Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 pInr0iMPjtMapil» Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraidur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. ASalstræti 6, slmi 22480 Svigrúm til kjara- bóta — umskipti í efnahagsmálum Geir Hallgrlmsson, forsætis- ráðherra. lagSi áherzlu á þaS I ræðu sinni I eldhúsdagsumræðunum I Alþingi í fyrrakvöld, að það svig- rúm, sem nú væri til kjarabóta, yrði fyrst og fremst notað til þess að bæta hag hinna lægstlaunuðu. hvort sem þeir tækju laun samkvæmt kauptöxtum eða bótum almanna trygginga. Forsætisráðherra sagði, að unnt ætti að vera að auka kaup- mátt ráðstöfunartekna heimila um 6% á þessu ári, en það þýðir, að ef þessari upphæð er fyrst og fremst varið til að bæta hag láglaunafólks er auðvitað kleift að auka kaupmátt tekna þess mun meira en þessum 6% nemur. Það dugar þvl ekki, hvorki fyrir stjórnarandstæðinga né verkalýðsleiðtoga, að henda þessa tölu á lofti og halda þvl fram að hér sé á ferðinni það „smáræði" sem stjórnvöldum þóknist að bjóða lág- launafólki. Sannleikurinn er auðvit- að sá, að ef þessari upphæð er beint fyrst og fremst til láglaunafólks er unnt að bæta hag þess mjög veru- lega. að sjálfsögðu að þvl tilskyldu, að hinir betur settu launþegar innan Alþýðusambandsins, sem hafa á undanförnum vikum sett fram kröfur um margfalt meiri launahækkanir en láglaunafólkið og um aukið launabil, sýni þolinmæði og bfði betri tfma. Þá upplýsti Geir Hallgrfmsson f ræðu sinni f eldhúsdagsumræðun- um. að ef óbreyttar álagningarreglur mundu gilda til skatts f ár yrðu tekjur rfkisins af tekjuskatti um 1.000 millj. kr. hærri en ráð hefði verið fyrir gert við afgreiðslu fjár- laga Sagði forsætisráðherra. að þessi upphæð væri til ráðstöfunar til þess að gera skattalækkanir f ár áhrifameiri og spurning væri. hvort unnt væri að bæta við hana að þvf áskildu. að skynsamlega væri staðið að kjarasamningum og fjárhag rfkis- sjóðs væri borgið. Þessi ummæli for- sætisráðherra eru vfsbending um. að rfkisstjórnin hyggist beita sér fyrir umtalsverðrí skattalækkun, sem- komi til framkvæmda á þessu ári I þvf skyni að greiða fyrir þvf. að gerðir verði kjarasamningar. sem auki ekki á verðbólguna. Matthías Á. Mathiesen. fjármálaráðherra, stað- festi þetta einnig f viðtali við Morg- unblaðið f gær, er hann skýrði frá þvf að viðræður hefðu farið fram að undanförnu milli fulltrúa launþega- samtaka og ríkisvaldsins um leiðir. sem kynnu að vera færar til lækkun- ar tekjuskatts f tengslum við vænt- anlega kjarasamninga. í þessu sam- bandi sagði fjármálaráðherra: „ Hins vegar hljóta skattabreytingar af þessu tagi. ef til koma, að verða innan þess ramma, sem hagkerfið þolir miðað við hæga niðurfærslu verðbólgustigsins og jöfnuð f við- skiptum við útlönd. Þess vegna tel ég ekki tfmabært að leggja fyrir Al- þingi tillögur f þessa átt. Skýrist Ifnur f kjarasamningum meðan frum- varp þetta er til meðferðar Alþingis má gera ráð fyrir, að rfkisstjómin leggi fram tillögur um breytingar við þetta frumvarp. Dragist þetta fram yfir þinglok verður að gera ráð fyrir þvf. að hugsanlegar breytingar yrðu gerðar með bráðabirgðalögum." Þriðja atriðið. sem Geir Hallgrfms- son. forsætisráðherra. lagði áherzlu á f ræðu sinni f sambandi við yfir- standandí kjarasamninga var. að það misrétti, að aðrir en opinberir starfsmenn nytu ekki verðtryggðs Iffeyris fengi ekki staðizt til lengdar og væri nú kannað. hvernig unnt væri að stfga enn eitt skref til að verðtryggja llfeyri fyrir alla landsmenn. Óþarfi er að hafa mörg orð um mikilvægi þessa máls. Það misrétti, sem nú rfkir í Iffeyrisgreiðsl- um, er opinberir starfsmenn hafa verðtryggðan Iffeyri. en almennir launþegar ekki, er Ifklega eitthvert mesta þjóðfélagslega ranglæti, sem viðgengizt