Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 . Umsjón Erna Ragnarsdóttir VARAFORMAÐUR Sambands ungra sjálfstæðismanna, Inga Jóna Þórðardóttir, er um þessar mundir að Ijúka námi í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Inga er fædd og uppalin á Akranesi og vinnur þar við skipasmíðastöð- ina Þorgeir og Ellert hf. Einnig er hún varafulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Akraneskaupstaðar. Við heimsóttum Ingu og byrjuðum á að forvitnast um hvernig það bar til að hún tók sæti í stjórn ungra sjálfstæðismanna og báðum hana að lýsa tildrögum þess. Fyrir fjórum árum tókum við okkur saman Akurnesingar og vöktum upp Þór, félag stæðismanna hér á staðnum, sem hafði verið óvirkt um nokkurra ára skeið. Ég held að óhætt sé að segja að starfið hafi gengið vel og verið talsvert fjölbreytt. Við höfum haldið félagsmála- námskeið og fundi um sögu og stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og tókum þá fyrir mikilvæg stefnumál, svo sem utanríkismál, og gerðum þeim nokkur skil. Fundir um bæjarmálefni hafa verið haldnir á okkar vegum, þar sem einstakir málaflokkar voru kynntir og ræddir. Þess má geta, að núna er verið að skipuleggja starf sumarsins og næsta árs. Af þessum vettvangi fór ég síðan að starfa í SUS-stjórninni og á ég þar sæti sem fulltrúi Vesturlands. nokkrir ungra sjálf- útveg, utanríkisþjónustu og utan- ríkisviðskipti. og um landshluta- samtök og byggðastefnu, svo eitt- hvað sé nefnt. Núna í apríl var haldin ráðstefna um þátttöku ís- lands í samstarfi Evrópuríkja Einn- ig í þessum mánuði var á vegum SUS haldinn fundur um listir og menníngarmálefni. sem var um leið nokkurs konar kynning á verkum ungs fólks í landinu SUS-stjórnin hefur auk þessa látið til sín taka, rætt og ályktað um margvfsleg mál- efni, svo sem verkalýðsmál, jafn- réttismál og dómsmál. Útgáfan Stefnir, tímarit ungra sjálfstæðis- manna, sem nú kemur út 27. árið, er í raun og veru eina tímaritið sem Frá síðustu formannaráðstefnu f sfðasta mánuði. í hverju er starf SUS aðallega fólgið? Starf Sambands ungra sjálf- stæðismanna er f rauninni tvíþætt, annars vegar það sem snýr að aðildarfélögunum, sem mynda sambandið. og hins vegar hið póli- tíska starf, sem miðar að því að móta stefnu okkar f ýmsum málum. sem við síðan leggjum fram fyrir sambandsþing Þing SUS, sem eru haldin annað hvert ár, á ýmsum stöðum um landið, eru ákvarðandi um stefnu sambandsins Við reynum að aðstoða félögin á ýmsa lund við fundahöld og með félagsmálanámskeiðum og með því að dreifa til þeirra bæklingum og ritum sem koma út á okkar vegum. Stjórnarmenn úr SUS fara einnig árlega til funda við stjórnir félag- anna, — á almenna fundi eða sem frummælendur um ýmis mál, Erindrekstur af þessu tagi er mjög þýðingarmikill í því skyni að efla starfsemina og blása f hana lífi, en það álít ég eitt meginverkefni stjórnar SUS. Svo er það ekki sfður mikilvægt fyrir okkur sjálf í stjórn sambandsins að kynnast vanda- málum viðkomandi byggðarlaga og læra af því starfi, sem þar er unnið Tvisvar á ári er efnt til formanna- ráðstefnu með formönnum stjórnar allra aðildarfélagana Ráðstefnur þessar eru fyrst og fremst haldnar í því skyni að efla tengslin og skapa tækifæri til skoðanaskipta Ráð- stefnur hafa verið haldnar víða um land og hafa þær fjallað um marg- vísleg málefni Félögin á viðkom- andi stöðum sjá yfirleitt um allan undirbúning í samráði við stjórn SUS „ Báknið burt" Á undanförnum árum hafa umsvif rfkisins aukizt gffurlega, æ stærra hlutfall þjóðarteknanna hef- ur runnið til ríkisins — nýjar stofn- anir á vegum hins opinbera hafa risið og þær sem fyrir eru hafa stækkað og aukið við sig starfsfólki — oft án sýnilega bættrar þjónustu eða afkomu Svo og hefur ríkið teygt arma sína inn á atvinnulífið og veilt frjálsum rekstri ósann- gjarna samkeppni Á síðasta þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna 19 75 voru þessi mál mikið rædd og var samþykkt að aðalverkefni stjórnarinnar á næstu árum skyldi vera að berjast gegn þessarri þróun. Strax að þinginu loknu var kosin þriggja manna nefhd, sem skyldi setja fram tillögur um hvernig á málinu skyldi haldið. Fyrsta árið fór að mestu f undir- búning og athuganir og síðastliðið sumar var maður á okkar vegum f fullu starfi við kannanir að þessu lútandi. Tók hann fyrir afmarkaða þætti ríkisbúskaparins með tilíiti til þess hvernig mætti draga úr um- svifunum. Á grundvelli þessa starfs voru síðan lögð fram drög að stefnumörkun stjórnarinnar, og hafa þau verið rædd í vetur bæði innan stjórnarinnar og á sérstökum í htlu bæjarfélagi eins og hér á AÞror»«c« aiact höm nnn meira f tengslum við atvinnulífið en f fjöl- mennari bæjum. „ Ungt fólk er bráðlátt og gagnrgnið vill sjá skjótan árangur” Inga Jóna Þórðardóttir, varaformaður SUS heimsótt hátt hafa verið prentaðar greinarnar „Frjálshyggjan og dreifing valds.” eftir Jónas Haralz, „Nýsköpun einkaframtaksins", eftir Friðrik Sophusson, „íhaldsstefnan", eftir Jón Þorláksson og „Jákvæð stefna", eftir Jón Magnússon. Smá- ritunum er dreift til aðildarfélaga, í skóla og stofnanir til kynningar á ýmsum stefnumálum og hugmynd- um ungra sjálfstæðismanna. Nú í vetur hófst á okkar vegum útgáfa lítilla kynningarbæklinga, sem gera í stuttu máli grein fyrir meginstefnu SUS í ýmsum afmörk- uðum málaflokkum. Þú nefndir áðan Evrópusam- starf — hefur SUS tengsl við sambærileg samtök erlendis? SUS er aukaaðili að Demyc, sem er samband lýðræðissinnaðra, ung- pólitískra flokka í Evrópu, þ.e. hægri flokka og kristilegra demókrata. Einnig erum við aðilar að NUU, sem er samband ungra hægrimanna á Norðurlöndum. Við höfum sótt ráðstefnur þessara sam- taka um ýmis málefni og var ein slík á vegum Demyc haldin hér í Reykjavfk síðastliðið sumar. í maí verður hér ráðstefna á veg- um NUU Á þessum vettvangi kynnumst við skoðtfnum ungs fólks út um heim, er hafa svipuð viðhorf til lífsins, og um leið gefst tækifæri til að kynna málefni okkar sjálfra fyrir umheiminum. fundum úti um land Gefið var út blaðið „Báknið burt" Árangur þessa starfs verður síðan lagður fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokks- ins, sem hefst nú í næsta mánuði Persónukjör — pólitísk ábyrgð Haustið 1975 tilnefndu stjórnir SUS, SUJ, og SUF fulltrúa sína I samstarfsnefnd sem kanna skyldi, hvort grundvöllur væri fyrir stefnu- mótun þessarra aðila hvað snertir kjördæmaskipan og kosningaréttar- málefni. Samkomulag tókst um til- lögur þess efnis að upp væri tekið persónukjör með valkostum Stjórn SUS samþykkti fyrir sitt leyti þær meginhugmyndir, sem fram komu I tillögunni TelurSur þetta brýnt mál og aS hvaða leyti eru þessar mugmynd- ir til bóta frá þvl sem nú er? Það er fyrst og fremst verið að auka vald og valfrelsi kjósandans og draga úr flokksræðinu í dag eru það flokkarnir sem velja frambjóð- endur á listana og kjósendur geta I raun og veru I fæstum tilfellum haft áhrif á það hvaða menn eru þar. Jafnvel þótt allir væru á móti ákveðnum aðila i öruggu sæti verð- ur honum ekki þokað. Persónukjör hlýtur að auka að- hald og pólitíska ábyrgð stjórn- málamanna og færa þá nær kjós- endunum, — þanníg þurfa þeir I raun að standa kjósendum reikningsskil gerða sinna. Þessar tillögur gera einnig ráð fyrir jafnari kosningarétti frá þvl sem nú er og það er verulegt rétt- lætismál Sérstök nefnd á vegum stjórnar- innar vann I vetur að stefnumörkun stjórnarinnar i stóriðjumálum. Byggðastefna og menningarmál Eins og ég gat um áðan hefur stjórn SUS staðið fyrir ráðstefnum og fundum um landbúnað, sjávar- er gefið út beinlinis á vegum flokksins. Stefnir er vettvangur mál- efnalegrar umræðu um stefnu og markmið Sjálfstæðisflokksins. Núna slðasta árið hafa verið teknir fyrir ákveðnir málaflokkar í Stefni