Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 43
Æ Atta mánaða törn mótanefndar lokið MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Islandsmótið f borðtennis fer fram I Laugardalshöll um helgina og eru þátttakendur nokkuð á annað hundrað. Meðfylgjandi mynd er þð ekki af fslenzkum borðtennisleikara heldur v-þýzkum, og heitir hann Wilfried Lick. Fékk hann „fair-play“ viðurkenningu á heimsmeistara- mðtinu í borðtennis fyrir nokkru. 1 leik gegn Svfanum Stellan Bengts- son fyrrum heimsmeistara, var Svfinn yfir 20:18 er Lieck vann boltann samkvæmt úrskurði dðmara og áhorfendur sáu ekki annað. Tilkynnti Lieck þá að boltinn hefði snert borðbrúnina og voru úrslit leiksins þá ráðin. Svfinn vann 21:18. Fögnuðu áhorfendur drenglyndi Þjóðverjans ákaft og fékk hann sérstök verðlaun f lok mðtsins. Rýr vertíðhjá Lundúnaliðum KNATTSPYRNUVERTÍÐIN hefur verið heldur rýr hjá flestum stór- liðum Lundúna f ár. Þegar aðeins nokkrir leikir eru eftir eiga þrjú þeirra á hættu að falla niður f 2. deild og það lið, sem stendur sig bezt af liðum ensku höfuðborgarinnar, er Arsenal, sem er f 8. sæti f 1. deildinni ensku. 0 West Ham var í úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa á síðasta ári og er talið af mörgum eitt skemmtilegasta liðið i ensku knattspyrnunni. munum halda áfram, segir Lyall. En ætli framkvæmdastjórar hinna liðanna séu ekki álíka bjartsýnir? 731 leik er nú lokiö í handknattleikso >tum sem fram hafa farið á vegum HSÍ í vetur. Aðeins tveimur leikjum er ólokið og fara þeir fram nú um helgina. Að þeim leikjum loknum er eflaust þungu fargi létt af Mótanefnd HSl, sem skipulagt hefur landsmót og bikarkeppni vetrarins. Starf þeirra fimm sem sitja í mótanefndinni hófst í byrjun ágúst á síðasta ári og lýkur f rauninni ekki fyrr én í lok maí mánaðar þegar skýrslugerð um mótahaldið verður lokið. En hvað skyldi formanni Mótanefndar vera efst í huga að þessari átta mánaða törn lokinni? — Mér er efst í huga góð samvinna við flesta þá, sem við höfum þurft að starfa með eða leita til, sagði Ölafur A. Jóns- son, formaður Mótanefndar, i viðtali við Morgunblaðið í gær. — Þetta hefur verið erfitt keppnistímabil að mörgu leyti og þá aðallega vegna leikja landsliðsins, keppnisferða og undirbúnings fyrir Heims- meistarakeppnina. Fresta þurfti leikjum eftir að búið var að ákveða þeim leikdag, gera hlé á móti og ýmsar aðrar hliðarnir til að landsliðið gæti fengið sem mestan tima. — Vegna þessa hefur fram- kvæmdin á margan hátt verið erfið, en góð samvinna við Janus Cerwinsky, stjórn HSÍ og félögin hefur get þetta starf mun léttara en ella. Mer finnst það athyglisvert hve forráða- menn félaganna hafa verið tilbúnir til að fórna miklu fyrir landsliðið og vonandi verður V__________________ svo einnig fram yfir HM í Dan- mörku, þó svo að það bitni jafn- vel á félögunum um tíma. Ég held það sé einsdæmi í vetur hve forystumenn félaganna hafa verið fúsir til að fórna miklu til að gera veg lands- liðsins sem mestan. — Erfiðasti dagurinn i starfi Mótanefndarinnar í vetur var þegar úrslitakeppnin i yngri flokkunum átti að fara fram hér í Reykjavík og byrja á föstudegi. 