hefur f okkar þjóðfélagi nú um langt skeið og ætti f raun og veru að vera mesta baráttumál, bæði verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda. Alþingis og rfkisstjórnar að bæta úr því. Ræða forsætisráðherra f eldhús- dagsumræðunum leiddi glögglega f Ijós, að aðhaldsstefna rfkisstjórnar- innar f efnahagsmálum er nú farin að bera verulegan ávöxt, og að alger umskipti hafa orðið I efnahagsmál- um þjóðarinnar vegna batnandi ytri aðstæðna og vegna þeirrar stefnu, sem rfkisstjórnin hefur beitt sér fyrir f efnahags og atvinnumálum. Þann- ig kom það fram f ræðu forsætisráð- herra að viðskiptahallinn, sem nam 11 — 12% miðað við þjóðarfram- leiðslu á árunum 1974 og 1975, fór niður f 1.7% af þjóðarframleiðslu á árinu 1976 og er augljóslega stefnt að því að þurrka hann út með öllu á þessu ári. Þjóðartekjur uxu um rúm- lega 5'/?% á sfðasta ári, en þær höfðu farið minnkandi árin þar áður og var meginhluta þessarar aukning- ar varið til að bæta viðskiptajöfn- uðinn út á við. en einnig til þess að auka ráðstöfunartekjur nokkuð. Þá skýrði forsætisráðherra frá þvf, að gjaldeyrisstaðan hefði batnað um hvorki meira né minna em 4.500 millj. kr. á 12 mánuðum. Ennfremur vakti forsætisráðherra athygli á þvf. að atvinnuleysi hefði verið bægt frá íslandi á sama tfma og 6—8% af vinnufæru fólki hefði gengið at- vinnulaust f nálægum löndum. Til viðbótar þessum upplýsingum Geirs Hallgrímssonar um batnandi ástand efnahagsmála er ástæða til að minna á, að þegar núverandi rfk- isstjórn tók við völdum var verulegur hallarekstur á rfkissjóði, sem hélt áfram á árinu 1975. enda gætti þá enn mjög áhrifa frá efnahagsstefnu vinstri stjórnarinnar, en á árinu 1976 tókst Matthíasi Á. Mathiesen. fjármáiaráðherra, að tryggja jöfnuð f rekstri rfkissjóðs og er það veigamik- ill árangur f baráttu rfkisstjómarinn- ar við efnahagsvandann. Ennfremur er ástæða til að undirstrika að staða viðskiptabanka og fjárfestingarlána- sjóða er nú allt önnur en var á árinu 1974. þegar allt var látið vaða á súðum, enda hefur markvissu að- haldi verið beitt f sambandi við út- lánaaukningu viðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða og viðunandi árangur náðst f þeim efnum. Þegar á þetta er litið er vissulega ástæða til að taka undir með forsæt- isráðherra, er hann sagði f lok ræðu sinnar, að við íslendingar hefðum nú tækifæri til að koma á jafnvægi f efnahagsmálum og bæta kjörín, ef við kynnum fótum okkar forráð. „Við höfum sýnt það undanfarin ár, að við höfum mætt versnandi við- skiptakjörum með raunsæi og raun- hæfum ráðstöfunum. Nú verðum við að sýna að við kunnum að nýta betri daga allri þjóðinni til heilla," sagði Geir Hallgrfmsson I lok ræðu sinnar. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra Hér fer á eftir ræða Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, í útvarpsumræðum á Alþingi í fyrrakvöld. Ýmsir hafa látið að því liggja, eins og raunar oft áður, þegar fjailað er um störf Alþingis, að það þinghald, sem nú er að ljúka, hafi verið næsta sviplít- ið. Þegar betur er skoðað, greinir gagnrýnendur raun- ar oftast á um það, hvað þeir finna störfum þingsins helst til foráttu. Aðall löggjafans á ekki að vera upphlaup þingmanna í auglýsingaskyni utan venjulegrar dagskrár, heldur þrotlaust starf að þjóðarheill, sem felst í því að setja skynsamlega löggjöf og veita framkvæmdavaldinu eðlilegt aðhald. Störf þingmanna í vetur hafa ekki síst mótast af því, að markviss og þrautseig stefna ríkisstjórnarinnar f efnahagsmálum, ásamt bættum ytri skilyrðum hefur borið árangur. Tekist hefur að draga verulega úr afleiðingum af fyrri efnahagsáföllum, og reyndar snúa vörn i nýja sókn. Því hefur ekki verið nauðsyn- legt að leggja fyrir þingið tillögur um skyndiráð- stafanir í