Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 33 greiðslur vegna starfsemi ráðsins. Reikningshald er hjá borgarbók- haldi. Um endurskoðun reikninga fer með sama hætti og endurskoðun reikninga Reykjavíkurborgar. 8. gr. Samþykkt þessi öðlast gildi nreð staðfestingu og samþykki Borgar- stjórnar Reykjavíkur. Samþykkt ( borgarstjórn 7. nóv- ember 1974. Þessar reglur um störf og skyldur veiði- og fiskiræktarráðs tala enga tæpitungu og mæla ljós- lega fyrir um það, að borgarstjórn ætlar veiði- og fiskiræktarráði að framkvæma „Bláu byltinguna" — nánar tiltekið að annast og sjá um að rækta og auka auðlegð veiði- vatnahvera borgarinnar, borgar- búum og borginni aliri til heilla og ánægju. Til setu i fyrsta veiði- og fiskiræktarráði borgarinnar valdi svo borgarstjórnin eftri- talda menn: Ragnar Júlíusson, skólastjóra og borgarstjórnar- mann, sem jafnframt var skipaður formaður ráðsins, Davið Oddsson, lögfræðing og borgar- stjórnarmann, varaformann ráðsins, Hauk Pálmason, yfir- verkfræðing Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Garðar Þórhallsson, aðalféhirði Búnaðarbanka tslands, Kristján Gislason, fyrrv. verðlagsstjóra, Árna Gunnarsson, ritstjóra og Jakob V. Hafstein, lögfræðing. 1 ársbyrjun 1975 valdi svo ráðið sér framkvæmda- stjóra, er jafnframt gegnir störfum fiskræktarfulltrúa Reykjavíkurborgar úr þeim um- sóknum, er ráðinu hafði borist, eftir að hafa auglýst þetta starf í Við Ulfarsá dagblöðunum. Fyrir valinu varð Jakob Hafstein jr. fiskeldis- fræðingur, er lokið hafði námi og lokaprófi frá Fiskertjánstmanns- skolen i Gautaborg. Sá er þetta ritar, og á sæti I ráðinu, eins og að framan getur, fók að sjálfsögðu ekki þátt í ráðn- ingu fiskiræktarfulltrúa, þar eð einn umsækjandinn var honum nákominn. Mér þykir rétt að taka fram og upplýsa, að ég sóttist ekki eftir setu i veiði- og fiskiræktarráði en virti beiðni borgarstjóra Birgis Isl. Gunnarssonar og borgarráðs- manns Alberts Guðmundssonar, þegar þeir i löngu viðtali við mig ræddu þessi framtiðarmál borgar- innar. Ég tel mig þá hafa átt veru- legan þátt í því að Ragnar Júlíus- son, skólastjöri var skipaður for- maður veiði- og fiskiræktarráðs en er fús til að viðurkenna nú, að í þeim efnum var ég lítill mann- þekkjari. í næstu grein minni mun ég svo fjalla nánara um störf veiði: og fiskiræktarráðs, hingað til, deilur þær, sem uppi hafa verið um framkvæmd fiskiræktarmálanna, þátt Stangaveiðifélags Reykja- víkur og verndarengla þess i ráðinu. Þingræða Guðmund- ar H. Garðarsonar Framhald af bls. 16 almennings. — Sá hópur fólks innan Alþýðubandalagsins, er að- hyllist framangreindar skoðanir, virðist vera að ná auknum tökum í flokknum og málgagni hans. 1 ræðum og riti kemur greinilega fram hjá þessu nýja forustufólki Aiþýðubandalagsins, að það vill afnema borgaralegt lýðræði, þingræði og einstaklingsfrelsi á tslandi og stofna þess f stað sósialiskt alþýðulýðveldi. Með öðrum orðum koma á kommúnist- ísku þjóðskipulagi, þar sem áherzla er lögð á að afnema tján- ingar-, einstaklings- og athafna- frelsi, sem og sjálfstæðan eignar- rétt, en þess í stað byggja upp ómennskt valdakerfi embættis- mennsku, þar sem allir þykjast vera að vinna í þágu fjöldans, en þó án ábyrgðar. 