Morgunblaðið - 14.05.1977, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977
ÆbÍLALEIGAN
felEYSIR
LAUGAVEGI 66
CAR RENTAL
24460
• 28810
Hótel- og flugvallaþjónusta.
Öllum sem heiðruðu mig með
gjöfum og heillaóskum á
sjötugsafmæli mínu þann 24.
apríl s.l. og alla vinsemd mér
sýnda, þakka ég innilega og bið
ykkur öllum guðs blessunar.
Ódinn S. GeirdaI
Simrad EL.
Simrad EL dýptarmælir er
mjög hagkvæmur fyrir báta
10—20 tonn, 8 dýpissvið
niður á 720 metra, 6” þurr-
pappír sem má tvínota, botn-
lína, kontourlína, og venjuleg
aflestning, skalar fyrir fet,
metra og fáðma, 12,24 eða 32
volta spenna.
Skrifið, hringið eða komið,
sendum allar upplýsingar um
hæl.
Viðgerðar-
og varahlutaþjónusta.
Friðrik A. Jónsson h.f.
Bræðraborgarstíg 1,
stmar 14135 - 14340.
Útvarp Reykjavlk
L4UG4RD4GUR
14. maf
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi ki. 7.15 og
8.50.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Sigurður Gunnarsson
heldur áfram að lesa söguna
„Sumar á fjöllum" eftir
Knut Hauge (18).
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Kristfn Sveinbjörnsdóttir
kvnnir.
Barnatfmi kl. 11.10; Hilda
Torfadóttir og Haukur
Ágústsson fjalla um barna-
leikrit norska rithöfundarins
Thorbjörns Egners. Þau
ræða við Klemenz Jónsson
leiklistarstjóra og tvö börn,
sem leika nú f „Ilýrunum í
Hálsaskógi“. Leikin verða
lög úr sjónleikjum Egners.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SIÐDEGIÐ___________________
13.30 Á prjónunum
Bessf Jóhannsdóttir stjórnar
þættinum.
15.00 í tónsmiðjunni
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn. (26).
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir
íslenzkt mál
Jón Aðalsteinn Jónsson
cand. mag. talar.
16.35 Létt tónlist
17.30 Hugsum um það, —
tólfti þáttur
Andrea Þórðardóttir og Gísli
Helgason fjalla frekara um
gigtsjúkdóma, m.a. um fyrir-
byggjandi aðgerðir.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Ilagskrá
kvöldsins
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Gerningar
Hannes Gissurarson sér um
þáttinn.
20.10 Atriði úr óperettunni
„Leðurblökunni" eftir
Johann Strauss.IIilde Gúden,
Anneliese Rothenberger,
Karl Terkal, Erich Kunz,
Kurt Equilus og
F'flharmóníusveitin f Vín
flytja ásamt kór. Stjórnandi:
Heinrich Hollreiser.
20.35 „Þá bjargaði okkur
spottinn
Agnar Guðnason ræðir við
Björn Jónsson f Bæ á Höfða-
strönd.
21.00 Hljómskálatónlist frá
útvarpinu f Köln
Guðmundur Gilsson kynnir
21.30 „Hrafnshreiðrið", smá-
saga eftir Þróunni Elfu
Magnúsdóttur
Höfundur les sfðari hluta
sögunnar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
14. maf 1977
17.00 fþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Litli Lávarðurinn (L)
Breskur framhalds-
myndaflokkur
4. þáttur
Þýðandi Jón O. Edwald.
19.00 íþróttir
II lé
20.00 Hættum að reykja
Fjórmenningarnir sem
hættu að reykja á námskeið-
inu i sjónvarpssal, hittast og
segja frá reynslu sinni.
Umsjónarmaður Sigrún
' Stefánsdóttir
Stjórn útsendingar Rúnar
Gunnarsson.
20.50 Læknir á ferð og flugi
(L)
Breskur gamanmyndaflokk-
ur
Auga fyrir auga
Þýðandi Stefán Jökulsson.
