Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 19

Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 19 SALAT (Lactuca sativa) SALAT tilheyrir körfu- blómaætt. Það er komið út af plöntu sem vex víða um álfur: Evrópu, Afríku og Asíu. Langt er síðan það var tekið i ræktun i Miðjarðarhafslöndunum og sagnir eru til um það sem matjurt fyrir og um Krists burð. Nú á timum Salat plantað á beð. er það ræktað til matar í flestum löndum heims og best kann það við sig í tempraða beltinu, eða sem sagt þar sem ekki er mjög heitt loftslag. Blöð salatsins eru notuð til matar. Sum af- brigði þess mynda höfuð og eru nefnd höfuðsalat, önnur bera heitið blað- salat af þvú að blöð þess vefjast ekki saman. Salat má yfirleitt fara að nota 8—10 vikum eftir sáningu. Höfuðsalatið þarf þó heldur lengri vaxtartíma en blaðsalatið og gott er að hafa báðar tegundirnar í garði sínum. Salati er sáð beint út eins snemma vors og auðið er, segjum seinast í apríl eðaíyrst í maí, með öðrum orðum strax og jörð er orðin það þíð að hægt sé að bera í salat- beðið og stinga það upp. Sáð er í raðir með ca. 15 sm. bili milli raða. Þegar blöðin eru orðin um það bil 8 sm há má fara :ð skera ofan af plöntunum til matar, en hyggilegast er að skera ekki mjög nærri rót því ef ekki er of nærri plöntunum gengið vaxa blöðin upp aftur og gefa nýja uppskeru að fáum vikum liðnum. Salat er ásamt næpum og hreðkum einhver allra auðveldasta matjurt í ræktun hérlendis, þarf lítið pláss en gefur árvissa uppskeru. Það þrífst best í næringar- ríkum frekar sendnum moldarjarðvegi, þarf allmikinn áburð. Salat er sjálfsagt á mat- borðið yfir sumartímann og er hreinasta sælgæti í munni. Meðan blöðin eru smá má bera þau fram heil en seinna klippir maður þau gjarnan niður. í salatskálina er svo blandað annaðhvort salatsósum (Marinade eða dressings) eða öðru eftir smekk og ástæðum tivers og eins. Oft nota ég einhverja ávexti saman við niður- klippt salatblöðin, annað- hvort niðurskorið epli eða appelsínu, rúsinur eða afganga af niður- soðnum ávöxtum. Blanda þaö með dálitlum púður- sykri og súrmjólk eða súrum rjóma. Ef salat- sósur eru notaðar er gott að búa til ríflegan skammt af slíku í einu og geyma á flöskum og eiga þ :nnig tiltækt. Og hér er uppskrift af franskri salatsósu: 1. tesk, salat — 1 matsk. sykur — Vi tesk, Þroskavænlegt höfuðsalat. pipar — llA dl. sjóðandi vatn — VA dl. edik — 3 dl. matarolía. Salt, sykur og pipar brætt í sjóðandi vatninu. Edik og olía sett í. Hrært saman í hræri- vél. Sett á flöskur og gripið til eftir þörfum. Sumir hafa svolítið hvit- lauksduft og sinnep í salatsósur. Góð afbrigði af salati eru t.d. Buttercrunch og Webbs Wonderful. S.A. JONAS PETURSSON: Orkan er valdið Ég ritaði grein fyrir jólin í vetur, sem birtist í Morgun- blaðinu 15. janúar s.l. Gagnrýni á framvindu mála í landi okkar og þjóðlifi. í niðurlagi varpaði ég í örstuttu máli fram mynd þeirri er greipt er i vitund mína af Islandi framtíðarinnar, þjóðlífinu — ef þjóðin vill lifa farsæl í landi sínu og fólkið verðskulda heitið ís- lendingar: ... „Islenzkt þjóðfélag, sem breiðir sig um allt okkar land með sjálfstæðum heildum eftir staðháttum, með eigin orkuver og orkustjórn með meginstjórnsýslu í flestum málum, fjármögnun margfaldri við það sem nú er, og fólk, sem trúir á mátt sinn og megin i félagslegri hyggju við nýtingu orkulinda, — mannbóta i skólastarfi. Einbeittra samtaka við samgönguæðar til sjós, lands og lofts og „samneyzlu“, sem hæfir samfélagi, þar sem mann- rækt er stunduð." Þetta eru fá orð, en i fullri meiningu og heilsteypt mynd, ef vel er að gáð. Annað vil ég minna á, strax í upphafi: Þegar Gunnar Gunnars- son, skáldbóndinn frá Skriðu- klaustri átti 75 ára afmæli var viðtal við hann í útvarpinu. Meðal annars sagði Gunnar nokkurn- vegin með þessum orðum: Það trúa naumast nokkrir meðal erlendra stórþjóða, sem leiða hugann að íslenzku þjóðfélagi að 150—200 þús. menn geti haldið uppi sjálfstæðu menningarríki. Og Gunnar bætti við: „Þetta er ekki hægt! En samt gerum við það!