efnahagsmálum. Vera kann, að ýmsir innan þingsala og utan vilji ávallt að spenna og harvítugar deilur rfki en ég tel þvert á móti, að fámennri þjóð sé fátt nauðsynlegra en að haga svo málum sínum að spennu og deilum sé eytt og unnt sé með rólegri yfirvegun að vinna að almanna- heill. Okkur er nauðsynlegt að hafa ráðrúm til að hyggja að langtfmaverkefnum, en vera ekki ávallt bundin við lausn daglegra úrlausnarefna. Nú höfum við tök og tækifæri, ef við kunnum fótum okkar forráð, til að líta þannig fram á veginn. Landhelgismál Eftir að rikisstjórnin gerði samninginn sem færði okkur sigur í landhelgismálinu, og tryggói okkur full yfirráð yfir 200 mílunum, og hann var samþykktur hér í sameinuðu Alþingi síðastliðið haust, hefur land- helgismálið litið verið á dagskrá miðað við það, sem var fyrir ári. Að vfsu bfða okkar mikilvægar ákvarðanir um nýtingu 200-mílna fiskveiðiland- helginnar, og viðræður við aórar þjóðir um fisk- frióunar- og nýtingarmál. í þeim efnum hljótum við að haga málflutningi okkar i samræmi við þá staðreynd, að nauðsynlegt er að styrkja fiskstofnana og þeir eru nú fullnýttir hér við land, og að margra hyggju raunar ofnýttir. Hitt er þó einnig Ijóst, að engin ein þjóð getur tryggt fiskvernd. Fiskurinn í sjónum er ekki bundinn við yfirráðasvæði einstakra rikja. Um vernd hans verður að vera samvinna þjóða á milli. Öryggismál Utanríkismál hafa ekki verið í brennidepli. Engin breyting hefur orðið á stefnu rikistjórnarinnar i öryggismálum, en í s'tefnuyfirlýsingu hennar segir: „öryggi landsins skal tryggt með aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Hafa skal sérstakt samstarf við Banda- ríkin meðan starfrækt er hér varnar- og eftirlitsstöð á vegum Atlantshafsbandalagsins." Rikisstjórnin hefur staðfest áframhaldandi starfrækslu varnar- og eftir- litsstöðvarinnar með endurskoðun framkvæmdar varnarsamningsins. Fyrir kosningarnar 1974 fóru fram ýtarlegar umræður um öryggismál íslands, sem vöktu þjóðina til meðvitundar um hernaðarlegt mikil- vægi landsins. Síðan hefur dregið úr umræðunum, sem ekki er allskostar æskilegt. Það er nauðsynlegt að þessi mál séu alltaf til umræðu og fylgst sé vel með þróun á alþjóðavettvangi. Ekkert er mikilvægara sjálfstæði lands og þjóðar en að tryggja öryggið út á við með traustum hætti. Járnblendi Síðustu vikurnar hefur þinghaldið einkennst nokkuð af deilum um hlut erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Samningur um að reisa járnblendiverksmiðju á Grundartanga við Hvalfjörð i samvinnu við erlent stórfyrirtæki var arfur núverandi ríkisstjórnar frá fyrri stjórn en einn af ráðherrum Alþýðubandalagsins hafði þar forystu i málinu. Þess vegnaer hér ekki um ágreiningsmál að ræða milli flokka í venjulegum skilningi. Eðlilegt er, að menn hafi ólikar skoðanir á því að ráðist sé I svo fjárfrekar framkvæmdir og hver hlutur ríkisins eigi þar að vera. 1 öllum þeim um- ræðum má þó ekki gleymast nauðsyn þess að styrkja undirstöður atvinnulífsins og auka fjölbreytni þess. Það hefur aldrei verið átakalaust fyrir þá, sem vilja framfarir i stað kyrrstöðu að koma hugmyndum sínum I framkvæmd, en framfarirnar eru forsenda velmegunar. Einnig má minna á að á miklu ríður að tryggja að Sigölduvirkjun fari að skila tekjum sem fyrst. Skattafrv. frestað Mörg og mikilvæg lagafrumvörp hafa verið lögð fram á þinginu og samþykkt. önnur hafa verið í undirbúningi, eins og fram kom í stefnuræðu minni, en ástæðan til þess, að þau hafa ekki verið lögð fram, er að ríkisstjórnin vill hafa samráð við aðila, áður en það er gert, og hafa frumvörpin sem best undirbúin, því að vel skal það vanda, sem lengi á að standa. Sum þeirra lagafrumvarpa, sem lögð hafa verið fram, hafa ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu. Mér eru það vonbrigði t.d. að frumvarpið til nýrra skattalaga hlýtur ekki afgreiðslu á þessu þingi. Það er engum blöðum um það að fletta, að það er mikill ávinningur fyrir alla landsmenn, ef unnt reynist að endurskoða álagningu beinna skatta, með það fyrst og fremst fyrir augum að draga úr beinni skatta- álagningu, fækka þeim, sem greiða tekjuskatt til ríkis- ins og beina tekjuöflun ríkisins, að svo miklu leyti sem hún er óhjákvæmileg, frekar i óbeina skatta. Skatt- leggja fremur eyðsluna en verðmætasköpunina. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að draga úr beinum sköttum hefur fengið stuðniiig hjá Alþýðusambandi íslands og jafnvel ýmsum stjórnarandstæðingum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á víðtæka samstöðu um breytingar á skattalögum. Til að ná henni hefur ekki unnist timi á yfirstandandi þingi, jafnvel þótt vel hafi verið unnið að málinu I fjárhagsnefndum beggja deilda og þing hefði setið fram í júní-mánuð. Þvi hefur reynst Glötum ekki þ ví semáunn- izt hef ur - Vidskip udur hef i nauðsynlegt að fresta afgreiðslu skattalagafrumvarps- ins til næsta hausts og nota tímann til að samræma þau sjónarmið, sem fram hafa komið. Skattalagafrum- varpið hefði ekki heldur haft áhrif á álagningu þessa árs, en vonir standa til, að í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins verði gerðar breytingar á núgild- andi skattalögum, sem sníði agnúa af og komi því öllum að gagni þegar í stað. Aðkoman Ég ætla ekki að rifja upp hvernig þjóðarbúið var statt þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Tilefni er þó til að víkja að ummælum Lúðvíks Jósepssonar. Ástæðan til hækkunar þjónustugjalda opinberra fyrir- tækja er ekki sist sú að allar opinberar þjónustustofn- anir voru jafnvel í milljarða kr. óreiðuskuldum, þegar Lúðvík Jósepsson stóð upp úr ráðherrastólnum. Allur atvinnurekstur landsmanna var rekinn með halla og sjávarútvegurinn var rekinn með á fimmta milljarð króna halla á ári miðað við núgildandi verðlag, þegar Lúðvik Jósepsson lét af embætti sjávarútvegsráð- herra. Ekki var séð fyrir tekjuöflun vegna skuld- bindinga rikisstjóðs. Þetta eru m.a. ástæðurnar fyrir því, að ekki hefur tekist að stemma stigu við verðhækkunum og verðbólgu eins og skyldi. Núverandi ríkisstjórn tók við meira en 50% verðbólgu en verðbólgan er þó komin niður í 25—30%. Lúðvik Jósepsson telur þjóðráð að lækka vexti og skerða þannig hag sparif járeigenda i landinu og koma þannig í veg fyrir sparifjármyndun og ræna þar með atvinnu- reksturinn nauðsynlegu fjármagni. Ef til vill kýs Lúðvík Jósepsson að prentun seðla verði aukin án þess að verðmætasköpun standi að baki, en þá fyrst væri oliu hellt á verðbólgueldinn. Ef stefnu Lúðviks Jósepssonar væri fylgt og gengið hefði ekki verið aðlagað rýrnandi útflutningstekjum, væri hér stór- kostlegt atvinnuleysi. Ég væni Lúðvík Jósepsson ekki um að vilja það. Þessu til viðbótar læt ég mér nægja að minna á, að auk þeirra stórfelldu erfiðleika, sem blöstu við, þegar núverandi ríkisstjórn tók til starfa hafa tslendingar siðan orðið fyrir alvarlegustu efnahagsáföllum, sem hagskýrslur segja frá, a m.k. áratugum saman. Eftir þessi áföll erum við nú að rétta við. Á slæmu árunum þurftum við, til viðbótar því að einstaklingar hertu að sér og lífskjör þeirra rýrnuðu, að taka erlend lán. Við þurfum að hugsa fyrst og fremst um það nú að standa í skilum. Of mikil erlend skuldasöfnun Á síðasta ári uxu bæði þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur nokkúð. Aukningunni var fyrst og fremst varið til að bæta stöðuna út á við, minnka viðskiptahallann, og það tókst. Hann var 11—12% miðað við þjóðarfram- leiðslu 1974 og 1975, en á árinu 1976 komst hann niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.