21.15 Ureinuíannað
Umsjónarmenn Berglind
Asgeirsdóttir og Björn
Vignir Sigurpálsson.
Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
22.15 Ræningjabælið
(The Comancheros)
Bandarfskur vestri frá árinu
1961.
Leikstjóri Michael Curtiz.
Aðalhlutverk John Wayne,
Stuart Whitman og Lee
Marvin.
Paul Regret fellir andstæð-
ing sinn f einvfgi f New
Orleans. Hann flýr til Texas
þar sem lögreglumaðurinn
Jake Cutter tekur hann
höndum. Cutter á f höggi við
ræningjaflokk sem hefur
búið um sig fjarri alfara-
leið.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
23.55 Dagskrárlok
Hættum að reyk ja:
Er einhver
sprunginn?
Sennilega mun þjóðin
verða sem límd við sjón-
varpsskerminn í kvöld kl.
20.30, en þá munu fjór-
menningarnir sem hættu
að reykja á sjónvarpsnám-
skeiðinu hittast og segja
frá reynslu sinni, en síðast
voru fjórmenningarnir á
skjánum fyrir tveimur
vikum. Fyrir tveimur vik-
um hafði enginn f jórmenn-
inganna ,,fallið“, og því
verður fróðlegt að sjá hver
staðan er nú.
Að fróðra manna sögn
hefur hin mikla alda áróð-
urs gegn reykingum að
undanförnu valdið því að
fjöldi reykingafólks hefur
látið af tóbaksneyzlu sinni.
Margir hafa sennilega hætt
eftir þátttöku í sjónvarps-
námskeiðinu, eins og þeir
fjórmenningarnir. Vafa-
laust vona flestir að fjór-
menningarnir komist yfir
þá byrjunarörðugleika sem
því eru samfara að hætta
reykingum. En sennilega
bíða þó margir eftir því
með spenningi að sjá hvort
einhver hefur sprungið.
Erum við annars ekki það
hrekkjóttir innst inni?
Dæmigerð John
Wayne mynd
„Ég held að mér sé óhætt
að segja að þetta sé dæmi-
gerð John Wayne mynd,“
sagði Björn Baldursson hjá
Sjónvarpinu er við inntum
hann fregna af myndinni
Ræningjabælið sem er á
dagskrá Sjónvarps kl.
22.15 í kvöld. Sagði Björn
að myndin fjallaði um
mann er héti Paul Regret
og væri fjárhættuspilari.
Varð hann fyrir því að fella
mann í ólöglegu einvigi í
New Orleans árið 1843.
Tekur hann til þess ráðs að
flýja lög og rétt með því að
ferðast með fljótabát til
Texas. En hann er vart
stiginn á land er hann
verður á vegi lögreglu-
mannsins Jack Cutters,
sem leikinn er af John
Wayne. Tekur Cutter
Regret höndum og hyggst
færa hann til Louisiana.
Reynir f járhæætuspilarinn
ða strjúka, en tekst ekki.
Lenda þeir tvímenningarn-
ir í alls konar ævintýrum,
þvi Cutter á m.a. í höggi við
ræningjaflokk sem hefur
búið um sig fjarri byggð-
um.
Myndinni stjórnaði
Michael Curtiz, sem er
Ungverji að uppruna. Kom
hann til Hollywood upp úr
1920 eftir að hafa leikstýrt
nokkrum vel heppnuðum
kvikmyndum í Evrópu.
Fyrsta stórmynd Curtis
var Sódóma og Gómorrha
(1922), en fyrsta stórmynd
hans í Hollywood var Örkin
hans Nóa (1929). Var
Curtis talinn einn mikil-
hæfasti leikstjóri Holly-
wood á árunum
1930—1950, en hann lézt
árið 1962, 74 ára að aldri.
Ræningjabælið var frum-
sýnt árið áður. Aðalhlut-
verk leika þeir John
Wayne, Lee Marvin og
Stuart Whitman.
mmmmmwnw tfmrtc*' a' * * f « •' » # r+' rar * m* * mw * *