0 Afstaðan til Alþingis Einn af helztu talsmönnum hins róttæka kjarna Alþýðubanda- lagsins, sem þráir byltingu og grætur ekki fall borgaralegs þing- ræðis, var fyrir skömmu I viðtals- þætti f sjónvarpinu. Athygli vakti, að þessi maður, sem m.a. er varaþm. Alþýðubandalagsins og ritstjóri, lagði áherzlu á, að virð- ing Alþingis hjá almenningi mætti ekki vera of mikil vegna þess sem koma skyldi. Það misskildist ekki, hvers vegna virðing almennings fyrir Alþingi skyldi vera sem minnst. Þegar að þvi kæmi að afnema borgaralegt þingræði eða óvirða þarf sett lög, er ekki æskilegt að Alþingi sé þjóðinni hjartfólgið. Þessi afstaða kommúnista til þingræðisins er svipuð afstöðu þeirra til kirkjunnar. Áherzla er lögð á að lítilsvirða og gera sem minnst úr þessum meginstofnun- um borgaralegs lýðræðis og þvl hlutverki er þær gegna I vernd og viðhaldi almennra mannréttinda. I i III • I 4 lltlllll 0 Hverjum er haldið f skefjum? Ýmsir andstæðingar Atlants- hafsbandalagsins og þingræðis, þ. á m. róttækir Alþýðubandalags- menn segja gjarnan, að NATÖ gegni m.a. því hlutverki á Islandi og i öðrum löndum Vestur Evrópu, — og vitna ég nú orðrétt I greinagerð hv. flm., með leyfi forseta: ,,Að vernda innlent og erlent afturhald og auðstétt og halda I skefjum eftir því sem þurfa þykir hverri þeirri hreyfingu og póli- tiskri framkvæmd, sem talin er alvarleg ógnun við forræði ráð- andi stéttar og aðstöðu til auð- söfnunar og yfirdrottnunar." — Tilvitnun lokið. Ef þetta er ekki kaldastríðs- tónn, þá veit ég ekki hvað átt er við með köldu stríði. En svo talað sé í fullri hreinskilni við hv. flm., vil ég spyrja: Hvað eiga þeir eiginlega við með framan- sögðu? Hverjir hafa hindrað pólitiska starfsemi Alþýðubanda- lagsins, með öðrum orðum komm- únista á Islandi eða starfsemi kommúnista i öðrum löndum Atlantshafsbandalagsins? Hverjir hafa hindrað starfsemi svo- nefndra hernámsandstæðinga? Hvað þarf sá hluti hernámsand- stæðinga, sem fylgir Alþýðu- bandalaginu að málum, að fram- kvæma og með hvaða hætti, sem samræmist ekki leikreglum borgaralegs lýðræðis og þing- ræðis? Eru Alþýðubandalagsmenn að gefa i skyn, að ef ekki væri til að dreifa aðild Islands að NATO, væri hugsanlegt, að þessir aðilar gripi til ólýðræðislegra aðgerða gegn hinu svonefnda, og ég vil ségja imyndaða auðvaldi á Is- landi? Á ef til vill að taka upp svipaðar baráttuaðferðir og þjóðfrelsisöfl- in út í hinum stóra heimi beita, þar sem þessir minnihlutaaðilar iniiiimliiiniiniiiimm berjast til valda í hverju rikinu á fætur öðru í skjóli vopna. Krafizt er hreinna afdráttar- lausra svara við framangreindu atriði í greinargerð flm. — Þjóðin á heimtingu á að fá að vita, hvað flm. eiga við með orðalagi fram- angreinds kafla i greinargerðinni. 