Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Jakob Hafstein:___ fyrrigrein „Bláa byltingin” Fyrir sfðustu borgarst jórnar- kosningar var eitt af mörgum merkum baráttumálum Sjálf- stæðisflokksins „Græna bylting- in.“ Þetta mál fjallaði um fegrun borgarinnar, myndun og skipulag gróðurvinja innan borgarmark- anna og við borgarmörkin, varð- veizlu gróðursins, sem fyrir væri, umhverfisfegrun, er gerði borgar- búum glatt f geði og yki á vellfðan þeirra f höfuðborginni. Borgarbúar þyrptust um þessa stefnumörkun Sjálfstæðisflokks- ins og önnur þýðingarmikil fram- tfðar- og baráttumál flokksins. Mönnum blandast nú ekki hugur um, að merkir áfangar hafa þegar náðst á þessum vettvangi. Ég lagði þá fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hugmyndir og greinargerðir um framkvæmd- ir og ræktunarátök f hinu vfð- feðma vatnahverfi borgarinnar með stórátök f fiskrækt fyrir augum, er skapa mundi þúsund- um einstaklinga og fjölskyldna f höfuðborginni ákjósanleg og eftirsóknarverð skilyrði og að- stöðu til útivistar og veiðiferða f hinu fagra umhverfi borgarinnar við hinu bláu strauma laxveiði- ánna og silungsveiði f stöðuvötn- unum. Þessar hugmyndir mfnar og greinargerðir nefndi ég „Bláu byltinguna", sem vel færi á við hlið „Grænu byltingarinnar". Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í málefnum Reykjavikurborgar stofnun Veiði- og fiskræktarráðs. Mönnum blandast ekki lengur hugur um það, í sambandi við umhverfismál og baráttuna gegn hverskonar mengun, hve þýð- ingarmikið það er að rækta borgarlandið fögrum grasgeirum, sumar- og skrautblómum í ríkum mæli. Það er „Græna byltingin“. Jafn þýðingarmíkið er að rækta veiðivötn og ár borgarinnar og auðga þau af laxi og silungi. Það er „Bláa byltingin." En verkefnin i ræktun vatnanna spannar langt út fyrir borgarmörkin vegna þeirra ítaka, sem borgin á i Sog- inu, Ulfljótsvatni, Þingvallavatni, Laxá í Kjós, Ulfarsá og vötnum I hciðarlöndum í nálægð borgar- innar. Steingrimur heitinn Jónsson rafmagnsstjóri Reykjavíkur skildi þetta manna bezt, enda einn merkasti og bezti fiskræktar- maður, sem þjóð okkar hefur alið. Það var hann, sem manna fyrstur sá hættuna, er steðjaði að Elliða- ánum við ört vaxandi höfuðborg og þéttbýli. Og það var hann, sem bjargaði Elliðaánum með stór- felldri laxarækt, byggingu klak- húss og síðar fiskeldisstöðvar við Elliðaárnar — ekki einungis bjargaði, heldur stórbætti þetta heimsfræga veiðivatn, sem renn- ur i dag i gegnum höfuðborg íslands — og engin önnur höfuð- borg getur státað af. Þessvegna varð það, að sam- stillt öfl borgarstjórnar, 15 sam- hljóða atkvæði borgarstjórnar- manna hinn 8. nóvember 1974, ákváðu að hefja skyldi átaka- mikla fiskrækt i vatnahverfum Reykjavíkurborgar og stofnað var veiði- og fissisæktarráð borgar- innar og því falið ráðgefandi og framkvæmandi verkefni í þessum efnum. Veiði- og fiskræktarráð Allmiklar umræður og deilur hafa að undanförnu átt sér stað i fjölmiðlum um fiskræktarmál borgarinnar. Hefur i þvi sam- Jakob Hafstein úr hópi kjörinna nefndarmanna, og skal hann vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi. Nefndin skiptir að öðru Ieyti með sér störfum. Kjörtimabil veiði- og fiskiræktarráðs er hið sama og borgarstjórnar. 3. gr. Fundi í veiði- og fiskirætarráði skal halda a.m.k. einu sinni í mánuði. Ráðið skal halda gerða- bók og senda eftirrit fundargerða til borgarráðs. 