“ Ég bið ykkur að hugleiða vandlega: Þetta er ekki hægt! — en samt gerum við það! Tölvan og brjóstvitið að tala saman! Ég minnti í upphafi á mynd þá er mér er sífellt fyrir sjónum um sjálfstæðar heildir í landshlutum — með meginorkuver og orku- stjórn. Þá mynd, sem ég hefi margsinnis kynnt, sem ég gerði tilraun til að fá Austfirðinga til að styðja mig i að gera að veruleika með flutningi frumvarps á Alþingi er fram kom 17. des. 1966 um Austurlandsvirkjun. Það fól í sér stofnun sjálfstæðs orkufyrir- tækis á Austurlandi sem leiddi m.a. til þess að Austfirðingar sjálfir hefðu framkvæmt virkjun í Lagarfossi og ættu hana því. Þennan stuðning fékk ég ekki svo sem muna má. Þess vegna var ekki af Alþingi talin ástæða til að fjalla frekar um málið. Síðan hefi ég margsinnis itrekað þessa skoðun mína og síðast með þeim orðum er ég hafði hér í upphafi. Frá þessum tíma hefir mér málið aldrei horfið úr huga og nú að undanförnu hverja stund, já hverja sekúndu orðið mér ljósara, enn ljósara að framtíð strjálbýlis á Islandi er undir því komin að landshlutarnir byggðarlögin viðs- vegar um ísland hafi vald yfir sinum málum. ORKAN ER VALDIÐ! Þetta sjá þeir i Orkustofnun! Þetta finna þeir i Seðlabanka, einhvern snefil af þessu hjá Rafmagnsveitum rikisins, i öllum þeim höllum og skúmaskotum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem efldur hefir verið marghöfðaður þurs til að drottna yfir lands- byggðinni og tryggja eigin hag í svokölluðu velferðarríki þess blinda lifsgæðamats, sem alda- gömul örbirgð og óvægin lífsbar- átta, — sem þó heyrir nú sögunni til, — hefir gert svo marga glám- skyggna á og ótrúlega veika fyrir. Orkan er valdið! Þess vegna rís hvert hár á mér, þegar minnst er á byggðalfnu, náðarspenann, sem ég kalla. Éins og nú er málum háttað er tengilínan frá Suður- landi armur þess valds, sem drottnar, getur drottnað og vill drottna. Orkan, valdið á Reykja- vikursvæðinu. Mér kemur I hug í þessu sam- bandi sagan „Eiríkur Hansson". Frú Patrik, sem $at (stofu stnni, í virðulegum stóli, sem hafði keyri í hendi sér. Og er hún kallaði ,3rokk Ansinn" til viðtals að setja ofan I við hann, þá þurfti hún ekki að hreyfa sig — með keyrinu náði hun í hvert horn stofunnar. Nú vilja e.t.v. sumir bera mér á brýn að ég sé félagsskitur i islenzku þjóðfélagi, með þeim skoðunum er ég ali með mér. Við það kannast ég ekki. Hitt er nauðsyn að muna að sjálfstæðis- kennd er rik í flestum brjóstum. JÓNAS PÉTURSSON Ræða flutt á raf orku- málafundi 15. aprílí Valaskjálf Fyrst er einstaklingur siðan heimili, hérað eða byggðarlag, fjórðungur, þjóðland o.s.frv. Hér bætist það við, það grundvallar- atriði að byggja allt okkar land, sem jafnast, en i þvi felzt að náttúrugæði á hverjum stað og það er orkan undirstaða, sé á valdi þeirra er þar búa. Að hvar sem er á landinu, sé lifshræringin með heildarsvip — að tækni- þekking til dæmis sé ekki I hnapp á einum stað fremur en öðrum — að lífsánægja fólksins sé söm um allt land af þvi að það finnur styrk sinn og samstöðu í hæfi- leikum, þekkingu og atorku, sem í engu stendur að baki því, sem almennt gerist I byggðarlögum. Ekkert yfirlæti, aðeins raunsæi í krafti þeirra lifsskilyrða, sem ærin eru um allt land. Með orkuna sem undirspil i lífsöryggi í nútíð og framtíð á eigin valdi! Og nú minni ég á gamla spak- mælið, sem Björn á Löngumýri fór með eitt sinn í ræðu á Alþingi: „Betra er hjá sjálfum sér að taka, en sinn bróður að biðja"! 