0 Þýðing NATO fyrir vestrænt lýðræði Annað mál er, að Enrico Berlinquer, foringi Italskra kommúnista hefur allt annað álit á hlutverki og þýðingu Atlants- hafsbandalagsins fyrir Italíu og vestræn ríki en Alþýðubandalags- menn á tslandi. — Berlinquer tel- ur aðild Italfu að NATÓ nauðsyn- lega til verndar þingræði og lýð- ræði á Italfu. Hann telur einnig, að með aðild ttalfu að NATÓ sé hættunni frá austri bægt frá ftölsku þjóðinni. Italski kommúnistinn og forseti stærsta verkalýðssambands Italfu, Luciano Lama er sömu skoðunar. 1 viðtali i þýzka tima- ritinu DER SPIEGEL segir Lama m.a.: „Die freie Marktwirtschaft soll bleiben", eða: „Hið frjálsa mark- aðskerfi á að vera“. Með öðrum orðum: Italskir kommúnistar vilja aðild Italiu að NATÓ og þeir vilja viðhalda því blandaða efnahagskerfi vest- rænna rikja, sem Alþýðubanda- lagsmenn nefna auðvaldskerfi. Kerfi, sem Bandarikjamenn hafi rennt stoðum undir til höfuðs al- þýðu manna. Hjá hinum itölsku kommúnistum kveður við allt annan tón en hjá höfundum greinargerðar þeirrar þingsálykt- unartillögu, sem hér er til um- ræðu, þar sem segir: „Bandarikin lögóu sig mjög fram um að hressa við auðvald hinna sigruðu fasistaríkja Japans, Vestur-Þýzkalands og ltalíu“. Og ennfremur segir: „Að hlutverk NATÓ á tslandi er hið sama og i öðrum löndum Vestur-Evrópu. Að vernda innlent og erlent afturhald og auðstétt". Tilvitnun lokið. Greinilegt er, að sumir Alþýðu- bandalagsmenn lifa enn í hugar- heimi Stalinstimabilsins og eru kaþólskari en páfinn. — Helkuldi kalda striðsins umlykur þá. 0 Evrópu- kommúnistar styðja NATÓ Þá er það greinilegt, að Alþýðu- bandalagsmenn á tslandi geta ekki einu sinni flokkast undir heitið „Evrópukommúnistar". Þeir aðhyllast greinilega gömlu kommúnista kenningarnar í af- stöðu sinni til hins blandaða efna- hagskerfis vestrænna þjóða. Þessi úrelta og neikvæða afstaða er þeim mun athyglisverðari fyrir það, að hinir svonefndu Evrópu- kommúnistar hafa hafnað kenn- ingunni um alræði (alveldi) öreiganna og miðstýringarvald- inu í Moskvu. Þeir leggja áherzlu á, að þeir séu þjóðlegir óháðir sósíalistar og taka afstöðu sam- kvæmt því. Alþýðubandalagsmenn á Is- landi eru augljóslega ekki þjóð- legir sósialistar f framangreind- um skilningi. 1 afstöðu sinni til NATÓ, hins blandaða hagkerfis og lýðræðislegra stjórnarhátta, hafa þeir hreina kommúnistfska afstöðu, sem hentar vel utanrfkis- stefnu og markmiðum Sovétrfkj- anna. # Varnarlaust ísland og staða Sovétríkjanna Varnarlaust Island, opið Norð- ur-Atlantshaf og stjórnarfar al- þýðulýðveldis á tslandi að kommúnistiskri fyrirmynd myndi falla vel inn f það munstur, sem Sovétrfkin leggja áherzlu á að búa til á sviði heimsmála. Það myndi f fyrsta lagi veikja stöðu rikja V.-Evrópu og Norður- Ameriku hernaðarlega séð og einiiig hina efnahags- og stjórn- málalegu á friðartímum, eins og nánar mun verða vikið að á eftir. Staða Sovétrfkjanna myndi að sama skapi styrkjast og hugsan- lega einnig þeirra þjóðfélagsafla, sem stefna að myndun svipaðs þjóðfélagskerfis hér á landi og ríkir i kommúnistiskum rikjum. — Ég sagði hugsanlega, vegna þess að dæmin sanna, að hlutleysi smárikja á hernaðarlega mikil- vægum stöðum hefur ekki verið virt I heiminum f áratugi. Brott- för Islands myndi verða Sovét- ríkjunum mikil freisting og stór- auka spennuna á norðurhveli jarðar. 