4. gr. Veiði- og fiskiræktarráð hefir með höndum, í umboði borgar- ráðs og eftir því sem það óskar, ráðgjöf og stjórn á málefnum þeim, er snerta veiði- og fiskirækt f vatnahverfum borgarinnar og nýtingu þeirra. Meðal þeirra verkefna, er að þessu lúta, má telja: a. að annast skráníngu og lýs- ingu á veiðistöðum, örnefnum o.fl. í vatnahverfum Reykja- vikurborgar, og þar sem borgin á ftök f ám og vötnum. b. að safna saman tiltækum gögnum um vatnahverfi borg- arinnar og beita sér fyrir nýjum rannsóknum f samráði við veiðimálastjóra með það markmið f huga að auka veiði- möguleika og kanna hvar skil- yrði séu bezt til fiskræktar, fiskeldis og fiskakynbóta. c. að hafa forgöngu um rann- sóknir og lýsingar á fiski- stofnum þeim, sem eru í ám og vötnum borgarinnar, með til- liti til úrvals og kynbóta f framtfðinni. d. að gera ráðstafanir, er tryggi, að næg og fullkomin aðstaða sé fyrir hendi til fiskræktar í ræktarmál og vekja áhuga þeirra á þeim. Jafnframt að Vfna til námskeiða fyrir ungl- inga f veiðitækni og skapa þeim skilyrði til að stunda veiðiskap og vörzlu við veiði- vötn borgarinnar. h. að fara með, f samræmi við ákvæði 2. tl. 48. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970, umboð Reykjavíkur- borgar í veiðifélögum, sem starfandi eru um vatnahverfi borgarinnar, eða þar sem borgin á hagsmuna að gæta eða ftök í veiði- og vatna- hverfum. i. að tryggja með samvinnu við Veiðimálastofnunina, að sér- menntaðir starfskraftar annist allar þær framkvæmdir á vegum ráðsins, sem kröfur gera til sérþekkingar, þannig að sem fullkomnust þekking og tækni ráði þar ferðinni. 5. gr. Borgarráð skipar að fengnum tillögum veiði- og fksikræktarráðs fiskiræktarfulltrúa, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri ráðs- ins. Fiskiræktarfulltrúi annast undir yfirstjórn borgarverkfræð- ings daglegan rekstur þeirra mála, er um getur f 4. gr. reglu- gerðar þessarar og falin eru veiði- og fiskiræktarráði sérstaklega til meðferðar, svo og önnur þau mál- efni, er um ræðir f reglugerðinni, eða veiði- og fiskiræktarráði verða falin á hverjum tíma. Borg- arráð eða borgarstjóri getur einn- ig falið fiskiræktarfulltrúa að vinna að öðrum störfum, t.d. á sviði umhverfismála. Hann situr fundi veiði- og fiskiræktarráðs með málfrelsi og tillögurétti. Fisk rœk ta rmálReykja víkurborgar tóku hugmyndum þessum og til- lögum fagnandi hendi og gerðu þær að sinum, þó lítið færi fyrir þeim í fyrstu. Eftir hinn mikla kosningasigur Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar snemmsum- ars 1974, var svo Veiði- og fisk- ræktarráð Reykjavíkurborgar stofnað og því settar starfsreglur, er samþykktar voru í borgar- stjórn hinn 7. nóv. 1974 með sam- hljóða atkvæðum allra 15 borgar- stjórnarmanna. Slík samstaða í borgarstjórn er talin fátið en þeim mun meira fagnaðarefni. Þetta er stutt forsaga þess máls, er ég í grein þessari mun gera að umtalsefni.— Vatnahverfi Reykjavíkurborgar Reykjavfkurborg er rík af eftir- sóknaverðum veiðivötnum og ám, sem — því miður — fáir borgarbúar gera sér grein fyrir og enn færri fá notið. Þessum vfð- feðmu veiðivatnahverfum borgar- innar hefur ekki verið sýnd sú umhyggja eða áhugi fyrir því, að bæta þau og fegra sem vert væri. Þessvegna varð hugmyndin um „Bláu byltinguna" tíl og stefnt að þvf að gera hana að veruleika með Þetta starf og þessi framsýni hins merka rafmagnsstjóra Reykjavikurborgar, Steingríms Jónssonar, er fyrsti „græðlingur- inn“ að hugmyndinni um „Bláu byltinguna“. Honum ber fyrst og fremst að þakka auðlegð og tilvist EUiðaánna í dag, sem enn eru meðal hinna fremstu laxveiðiáa f landinu, en ekki þeim, sem um áratuga skeið hafa notið góðs af hans mikla átaki, uppbyggingu, framkvæmd og