80 ungmenni að norðan voru þá veðurteppt á Akureyri og komust ekki suður. Svo fór þó ekki að við þyrftum að fresta úrslitakeppninni heldur var hægt að byrja að leika á laugardegi og síðan eld- snemma á sunnudegi. Þetta hefði ekki verið hægt nema með lipurð og sérstakri velvild þeirra sem ráða íþróttahús- unum. Án hjálpar þessa ágæta fólks hefði ekki verið hægt að ljúka þessari keppni á tilsettum Ólafur Aðalsteinn Jðnsson, formaður Mótanefndar HSf tíma og þetta á ekki aðeins við um Reykjavík og Hafnarfjörð heldur einnig alla aðra staði þar sem mót á vegum HSÍ hafa farið fram. Þetta sagði Ólafur A. Jóns- s'on, formaður Mótanefndar HSÍ, að lokum, en með honum í nefndinni, sem gjarnan hefur verið kölluð „óvinsælasta nefndin á vegum HSÍ“, voru þeir Jón Kr. Óskarsson, Hafnar- firði, Jón L. Hilmarsson, Reykjavík, Helgi Guðmunds- son, Víkingi, og Þorvarður Áka- son, HK i Kópavogi. • Tottenham Hotspur átti á að skipa einu hugmyndarikasta lið- inu á sjöunda áratugnum og hafði þá í sinum röðum Ieikmenn eins og Jimmy Greeves, Danny Blacnhflower og Dave MacKay. 0 Queen’s Park Rangers var í 2. sæti i 1. deildinni í fyrra og fyrir- liði iiðsins er jafnframt fyrirliði enska landsliðsins, Gerry Francis. Keppnin í 1. deildinni lýkur innan tveggja vikna og svo gæti farið að öll þessi „stórlið” féllu niður í 2. deild, þó heldur sé það reyndar ótrúiegt. Staðan á botnin- um er nú þessi: (Fyrst leikja- fjöldi, þá stig): QPR35 —31 Derby 37 — 30 Coventry 36 — 30 Sunderland 38 — 29 Tottenham 39 — 29 West Ham37 — 29 Bristol City 36 — 28 Eins og sést á þessari töflu eiga liðin eftir mismunandi marga leiki og einnig er misjafnt hvað liðin eiga eftir marga heimaleiki. Framkvæmdastjóri West Ham, John Lyall, er öruggur með sig og sína menn og segir að fall niður í 2. deild komi ekki til greina. — Við höfum fengið stig i fjórum af síðustu fimm leikjum okkar og /---------------------'S Sumarleikir hjá atvinnu- mönnum STANDARD Liege mun á tlmabilinu 25. júní til 30. júlf taka þátt í svonefndri TOTO- keppni í knattspvrnu. Lið Ás- geirs Sigurvinssonar leikur í riðli með Twente Entschede frá Hollandi, Duisburg, Vest- ur-Þýzkalandi, og Maccabi frá ísrael. Meðan mótið stendur yfir leika íslendingar lands- leiki gegn Svfum og Norð- mönnum á Laugardalsvelli og er óvíst hvort Ásgeir Sigur- vinsson getur leikið báða þessa leiki. Þá hefur Jock Stein. fram- kvæmdastjóri Celtic, lýst þvf yfir að hann sé mótfallinn þvf að Jóhannes Eðvaldsson leiki landsleikinn gegn Svíum hér á landi 20. júlí. Verður lið Celtic þá á æfingaferð f Ástralíu. VEGNÁ mistaka f blaðinu ( gær féll út mynd af c-liði KR f badminton, sem tryggði sér rétt til að leika í 1. deild f badminton á næsta ári. Eiga KR-ingar nú þrjú lið 11. deild og birtist hér mynd af c-liðinu. Verð ca. kr. 1.150 þús. Útborgun kr. 500 þús. Nú geta allireignast GÓÐAN bíl fyrirsumarið Bílasöludeildin verðuropin ídagfrá kl.2—6 KAí y LADA 12QÚ^m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.