1 þessu felst engin óvild i systkinahópi, ekkert nema djúpur unditónn þess guðdómlega sannleika að i öllu bróður-þeli er þó sjálfstæðis- kenndin visasti vegur til far- sældar og jafnræðis. í ljósi þess er min þjóðfélagsmynd. Þegar virkjunin við Lagarfoss var formlega tekin í notkun gaf orkuráðherra Gunnar Thorodd- sen þær upplýsingar að kostn- aðarverð hennar væri um 860 milljónir króna. Mig rak i roga- stanz — eins og sagt er, að heyra þessa upphæð. Ég hafði í 3 ár starfað við byggingarhluta hennar hjá Norðurverki og vissi hér um bil hver kostnaður þess hluta var. Það var sem sagt bygging orkuversins, bygging laxastiga, brúar og stiflu og frágangur landspjalla að nokkru leyti. Fyrir þetta allt fékk verk- takinn 139 milljónir króna! Hvar eru hinar 720 milljónir — og hefir þó bætst drjúgum við síðan með lokubúnaðinn, svo að nú er nefndur einn milljarður! Af hverju er ekki birt sundurliðað yfirlit um kostnað við fram- kvæmdina? Er það rétt að Rafmagnsveitur rikisins hafi fengið 160—200 milljónir I sinn hlut fyrir umsjón og aðstoð? Hver er hlutur Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen fyrir áætlun um verkið, teikningar og eftiriit? Þessar upplýsingar væru sannarlega nokkurs virði fyrir þá Austfirðinga, sem þeirri van- máttarkennd eru haldnir að okkur sé um megn að standa á eigin fótum í raforkuöflun og dreifingu þótt hvergi á landinu séu jafnbetri raforkuöflunarskil- yrði heldur en einmitt hér! Ég má til að minnast á Kröflu- virkjun. Þar hafa svo margir orðið vitrir eftir á. Ég fór s.l. haust til að skoða fram- kvæmdirnar þar. Þar varð mér ljóst að yfirburðir jarðhita til raf- orkuframleiðslu eru ekki eins miklir og ég hafði haldið. Stóra byggingin, önnur en stöðvarhúsið og allur annar útbúnaður til að losna við hitann eftir aö hann hefir þjónað tilganginum að fram- leiða raforkuna. Gífurlegur kostn- aður sem ekki er til i vatnsorku- veri. Þar fyrir utan eru duttlungar gufunnar og tæringar máttur — fylgifiskar, sem gera það að verkum að um talsverða framtíð enn verða gufuafls- virkjanir tilraunavirkjanir. Tilraunin við Kröflu kostar mikið, tilraunir hljóta alltaf að kosta mikið, — en eitt verður líklega erfitt að meta til fjár við Kröflu og það er sú viðbótarþekking, sem jarðfræðingar og verkfræðingar hafa aflað sér — þeir héldu að þeir vissu talsvert og sögðu sifellt fyrir um framvindu — en nú held ég að þeir séu þagnaðir. 3—4 milljarða af kostnaðinum við Kröflu vil ég skrifa hjá Melunum í Reykjavík — þar er háskólinn — og loksins fengu þeir jarðfræðingarnir tækifæri til að auka þekkingu sína — vonandi til þess að hún geti orðið að liði síðar. Og Krafla hefir sýnt að Melarnir eru ekki fullnægjandi. Ég bið í einlægni allar góðar vættir að vernda Kröfluvirkjun og ég trúi þvi að hún eigi eftir að framleiða raforku. En muna skulum við að í Kröflu var farið af þvi að Alþingi og ríkisstjórn brást skyldunni i Laxárdeið vera frjálst samkomulag Norðurlands- virkjunar og Austurlands- virkjunar tveggja sjálfstæðra öflugra fyrirtækja, sem vinna saman eftir þörfum. Sjálfstæð orkubú! Mikið gladdist ég þegar lögin um Orkubú Vestfjarða voru samþykkt! Af fullum krafti I fyrsta áfanga Fljótskalsvirkjunar! Af fullum krafti í Ammoniaks- framleiðslu við Reyðarfjörð! Seyðfirðingar eiga að virkja sjálfir í Fjarðará! Dregið í skyndihappdrætti FEF DREGIÐ hefur verið f Skyndi- happdrætti Félags einstæðra foreldra. Eftirfarandi númer komu upp með vinning 4926 — lita- sjónvarp, 8300 — ruggustóll, 3443 — málverk eftir Hring Jóhannesson, 7495 — vikudvöl i Kerlingarfjöllum fyrir einn, 10778 — verk eftir Sólveigu Eggerz, 2499 — lampi frá Raf- búð, 4656 — ferð með Utivist, 1358 — Hornstrendingabók, 8471 _ kaffivél, 4331, — skart- gripir, 8400 — stytta frá Kúnst, og 2934 málsverður i Nausti fyrir tvo. Vinninga má vitja á skrif- stofu Félags einstæðra foreldra i Traðarkotssundi 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.