framsýni, en það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur, sem með örlæti ráðamanna Reykjavíkurborgar, hefur fengið að njóta arðsins af honu mikla brautryðjandastarfi rafmagns- stjórans, gegn sáralitlu endur- gjaldi, og sem m.a. hefur hagnýtt sér hina frábæru ræktunarað- stöðu víð Elliðaárnar og árnar sjálfar, til að ala þar upp laxaseiði og unglax og flytja síðan vítt út um landið i önnur leigð vatna- hverfi, án þess að þurfa að hugsa um Elliðavatn, Hólmsá og Bugðu, sem eru þýðingarmiklir uppeldis- þættir og græðilönd fyrir auðlegð Elliðaánna af laxi. Engum dylst hugur um það, sem af heiðarleika vilja hugleiða þetta ástand, að hér þarf að verða grundvallarbreyt- ing. bandi komið í ljós, að menn, sem betur ættu að vita, m.a. með því að starfa um áraskeið í stjórn SVFR, hafa spurst fyrir um það, hvert væri verkefni Veiði- og fisk- ræktarráðs. Tel ég þvi bæði tíma- bært og rétt að seðja þessa fróð- leiksfýsn, og birta eftirfarandi meginþætti úr þeirri reglugerð um störf og skyldur Veiði- og fisk- ræktarráðs, sem 15 einhuga borgarstjórnarmenn ákváðu a fundi borgarstjórnar hinn 7. nóv. 1974 — svohljóðandi. Samþykkt fyrir Veiði- og fiskirætarráð Reykjavfkur 1. gr. Veiði- og fiskiræktarráð fer í umboði borgarráðs með stjórn mála yfir vatna- og veiðisvæðum, sem tilheyra Reykjavíkurborg að öllu eða hluta til, eftir þvi sem ákveðið er í samþykkt þessari og með þeim hætti, sem þar er mælt fyrir. 2. gr. Veiði- og fiskiræktarráð er svo skipað, að í þvi eiga sæti 7 menn, kosnir hlutfallskosningu af borgarstjórn, og jafnmargir til vara. Borgarstjórn kýs formann vatnahverfum borgarinnar, ám og vötnum. Rannsaka þarf i því sambandi, að hve miklu leyti klak- og eldistöð Raf- magnsveitu Reykjavikur við Elliðaár getur mætt eðlilegum þprfum i þessu efni og á hvern hátt hagkvæmast sé að auka slíka starfsemi til að sem beztur árangur náist. e. að auka skilning og áhuga borgarbúa á þeim ómetanlegu verðmætum, sem fólgin eru í ám og vötnum borgarinnar og umhverfi þeirra með það I huga, að sem flestir fái notið þeirrar ánægju og hollustu, sem þar er að finna. f. að skipuleggja í samvinnu við veiðifélög og eigendur veiði- réttinda nýtingu vatnasvæða borgarinnar, umgengni við þau og vörzlu í samræmi við stefnu borgarinnar í um- hverfis- og náttúruverndar- málum með varðveizlu og um- bætur í huga eftir kröfum nýjustu þekkingar og reynslu í þeim efnum. g. að hafa náið samband við æskulýðsráð borgarinnar með það fyrir augum að kynna unglingum veiði- og fiski- 6. gr. Veiði- og fiskiræktarráð skal í starfi sínu leggja ríka áherzlu á að skipuleggja og nýta vatna- hverfi borgarinnar á þann veg, að sem flestir borgarbúar, er þess óska, fái notið þessara gæða gegn sanngjarnri þóknun. Að fengnu samþykki borgarráðs getur ráðið gert tímabundna afnotasamninga um nýtingu vatnahverfa borgar- innar. Slikir samningar um ár og vötn, sem eru í eigu Ráfmagns- veitu Reykjavikur skulu þó gerðir af veiði- og fiskiræktarráði og Rafmagnsveitu Reykjavikur I sameiningu. Allir samningar skv. þessari grein skulu háðir staðfest- ingu borgarráðs. Veiði- og fiski- ræktarráði ber að leggja áherzlu á, að leigutekjur sem vatnahverfi borgarinnar gefa af sér, gangi til eflingar fiskiræktar á vatna- svæðinu og starfsemi ráðsins að öðru leyti. 7. gr. Enga reikninga varðandi fram- kvæmdir og störf á vegum veiði- og fiskiræktarráðs má greiða úr borgarsjóði, nema fiskiræktar- fulltrúi hafi samþykkt þá eða for- maður ráðsins. Borgargjaldkeri sér um allar •%É*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.