uppfylla smávægileg forms- atriði i kerfinu. I þess konar snúninga fer að mínu áliti dýr- mætur tími til spillis." Hann segir síðan, þá er hann er spurður þess, hvort ekki sé neinn afgangur hjá svona fyrir- tæki til uppbyggingar fyrir eigið fé: „Ef um hagnað er að ræða, er hann notaður til að kaupa eitthvað, sem vantar, eða breyta einhverju, sem brýn þörf er á.“ Hann lætur þess getið í við- talinu, að nokkur hundruð manna vinni nú hjá fyrir- tækinu og veltan á árinu 1966 muni fara eitthvað yfir millj- arð. Ennfremur, að vinnulaun í landi muni sennilega verða 300—400 milljónir. Aðspurður um vöxt skipaflotans í fram- tiðinni kveður hann það hafa verið stefnu fyrirtækisins að stefna heldur á brattann en að láta undan síga.. .“ „Þetta er eilífi tafl,“ segir hann, og vissu- lega er farið að hugsa fyrir næsta leik." Fyrirtækið á þó enn þá vél- bátana Skirni, Harald og Rauðs- ey, auk hins svo til nýja togara, Haralds Böðvarssonar, — og það fær til vinnslu hluta af afla Víkingsins og viðlegubátanna Bjarna Olafssonar og Árna Sig- urðar.“ Það, sem hér hefur verið sagt af því, sem fram kemur i við- talinu, er ekki nama glefsur, sem gripnar eru hér og þar, og einu þykir mér verða að bæta við, sem mér þykir merkilegt. Það er svar Haralds við þessari spurningu Sigurdórs: „Telurðu að það séu einhver æðri máttar- völd, sem standi með manni — eða marki manni bás i lífinu og stjórni gerðum manns.“ Hinn ungi framkvæmdastjóri svarar sem hér segir: „Ég er ekki í neinum minnsta vafa um það, að æðri máttar- völd ráði mestu um gerðir okk- ar, hjálpi mánni, þegar mest er þörf á. Ég er einnig sannfærður um, að einhver æðri máttur hefur haldið verndarhendi sinni yfir þessu fyrirtæki. Ég hef orðið áþreifanlega var við þetta, og þessi skoðun mín er bjargföst.“ Guðmundur Gíslason Ilagalín. 1. maíkaffi Svalanna Hótel Loftleiðum, Blómasal og Víkingasal. Opnað kl. 14.30. Glæsilegt hlaðborð. Skyndihappdrætti. Vinningar m.a. Rafmagnsteppi — leikföng — myndavél — vöruúttekt. Verð fyrr fullorðna kr. 500.-, börn kr. 300 -Allur ágóði rennur til líknarmála. Svölurnar félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.