0 Verkalýður Vestur-Evrópu. er fylgjandi NATO Jafnaðarmenn og allir helztu forustumenn verkalýðshreyfing- ar Vestur-Evrópu hafa lagt mikla áherzlu á samstarf lýðræðisrfkj- anna innan Atlantshafsbanda- lagsins. Hinir eldri, eins og Tor Aspergren, núverandi forseti norska alþýðusambandsins, urðu fyrir þeirri bitru reynslu af hlut- leysisstefnu Norðmanna fyrir seinni heimsstyrjöidina, að hlut- leysið var einskis virt. Noregur og fleiri lönd voru hernumin og helztu foringjar þjóðarinnar, þ.á m. verkalýðsforingjar, voru hnepptir I varðhald. Máttu sumir þykjast heppnir að sleppa óskadd- aðir úr þeirri vist. Þessir sömu menn, sem lifðu af hörmungar hernámstímabils nazista, horfðu siðan upp á það, hvernig félagar þeirra í verka- lýðsfélögum A.-Evrópulandanna voru hnepptir í varðhald að styrj- öldinni lokinni. Sumir voru svipt- ir lífi af hinum nýju valdhöfum alþýðulýðveldanna I Austur- Evrópu. Verkalýðsleiðtogar Vest- ur-Evrópu sáu, hvernig frjáls verkalýðshreyfing var fótum troð- in af kommúnistum, — þar sem þeir komust til valda i skjóli Sovétrikjanna. Þess vegna voru forustumenn verkalýðshreyfing- ar V-Evrópu eindregnir fylgis- menn stofnunar NATO, sem öryggis- og varnarbandalags fyrir vestrænt lýðræði og þingræði. Og forustumenn vestrænnar verka- lýóshreyfingar eru enn eindregn- ir stuóningsmenn NATO, og það jafnvel kommúnistar á borð við Italann Luciano Lama. Á tslandi eru hins vegar enn til verkalýðs- foringjar, sem trúa á það, að björninn i austri muni virða hlut- leysi tslands og láta landsmenn i firði, ef ísland væri utan NATO. Kvenstúdentar Árshátíð félagsins verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu miðvikudaginn 4. maí og hefst kl. 7.30. Skemmtiatriði annast 25 ára súdínur frá M.A. Aðgöngumiðar verða seldir I anddyri Átthaga- salsins mánudag og þriðjudag frá kl. 4—6. Stjórnin. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í maímánuði 1977 2. maí R-24001 til R-24300 3. maí R-24301 til R-24600 4. maí R-24601 til R-24900 5. maí R-24901 til R-25200 6. maí R-25201 til R-25500 9. maí R-25501 til R-25800 10. maí R-25801 til R-26100 1 1. maí R-26101 til R-26400 1 2. maí R-26401 til R-26700 13. maí R-26701 til R-27000 16. mai R-27001 til R-27300 1 7. maí R-27301 til R-27600 18. maí R-27601 til R-27900 20. mai R-27901 til R-28200 23. maí R-28201 til R-28500 24. maí R-28501 tll R-28800 25. mai R-28801 til R-29100 26. maí R-29101 til R-29400 27. maí R-29401 til R-29700 31. mai R-29701 til R-30000 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Þriðjudagur Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgar- túni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 1 6.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé gild. Athygli skal vakin á því, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð- unar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. apríl 1977 Sigurjón Sigurdsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.