og þeim gerð nokkur skil I hverju blaði fyrir sig Þannig hefur verið fjallað um kjördæmaniálið. iðn- aðinn og skipulagsmál Umhorfsslðan er vettvangur SUS í Morgunblaðinu. og hefur birzt um árabil Um aðra útgáfu vil ég nefna ..smáritin" svokölluðu, þar sem birt- ast greinar sem að okkar áliti hafa þýðingu á hverjum tíma. Á þann Við erum hluti af Evrópu Ég álit þessi samskipti mjög mik- ilvæg, einkum vegna þess hve við íslendingar höfum mikla tilhneig- ingu til að einangra okkur Okkur ber að stuðla að auknum skilningi þjóða á milli og þar megum við aldrei sitja hjá. Við erum hluti af Evrópu og umheiminum — og þegar þjóð- irnar sitja á rökstólum og fjalla um mikilvægar ákvarðanir, þá er nauð- synlegt að við séum þar með, þvf STEFNIR ISLENZKIIR FRAMIEIÐSLUIÐNABUR 1.TBL 28.ÁRG, 1977 engir nema við sjálf getum gætt hinna sérstöku hagsmuna okkar. Við höfum lært það m.a. af landhelgismálinu. hve höllum fæti við gætum staðið, vegna einhæfra atvinnuvega, hvað við erum háð öðrum þjóðum um útflutning og innflutning. Eftir því sem ríki heimsins nálg- ast hvert annað, hætta landamæri að skipta máli, skoðanir og lífsvið- horf fólksins innan landanna fara að skipta meiru í samskiptum þeirra. Ef við viljum efla lýðræðið í heiminum verðum við að fylkja okkur um þá flokka, sem grund- valla stefnu sfna á þeirri hugsjón. Ungt fólk og stjórnmál Það er talað um áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum, hver telurðu að sé orsök þess? Á undanförnum árum hefur starfsemi ungs fólks á vettvangi stjórnmála farið minnkandi. Það virðist ríkja almennt áhugaleysi. Ungt fólk er oft bráðlátt og gagn- rýnið, vill sjá skjótan árangur af því sem unnið er að og virðist þá oft telja vænlegra til árangurs að vinna á vegum ýmissa sérsamtaka til að koma málum sínum áfram. í nútímaþjóðfélagi er svo margt, sem tekur tfma fólks, að það form stjórnmálastarfsins, sem við höfum valið, ráðstefnur og fundahöld sam- rýmist oft illa, —- fólk gefur sér ekki tíma. Einnig má segja aðmunurinn á stefnu flokkanna sé ekki nógu Ijós og fólk sér þess vegna oft ekki tilgang í því að starfa fyrir ákveðinn flokk. Oft heyrast raddir sem segja: „Hvers vegna þennan frekar en hinn, því þegar í ríkisstjórn er kom- ið þá eru þeir allir eins." Fólk kýs þá frekar að fylkja sér um ákveðna málaflokka eða málefni og koma þeim síðan á framfæri hjá þeim pólitíska flokki þar sem hljóm- grunnur er beztur. Ungir og gamlir Það virðist alltaf tilhneiging hjá þeim sem eldri eru og reyndari I stjórnmálum, að vera letjandi gagn- vart hugmyndum yngra fólks. Þeir sem eru eldri þurfa að sýna frum- kvæði I þá átt að hafa samband við yngri mennina, uppörva þá og fá þá til samslarfs um ýmis verkefm. Ég álit, að það sé styrkur fyrir þingmann að hafa samskipti við ungt fólk, til þeSs m a. að fá um- ræðu fyrir skoðanamótun Slikt samstarf mundi tvímælalaust vera flokknum til styrktar. Hér á Akranesi starfa öll Sjálf- stæðisfélögin saman t.d að útgáfu- málum og ýmsum öðrum verk- efnum, og virðist mér það ákjósan-' legt fyrirkomulag HvaS er framundan f starfinu og aS hverju finnst þér aS þaS ætti einkum aS stefna? Nú strax að loknum landsfundi hefst undirbúningur SUS-þingsins, sem haldið verður I haust. Undir- búningur fer þannig fram, að ákveðnir hópar taka að sér sérstök verkefni eða málaflokka og hafa nokkrir þegar tekið til starfa Á grundvelli þess starfs fer stefnu- mótun slðan fram á þinginu. Almennt talað um framtlðaverk- efni álít ég skynsamlegast að beina kröftunum að fáum afmörkuðum málum i einu og gera þeim þá itarleg skil á sama hátt og við höfum unnið að „samdrættinum ( rikisbúskapnum " Þessi vinna verði skipulögð eftir 1 — 2ja ára áætlun og jafnvel lengra fram I tlmann Þeir málaflokkar sem ég tel brýnast að taka fyrir eru atvinnu- Framhald á bls. 24. ffajij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.